05.maí 2016 - 18:00 Brynjar Nielsson

Ala á reiði og ólgu í samfélaginu

Síðan þessi ríkisstjórn tók við hefur tiltölulega fámennur hópur upphlaupsliðs verið duglegur að ala á reiði og ólgu í samfélaginu. Stjórnarandstaðan á þinginu hefur ekki látið sitt eftir liggja. Í stað þess að taka málefnalega umræðu er stöðugt haldið fram röngum fullyrðingum. Fyrst um að ríkisstjórnin væri að lækka veiðigjöld, þótt útgerðin hafi aldrei greitt hærri veiðigjöld. Svo var því haldið fram að hún væri að skera niður í heilbrigðiskerfinu og að hér væri ójöfnuður meiri en annarstaðar þótt hvorttveggja væri alrangt. Allt kallaði þetta á ótal mótmæli.
04.maí 2016 - 18:27 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Vandi Ólafs Ragnars

Vandi Ólafs Ragnars er ekki að mínum dómi, að kona hans er auðug …
04.maí 2016 - 13:17 Bryndís Schram

Sagan endurtekur sig

Fyrir næstum tuttugu árum tók ég viðtal fyrir útvarpið (Rás 1), við kunnan athafnamann í Reykjavík, sem hafði alist upp í "Pólunum" svokölluðum. Pólarnir voru stórt og fremur hrörlegt hús í eigu Reykjavíkurborgar, sem stóð ofanvert við flugvöllinn í Vatnsmýrinni langt fram eftir síðustu öld. Það hýsti fátækt fólk – aðallega barnmargar fjölskyldur, sem voru eigna- og atvinnulausar. Á þessum árum, snemma á fjórða áratugnum, ríkti kreppa á Íslandi sem og annars staðar í heiminum, og áttu margir um sárt að binda.
03.maí 2016 - 12:34 Sigrún Jónsdóttir

Ótryggð í Omaggiovasa

Á tæpu ári síðan þetta hér gerðist er stelpan nú orðin aðeins reyndari í þeim hafsjó furðufiska sem með sporðaköstum og uggafettum kastast um í misdjúpum drullupollum deitmenningar landsins.

Oftast eru þetta saklausir og einfaldir gúbbífiskar sem halda í fullri alvöru að „HæHæ“ svar við „Blessuð“ þýði eitthvað annað og meira en bara „Hæhæ“, en sem betur fer þarf aðeins meira en gulan blikk emojikall til að heilla mig, því annars væri ég totally fucked…pun intented!
02.maí 2016 - 17:20 Aðsend grein

Þau sem gagnrýna þessi skrif ættu að lesa sér til um andleg veikindi

Eymundur L. Eymundsson, ráðgjafi og félagsliði
Ég hef verið að velta fyrir mér eftir að hafa verið með geðfræðslu í grunn- og framhaldsskólum landsins hvað þörfin er mikil á faglegri aðstoð. Hvað kostar það samfélagið að börn og ungmenni fá ekki hjálp strax í grunnskóla? Hvaða verðmætum erum við að tapa þegar við hjálpum ekki börnum og ungmennum strax í æsku?

02.maí 2016 - 15:42 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ummæli Ólafs Þ. Harðarsonar

Ég hef fram að þessu þekkt Ólaf sem dagfarsprúðan og hófsaman mann, þótt hann hafi jafnan átt erfitt með að leyna samúð sinni með sjónarmiðum sósíaldemókrata.
30.apr. 2016 - 15:18 Jón Baldvin Hannibalsson

Utan (og ofan) við lög og rétt

Þetta er stuttur útdráttur úr svörum máttarstólpa Framsóknar-Sjálfstæðisflokks við spurningum fréttamanna um, hvers vegna nöfn þeirra sé að finna í Panamaskjölunum um gervifyrirtæki á "aflandseyjum". (Má til með að skjóta því inn í, að hvorki Sviss né Lúxemburg, sem eru einhver stórtækustu skattaskjól heimsins, geta flokkast undir eyjar í landfræðilegum skilningi. Við ættum að halda okkur við hugtakið skattaskjól og láta vera að klæmast á landafræðinni).
30.apr. 2016 - 11:07 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Tímamótin 1991

Þegar Davíð Oddsson myndaði sína fyrstu ríkisstjórn fyrir réttum aldarfjórðungi, 30. apríl 1991, urðu tímamót í íslenskri stjórnmálasögu.
29.apr. 2016 - 14:00 Suðri

Metnaðarlaus einkavæðing

Guðmundur Ármann Pétursson, sveitarstjórnarmaður Grímsnes- og Grafningshreppi.
Ákvörðun Háskóla Íslands um að leggja af nám í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni er loks að opinbera sig.

