27.nóv. 2015 - 12:15 Guðrún Margrét Guðmundsdóttir

Langþráður draumur rætist: Lögreglan vopnavæðist

Ég hef satt best að segja stórar áhyggjur af vopnavæðingu lögreglunnar. Það hlaut að koma að þessu, langþráður draumur Björns Bjarnasonar - og lengi staðið til.
26.nóv. 2015 - 13:52 Brynjar Nielsson

Ekki eins galnir og sumir þessara „kvenréttindahópa“

„Ef dóm­stól­ar neita að bæta ráð sitt krefj­umst við af­sagn­ar dóm­ara lands­ins og full­kom­inn­ar end­ur­nýj­un­ar í kerf­inu. Lög­in eru ekki vanda­málið. Dóm­ar­arn­ir og kerfið sjálft eru vanda­málið.“
24.nóv. 2015 - 22:30 Sigrún Jónsdóttir

Karlar sem panta konur!

Þessi einlægu skilaboð biðu mín í innhólfinu á Einkamál.is þegar ég kíkti þar við áðan.
Sendandinn hafði ekki haft fyrir því að senda mynd af sér, eða kynna sjálfan sig á neinn hátt, heldur einfaldlega hent á mig einum feitum einkarétti „DIBS“ sem á sæmilegri íslensku myndi útleggjast sem „PANT“.
24.nóv. 2015 - 12:06 Brynjar Nielsson

Biður til Guðs um að ég hætti á Facebook

Mér sýnist Siðmennt vera næst stærsta trúfélagið hér á landi. Siðmennt sér um fermingafræðslu og fermir tugi barna á hverju ári. Eru farnir að jarðsyngja og telja rétt að fá endurgjaldslaus afnot af kirkjum annarra trúfélaga til þess.
24.nóv. 2015 - 10:56 Jón Steinar Gunnlaugsson

Saga af hetjudáðum

Í síðustu viku sótti okkur Íslendinga heim bandarískur maður, William (Bill) Browder að nafni. Þessi maður hafði að segja afar merkilega sögu úr samtímanum og má kannski segja að atburðarás hennar standi ennþá yfir. Hann hafði verið með fjárfestingastarfsemi í Rússlandi fyrir og fyrst eftir síðustu aldamót, allt þar til honum var meinuð för inn í landið á árinu 2005, og fékk hann ekki að koma þangað aftur. Hann átti þar fé í fjárfestingarsjóðum (Hermitage Management Funds) sem var afrakstur af vel heppnaðri fjárfestingastarfsemi árin á undan. Nú var hann fallinn í ónáð hjá Pútín forseta og því úthýst úr landinu. Browder áttaði sig strax á því hvað væri á seyði og lánaðist að koma fjármunum sínum og nánustu samstarfsmönnum úr landi.
24.nóv. 2015 - 10:55

Þögn er ekki sama og samþykki! Stundum geta fórnarlömb ekki öskrað NEI

Stefanía Sigurðardóttir Í gegnum mína ekki svo löngu ævi hef ég alltaf verið með sterkt bein í nefinu, sagt nei við því sem ég vil ekki. Á unglingsárunum drukku allir vinir mínir, og þeir drukku mikið og oft, mikið var reynt til að fá Stellu til að fá sér smá í tána, en ég bara hafði enga löngun til þess.
24.nóv. 2015 - 10:49 Hildur Eir Bolladóttir

Ég er Frosti og Máni kirkjunnar

Ég er alltaf að bíða eftir því að Guð segi mér að gera eitthvað annað en að vera prestur. Ástæðan fyrir því að ég fór í guðfræði á sínum tíma og tók vígslu var eiginlega sú að ég hélt að ég gæti ekki neitt annað. Ég var svo sem ekkert námsséní í menntaskóla, afleit í raungreinum og bara svona meðal í öllu hinu. Fékk að vísu alltaf hátt í dönsku, en hverjum er ekki sama. Það voru heldur ekki foreldrar mínir sem hvöttu mig til að fara út í prestskap, ég var ekkert að gera stóra hluti þegar ég fylgdi pabba eftir í hans embættisverkum, spilaði reyndar einu sinni á fiðlu í sunnudagaskóla á Svalbarðseyri og uppskar meira fliss en aðdáun.
23.nóv. 2015 - 19:08 Ágústa Kolbrún Roberts

Svona galdrar þú til þín það sem þig langar í

Í þessari viku tala ég um það hvernig orð geta breytt lífi okkar. Það sem við tölum um verður að veruleika. Þess vegna er svo mikilvægt að tala um það sem okkur langar, hvernig við viljum hafa lífið og það sem við viljum laða til okkar.
23.nóv. 2015 - 11:49 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ólafur Ragnar, já! Baldur, nei!

