21.okt. 2016 - 13:56 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hvar var eggjakakan?

Ég sé öll brotnu eggin, en hvar var eggjakakan?
21.okt. 2016 - 09:15 Kristinn Karl Brynjarsson

Lífseig lýgi

Einhver lífseigasta lýgi stjórnarandstæðinga á yfirstandandi kjörtímabili er að núverandi stjórnarflokkar hafi afnumið auðlegðarskattinn. Eina sem að núverandi stjórnarflokkar hafa unnið sér til saka varðandi afnámið er að þeir voru við völd þann dag sem lögin um hann féllu úr gildi.

20.okt. 2016 - 07:00 Björn Ingi Hrafnsson

Eftir hverju er beðið?

Við Íslendingar getum rifist um alla mögulegu og ómögulega hluti. Sum verkefni virðast einhvern veginn vera af þeirri stærðargráðu, að þjóðin nær ekki almennilega utan um þau og kemst ekki að endanlegri niðurstöðu. Fyrir vikið er rifist og þrasað árum saman, en ekkert gerist.
19.okt. 2016 - 17:07 Brynjar Nielsson

Alþýðufylkingin er heiðarlegri en VG

Einhversstaðar sá ég að fylgi VG væri á flugi. Flokkar eins og VG eru í öðrum löndum jaðarflokkar sem eru að berjast við að ná 5% fylgi til að koma manni á þing. Þótt formaður VG sé afar geðsleg kona og margt gott fólk þar innanborðs er stefna flokksins alltaf jafnslæm og skaðleg.

19.okt. 2016 - 11:14 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ég er frjálslyndur jafnréttissinni!

Ég vil, að konur og karlar njóti jafnra réttinda og beri jafnar skyldur og að konur jafnt og karlar geti notið hæfileika sinna og einstaklingseðlis.
18.okt. 2016 - 14:44 Kristinn Karl Brynjarsson

Algjörlega óraunhæf og óréttanlætleg aðgerð!!!

Í bók sinni Róið á ný mið: Sóknarfæri íslensks sjávarútvegs, ritaði Steingrímur J. Sigfússon eftirfarandi orð: „Óréttlætanleg aðgerð“ „Auðlindaskattur á sjávarútveginn einan yrði sértæk skattlagning og því óæskileg og í raun óréttlætanleg aðgerð út frá öllum viðurkenndum skattapólitískum viðmiðunum … Rétt er að minna á í þessu sambandi að íslenskur sjávarútvegur keppir án nokkurra ríkisstyrkja eða niðurgreiðslna við þrælstyrktan atvinnuveg í nágrannalöndunum. Er ekki frekar ástæða til þess að hrósa sjávarútveginum fyrir að standast þessa erfiðu samkeppni, sem hann hefur verið og er í, gagnvart t.d. fiskvinnslu Evrópusambandsríkjanna, heldur en skattleggja hann sérstaklega. Þó mörg sjávarútvegsfyrirtæki séu stór á okkar mælikvarða eru þau agnarsmá úti í hinum stóra heimi.

18.okt. 2016 - 09:18 Kristinn Rúnar Kristinsson

Tilviljanir, örlög og bróðurmissir

Mig langar að skrifa um tilviljanir, örlög og bróður minn heitinn. Það veldur mér alltaf vonbrigðum þegar fólk talar um tilviljanir, en áttar sig ekki á því að um örlög er að ræða. Hér er eitt dæmi sem maður hefur heyrt í gegnum tíðina.

17.okt. 2016 - 07:00 Akureyri vikublað

Flott fólk

Við sitjum þögul við eldhúsborðið á sunnudagsmorgni, drekkum kaffi og flettum blöðum. Ég geispa og bít áhugalaus í brauðsneiðina mína. Stafirnir eiga það til að renna saman í eitt svona snemma morguns – búvörusamningsgjaldeyrishaftabónusar.
16.okt. 2016 - 18:00 Kristinn H. Gunnarsson

Stóra byggðastefnan

Í íslensku hagkerfi verða til mikil verðmæti á hverju ári. Hversu mikil hverju sinni má ráða af því hver hagvöxturinn er.  Almennt má segja að með vaxandi kaupmætti almennings hækka ýmis eftirsótt gæði í verði.  Verð á fiskikvóta á Íslandsmiðum fylgir bættum efnahag í viðskiptalöndum íslensks sjávarútvegs.
16.okt. 2016 - 10:00 Arnaldur Máni Finnsson

Samskipti; tjáskipti spáskipti


15.okt. 2016 - 15:00 Akureyri vikublað

Ætla stjórnmálin að segja pass við ferðaþjónustuna?