29.apr. 2016 - 12:24 Þórhallur Heimisson

Vopnaleit við morgunmessu

Hún er viðsjárverð veröldin um þessar mundir og háfgert stríðsástand í Evrópu. Því viljum við oft gleyma hér á Landinu bláa, þar sem er nú tiltölulega friðsælt þrátt fyrir endalausar uppákomur og leiðindi varðandi banka og peningamenn og allt þeirra versen og óréttlæti.
28.apr. 2016 - 19:41 Björgvin G. Sigurðsson

Málskotið markaði tímasmót

Fyrirkomulag forsetaembættisins í íslenskri stjórnskipan er næsta einstakt og á sér ekki beinan samjöfnuð. Finnar hafa sama háttinn á og kjósa þjóðhöfðingja í beinni kosningu sem fer með tiltekið framkvæmdavald, einkum á sviði utanríkismála. Aðrir forsetar, kosnir beinni kosningu, eru handhafar framkvæmdavaldsins og skipa sínar ríkisstjórnir sem starfa í þrígreindu ríkisvaldi með þingi og dómstólum.

28.apr. 2016 - 09:46 Jón Steinar Gunnlaugsson

Undanskot eigna?

Sami hópur messaði líka yfir okkur á árunum áður hversu dásamlegir útrásarmenn væru sem bæru orðstí okkar um gervallan heiminn. Núna síðast hafa þeir talið ámælisvert að menn eigi peningaeignir erlendis og virðist þá ekki skipta máli hvort slíku eignarhaldi fylgi brot gegn íslenskum lagareglum eða ekki. Menn sem „tengjast“ slíkum eignum eru bannfærðir og jafnvel hraktir úr trúnaðarstörfum, þó að ekkert fleira komi til og fyrir virðist liggja að þeir hafi ekki á nokkurn hátt brotið gegn íslenskum lagareglum. 
27.apr. 2016 - 14:28 Jón Baldvin Hannibalsson

Hvað er eiginlega að?

Tveir flokkar, Sjálfstæðis-Framsóknarflokkurinn, hafa verið ráðandi um stjórn landsins lengst af á lýðveldistímanum, með fáeinum undantekningum. Sagan sýnir, að þessir tveir flokkar hafa beitt pólitískum völdum til að skipta með sér og sínum forræði yfir helstu geirum atvinnulífsins.
26.apr. 2016 - 22:29 Vilhjálmur Birgisson

Ofboðslega rotið og óréttlátt


26.apr. 2016 - 15:30 Sigurður G. Guðjónsson

Hinir merktu

Kastljósi Ríkissjónvarpsins er nú beint að öllum þeim sem tengjast beint eða óbeint aflandsfélögum. Allir eru gerðir grunsamlegir. Fólk hrökklast úr störfum um leið og fréttin spyrst út, aðrir reyna að bera hönd fyrir höfuð sér, en kjósa svo að gefast upp til að reyna að skapa frið; annars eiga þeir á hættu að þeir verði eltir uppi af fulltrúum réttvísinnar, sem starfa hjá Ríkisútvarpinu beint eða sem undirverktakar, eða er það öfugt?
26.apr. 2016 - 15:05 Jón Ríkharðsson

Er markmiðið löglaus þjóð?

Það sem er verst á okkar tímum er að kjörnir þingmenn virðast ekki skilja margt sem flestu hugsandi fólki er augljóst. Heyrst hefur í ræðustól þingsins að stjórnvöldum beri skylda til að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs.
25.apr. 2016 - 10:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Guðmundur Andri: Ekkert skjól í sögunni

Heitið er sótt með tilbrigðum í kvæði Laxness, eins og allir vita. En Guðmundi láðist að geta þess, að Laxness geymdi sjálfur fé erlendis ólöglega …
24.apr. 2016 - 10:19 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Aulafyndni Gunnars Smára Noregsfara

Af hverju gerir þú sífellt gys að vonum okkar, draumum, þrám, tilvist sem einnar þjóðar?
23.apr. 2016 - 13:34 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Bananalýðveldi? Nei!