Við verðum að herða útlendingaeftirlit og landamæravörslu og efla lögregluna. Í því eru ekki fólgin nein mannréttindabrot, heldur mannréttindavernd.
23.nóv. 2015 - 10:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ámælisverð iðjusemi

Í þessum tveimur stuttu setningum eru þrjár villur:
20.nóv. 2015 - 19:44 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Gamansemi á Rotary-fundi

Þar sagði ég frá því, þegar Davíð Oddsson myndaði sína fyrstu ríkisstjórn þriðjudaginn 30. apríl 1991.
20.nóv. 2015 - 19:30 Vilhjálmur Birgisson

Ég er hryggur og dapur

Í fréttum áðan var viðtal við forseta ASÍ og fjármálaráðherra vegna ákvörðunar kjararáðs um að hækka laun þeirra sem taka laun eftir kjararáði. En eins og fram hefur komið í fréttum nemur sú hækkun frá 60 þúsundum á mánuði upp allt að 200 þúsund.
19.nóv. 2015 - 13:24 Björn Ingi Hrafnsson

Slökum aðeins á

Furðufregnir mátti lesa í morgun um að urgur væri í sumum föngum á Kvíabryggju af því að kaupsýslumaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson hefði sótt fangelsið heim tvívegis að undanförnu og heimsótt fanga sem afplána þar dóm.
19.nóv. 2015 - 07:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Varð forstjóri auðsælasta vogunarsjóðs Rússlands

Síðan lenti Browder í átökum við Pútín og lýsir þeim í bókinni Eftirlýstur,
18.nóv. 2015 - 21:08 Þórhallur Heimisson

Kalífatið og ISIS - Islamic State

Eftir hryllilega hryðjuverkaárás á París um liðna helgi hefur farið fram mikil umræða í fjölmiðlum um morðingjana sem að baki standa og hafa lýst ábyrgð á voðaverkunum, það er að segja ISIS.  ISIS stendur fyrir Islamic State of Iraq and Syria –íslamskt ríki Íraks, eða einfaldlega hið íslamska ríki.
18.nóv. 2015 - 13:44 Björn Jón Bragason

Er Grænland íslensk nýlenda?

Líklega þykir flestum spurningin í titli þessa pistils fjarstæðukennd. Á fyrri hluta síðustu aldar kom þetta álitaefni þó reglulega til umræðu hérlendis og samþykktar voru margar tillögur á Alþingi um að kannað yrði þjóðréttarlegt tilkall Íslendinga til Grænlands. Mikil skrif urðu um málið, en enginn af fjallaði þó um það af jafnmiklum lærdóm og dr. juris Jón Dúason.
18.nóv. 2015 - 07:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Telur Pútín ógna lífi sínu

… Pútín ógni lífi sínu, eftir að Browder hóf baráttu gegn honum
17.nóv. 2015 - 07:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hann telur Pútín gerspilltan

… hann iðraðist stuðnings síns við Pútín, sem hafi reynst gerspilltur …
16.nóv. 2015 - 07:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hvað varð um Rússagullið?

Samtals er þetta 1.118.980.000, um einn milljarður og tvö hundruð milljónir króna á núvirði.
15.nóv. 2015 - 10:03 Sigurður G. Guðjónsson

„Give peace a chance“

Hugur minn er hjá öllum þeim saklausu borgurum sem hafa verið fórnarlömb valda- og trúarbragða átaka. Gleymum ekki hlut vestrænna hervelda í árásum á saklaust fólk sem fjær okkur býr núna þegar ráðist hefur verið á saklausa borgara vestræns ríkis og þeir myrtir.
14.nóv. 2015 - 16:08 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hlutur Kristjáns konungs X. í Íslandssögunni

Borgþór Kjærnested hélt erindi um dagbækur Kristjáns X., konungs Danmerkur og Íslands, en þær hélt hann um samskipti sín við Íslendinga.
13.nóv. 2015 - 17:53 Sigrún Jónsdóttir

PUSSIES BEWARE!

