18.jan. 2012 - 12:00 Staðganga

Staðgöngumæðrun: hvað mótar álit þitt?

Alþingi hefur til umfjöllunar þingsályktunartillögu 23ja þingmanna um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni á Íslandi. Tvær þingnefndir hafa fjallað um tillöguna, heilbrigðisnefnd og velferðarnefnd og skiluðu meirihlutar beggja nefnda jákvæðu áliti. Af hverju skila þessar þingnefndir jákvæðum álitum þrátt fyrir að umsagnarðilar séu margir hverjir neikvæðir? Ástæðan er einföld; neikvæðir umsagnaðilar styðjast helst við hugmyndir, tilgátur og gamlar kenningar m.a. siðfræðinga en ekki niðurstöður fagrannsókna. Eins og flestum er kunnugt eru tilgátur og hugmyndir ekki staðreyndir en mikið er um neikvæðar fullyrðingar í umsögnunum sem ekki eru sannar. Margir hafa sett fram neikvæðar tilgátur um staðgöngumæðrun en það hefur einnig verið rannsakað hvort þær séu sannar eður ei.
17.jan. 2012 - 09:30 Staðganga

Staðgöngumæðrun: horfst í augu við staðreyndir

Velferðarnefnd Alþingis samþykkti nýja þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni.  Tillagan er nokkuð breytt frá fyrra þingi þar sem heilbrigðisnefnd fjallaði um hana og samþykkti með breytingum.  Tillagan hefur nú verið samþykkt af tveimur þingnefndum, nú með yfirgnæfandi meirihluta og er það vísbending um vönduð vinnubrögð beggja nefnda við að skilja staðreyndir frá kenningum og fordómum.
07.des. 2011 - 11:07 Staðganga

Áskorun til alþingismanna

Tilvera, samtök um ófrjósemi skorar á Alþingi að skerða ekki niðurgreiðslur á tæknifrjóvgunum á fjárlagaárinu 2012.
13.sep. 2011 - 17:30 Staðganga

Heilbrigðisnefnd vill heimila staðgöngumæðrun

Heilbrigðisnefnd Alþingis hefur nú samþykkt þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni með breytingum. Félagið Staðganga fagnar innilega niðurstöðu heilbrigðisnefndar en hún byggir á öflun gagna og viðtölum við hina ýmsu aðila og sérfræðinga, þar á meðal Karen Busby lagaprófessor við Manitoba Háskóla í Kanada en hún er einn helsti sérfræðingurinn á sviði staðgöngumæðrunar á Vesturlöndum í heiminum í dag. Staðganga og Tilvera fengu próf. Karen Busby til landsins í maí s.l. þar sem hún hélt tvenna opna fyrirlestra um niðurstöður rannsóknar sinnar auk þess sem hún veitti viðtöl í ýmsum fjölmiðlum.
09.maí 2011 - 17:00 Staðganga

Fyrirlestrar prófessors Busby um staðgöngumæðrun

Karen Busby virtur lagaprófessor við háskólann í Manitoba heldur tvenna fyrirlestra á þriðjudaginn 10. maí en hún er höfundur einnar yfirgripsmestu rannsóknar á staðgöngumæðrun á Vesturlöndum til þessa. Fyrri fyrirlesturinn er á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík.
21.apr. 2011 - 12:00 Staðganga

Senn líður að páskum

Hér að neðan er grein sem við fengum senda frá hjónum sem hafa mikla þekkingu á kristnum fræðum en þau báðu okkur um að birta hana hér um páskana. Umsögn Þjóðmálanefndar Þjóðkirkjunnar um staðgöngumæðrun er þeim hugleikin og olli lesning hjónanna á henni sorgum og er það vel skiljanlegt. Umsögnin enda ekki skrifuð af mikilli þekkingu um málefnið, því miður.  Við teljum ekki að umsögnin endurspegli afstöðu allra guðsmanna á Íslandi til staðgöngumæðrunar enda höfum við hjá félaginu Staðgöngu rætt við presta sem eru svo sannarleg fylgjandi því kærleiksverki sem staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni er kvenna á meðal.
14.apr. 2011 - 10:00 Staðganga