Treystum við þessum mönnum til að stjórna landinu? Eru það ekki einmitt þeir, sem myndu breyta landinu í bananalýðveldi?
22.apr. 2016 - 19:12 Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

Ekki þetta

Hafið þið fundið síðustu daga þessa sterku tilfinningu að þið viljið ekki þetta. Þið viljið ekki meira af nákvæmlega þessu. Þið eruð búinn að fá nóg. Þið viljið allt nema þetta, eiginlega alveg sama hvað... bara ekki þetta. Án þess að vita nákvæmlega hvað það þýði að "þetta" fari eða að þið gangið í burtu frá því og veljið það ekki aftur fyrir ykkur alveg sama hvað. Þið skynjið það í líkamanum ykkar sem segir ekki "þetta" sálin segir ekki "þetta" og hjartað er algjörlega sama sinnis. það þarf hugrekki og sterka manneskju sem er örugg í sínu skinni, til að standa upp og segja ÉG VIL EKKI ÞETTA FYRIR MIG LENGUR. 
22.apr. 2016 - 18:19 Aðsend grein

Framboð í dulargerfi lýðræðis

Mörgum er tíðrætt um lýðræðið þessa stundina í tengslum við ákvörðun Ólafs Ragnars að bjóða sig fram. Það er talað um að þetta sé lýðræðið í hnotskurn og að það sé út í hött að pirrast yfir þessari ákvörðun. Þeim sem sjá eitthvað að þessu útspili hans er jafnvel gefið að tala á móti lýðræði. Allir eiga jú að hafa rétt á að bjóða sig fram og svo á fólkið að velja. Einfalt, ekki satt?
21.apr. 2016 - 17:26 Hildur Eir Bolladóttir

Við þurfum nýjan forseta

Þá hef ég komist að niðurstöðu samkvæmt brjóstviti mínu og dómgreind sem er auðvitað ekki óskeikul. Það er fullkomlega óeðlilegt að Ólafur Ragnar Grímsson skuli nú bjóða sig aftur fram til forseta eftir að hafa tilkynnt annað í nýársávarpi sínu á fyrsta degi ársins 2016. Það er heldur ekki satt sem sumir segja að þetta sé lýðræðið í hnotskurn að hann megi nú bara bjóða sig fram eins og hver annar og svo sé það þjóðarinnar að velja, upphrópunin “hva er þjóðin svona heimsk, er henni ekki treystandi til að kjósa!” er heldur ekki kjarni málsins, þetta er ekki svona einfalt.
21.apr. 2016 - 11:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Smæðarhagkvæmni

Einingar geta orðið of stórar. Þá verða þær flóknar í rekstri, og stjórnendur missa yfirsýn.
20.apr. 2016 - 11:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Fáir, fátækir, smáir

Frelsið skiptir mestu máli, ekki fólksfjöldinn.
19.apr. 2016 - 11:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Jóhann Páll og Alþýðubandalagið

Hversu lipur sem Jóhann Páll Árnason er í þrætubókarlist, getur hann ekki breytt þessari fortíð.
19.apr. 2016 - 10:34 Valur Grettisson

Tölum aðeins um lýðræðisvitund

Í réttarkerfinu er eitthvað til sem heitir réttarvitund. Dómarar mega dæma samkvæmt þessu ákvæði. Grunaðir sakamenn eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á þessum forsendum. Því réttarvitund almennings er mikilvæg. Hún er grundvöllur þess að réttarkerfið virki. Að við trúum á að dómarnir séu réttlátir. Dómskerfi, sem brýtur ítrekað gegn réttarvitund almennings, er augljóslega hættulegt og skapar varhugaverðar aðstæður í samfélaginu og grefur undan stoðum þess. Það er því kappsmál hjá dómstólum að glata ekki því trausti sem nauðsynlegt er að það njóti hjá almenningi. Því dómarar innan réttarkerfisins átta sig á því að þetta er ábyrgðahlutur.
18.apr. 2016 - 21:39 Vilhjálmur Birgisson

Skil ekki þessi hörðu viðbrögð

Ég er ekki alveg að skilja þau hörðu viðbrögð sumra vegna þess að Ólafur Ragnar ætlar að bjóða sig fram aftur. Þetta skilningsleysi mitt lýtur aðallega að þeim sem hafa verið að berjast fyrir auknu lýðræði og farið verði eftir þjóðarvilja í hinum ýmsu málum. Sem sagt þjóðin hafi meira um hlutina að segja og hafi lokaorðið.
18.apr. 2016 - 19:54 Valur Grettisson

Listin að valda völdin

Ef fer sem fram horfir þá munu Píratar verða atkvæðamestir í næstu alþingiskosningum. Það þarf engan stjórnmálaspeking til þess að átta sig á því að ótrúlegt fylgi Pírata í skoðanakönnunum síðastliðna 12 mánuði er til komið vegna ákalls þjóðarinnar um breytingar. Um eitthvað nýtt í stjórnmálum. Nýja hugsun eða nálgun. Sumir vilja einfaldlega hreinsa út af þingi eins og þegar Besti flokkurinn var kosinn í borgarstjórnarkosningum 2009. 
18.apr. 2016 - 10:30 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Baldur svarar Gunnari Smára

Þeir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson eru hluthafar í Fréttatímanum. Hvað gengur þeim til?
17.apr. 2016 - 11:24 Vilhjálmur Birgisson

Sjálfstæðismenn með hnífinn á lofti

Þá liggur það endanlega fyrir. Það á ekki að afnema verðtrygginguna og taka á okurvöxtum fjármálakerfisins, enda hefur það legið lengi fyrir að sjálfstæðismenn ætla og vilja ekki taka á ofurdekri við fjármálaöflin.
17.apr. 2016 - 09:13 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Jóhann Páll og Sósíalistaflokkurinn

Í tölvubréfi finnur Jóhann Páll Árnason heimspekingur að ýmsu, sem ég hef haldið fram um íslenska vinstri hreyfingu.
16.apr. 2016 - 22:41 Brynjar Nielsson

Lýðskrum vinstri manna

Stjórnarandstaðan blés til fundar í Iðnó í því skyni að vinna saman eftir næstu kosningar. Nú skal lögð áhersla á heiðarleika og lýðræði. Aldrei gefa vinstri menn eftir í lýðskruminu.
16.apr. 2016 - 10:45 Sigurður G. Guðjónsson

Að hoppa upp í rassgatið ...

Andri Snær Magnason, sem fer nú um landið vegna forsetaframboðs síns, er á móti, virkjunum, er á móti stóriðju, afstaða hans til ferðamannaiðnaðar er óþekkt, hann vill friða hálendið, hann vill nýja stjórnarskrá, hann vill ópólitískt forsetaembætti, hann vill eflingu sköpunar hvers kyns, og telur að Íslendingar geti haslað sér völl í hverju sem er hvar sem er um veröld víða.
Fínt.
15.apr. 2016 - 17:52 Vilhjálmur Birgisson

Hvaða aðilar eru á þessum lista?

Ég er dálítið hugsi yfir því af hverju það er ekki upplýst hverjir þeir 600 Íslendingar eru sem tengjast Panama-skjölunum. Eftir hverju er verið að bíða með að upplýsa það?
13.apr. 2016 - 12:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Guð og gull

Ég spurði sérfræðingana þrjá, hvort það hefðu verið mistök að bjarga ekki Lehman Brothers í september 2008 …
11.apr. 2016 - 23:50 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ísland ætti að vera „skattaskjól“!

Fjármagn og fyrirtæki eru eftirsóknarverð. Við ættum að skapa þeim skilyrði til að leita hingað til lands.
11.apr. 2016 - 12:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Fróðlegar tölur um eignadreifingu

Rannsóknarspurning hennar var, hversu margir hinna vellauðugu hefðu erft auð sinn og hversu margir skapað hann sjálfir.
10.apr. 2016 - 12:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Fróðlegur lestur um innflytjendamál

Þessi innflytjendastraumur gæti riðið þeirri Evrópu, sem við þekkjum og virðum, að fullu.
09.apr. 2016 - 11:52 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Af hverju afhendir Jóhannes ekki gögnin strax?