ME AND THE POPE SMOKE DOPE!

Stóð skýrum stöfum á framhlið Dómkirkjunnar í miðbæ Reykjavíkur, þegar morgunlúinn kirkjuvörðurinn mætti á svæðið til að opna inn í helgidóminn sunnudaginn 4 júní 1989

13.nóv. 2015 - 17:20 Vilhjálmur Birgisson

Skuldsettir bera einir ábyrgðina

Það er óhætt að segja að stýrivaxtahækkanir Seðlabankans að undanförnu hafi vakið upp mikla gremju á meðal alþýðu þessa lands enda hafa þær hækkanir það markmið að draga úr ráðstöfunartekjum heimilanna og leiða til þess að vextir allra skulda almennings hækka í kjölfarið. Þetta er algjörlega galið fyrirkomulag, að þegar Seðlabankinn ætlar að slá á verðbólguþrýsting þá sé það gert með því að færa fjármuni frá íslenskum neytendum og fyrirtækjum yfir til fjármálakerfisins. Það hlýtur hvert mannsbarn að sjá að það er eitthvað verulega rangt við þetta fyrirkomulag en Seðlabankinn hefur bent á að stýrivaxtahækkun sé í raun eina stýritækið sem þeir hafa til að reyna að draga úr þenslu og einkaneyslu almennings.
13.nóv. 2015 - 16:29 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Skemmtilegur fundur um valdatíð Davíðs

Við Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra Vinstri-grænna, og Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skiptumst á skoðunum um valdatíð Davíðs Oddssonar á fundi Politica.
13.nóv. 2015 - 16:20 Ágústa Kolbrún Roberts

Ágústa: Þetta gerðist eftir heilun píkunnar!

Leyfum okkur að vera sexí. Leyfum okkur að vera sterk í okkar kynorku.

Í þessu myndbandi segi ég ykkur frá því hvað gerðist eftir að myndband mitt um heilun píkunnar varð svona vinsælt. Hvað gerðist hjá mér og hvernig ég óx upp í að vera sterk með sjálfri mér.
13.nóv. 2015 - 15:03 Ástríður Þórey Jónsdóttir

Minimalískur lífsstíll - nei takk!

Má ég eiga mitt drasl og líða vel með það?  Um daginn fékk ég ábendingu frá vinkonu minni um ákveðinn hóp á fésbókinni sem heitir „minimalískur lífsstíll“, henni fannst þetta æðislegur hópur og hefur tileinkað sér margt held ég úr þessum s.k. mínimaliska lífsstíl. Af einskærum áhuga þá gerðist ég meðlimur í hópnum og það mætti segja að umræður hópmeðlima taki yfir ca. 30% af fréttaveitunni á fésbókinni minni.
13.nóv. 2015 - 14:50 Ragnheiður Eiríksdóttir

Mamman, hjúkkan og veiki strákurinn

Í október héldu Landssamtökin Geðhjálp málþing undir yfirskriftinni Öðruvísi líf. Á dagskrá voru nokkur erindi sem öll voru flutt af aðstandendum fólks sem greinst hefur með geðsjúkdóma. Ykkar einlæg og auðmjúk var meðal fyrirlesara og sagði frá reynslu sinni af því að vera hjúkrunarfræðingur á geðdeild þegar sonur hennar veiktist og þurfti þjónustu geðsviðs. Áður hafði ég fjallað um þá reynslu í pistli sem birtist í DV og hér á Pressunni.
12.nóv. 2015 - 15:02 Þórhallur Heimisson

Í stuði með Guði

Ég var að horfa á grín þeirra í Harmageddon um þjóðkirkjuna hér um daginn á Stöð 2. Spurningin sem þeir voru að reyna að fá ýmsa aðila til að svara var hvernig mætti fá fleira fólk til að ganga í þjóðkirkjuna. Eða alla vega til að hætta við að ganga úr henni.
11.nóv. 2015 - 15:14 Vilhjálmur Birgisson

Seðlabankinn ætlar að nota eina skotið í byssunni á almenning!