Uppgangur ferðaþjónustunnar hefur vart farið framhjá nokkrum íbúa Eyjafjarðar. Dögum saman er miðbær Akureyrar fullur af ferðamönnum, rútur fara með hópa vítt og breitt um sveitirnar og hvert sæti er skipað á veitingahúsunum. Fjölmörg ný fyrirtæki hafa bæst við þau sem fyrir voru í ferðaþjónustunni og þúsundir einstaklinga starfa við atvinnugreinina. Fyrir liggur að ferðaþjónustan norðanlands ræður vel við gestafjöldann og er reiðubúin til að fá fleiri heimsóknir.

15.okt. 2016 - 13:08 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Svar mitt við fyrirspurn rektors

Þar sem frétt var á mbl.is af glærum mínum, er rétt, að ég birti svar mitt við fyrirspurn rektors.
15.okt. 2016 - 07:00 Indíana Ása Hreinsdóttir

Samheldni gegn ofbeldi

Á síðustu árum hefur orðið bylting í umræðu um kynferðisofbeldi. Unga kynslóðin, sem nú er í mennta- og háskóla eða á þeim aldri og einkennist af krafti, hugrekki og þori svo maður stendur opinmynntur eftir, neitar að þegja þegar á henni er brotið og skilar skömminni til þeirra sem eiga hana skilið.

14.okt. 2016 - 18:00 Jón Baldvin Hannibalsson

Kapitalisminn og óvinir hans

KAPITALISMINN – með sinni forhertu skírskotun til eigingirni mannsins og gróðafíknar – verður seint kenndur við siðaboðskap kristninnar. Það er ekkert „sælla-er-að-gefa-en-þiggja“ á hans kokkabókum. Pólskur háðfugl, sem var að lýsa hlutskipti fólks í hinum hráslagalega kapitalisma, sem tók við þar í landi eftir fall kommúnismans – sjokk-þerapía var það kallað – en reyndist vera meira sjokk en þerapía, komst að þeirri niðurstöðu, að svo frumstæður kapítalismi gæti ekki þrifist í himnaríki. Reyndar ætti hann ekkert erindi í helvíti heldur, því að hann væri þar fyrir.
14.okt. 2016 - 15:36 Austurland

Hvað skiptir máli?

Einu sinni húsvitjaði ég hjá sóknarbarni þar sem á eldhúsborðinu lá miði með tilkynningu um messu í kirkjunni næsta sunnudag. Sóknarbarnið lyfti miðanum á loft og sagði: „Ef svona tilkynning hættir að berast til mín, þá skaltu sjá þína sæng útbreidda“. „En skiptir það þig nokkru máli, þú kemur hvort sem er aldrei í messu“, svaraði ég. „Ég vil að messað sé reglulega í minni kirkju, þar sé staðið fyrir sæmilegri menningu, allt sé tilbúið þegar ég þarf á að halda og beðið sé fyrir mér og mínu fólki í kirkjunni“. Ég mat mikils hreinskilni sóknarbarns míns sem hafði í raun lagt drjúgt að mörkum til kirkjunnar um langa tíð í margs konar verkum.

14.okt. 2016 - 07:18 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Handbendi Stalíns

Þó eiga sum mál sér lyktir, mælanlega niðurstöðu.
13.okt. 2016 - 14:39 Sigurður Jónsson

Samfylkingin og Píratar bera ábyrgð á búvörusamningnum

Það vakti mikla athygli við afgreiðslu búvörusamningsins á Alþingi að það voru aðeins 19 þingmenn sem samþykktu hann. Eins og allir vita sitja 63 þingmenn á Alþingi. Það voru því 47 þingmenn sem samþykktu ekki samninginn.
13.okt. 2016 - 10:00 Ásgeir Ólafsson

Rándýr ummæli

Forstjóri Néstle Peter Brabeck,  lét frá sér þau ummæli fyrir skömmu að það ættu ekki allir rétt á drykkjarvatni. Fyrir vikið hlaut hann afhroð í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.  

Það mátti reikna með falli smásölurisans…eða hvað?


