13.okt. 2015 - 15:00 Sigurður G. Guðjónsson

Heimildamaðurinn um sölu á Símahlutnum

Halldór Bjarkar fyrrum starfsmaður Kaupþings banka hf og virkur gerandi í sölu þess banka á eigin hlutum til Al Thaní í september 2008 skrifar grein í Mogga dagsins til að réttlæta sölu núverandi vinnuveitanda síns Arion banka hf á sölu hluta í Símanum til vildarvina bankans við lágu gengi og baka þar með bankanum tjóni.
11.okt. 2015 - 15:18 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hlustað á kúbverskan útlaga

Fjölmenni var á fundinum, og sá ég þar meðal annarra Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, Einar Kárason rithöfund og Halldór Guðmundsson, forstjóra Hörpunnar.
10.okt. 2015 - 18:05 Ingrid Kuhlman

Árangursrík hlustun – að vera á staðnum

Í samskiptum okkar við annað fólk erum við stundum á sjálfsstýringunni . Hraði nútímans gerir það að verkum að samskiptin verða að formsatriði, svona svipað og þegar einhver býður okkur „góðan dag“ í matvörubúðinni. Við höldum að við séum að hlusta á þann sem við erum að tala við en heyrum samt ekki hvað hann er að segja í raun og vera. Eða þá við heyrum bara það sem við viljum heyra. Slík „þykjustuhlustun“ getur leitt til misskilnings og haft slæm áhrif á góð samskipti.
09.okt. 2015 - 17:43 Brynjar Nielsson

Bjó um hjónarúmið á meðan ég svaf

Við hjónin tölum stundum saman í fjölskyldubílnum enda engin hættulaus undankomuleið á helstu stofnbrautum borgarinnar. Í dag spurði hún mig hvort tryggingarfélög byðu upp á tryggingar vegna leiðinlegs maka. Fipaðist ég nokkuð við aksturinn og rifjaðist upp fyrir mér nýlegt atvik þegar hún bjó um hjónarúmið meðan ég enn svaf. Hafði ekki svar á reiðum höndum en taldi að minnsta kosti líklegt að ekki væri hægt að tryggja eftirá í þessu frekar en öðru.
09.okt. 2015 - 11:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

AGS lánið var dýrt og óþarft

„Við þurfum líka að lifa,“ sagði AGS-maður við háttsettan íslenskan embættismann.
08.okt. 2015 - 23:47 Sigurður G. Guðjónsson

Sekur uns sakleysi er sannað

Hæstiréttur dæmdi í dag í svokölluðu Imon máli, sem embætti sérstaks saksóknara rak á hendur umbjóðanda mínum Sigurjóni Þ. Árnasyni og tveimur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Landsbanka Íslands hf.
08.okt. 2015 - 11:30 Þórhallur Heimisson

Ég er kominn heim í heiðardalinn…..

Þá hafa orðið þau umskipti í mínu lífi að ég er aftur fluttur heim í heiðardalinn. Undanfarin þrjú ár hef ég verið búsettur ásamt eiginkonu og yngsta syni okkar í Svíþjóð. En nú erum við sem sagt komin til landsins á ný.
08.okt. 2015 - 11:24 Marteinn Steinar Jónsson

Góð vinnuvernd vinnur á streitu

Hvaða orsakaþáttur telur þú að vegi þyngst í ákvörðun starfsmanna að láta af störfum? Ef svarið er streituálag þá hefur þú hitt naglann á höfðuð. Rannsóknir hafa sýnt fram á að álag og streita er einn helsti hvati þess að starfsmenn velja að segja starfi sínu lausu. Samhliða þessu eru marktæk tengsl á milli streituálags, vinnuslysa og mistaka í starfi.  
08.okt. 2015 - 11:18 Klara Arndal