Það er algjörlega magnað að fylgjast með fulltrúum Seðlabankans þessa dagana sem hafa ítrekað hækkað stýrivexti hér þrátt fyrir að engar forsendur séu fyrir slíku enda er verðbólgan um þessar mundir í sögulegu lágmarki eða sem nemur 1,8%.
11.nóv. 2015 - 04:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Valdatíð Davíðs

Politica, félag stjórnmálafræðinema í Háskóla Íslands, heldur málfund fimmtudaginn 12. nóvember kl. 19.30 um VALDATÍÐ DAVÍÐS.
10.nóv. 2015 - 14:52

Ertu mamma hans Emmsjé?

„Ertu mamma hans Emmsjé?“
Bólugrafinn unglingur lítur á mig forvitinn undan slútandi derhúfu.
„Uuuuu nei, það væri frekar vandræðalegt því mér finnst hann nett sætur.“ Roðn.
„Já, meinar, fílarðu sem sagt rapp!!!???“
10.nóv. 2015 - 13:36 Hildur Eir Bolladóttir

Sanngjarnt þjóðfélag er öruggara þjóðfélag

Ungur maður spurði mig á kaffihúsi þar sem við sátum og sötruðum okkar Latte hvernig við gætum alið drengina okkar upp þannig að þeir verði ekki nauðgarar? Þetta var býsna stór spurning en sá ungi er fjölmiðlamaður og því vanur að þurfa að spyrja krefjandi spurninga.
10.nóv. 2015 - 10:43 Jón Steinar Gunnlaugsson

Réttarfar þjónkunar

Ég fór og sá kvikmyndina „Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum“ eftir Ölmu Ómarsdóttur. Hafði reyndar gluggað í ritgerð vinar míns Þórs Whiteheads prófessors í sagnfræði um „ástandið“ sem birt var fyrir nokkrum misserum. Þetta er frásögn af heiftarframkomu okkar litla samfélags við ungar stúlkur, fyrir nokkrum áratugum, sem ofstækisfullir samborgarar töldu spilltar fyrir þá sök að hafa umgengist unga aðkomumenn úr setuliði Breta og síðar Bandaríkjamanna á stríðsárunum. Þær voru fordæmdar í samfélaginu og sumar dæmdar til einangrunardvalar á þessu stúlknaheimili uppi í Borgarfirði, án þess að hafa brotið neitt af sér annað en að aðhafast eitthvað sem siðferðispostulum þess tíma líkaði ekki. Raunar virðast meira að segja meintar „sakir“ sumra þeirra hafa verið með öllu ósannaðar. Núna er nægilega langur tími liðinn frá þessum illvirkjum gagnvart stúlkunum til að um það sé fjallað á eðlilegan hátt, þar sem áherslan liggur á augljósum misgjörðum samfélagsins gagnvart þeim.
09.nóv. 2015 - 22:27 Guðrún Margrét Guðmundsdóttir

Ekkert kjaftæði: Vanvirðing og karlaslagsíða réttarkerfisins er ólíðandi

Ég fór á mótmælin fyrir framan lögreglustöðina í dag. Unga fólkið ("15 kynslóðin) var að venju stórkostlegt - sterkt, reitt og ómeðvirkt. Ekki tilbúið að sætta sig við linkind lögreglu gagnvart kynferðisbrotamönnum, vanvirðingu við þolendur og þá kerfislægu karlaslagsíðu sem gerir lögreglu ókleift að meðhöndla þessi mál af sanngirni.
09.nóv. 2015 - 15:02 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Því er Stefáni uppsigað við Rand?

Ein einföld ástæða er til þess, að Stefáni Ólafssyni er sérstaklega uppsigað við Ayn Rand. Hún er, að hann kemur fyrir í einni bók hennar …
09.nóv. 2015 - 10:31 Ragnheiður Eiríksdóttir

Atburðirnir í Hlíðunum eiga ekkert skylt við BDSM

Sófi er húsgagn. Það er hægt að sitja í sófa; það er hægt að stunda kynlíf í sófa og það er hægt að nauðga í sófa. Nauðgunin í sófanum getur meira að segja litið út eins og kynlíf. Oft lamast fórnarlömb nauðgana og geta hvorki mótmælt munnlega né barist á móti ofbeldinu. Kynlífið í sófanum getur líka litið út eins og slagur… innihaldið líkamleg átök, bit í háls, skell á rass.
08.nóv. 2015 - 15:32 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hvers vegna þagði Stefán á fyrirlestrinum?

Stefán Ólafsson prófessor var meðal áheyrenda, en hann læddist út í þann veginn, er ég var að ljúka máli sínu.
07.nóv. 2015 - 10:11 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hverjir leyndust á bak við nöfnin?

1997 gaf Nuechterlein einnig út heimildaskáldsögu, þar sem þrír Íslendingar koma fyrir undir dulnefnum …
06.nóv. 2015 - 18:38 Vilhjálmur Birgisson

Ósannindi, hálfsannleikur og óheiðarleiki

Þetta er eitt óheiðarlegasta viðtal sem ég hef hlustað á nánast frá upphafi en að sjálfsögðu er þetta viðtal við sjálfan forseta Alþýðusambands Íslands. Þetta viðtal er stútfullt af ósannindum, hálfsannleik og öðrum slíkum óheiðarleika. Hér er verið að fjalla um gagnrýni Verkalýðsfélags Akraness á þá bláköldu staðreynd að hið nýja rammasamkomulag aðila vinnumarkaðarins hjá svokölluðum SALEK hóp skerði samningsrétt og frelsi stéttarfélaga til kjarasamningsgerðar.
06.nóv. 2015 - 16:13 Sigrún Jónsdóttir

Allt í drasli: Lítið ævintýri af Tinder

Myndin tengist pistlinum ekki beint. Lífið á Tinder er smá eins og konfekt kassinn hans Forrest Gump, þú veist aldrei hvernig mola þú færð… Einn mjúkan og bragðgóðan sem bráðnar á tungunni eða einn sem rúllaði undir sófann og safnaði ryki og kuski á núll einni.
06.nóv. 2015 - 12:12 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Gamall grænfriðungur talar um loftslagsmál

Hér er fróðlegt myndband með ræðu eftir Patrick Moore, sem var á sínum tíma í forystusveit Grænfriðunga. Hann fer skynsamlega og hófsamlega yfir loftslagsmál.
05.nóv. 2015 - 17:11 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Jólaundirbúningur á Eyrabakka: Svikin skjaldbaka og sönggleði

Valgeir Guðjónsson, frændi minn og tónlistarmaður býr á Eyrabakka ásamt eiginkonu sinni, Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur. Þar reka þau hjónin Bakkastofu, sem býður upp á menningarstarfsemi á borð við sagnavökur, tónleika, námskeið og meira til. Dagskrárnar henta alls konar hópum, hvort um sé að ræða vinnustaði, vinahópa, fjölskyldufólk eða saumaklúbba.
05.nóv. 2015 - 13:43 Þórhallur Heimisson

Trúarbragðaskóli Breiðholtskirkju, annar hluti, - kirkjudeildirnar allar

Þá er hægt að fara að bóka hjá sér næstkomandi sunnudag kl.19.00. Þá heldur Trúarbragðaskóli Breiðholtskirkju áfram. 
04.nóv. 2015 - 19:28 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Sköpunargleði í stað sníkjulífs

Hver er munurinn á sjálfselsku og ágirnd? Er samanburður Rands á afburðamönnum og afætum eðlilegur? Hvaða íslensku frumkvöðlar svara best til lýsingar Rands á skapandi einstaklingum?
02.nóv. 2015 - 18:38 Bryndís Schram

Ekkert er eins og var

Stundum, þegar ég vakna við sólarupprás,  finnst mér eins og tíminn standi í stað í þessu værðarlega þorpi uppi á kletti við hafið. Þögnin er svo þung, að ég nem andardrátt hafsins  hingað upp í gluggann til mín, reglubundinn og sefandi.  Aðeins þunglyndislegt eintal uglunnar rýfur þögnina –   og hundgá öðru hverju. Einhvers staðar nærri fer bíll í gang.  Af hverju ætti ég að fara á fætur?
01.nóv. 2015 - 12:43 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Kynþáttaandúð eða útlendingahræðsla

Trúarbrögð eða hörundslitur eiga ekki að ráða því, hvaða útlendingar séu hér velkomnir, þótt með því sé ekki sagt, að allir útlendingar skuli vera hér velkomnir, til dæmis síbrotamenn, smitberar eða áreitnir öfgamenn.
30.okt. 2015 - 11:13 Hildur Eir Bolladóttir