12.okt. 2016 - 16:38 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Fyrirlitning á smáþjóðum

Skattstjóri synjaði beiðni minni. Nú sé ég, að hann hafði rétt fyrir sér.
12.okt. 2016 - 10:59 Kristinn Rúnar Kristinsson

Hress í augum Íslendinga - Alvarlegur í augum Mexíkóa

Ég ætla að rifja upp Mexíkódvöl mína, af því ég hef aldrei tekið þá ferð saman og líka til að gefa fólki betri innsýn hvernig það er að vera öðruvísi einstaklingur í framandi landi að gera eitthvað nýtt og spennandi.

11.okt. 2016 - 11:50 Smári Pálmarsson

Sáðlát er líflát

Holdið rís. Gamanið hefst og spennan magnast. Ævintýrin blasa við og allir möguleikar eru opnir. Sáðrásin opnast og fjölmargir lífsneistar brjótast út úr öruggu fylgsni sínu en þeirra bíður ekkert egg… og skyndilega breytist fjörið í fjöldagröf. Lífsneistinn kæfður í klósettpappír. Ljósin slokkna.
10.okt. 2016 - 11:37 Brynjar Nielsson

Heimsóttum Bandaríkin og vorum dregnir út af klósettinu

Ég segi farir mínar ekki sléttar eftir heimsókn til Bandaríkjanna. Við fjórir miðaldra karlar keyptum lestarmiða á netinu frá Boston til New York. Þegar á lestarstöðina kom var miðasölubás þessa lestarkompanýs lokaður. Töldum við þá duga að staðfesta greiðslu með snjallsímanum og gengum um borð. En það var öðru nær. Á næstu stoppustöð voru við dregnir af klósettinu, með nánast allt niðrum okkur, leiddir út og gegnum lestarstöðina með öll augu á okkur, af sterklegum lögreglumönnum.

10.okt. 2016 - 11:34 Hildur Eir Bolladóttir

Að vera veikur

Mig langar til þess að vera hér með örlitla, óskáldlega hugleiðingu um það að takast á við veikindi og vera aðstandi. Og af því að ég tala um að vera óskáldleg þá þýðir það að ég ætla að vera praktísk í kvöld sem er raunar bráðnauðsynlegt  þó það sé kannski ekki eins ljóðrænt og spurningin um tilgang lífsins. Eða hvað? Er ekki lífið í heild sinni ljóð, eins konar safn myndbrota úr hversdeginum þar sem við tökumst á við það óæfða hlutverk að vera manneskja?

10.okt. 2016 - 09:00 Akureyri vikublað

Samvinna er besta meðalið

Ég er með „master“ í kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Ég er reynslubolti í mínum geðröskunum og hef þurft að leita mér hjálpar hjá öðrum fagmönnum sem eru menntaðir á þessu sviði. Sameiginlega höfum við leitað leiða sem hafa hjálpað mér á betri stað í lífinu í dag. Ég hef líka verið svo heppinn að kynnast einstaklingum sem glímt hafa við geðraskanir. Það er ekki ósvipað því þegar alkóhólistar hitta aðra alkóhólista eða krabbameinssjúklingar hitta aðra krabbameinssjúklinga svo dæmi séu tekin.


10.okt. 2016 - 08:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Laxeldi og laxveiði

Það er ofur skiljanlegt að veiðiréttareigendur og laxveiðimenn hafi þungar áhyggjur af áformum um stórfellt laxeldi á Vestfjörðum og Austfjörðum. Á Vesturlandi eru margar af bestu laxveiðiám landsins. Þær skila háum tekjum inn í sveitirnar sem þær renna um. Hagsmunirnir eru miklir fyrir hinar dreifðu byggðir.
09.okt. 2016 - 17:07 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Út að leika með iglo+indi

Breki fékk yndisleg föt frá iglo+indi um daginn og ég stóðst ekki mátið og klæddi hann upp, keyrði á Þingvelli og leyfði honum að hlaupa um eins og lambi að vori til. Það var reyndar að koma haust og hann vildi bara hlaupa um í korter og svo bað hann um ís.
08.okt. 2016 - 07:00 Aðsend grein

Ég get, ég ætla, ég skal

Ég er í stjórnmálum, kannski ekki uppbyggilegasta starfsumhverfi í heimi - meira svona eitt það erfiðasta, og ég fæ oft þá spurningu hvernig ég ,,meika þetta” –  allt þetta baktal, niðurrif, fólk með ljótar skoðanir á mér og þrá margra til að níða af mér skóinn.