Reynslusaga félaga í Staðgöngu

Staðganga fær gjarnan sendar reynslusögur kvenna/para sem þurfa aðstoð staðgöngumóður til að eignast barn sem og sögur kvenna sem vilja vera staðgöngumæður og erum við beðin um að birta þær. Að tala um eigin ófrjósemi veitist fólki oft virkilega erfitt og mjög algengt er að fólk dragi sig í hlé frá umheiminum, oft eru allar dyr lokaðar einnig ættleiðing vegna sjúkdóma. Hér fær fólk tækifæri til að láta rödd sína heyrast. Konan sem sendi okkur þessa sögu segir að hún og unnustinn reyni að vera jákvæð þrátt fyrir áföllin. Þau vilja trúa því að til sé hæf og góðhjörtuð íslensk kona sem myndi vilja hjálpa þeim ef full staðganga í velgjörð yrði lögleidd. Eftir kynni okkar við konur sem vilja hjálpa með þessum hætti, vitum við að allar líkur væru á hjálp þeim til handa.
11.apr. 2011 - 10:00 Staðganga

Opið málþing um staðgöngumæðrun í dag

Staðganga stendur fyrir opnu málþingi um staðgöngumæðrun í dag, mánudag kl. 17:00 - 20:00 í Hringsal LSH við Hringbraut. 
07.apr. 2011 - 13:00 Staðganga

Hugrenningar staðgöngumóður

Við fáum gjarnan bréf frá konum sem vilja vera staðgöngumæður í velgjörðarskyni. Í þeim lýsa þær gjarnan af hverju þær vilja ganga með barn fyrir aðra konu. Umræðan að undanförnu hefur gjarnan beinst að neikvæðum hliðum staðgöngumæðrunar, t.d. í þróunarlöndunum en það hefur orðið útundan að hlusta að þessar íslensku konur sem eru svo sannarlega hvunndagshetjur okkar samfélags. Þessum konum eru gjarnan gefnar forsendur og aðstæður sem ekki er fótur fyrir og eiga ekki við um konur hér á landi eða staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni yfir höfuð. Þær konur sem við þekkjum til að hafi alvarlega íhugað að gerast staðgöngumæður fyrir systur, vinkonu eða aðra kynsystur eru alla jafna vel menntaðar fjölskyldukonur og tilheyra flestum starfsstéttum samfélagsins og má þar nefna lögfræðing, mannfræðing, sálfræðing og konur úr heilbrigðisstéttum svo eitthvað sé nefnt.
31.mar. 2011 - 09:30 Staðganga

Full staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni á Íslandi

Staðganga stuðningsfélag staðgöngumæðrunar á Íslandi í velgjörðarskyni er orðin Pressupenni.  Hér mun félagið markvisst birta greinar og gögn sem félagið hefur undir höndum.  Staðganga hefur undir höndum mikið efni er varðar staðgöngumæðrun og telur félagið nauðsynlegt að það efni komi fram við umræðuna um fulla staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni á Íslandi. 

Pressupennar
Í stafrófsröð
Staðganga

Staðganga er stuðningsfélag staðgöngumæðrunar á Íslandi. 

Megin markmið félagsins er að stuðla að faglegri og upplýstri umræðu um fulla staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi. 

Fjöldi þeirra sem þurfa á úrræðinu að halda er talinn vera á bilinu 0-5 konur á ári sem margar hverjar hafa systur eða vinkonu sér við hlið sem tilbúin er til að hjálpa þeim að eignast fjölskyldu með þessum hætti. 

Staðgöngumæðrun hefur verið leyfð með mismunandi áherslum í sumum ríkjum Evrópu, Kanada, Ástralíu, Bandaríkjunum og víðar um árabil. 

Staðganga berst fyrir jöfnum rétti íslenskra kvenna til mögulegra úrræða við ófrjósemi

Apótekið: Viktor Örn
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar