06. júl. 2011 - 14:00Daníel Geir Moritz

Þegar kerfið tók mig í rassgatið

Í desember 2007 tók ég þá ákvörðun að versla mér einbýlishús á 100% lánum. 80% voru hjá Íbúðalánasjóði og 20% hjá Landsbankanum. Ég fékk húsið á kostakjörum vegna fjölskyldutengsla og var það ekki einu sinni auglýst. Húsið kostaði mig 15 milljónir og tók ég því lán upp á 15,5 milljónir. Til að gera langa sögu stutta þá hríðlækkaði húsið í verði, lánin hækkuðu og eignarmyndunin var neikvæð.

Ég hef aldrei verið sérstaklega rebel og borgaði því af þessum lánum og vonaði það besta. Úrræði voru svo auglýst og þegar ég leitaði þeirra benti hvor lánastofnunin á hina. „Því miður, það er ekkert sem við getum gert. Þú ert með svo lágt hlutfall lánanna hjá okkur.“ Þessi 15,5 milljóna kr. lán voru svo komin upp í 19,7 milljónir þegar ég gat loksins selt, rúmum 3 árum eftir kaupin. Ég seldi á 16,5 og af þeirri upphæð borgaði ég sölulaun til fasteignasala. Tapið var því umtalsvert. En auðvitað mátti ég búast við 20% verðbólgu allt árið 2008 og að þetta væri heimskulegt hjá mér. Það segir sig auðvitað sjálft. „Svona er að fara í bisness,“ var sagt, þótt það hafi ekki staðið til að selja þetta hús. Heimskur lærir af heimsku sinni og ákvörðunin um að kaupa húsið var auðvitað mín. 

Það sem er hvað pínlegast við þetta er að á meðan ég átti húsið tóku lánastofnanir til sín eignir frá fólki sem annað hvort gat ekki borgað, eða sagði fokk jú og vildi ekki borga. Síðan fóru lánastofnanir í beina samkeppni við mig og seldu sínar eignir á undirverði. Þannig að þeir lánuðu mér pening og voru með verðbólgumarkmið (sem skiptu engu máli) á lánunum, gátu ekkert gert fyrir mig af því að ég fékk lánað á tveimur stöðum (og eflaust af því að ég var nógu vitlaus til að borga alltaf af lánunum) og fóru í ofanálag í samkeppni við mig þegar ég reyndi svo að selja. Það sveið. Það sveið. Það skal tekið fram að í mínu persónulega góða útibúi var allt reynt til að aðstoða mig, en mér var ávalt hafnað af kerfinu/regluverkinu.

Á meðan ég átti þessa eign var ég í námi og leigði því eignina út. Skattabreytingar gerðu mér enn erfiðara fyrir og dugðu leigutekjur ekki fyrir afborgunum. Á meðan leigði ég sjálfur 50 fm stúdíóíbúð af leigufélagi fyrir námsmenn. Þegar ég flutti í þá íbúð, í desember 2006, borgaði ég um 48.000 kr á mánuði í leigu. Ég bjó lengi í þessari íbúð og síðustu tvö árin borgaði ég á bilinu 70-80 þús á mánuði fyrir þessa sömu 50 fm íbúð. Leigan var vísitölutengd, og á þessu tímabili var hlutfallsleg álagning aukin í þokkabót. 

Ég hef leitað til Lánasjóðs íslenskra námsmanna á námsárum mínum. Lánasjóðurinn er frábær þjónustustofnun fyrir námsmenn sem búa í foreldrahúsum í Reykjavík. Þá geturðu verið með slatta af pening á mánuði fyrir að stúdera, borgar ekkert í leigu og djöfull er gaman á Bakkusi á fimmtudögum. En ef þú ert utan að landi, og býrð einn í þokkabót, þá verðurðu að vinna með námi. Ég vann allt að því 100% vinnu með 100% námi síðustu tvö ár. Vegna vinnu minnar var ég með um 56.000 kr í námslán að meðaltali á mánuði, því vinna með námi skerðir námslán. Fyrir þann pening hefði ég ekki einu sinni getað borgað leigu eftir að hafa fengið húsaleigubætur (sem ég átti reyndar ekki rétt á af því að ég fékk vaxtabætur út af húsnæðislánum, þrátt fyrir neikvæða eignarmyndun). Mér var því refsað af lánasjóðnum fyrir að skipuleggja mig vel og vinna með námi, þótt ég hafi lokið náminu með 1. einkunn og á áætluðum námshraða. 