07.okt. 2016 - 17:35 Brynjar Nielsson

Við erum öll jafnaðarmenn

Samfylkingarfólk segir að íslendingar séu jafnaðarmenn upp til hópa og skilur því ekki af hverju fylgið hrynur af þeim. En hvað er að vera jafnaðarmaður? Öll erum við jafnaðarmenn ef sú stefna snýst um að halda uppi almannatryggingarkerfi, aðgangi að heilbrigðisþjónustu og menntun fyrir alla. En ef hún snýst um ríkisvæðingu og jafna kjör allra óháð framlagi eru fáir jafnaðarmenn, sem betur fer. Slík jafnaðarmennska er auðvitað aðför í hinu frjálsa samfélagi og er í raun gamaldags sósíalismi. Því miður hefur Samfylkingin sogast í þá "jafnaðarmennsku" og ekki er pláss fyrir tvo flokka í því rugli öllu saman. Þess vegna hríðfellur fylgið.

07.okt. 2016 - 07:00 Suðri

Við og hinir

Við vitum að á Íslandi eru stunduð mannúðarstörf. Með því er átt við fjölskylduhjálp, líknarmeðferð á sjúkrahúsum, endurhæfing þeirra sem eiga við gerðræn vandamál að stríða, fjárgjafir til íbúa jarðskjálftasvæðis sem hefur orðið illa úti og ...? Er þörf á að nefna meira? Rauði krossinn á Íslandi telur 42 deildir og í Landsbjörgu eru 18 þúsund félagar og sjálfboðaliðar. Við gerum ekki mun á hjálpar- og mannúðarstöfum af því að við erum siðrænir mannvinir og stundum þau þegar þarf. Sjálf höfum við þegið hjálp að utan í neyð og þakkað fyrir mannúð þegar náttúruöfl hafa gert okkur tjón, óhamingju og mannskaða. Okkur er ekki tamt að setja kostnað við mannúð upp á móti öðrum samfélagskostnaði og heimta að menn velji. Ópera eða líknardeild? Snjóflóðavarnir eða ókeypis máltíðir skólabarna? Móttaka bátafólks eða jarðgöng? Nei, þetta er einfaldlega bæði og.


06.okt. 2016 - 22:42 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Snjallir og ferskir ræðumenn

Fyrirlesarar eru þrír mælskustu og snjöllustu talsmenn frelsisins um þessar mundir …
06.okt. 2016 - 11:21 Jón Steinar Gunnlaugsson

Í boði bannsins!


06.okt. 2016 - 10:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Íslendingum hefur oft heppnast vel að skjóta sig í báðar lappir

Frá árinu 2010 hafa íslensk skip veitt milljón tonn af makríl í íslenskri lögsögu.  Milljónasta tonnið var innbyrt nú í lok september þegar aflinn á yfirstandandi vertíð náði 142.221 tonni. „Engum dylst að koma makrílsins á Íslandsmið hefur haft mikil áhrif á afkomu útgerðar, tekjur sjómanna og hag landsmanna allra.  Útflutningsverðmæti makrílafurða, að undanskildu mjöli, frá árinu 2010 til og með 2015 nam 110 milljörðum.  Á bakvið þá tölu eru um 600 þús. tonn og meðalverð því 184 kr/kg.,“ segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda (LS).
06.okt. 2016 - 07:30 Björgvin G. Sigurðsson

Flokkar í flóknum málum

Staða stjórnmálaflokkanna er flókin í aðdraganda kosninga til Alþingis  í lok október. Helst er að Vinstri grænir sigli lygnan sjó, enda verið ágæt samstaða um menn og málefni í flokknum eftir hatrömm átök og klofning á síðasta kjörtímabili. Nýju framboðin eru mörg og hart er keppt um athygli kjósenda og málefnalega sérstöðu.

05.okt. 2016 - 13:54 Marteinn Steinar Jónsson

Ómeðvituð hegðunarmunstur hamla árangri á vinnustað

Við getum líkt andrúmslofti og starfsanda á vinnustað við veðrið. Sumstaðar ríkir kuldi og grámi en á öðrum vinnustöðum er eins og sólin skíni endalaust með sunnanvindi og heiðbláum himni.