Ástarljóð

Ó ástin ástin. Ó börnin börnin. Ó sopinn sopinn. Elsku sopinn. Ég held ég elski hann meira en þig. Farðu frá kona, ó sopinn sopinn. Hví ertu ávallt fyrir? Hví gerir þú allar þessar kröfur. Af hverju læturðu okkur ekki í friði, mig og sopann. Elsku sopinn. Þú sem varst mér áður allt, þú skilur ekkert lengur. Þú ert orðin að óvini. Sopinn elskar mig meira, hann er ekki dómharður eins og þú. Hvað þó ég mætti orðið illa til vinnu, hvað þó ég niðurlægi þig og græti börnin?
07.okt. 2015 - 17:59 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Forvitnileg ráðstefna um umhverfisvernd

Rögnvaldur er hressilegur og áheyrilegur fyrirlesari, og mæli ég sérstaklega með því við áhugamenn um umhverfisvernd að sækja þessa ráðstefnu.
06.okt. 2015 - 18:14 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hrunið þið munið

Ég sat og hlustaði, eins og minn er vandi, en hefði ég talað, þá hefði ég gert tvær athugasemdir …
06.okt. 2015 - 13:00

Að flytja úr borg í sveit og láta draum sinn rætast

Árið 2014 var viðburðaríkt og mikil áskorun fyrir mína fjölskyldu. Við tókum þá ákvörðum að selja hús okkar í Reykjavík, sumarhús og fyrirtæki og stefna í sveitina, en við vorum ákveðin í að finna jörð á Suðurlandi. Mikið var skoðað og tók það okkur þrjú ár og miklar pælingar hvernig við gætum komið þessu heim og saman því jörð og húsnæði er dýrt og þurfti býlið líka að henta fötluðum syni okkar, 33 ára sem býr hjá okkur svo hann gæti komist um hús og jörð og einnig mátti ekki vera langt í þjónustu verslanir og annað.
06.okt. 2015 - 11:18 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Sjötta hneykslið í kringum Má Guðmundsson

Ég sé ekki betur en sjötta hneykslið sé komið til sögunnar um Má Guðmundsson: álit umboðsmanns Alþingis í kæru Heiðars Guðjónssonar …
05.okt. 2015 - 11:00 Ingrid Kuhlman

Þessi fallegi dagur...

Hvernig væri að lifa og verja einum degi með öðrum hætti en venjulegum dögum? Með því að gera smá breytingar á þínu daglega lífi er hægt að skapa sér ánægjulegan og yndislegan dag. Undirbúningurinn hefst kvöldið áður.
03.okt. 2015 - 09:35 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hvernig skiptust skáld milli flokka?

… kunningi hans skrifaði í gamni um, hvar í flokki sextíu rithöfundar á landinu kynnu að standa í þingkosningunum 1953.
02.okt. 2015 - 01:21 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Pítsa með blómkálsbotni: UPPSKRIFT

Það fór allt á annan endann hjá mér á Snapchat í vikunni þegar ég setti inn blómkálspítsu uppskrift í svokallað „story“. Yfir 700 skjáskot eða „screenshot“ voru tekin af uppskriftinni og ég hafði ekki undan að svara skilaboðum sem mér bárust um þessa fljótlegu og hollu pítsu uppskrift. Nokkrum dögum eftir að ég skellti inn þessari uppskrift ákvað ég að henda í aðra góða pítsu og setti aftur á Snapchat. Það sama gerðist og ég fékk ófá skilaboð með spurningum.
01.okt. 2015 - 18:31 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Er stórsagan dauð?

Ég held að vísu, að stórsöguna þurfi að endurskoða, en á annan veg en Guðni telur …
30.sep. 2015 - 12:16 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Íslendingar sátu á matarkistu og sultu!

Við búum við einhver gjöfulustu fiskimið í heimi. En hvers vegna sultu þá Íslendingar?
29.sep. 2015 - 16:08 Ingibjörg Baldursdóttir

Barnið borðar sjálft (baby led weaning)

Í gær birtist umfjöllun á Pressunni um mataræði ungbarna. Þar er sérstaklega fjallað um það þegar barnið borðar sjálft eða aðferðina sem kölluð hefur verið “baby led weaning”. Umfjöllunin er greinilega þýdd upp úr erlendri grein um þetta málefni og því langar mig að fjalla aðeins frekar um þetta. Ástæðan er sú að mér finnst umfjöllunin yfirborðskennd og grunn, eins og oft virðist verða ef að greinar eru teknar beint af netinu og þýddar.  Ég tel mig þekkja málefnið nokkuð vel þar sem ég hef kynnt mér þessa aðferð í nokkur ár og hef skrifað um hana bók og kennt námskeið um þetta sem haldin hafa verið frá því 2011, við góðar undirtektir íslenskra foreldra. Mig langar að fjalla aðeins um nokkra þætti sem áðurnefnd Pressugrein fjallar um.
29.sep. 2015 - 13:34 Hermann Guðmundsson

Óþægilegt að loforð skuli vera efnd

Fyrir kosningarnar 2013 lofaði Framsókn að lækka skuldir þeirra sem væru með verðtryggð lán. Þeir lofuðu líka að afla tekna til að standa undir þessari framkvæmd.
28.sep. 2015 - 11:05 Jón Steinar Gunnlaugsson

Veljum þau hæfustu

„Ef níu hæfustu lögfræðingarnir sem sækjast eftir dómaraembættum í Hæstarétti eru konur skulum við skipa þær allar og engan karl.“
28.sep. 2015 - 08:22 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Sögðu Billinn og Sillinn ósatt?

Eftir erindi Hendriks um kommúnisma á Íslandi hefði Lenín bent á aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands á Norður-Atlantshafi vegna flugvéla og kafbáta.
27.sep. 2015 - 17:27 Sverrir Björn Þráinsson

Offita, væl og lögmál aðdráttaraflsins

Ég sjálfur misnotaði mat til yfirhúðunar slæmra tilfinninga úr æsku tengdu einelti, andlegu ofbeldi, alkohólisma og meðvirkni, þetta var mitt dóp! Ofátið, ekki maturinn, OFÁTIÐ! Og ég var nærri búinn að drepa sjálfan mig á þessu og vaknaði upp á hjartadeildinni, 24 ára gamall, þá þriggja barna faðir!
25.sep. 2015 - 19:59 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Draumur fyrir húðina mína

Skrúbburinn er náttúrulegur og mjúkur. Hann næstum einsog rjómi viðkomu með örfínum kísilögnum í. Hann jafnar áferð húðarinnar, eykur ljóma húðarinnar og hefur góð áhrif á blóðflæðið. Ég fann hvað húðin mýktist eftir notkun skrúbbsins. Þetta er algjör draumur fyrir húðina mína.
24.sep. 2015 - 10:39 Brynjar Nielsson

Íslendingar trúa á boð og bönn

Við Íslendingar trúum mjög á bönn eða takmarkanir til að leysa vandamál fólks í stað þess að menn beri ábyrgð sjálfir á hegðun sinni. Skemmtileg tómstundariðja hjá mörgum er að stunda fjárhættuspil en það er bannað án sérstaks leyfis vegna þess að einhverjir kunna fótum sínum ekki forráð í þeim efnum.
24.sep. 2015 - 09:20 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Stelpurnar sem „sváfu“ hjá Justin Bieber

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að kanadíski söngvarinn Justin Bieber dvaldi hér á landi í tvo daga. Fjölmiðlar greindu frá ferðum Bieber og vina hans um landið. Söngvarinn skoðaði meðal annars Gullfoss og Geysi, skellti sér í Bláa lónið og heimsótti Vestmannaeyjar.  Hann hélt svo af landi brott í gærmorgun.
23.sep. 2015 - 19:47 Guðrún Margrét Guðmundsdóttir

Kjarni málsins gleymist: Af hverju að sniðganga ísraelskar vörur?

Ég trúði varla eigin eyrum þegar ég frétti að borgarstjórn hefði samþykkt að sniðganga vörur frá Ísrael í innkaupum sínum í síðustu viku, hugsaði bara „ yes loksins! og fylltist hlýhug gagnvart þessu fólki sem hafði þorað varpa ljósi á hroðaverk Ísraela á hernumdu svæðum Palestínu. Eins og endranær nennti ég ekki að fylgjast með umræðunni og hvað þá að komast að því hvernig að henni hafði verið staðið. Í staðinn fór ég í sólskinsskap yfir samlöndum mínum og sá fyrir mér hversu montin ég yrði að segja arabískum vinum mínum frá þessu heillaskrefi Reykjavíkurborgar. Svo hugsaði ég þakklát til íslenskra hægri manna, ekki líktust þeir skaðræðis hægrimönnunum vestanhafs, eins og Dónaldi Trump, Söru Pahlin og félögum. Okkar hægri menn væru allt öðruvísi, ókei einstaka rugludallar en almennt séð sómafólk. Ólíkt skoðanasystkinum í Ameríku héldu þau ekki alltaf með „valdinu“ og auðmönnum og viðurkenndu að ójöfnuður sé ekki náttúrulögmál. Æi hvað ég var þakklát og montin, og hugsaði ekki meira um það.
22.sep. 2015 - 16:56 Þórarinn Jón Magnússon

Dagur bjargar Gunnari Braga

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur kastað björgunarhring til Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Björgunarafrek Dags hefur farið framhjá landsmönnum sökum þess hvað þeir hafa verið uppteknir við að skammast í honum.
22.sep. 2015 - 12:13 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Stórkostleg handvömm Más Guðmundssonar

Síðan hefur þrennt gerst, sem hvert um sig verður að teljast stórkostleg handvömm Más.
21.sep. 2015 - 08:50 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Sammála Guðmundi Andra

Við týnum sjálfum okkur, ef við hættum að tala íslensku.
21.sep. 2015 - 04:44 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Moroccanoil leikur: VINNINGSHAFAR

Brynja vinkona mín kíkti í heimsókn um daginn með fulla tösku af Moroccanoil vörum og ég fékk að leika mér að setja allskonar fínerí í hárið á mér. Ég varð strax mjög hrifin af vörunum enda hef ég notað olíuna frá Moroccanoil í hárið áður. Útkoman var ekki sú fegursta og skammaði Brynja mig fyrir að vanda mig ekki betur. Ég setti allt of mikið af sumu og of lítið af öðru. Ég hef núna lært aðeins betur á þetta, sem betur fer.
20.sep. 2015 - 22:49 Biggi lögga

Hefði ekki verið skynsamlegra að baka köku handa henni?

Það er pínu magnað hvernig við veljum oft fréttir eða umfjallanir eftir því sem við viljum trúa. Eins og við vitum þá hafa síðustu daga flakkað margar falsaðar eða beinlínis rangar myndir hér á Fésbókinni sem hafa verið settar fram í þeim augljósa tilgangi að gera flóttamenn tortryggilega og skapa andúð í þeirra garð. Það er að mínu mati stór hættulegt og getur verið olía á eld fordóma og stigvaxandi vandamála ÞEGAR flóttamennirnir koma til okkar á næstu vikum og mánuðum.
20.sep. 2015 - 15:08 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Jónas rifjar upp gömul illindi

Sennilega á ég ekki að taka þátt í þrætum á Snjáldru, heldur lifa hinu kyrrláta lífi grúskarans …