Jóhannes, birtu skjölin tafarlaust!
07.apr. 2016 - 17:37 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Fyrirlestur minn í New York í dag

Hér er kynning á fyrirlestri, sem ég held í New York í dag:
07.apr. 2016 - 10:24 Jón Steinar Gunnlaugsson

Aðför

Og þeir sem þessa dagana tala um lágkúru í umræðum um þjóðfélagsmál, ósannindi og skotgrafahernað ættu kannski að hugleiða hvort svona framferði, eins og þessir fréttamenn viðhöfðu, er ekki kannski fremur en nokkuð annað til þess fallið að auka veg lágkúrunnar.
06.apr. 2016 - 11:52 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ráðherraval. Orðaskipti okkar Guðna og Björns

Við Guðni Th. Jóhannesson og Björn Bjarnason skiptumst á skoðunum:
06.apr. 2016 - 10:46 Vilhjálmur Birgisson

Ég vil fá svör

Nú þegar það liggur orðið nokkuð ljóst fyrir að ekki á að hlusta á vilja þjóðarinnar um að rjúfa þing og efna til kosninga þá myndi ég vilja fá skýr svör frá þingflokkum Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna um hvað þeir ætli að gera hvað varðar stóra kosningaloforðið sem er að sjálfsögðu að taka hér á okurvöxtum fjármálakerfisins og afnema verðtrygginguna.
06.apr. 2016 - 10:20 Sigurður G. Guðjónsson

Dagur mikilla tíðinda?

Forsetinn kom í gær veg fyrir upplausn og stjórnleysi. Það er byrjað að roðna í austri og plast í trjám. Kannski er dagur mikilla tíðinda.

05.apr. 2016 - 21:30 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ég skal glaður borga

Ástæðan til þess, að ég bauðst ekki til þess að fyrra bragði, var auðvitað sú, að myndin er óborganleg!
05.apr. 2016 - 16:53 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Viljum við þetta fólk til valda?

Og viljum við þá fá þetta fólk til að leggja það í rústir?
03.apr. 2016 - 15:05 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Skrípaleikur í RÚV

Hvar eru brotin? Ég sé þau að minnsta kosti á einum stað: Gögnin, sem rannsóknarblaðamennirnir svonefndu nota, eru stolin.
03.apr. 2016 - 14:52 Jón Ríkharðsson

Afsögn ráðamanna - nei takk!

Ekki fer ég dult með þá staðreynd að vera í hópi hörðustu sjálfstæðismanna landsins og með eindæmum flokkshollur maður. Þess vegna er það yfirlýst markmið mitt að efla Sjálfstæðisflokkinn eins og mögulegt er - því ég kæri mig ekki um ríkisstjórn án þáttöku Sjálfstæðisflokksins. 
31.mar. 2016 - 15:58 Aðsend grein

Fimm hundruð eða fimm þúsund manna samfélag

Nú er hins vegar komið að ögurstundu í því að forstjórarnir „fyrir sunnan“, þingmenn og fjárveitingavaldið fari að átta sig á því að hér er verið að þjónusta fimm þúsund manna samfélag og eftir því þarf að sníða mannafla og aðstöðu.
30.mar. 2016 - 12:52 Marteinn Steinar Jónsson

Um nánd og hlustun: Stjórnendur gæti að sér

Samskiptafærni, þá einkum góð hlustun og virðing fyrir sjónarmiðum starfsmanna er ein meginforsenda árangurs á sviði persónubundinnar stjórnunar. Þetta eru meðal þeirra mörgu hæfnisþátta sem stjórnendur þurfa að temja sér. Góðir stjórnendur eru hins vegar ekki á hverju strái.

PressupennarÍ stafrófsröð
Kringlukráin: pizzutilboð kringlukast maí 2016
Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson - 27.4.2016
Hvað er eiginlega að?
Hildur Eir Bolladóttir
Hildur Eir Bolladóttir - 21.4.2016
Við þurfum nýjan forseta
Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson - 30.4.2016
Utan (og ofan) við lög og rétt
Suðri
Suðri - 29.4.2016
Metnaðarlaus einkavæðing
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.4.2016
Aulafyndni Gunnars Smára Noregsfara
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 26.4.2016
Ofboðslega rotið og óréttlátt
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 30.4.2016
Tímamótin 1991
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.4.2016
Guðmundur Andri: Ekkert skjól í sögunni
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 26.4.2016
Hinir merktu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2016
Smæðarhagkvæmni
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 28.4.2016
Undanskot eigna?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.4.2016
Bananalýðveldi? Nei!
Aðsend grein
Aðsend grein - 22.4.2016
Framboð í dulargerfi lýðræðis
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 22.4.2016
Ekki þetta
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 02.5.2016
Ummæli Ólafs Þ. Harðarsonar
Fleiri pressupennar