Ferðamannaiðnaður eða þjónusta

Ég er alin upp með ferðamönnum og þess vegna þykir mér mjög vænt um þá. Ég sleit barnsskónum í Laufási við Eyjafjörð. Margir merkir klerkar hafa setið þann stað enda verið þar kirkja frá fyrstu kristni, sennilega er Björn Halldórsson þeirra þekktastur en hann þjónaði í Laufási á 19.öld og orti marga fallega sálma þar á meðal jólasálminn hugljúfa „Sjá himins opnast hlið.“ Kirkjan í Laufási var byggð árið 1865 og einnig er þar torfbær sem var byggður upp í tíð séra Björns á árunum 1866 – 1870, bærinn stendur enn í sinni upprunalegu mynd Foreldrar mínir sátu staðinn í 25 ár, pabbi var prestur og mamma svona „aðstoðarprestur“ í sjálfboðastarfi því hún helgaði líf sitt starfi kirkjunnar og hélt stórt og gestkvæmt heimili, annars er hún menntaður hárgreiðslumeistari svo því sé til haga haldið. Ég er yngst sex systkina, á sumrin sýndum við ferðamönnum gamla bæinn . Yngra systkini tók við af því eldra og þess vegna var auðvitað tímabært fyrir foreldra mína að flytja af staðnum þegar ég var orðin 13 ára og enginn eftir í kotinu til að taka við af kvikindinu. Að vísu var pabbi kosinn vígslubiskup á þeim tíma sem hefur eflaust eitthvað spilað inn í ákvörðun þeirra.
30.okt. 2015 - 09:51 Vilhjálmur Birgisson

Minningarorð um Guðbjart Hannesson

Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast Guðbjarti Hannessyni og fór ekki milli mála að þar fór maður sem hafði mikla réttlætiskennd og vildi ávallt berjast fyrir jöfnuði og réttlæti í okkar samfélagi.  Með öðrum orðum, Gutti eins og hann var ávallt kallaður var gegnum heill jafnaðarmaður sem vildi svo sannarlega rétta hlut verkafólks, enda veit ég að hann þoldi ekki óréttlæti og misskiptingu í okkar samfélagi.
28.okt. 2015 - 12:54 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Kroner og Hitler

Þá var sendur þangað liðþjálfi, sem talinn var hafa blindast af sinnepsgasi á vígstöðvunum. Hann hét Adolf Hitler.
27.okt. 2015 - 07:45 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Deilt um Jóhönnu við Einar Kárason

Ég gat ekki stillt mig um að gera athugasemd, enda blöskrar mér, ef á að gera þennan mistæka, þröngsýna og lítilsiglda stjórnmálamann, sem vissi ekki einu sinni, hvar Jón Sigurðsson var fæddur, að einhverri þjóðhetju …

PressupennarÍ stafrófsröð
Sena: Baggalútur - jólaland nóv 2015
Ágústa Kolbrún Roberts
Ágústa Kolbrún Roberts - 13.11.2015
Ágústa: Þetta gerðist eftir heilun píkunnar!
Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir - 13.11.2015
PUSSIES BEWARE!
Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 13.11.2015
Mamman, hjúkkan og veiki strákurinn
Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir - 24.11.2015
Karlar sem panta konur!
Björn Ingi Hrafnsson
Björn Ingi Hrafnsson - 19.11.2015
Slökum aðeins á
Ástríður Þórey Jónsdóttir
Ástríður Þórey Jónsdóttir - 13.11.2015
Minimalískur lífsstíll - nei takk!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 13.11.2015
Skuldsettir bera einir ábyrgðina
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 15.11.2015
„Give peace a chance“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.11.2015
Gamansemi á Rotary-fundi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.11.2015
Skemmtilegur fundur um valdatíð Davíðs
Björn Jón Bragason
Björn Jón Bragason - 18.11.2015
Er Grænland íslensk nýlenda?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.11.2015
Ólafur Ragnar, já! Baldur, nei!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 20.11.2015
Ég er hryggur og dapur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.11.2015
Hvað varð um Rússagullið?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.11.2015
Hann telur Pútín gerspilltan
Fleiri pressupennar