20.sep. 2015 - 13:32 Björn Jón Bragason

Pólitískir óvitar

Vinstrimeirihluti Dags B. Eggertssonar í borgarstjórn samþykkti á dögunum – að óathuguðu máli – að sniðganga vörur frá Ísrael, svo sem frægt er orðið að endemum. En borgarstjórinn var gerður afturreka með viðskiptabannið þegar ljóst var að hann hafði stórskaðað íslenska hagsmuni. Ætla má að grundvöllur ákvörðunarinnar hafi verið ólögmætur, því „kveðjugjöf“ til borgarfulltrúa Samfylkingar mun seint teljast málefnaleg sjónarmið. Sjálfur hefur borgarstjórinn þegið boðsferðir til Kínverska alþýðulýðveldisins sem á heimsmet í mannréttindabrotum, en ekki hefur hann þó ljáð máls á að borgin leggi viðskiptabann á Kína.
19.sep. 2015 - 07:16 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hvað sagði Gunnar við Hitler?

Einkum hefur vakað fyrir Gunnari með Þýskalandsförinni að tala máli Finna við Þjóðverja.
18.sep. 2015 - 23:05 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Dagur: Soðvatn, ekki eldfjall

Viðskiptabannið, sem Dagur Bergþóruson Eggertsson og félagar hans settu á Ísrael, er áreiðanlega ólöglegt.
18.sep. 2015 - 11:37 Biggi lögga

Óásættanleg staða

Þessa dagana eigum við lögreglumenn í kjaradeilu við ríkið. Það er að mínu mati óásættanlegt fyrir samfélagið að vera sett í þá stöðu að stétt eins og lögreglumenn þurfi yfir höfuð að fara í slíka kjaradeilu. Lögreglan er stétt sem meðal annars heldur úti lögum og reglu í landinu og á að vera til staðar þegar mest á reynir hjá fólki. Lögreglan á alltaf að vera til staðar. Það er eðlileg krafa. Hún á bara að vera þarna og fólk á að geta treyst því.
18.sep. 2015 - 10:00 Jón Steinar Gunnlaugsson

Skiptir munnlegur málflutningur ekki máli?

Allir sem fylgjast með rekstri dómsmála fyrir íslenskum dómstólum ættu að hafa gert sér ljóst hversu óviðunandi það ástand er sem ríkir í Hæstarétti Íslands vegna allt of mikils málafjölda. Á undanförnum misserum hef ég fjallað nokkuð um þetta í ræðu og riti og þá einkum í bókum mínum „Veikburða Hæstiréttur“ og „Í krafti sannfæringar“.
18.sep. 2015 - 08:02 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Léttúðartal Egils Helgasonar

Dagskrárvald spillir, en ótakmarkað dagskrárvald spillir ótakmarkað.
17.sep. 2015 - 11:39

Védís: „Það er EKKERT leiðinlegt við að vera mamma“

Líkt og hver annar landsmaður kíki ég á netið daglega. Í gærkvöldi rak ég augun í grein þar sem stelpa að nafni Karólína biðlaði til ungs fólks að hugsa og forangsraða þegar kemur að barneignum.
16.sep. 2015 - 22:43 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Samfylkingin í 73 milljón króna vanskilum

Samfylkingin fékk svipaðar upphæðir, samtals 73 milljónir króna, frá stórfyrirtækjum 2006
16.sep. 2015 - 20:17 Þórhallur Heimisson

Tíundi “Topp tíu” Biblíutextinn – Um sigur hins góða

Nú er úr vöndu að ráða,- komið að síðasta textanum á “Topp tíu” textalistanum mínum hér á Pressunni. Vandinn sem ég á við að ráða er sem sagt sá, að það eru svo margir fleiri textar sem eru í uppáhaldi hjá mér úr Biblíunni en þeir sem ég hef birt hér.
15.sep. 2015 - 14:29 Hildur Eir Bolladóttir

Hugrökk en ekki heimóttaleg

Við erum spendýr með frumþarfir eins og önnur spendýr. Við þurfum að borða, sofa, stunda kynlíf, skila úrgangi og svo höfum við innbyggð varnarviðbrögð gagnvart þeim sem ætla að ráðast á afkvæmi okkar. Það sem hins vegar skilur á milli okkar og annarra spendýra er að við höfum hæfileika til að setja okkur í spor annarra, við finnum til samkenndar með öðrum.
15.sep. 2015 - 13:06 Vilhjálmur Birgisson

Íslenskir skattgreiðendur niðurgreiða okurvexti bankanna um 62 milljarða!

Ég geri þá skýlausu kröfu á stjórnvöld og Alþingi í heild sinni að tekið verði á bankakerfinu öllu af fullri hörku hvað varðar það vaxtaokur sem almenningur hér á landi þarf að þola. Vaxtaokrið er það mikið að ríkissjóður sér sig knúinn, eðlilega, til að aðstoða íslensk heimili í formi vaxtabóta á hverju einasta ári. Á árinu 2015 þurftu íslenskir skattgreiðendur að niðurgreiða vexti fyrir bankakerfið um upphæð sem nam 7 milljörðum, en 38.000 einstaklingar skiptu þeirri upphæð á milli sín.
15.sep. 2015 - 07:26 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Fyrirlestur í Brasilíu: Upptaka

Ég sé, að einn af fyrirlestrum þeim, sem ég flutti hjá Brasilíusamtökum frjálshyggjustúdenta, Estudantes pela liberdade, vorið 2014 er kominn á Youtube á Netinu.
14.sep. 2015 - 08:37 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Fjórði sjálfboðaliðinn

En fjórði sjálfboðaliðinn tók þátt í borgarastríðinu, þótt hann sé sjaldnar nefndur.
13.sep. 2015 - 13:17 Brynjar Nielsson

Stundum erum við í ruglinu

Hjá okkur sem störfum á pólitíska sviðinu er ekki allt fullkomið.Við gerum mistök og sumt má gera betur. Jafnvel á stundum erum við í "ruglinu" eins og sagt er.
12.sep. 2015 - 15:10 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Góður fundur með Bjarna

Bjarni talaði af þekkingu, glöggskyggni og yfirsýn.
12.sep. 2015 - 12:10 Björgvin G. Sigurðsson

Kjör Corbyns og vinstri sveiflan í Verkamannaflokknum

Stórsigur Jeremy Corbyn í leiðtogakjöri breska Verkamannaflokksins markar margvísleg þáttaskil. Tímanna tákn í uppgjöri eftirhrunsára fjármálakreppunnar og þunganum í stigvaxandi kröfu almennings um aukinn jöfnuð og vernd gegn yfirgangi markaðsaflanna
11.sep. 2015 - 00:02 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Rakst á gamla ljósmynd úr Hvíta húsinu

Það er segin saga, þegar ég ætla að taka til í tölvunni hjá mér, að ég tefst við að skoða gömul skjöl og myndir …

PressupennarÍ stafrófsröð
Límtré: Iðnaðarhurðir - okt (13)
Ingibjörg Baldursdóttir
Ingibjörg Baldursdóttir - 29.9.2015
Barnið borðar sjálft (baby led weaning)
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.10.2015
Bjó um hjónarúmið á meðan ég svaf
Hermann Guðmundsson
Hermann Guðmundsson - 29.9.2015
Óþægilegt að loforð skuli vera efnd
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 03.10.2015
Hvernig skiptust skáld milli flokka?
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 02.10.2015
Pítsa með blómkálsbotni: UPPSKRIFT
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 30.9.2015
Íslendingar sátu á matarkistu og sultu!
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 08.10.2015
Sekur uns sakleysi er sannað
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 01.10.2015
Er stórsagan dauð?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 06.10.2015
Hrunið þið munið
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 05.10.2015
Þessi fallegi dagur...
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 06.10.2015
Sjötta hneykslið í kringum Má Guðmundsson
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 08.10.2015
Ég er kominn heim í heiðardalinn…..
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.10.2015
AGS lánið var dýrt og óþarft
Fleiri pressupennar