05.okt. 2016 - 11:13 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Þátttaka mín í trúartali á Netinu

Hvar myndi Jesús lenda á svona kosningaprófi?
04.okt. 2016 - 15:00 Austurland

Gott geðheilbrigðisnet er nauðsyn

Það er margt sem leitar á hugann í allri umræðu um geðheilbrigði.  Þar eins og í svo mörgum öðrum mikilvægum þáttum heilbrigðs samfélags má alltaf gera betur og við verðum stöðugt að leita leiða til þess. Við búum við þann veruleika hér austur á fjörðum að minnsta kosti að aðgengi að sérfræðiþjónustu, eins og að geðlæknum og sálfræðingum er ekki nægilega gott. Þar er ekki við fagaðilanna að sakast, sem gera sitt besta, heldur kerfið sjálft, sem er fjársvelt, þunglamalegt og fjarlægt. Langir biðlistar myndast, stopul viðvera fagfólks, sem flest kemur að sunnan eða norðan o.s.frv. Þau, sem búa og starfa á svæðinu eru of fá! Þetta á við um starfstéttirnar í heilbrigðisgeiranum.  Heilsugæslulæknar, hjúkrunarfólk og prestar, eru þeir aðilar sem fá til sín fólk sem þarf á sálfræði- eða geðlæknisaðstoð að halda. 

04.okt. 2016 - 07:00 Kristinn H. Gunnarsson

Píratar ræna lýðræðinu

Hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar hafa komið sér í þá stöðu að stuðningur við þá er í algeru lágmarki og hefur aldrei verið rýrar að vöxtum síðustu 100 árin. Í síðustu könnunum eru flokkarnir fjórir, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylking og Vinstri græn með samtals innan við 60% af fylginu.  Í síðustu könnun Gallup eru Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur samtals með aðeins 35% fylgi og hinir tveir Samfylking og Vinstri græn enn minna eða aðeins 24%. Í könnun MMR er mælingin svipuð. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mælast samanlagt með 32% fylgi og Samfylkingin og Vinstri græn eru með 21% fylgi. Í annarri könnunnini eru flokkarnir fjórir samanlagt eða 53% fylgisins og í hinni eilítið meira eða 59%.  Til samanburðar má nefna að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn höfðu allt fram til kosninganna 2009 aðeins einu sinni mistekist að fá hreinan meirihluta á Alþingi.

03.okt. 2016 - 15:00 Austurland

Andleg veikindi ungs fólks er faraldur

Geðheilbrigðismál á Íslandi eru í molum og hafa verið í langan tíma. Nú er svo komið að andleg veikindi ungs fólks eru orðin að faraldri. Nýútkomin skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðismál barna og unglinga bendir á að vöntun á úrræðum og langir biðlistar eftir nauðsynlegri aðstoð stefni velferð íslensks samfélags í voða. Mjög stór hópur framhaldsskólanema glímir við vandamál eins og kvíða, þunglyndi, fíkn og félagsfælni, svo eitthvað sé nefnt. Ungt fólk upplifir mikla streitu á vinnumarkaði þar sem því eru oft ætlaðar ómannúðlegar vinnuaðstæður. Rannsóknir sýna að andleg veikindi eru ein helsta ástæða brottfalls nemenda úr framhaldsskólum og ungs fólks af vinnumarkaði.

03.okt. 2016 - 12:00 Aðsend grein

Opið bréf til Hagstofunnar, FME og Seðlabankans

Kveikjan af þessu opna bréfi eru nýlegar fréttir af því að Hagstofunni láðist að fullreikna hækkun íbúðaverðs inn í vísitölu neysluverðs í nokkra mánuði. Í kjölfarið varð upphlaup í fjölmiðlum landsins vegna meints tjóns fjármálastofnana af þessum sökum.

03.okt. 2016 - 10:17 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Jafnréttissinninn Hannes Hafstein

Hannes Hafstein var sannfærður jafnréttissinni og flutti frumvarpið í samráði við vinkonu sína Bríeti Bjarnhéðinsdóttur.
02.okt. 2016 - 15:00 Austurland

Píratar og heilbrigðismálin

Í skoðanakönnun sem fram fór fyrir skemmstu kom í ljós að þorri Íslendinga ætlast til að þeir aðilar sem taka við stjórnartaumunum að afloknum næstu Alþingiskosningum leggi sérstaka áherslu á eflingu heilbrigðiskerfisins.

01.okt. 2016 - 15:00 Austurland

Einfasa kaffi


01.okt. 2016 - 07:00 Arnaldur Máni Finnsson

Panikka eða kljúfa skaflinn?

Veturinn er að nálgast en við reynum að treina sumar og haust eins og hægt er; veturinn er að nálgast og um leið og við gerum ráð fyrir því að þar með falli allt í fastar skorður þá þekkjum við það að í þessu felst „vinnan“ við að búa út á landi. Veðrin válynd, vegasamgöngur ótryggar, færri skemmtanir, styttri dagar. Samt er það nú svo að sumir vakna fyrst á haustin, kviknar í þeim líf eins og myrkrið kalli á kertaljós, einbeitingin skerpist, vandamálin eru handan við hornið; lífsbaráttan. Það þarf að bíta í skjaldarrendur og skerpa hnífana. Snertur af spennufíkn hellist yfir suma á meðan aðrir eru við það að falla í vetrardvala rútínunnar svo algjörlega að maður gerir ekki ráð fyrir að sjá þá fyrr en næsta vor. Ég get ekki giskað á hvorn veginn það verður hjá mér, ekki enn. Þeir hafa verið allskonar veturnir, og þó kannski helst þetta sem hefur einkennt þá: Maður verður að vera viðbúinn á hverjum tíma til að taka ákvörðun, ef það kemur fljúgandi skafl beint í fangið á manni, þar sem maður brasar í myrkri yfir einhverja heiðina í kafaldsbyl.

01.okt. 2016 - 07:00 Sverrir Björn Þráinsson

JÁ, ÉG BENDI Á ÞIG!

Kæri heilsuþyrsti lesandi,
Já, ég bendi á ÞIG.

Hvenær ætlar þú að ranka við þér og framkvæma?

Þegar fengist hefur við ofþyngd í lengri tíma hefur varnarveggurinn með framlínu afsakanna tekið rótgróna festu og stýrir deginum og lífinu með furðuleika sínum þar sem engar eiginlegar ákvarðanir eru teknar, engin eiginleg markmið eru til staðar og iðulega er alheiminum um að kenna allt það sem fyrir okkur hefur komið, tilfinningum okkar þrýst niður og púðrað yfir með mat og sætindum en allt án þess að nokkurntíma upplifist hamingja eða stolt .. við erum í þessu ástandi, eitt stórt óútkljáð mál í ringulreið fortíðar okkar þar sem ekkert snýr upp og fátt fleira snýr niður.
30.sep. 2016 - 15:00 Sigurður Jónsson

Ætlum við virkilega að kjósa yfir okkur vinstri vitleysu næsta kjörtímabil

Nú styttist í að kosið verði til Alþingis. Samkvæmt skoðanakönnunum er mjög líklegt að allt að átta framboð geti náð imm fulltrúum á þing. Miðað við stöðuna núna eru meiri líkur en minni á að næsta ríkisstjórn verði þriggja til fjögurra stjórn vinstri flokka, Það er ótrúlegt miðað við hina slæmu reynslu af síðustu vinstri stjórn að allt bendi nú til þess að ný vinstri stjórn taki við eftir kosningarnar 29.október n.k.

30.sep. 2016 - 11:24 Brynjar Nielsson

Fæ hroll af loforðaflaumi vinstrimanna

Það fer um mann hrollur þegar hlustað er á loforðaflaum vinstri flokkanna í upphafi kosningabaráttunnar. Um leið og glitta fer í batnandi ástand og horfur er ekkert mál er að lofa öllum öldruðum og öryrkjum 300 þúsund á mánuði úr almannatryggingum án nokkurs tillits til tekna og eigna viðkomandi. Öll heilbrigðisþjónusta, hverju nafni sem hún nefnist, skal vera gjaldfrí. Bæta skal tugum milljarða í heilbrigðiskerfið og skólakerfið, annað eins í samgöngur og svona má lengi telja.
30.sep. 2016 - 10:25 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

„Í óþökk“ bænda

En sannleikurinn er sá, að Stalín hóf upp úr 1930 vægðarlaust stríð gegn bændastéttinni, sem vildi ekki afhenda ríkinu alla uppskeru sína.
29.sep. 2016 - 12:52 Aðsend grein

Manngildi ofar auðgildi

Hið pólitíska landslag hefur breyst og heldur áfram að breytast. Við lifum því á afar áhugaverðum tímum þar sem nýjar kynslóðir telja sig ekki þurfa að búa við úrelt kerfi og skýringar eins og: „sættu þig bara við það, þetta er bara svona“ duga ekki lengur. Þegar ég segi kerfi, þá á ég við þau í sinni víðtækustu mynd; menntakerfið, heilbrigðiskerfið, stjórnsýsluna o.s.frv. Lýðræði er t.d. aftur komið í tísku, ef svo má segja. Fólk hefur áhuga á að taka þátt, það sýnir sig m.a. í stofnun fjölmargra nýrra flokka hin síðari ár. Á sama tíma kvartar fólk undan áhugaleysi almennings á stjórnmálum. Sú fullyrðing stenst ekki. Allir hafa áhuga á stjórnmálum hvort sem þeir taka virkan þátt í starfi flokka eða ekki.

28.sep. 2016 - 18:30 Tara Margrét Vilhjálmsdóttir

Gallabuxurnar - er eitthvað að þeim en ekki þér?

Í pistli dagsins langar mig til að tala viðburð sem ég er að tryllast af spenningi yfir! Ráðstefnan Gallabuxurnar – er eitthvað að þeim en ekki þér? verður loksins haldin sunnudaginn 2. október í Hörpu. Ég er búin að bíða eftir þessum degi eins og 6 ára barn bíður eftir aðfangadagskvöldi. Ráðstefnan fjallar um áhrif markaðsafla á sjálfsmynd og hegðun og er sérstaklega komið inn á hvernig utanaðkomandi öfl, eins og þrýstingur um að öðlast hinn hinn fullkomna líkama, hafa áhrif á lífsgæði. Þið hafið margoft heyrt mig tala um þessi öfl og neikvæðar afleiðingar þess. Þið hafið líka fengið smá innsýn í mína vegferð frá líkamshatri til líkamsvirðingar. Það sem þið hafið hinsvegar heyrt mig tala minna um eru praktískar leiðir til þess. Ég hef ekki alveg treyst mér til þess enn sem komið er, þetta er afskaplega persónubundið fyrir hvern og einn og vandmeðfarið. Sumir eiga t.d. sögu um átröskun en aðrir ekki. Það sem ég hef því einblínt á hingað til er að fræða fólk í því skyni að það valdeflist og skori þessi öfl á hólm. Oft þegar það er komið byrjar boltinn ósjálfrátt að rúlla.

28.sep. 2016 - 09:53 Ingrid Kuhlman

Góðverk auka vellíðan

Margar rannsóknir hafa sýnt að vellíðan fólks eykst þegar það gerir eitthvað fallegt fyrir aðra eins og að kaupa kaffi handa samstarfsmanni, gera húsverk fyrir fjölskyldumeðlim eða aðstoða nágranna með garðinn sinn. Okkur var flestum kennt í æsku að hugsa fyrst um aðra og síðan okkur sjálf.


Pressupennar
5 nýjustu
Pressupennar
Í stafrófsröð
Smári Pálmarsson
Smári Pálmarsson - 11.10.2016
Sáðlát er líflát
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 04.10.2016
Píratar ræna lýðræðinu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 07.10.2016
Við erum öll jafnaðarmenn
Hildur Eir Bolladóttir
Hildur Eir Bolladóttir - 10.10.2016
Að vera veikur
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 06.10.2016
Í boði bannsins!
Kristinn Rúnar Kristinsson
Kristinn Rúnar Kristinsson - 12.10.2016
Hress í augum Íslendinga - Alvarlegur í augum Mexíkóa
Ásgeir Ólafsson
Ásgeir Ólafsson - 13.10.2016
Rándýr ummæli
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 03.10.2016
Jafnréttissinninn Hannes Hafstein
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 05.10.2016
Þátttaka mín í trúartali á Netinu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 06.10.2016
Snjallir og ferskir ræðumenn
Austurland
Austurland - 03.10.2016
Andleg veikindi ungs fólks er faraldur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.10.2016
Fyrirlitning á smáþjóðum
Marteinn Steinar Jónsson
Marteinn Steinar Jónsson - 05.10.2016
Ómeðvituð hegðunarmunstur hamla árangri á vinnustað
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.10.2016
Svar mitt við fyrirspurn rektors
Fleiri pressupennar
Makaleit: Jólin saman 2016