Ég er 25 ára gamall, heilsuhraustur og með tvær háskólagráður. Tækifærin standa mér galopin og hef ég það frá foreldrum mínum að vera duglegur. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta þótt kerfið hafi tekið mig í rassgatið. Svona er bara kerfið og auðvelt að skella því fram að ég sé óábyrg landsbyggðartútta. Þetta eru nú samt svolítið svekkjandi staðreyndir, en peningar eru bara peningar. 29.maí 2012 - 20:50 Daníel Geir Moritz

Opinberun kynhneigðar (Myndband)

Sjáið myndbandið hér.
01.nóv. 2011 - 12:00 Daníel Geir Moritz

Skrýtnar fréttaáherslur

Það hefur farið vangefin vinna í þennan pistil, enda er hann líka ætlaður fötluðum. En nóg um það.
Oft finnast mér fjölmiðlar beina athygli sinni að aukaatriðum frétta. Vandasamt getur verið að finna hinn merka fréttapunkt sem vekur lestur og þá auglýsingatekjur í framhaldinu.
29.okt. 2011 - 12:00 Daníel Geir Moritz

Óvenjulegt ættarmót

Það er fátt íslenskara en ættarmót. Þar hittist fólk sem hittist yfirleitt ekki og gerir sér glaðan dag. Tengdafólk gerir skandala, sagðar eru sögur sem mega ekki fara lengra og glaseygðir frændur leggja þeim yngri lífsreglurnar. 
12.okt. 2011 - 20:00 Daníel Geir Moritz

Gamli graður

Enginn er verri þótt hann sé perri er máltæki sem ég held að hafi eiginlega aldrei átt við, eða hvað? Nú er sjón mín aðeins farin að laskast og nota ég gleraugu í skólanum, bíó o.þ.h. Um daginn var ég á Háskólatorgi og skimaði í allar áttir eftir einhverjum sem ég þekkti og gæti sest hjá. Til mín gekk svo vinur minn og hæddist að mér fyrir að vera jafn perralegur og raunin var. „Perralegur?“ spurði ég steinhissa. Eftir að hann lék mig góna áttaði ég mig á að ég var mjög perralegur gónandi þarna gleraugnalaus með pírð augun, og tunguna úti. 
06.okt. 2011 - 09:00 Daníel Geir Moritz

Stóra Ísland

Oft er talað um hvað Ísland sé lítið land. Já eða bara hvað heimurinn allur sé lítill. Er þetta vegna þess að fólk hittir einhvern einhversstaðar og finnst það merkileg tilviljun. Sólarlandaferðir eru gott dæmi um þetta. Fólk er voða kumpánalegt og hresst í þessum aðstæðum, jafnvel þótt það myndi aldrei heilsast útí búð í þeirra hversdagsleika. 

16.sep. 2011 - 09:00 Daníel Geir Moritz

Konungsbornir Íslendingar

Við notum Facebook mest í heimi miðað við höfðatölu. Við erum heimsmeistarar í öllu miðað við höfðatölu, nema kannski í fjármálalæsi og fótbolta. Við eigum flesta prinsa og prinsessur miðað við höfðatölu. Á Facebook þjóta kveðjur daglega vegna hins og þessa. Fólk tilkynnir að það hafi verið að ná áföngum í lífinu og aðrir senda hamingjuóskir. Þetta er fullkomnlega eðlilegt. 

13.sep. 2011 - 09:00 Daníel Geir Moritz

Enskukunnátta homma

Ég hef stundum verið í hópi fólks þar sem er einn samkynhneigður eða fleiri. Annað hvort lesbía eða hommi. Ég hef mjög sjaldan verið í hóp þar sem eru bæði lesbía og hommi. Hvað ætli orsaki það?
12.ágú. 2011 - 12:00 Daníel Geir Moritz

Fótboltaáhugi eða fótboltageðveiki?

Á síðasta tímabili var ég beðinn um að skrifa pistla fyrir fótbolta.net. Eftir samtal við Elvar Geir ritstjóra var ákveðið að ég skildi skrifa um aðdáendur hinna fjóru stóru svokölluðu; Arsenal, Chelsea, Man Utd, og Liverpool. Í fótboltakarpi er kappkostað við að draga aðdáendur í dilka, en þessi skrif áttu eftir að draga dilk á eftir sér.
19.júl. 2011 - 20:00 Daníel Geir Moritz

Bæjarhátíðir

Nú nálgast Verslunarmannahelgin og henni fylgja hinar ýmsu hátíðir. Það er þó ekki eina helgin sem er umvafin bæjarhátíðum, því þær eru mjög margar á Íslandi. Ég hef heyrt spurningunni: „Hvað er málið með allar þessar litlu hátíðir?“ Slengt fram og er ég ekki frá því að skilningsleysi búi henni að baki. Ég hef farið á mjög margar bæjarhátíðir á Íslandi og tvisvar á eina í Færeyjum. Ég er einnig svo heppinn að vera alinn upp í sjávarþorpi þar sem svona hátíð er haldin ár hvert, og í þokkabót er ég það heppinn að eiga fjölda skyldmenna í öðru þorpi þar sem bæjarhátíð er einnig haldin ár hvert. Það væri synd ef allar þessar hátíðir nytu ekki við, því þær gera sumarið svo miklu skemmtilegra.  Allar þessar hátíðir eiga það sameiginlegt að fólk vill skemmta sér vel.
13.júl. 2011 - 13:00 Daníel Geir Moritz

Kolaportið

Eitt af því sem við hillbilíin gerðum í minni æsku var að fara í Kolaportið í suðurferðum. Þar var hægt að skoða endalaust, bæði fólk og varning, og þegar ég var orðinn svangur kom pabbi með harðfisk sem hann hafði prúttað. Skrýtin lykt, skrýtið fólk og skrýtin stemning. Samt eitthvað svo kósý.

Daníel Geir Moritz
Listamaður og uppistandari. Handhafi titilsins: Fyndnasti maður Íslands.

danielgeirmoritz@gmail.com
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar