29. mar. 2011 - 11:00Daníel Geir Moritz

Lagatextar

Poppkóngur Íslands sagði einu sinni að Íslendingar dansi ekki við lög, heldur syngi með lögum. Í þessu leynist a.m.k. sannleikskorn. 

Mörgum finnast textarnir samt ekki endilega skipta máli. Bara að lögin séu grípandi og til marks um það má nefna eitt þekktasta lag Íslandssögunnar, Garden party. 

En svo eru aðrir sem syngja hástöfum, í partíum, sturtunni, útilegum, á böllum og þess vegna á rauðu ljósi. Það sem skemmtilegra er að sumir kunna ekki rétta útgáfu textans og syngja sína eigin útgáfu eins og hún sé upprunaleg.

Ég er iðulega gaurinn með gítarinn í partíum. Einu sinni var ég að spila lagið Sódóma og þá sagði stelpa að hún hefði einu sinni haldið að lagið héti Sorg og tár, söng það alltaf af mikilli innlifun og fannst fráleitt þegar fólk söng lagið með gleðisvip. Krúttið. „Sorg og tááá ár, je jeje je“. 

Síðan fór ég að hugsa um þá textamisskilninga sem ég hef átt í. 

Bubbi Morthens var í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég ólst upp. Í laginu Kaupmaðurinn á horninu, sem hann og Rúnar Júl heitinn sungu með GCD, byrjar textinn „Það var einu sinni díler“. Ég hélt að sungið væri Dýrleif, en það var systir bekkjarbróður míns. Mér fannst hún alltaf svakalega svöl og ótrúlegt að Bubbi hefði sungið um hana lag. Það kom ekki að sök, því hún var gull af manni, en næstu setningar áttu hins vegar engan veginn við. 

Týnda kynslóðin eftir Bjartmar er frábært dæmi um góðan slagara. Textinn byrjar „Pabbi minn karlakókið sýpur“ og síðan fara allir á ball eins og þið vitið. Ein vinkona mín hélt Bjartmar syngja „Pabbi minn kallar kókið sykur“ en það er mun dramatískara og gefur laginu allt annað gildi. Hvíta kókið maður. 

Ég velti því einu sinni fyrir mér af hverju Todmobil syngi um kirkjukór og hvaða merking væri hlaðin því að ganga í hann. Síðar komst ég að því að textinn væri „Við munum gang´inn kirkjugólfið“, en það kemur auðvitað heim og saman. 

Sögnina að vepjast lærði ég við hlustun á jólaplötu Dengza. Vepjast er það sama og að drolla, eða labba um þegar maður á að halda sig að verki. Síðar komst ég að því að í textanum segir „slappa af og hætt´að metast“. Mér til enn meiri undrunar komst ég að því, að sögnin að vepjast, hún er ekki til. 

„Er ykkur sama þótt ég setji tónlist á?“ spurði ég samnemendur mína í Kennaraháskólanum þegar við vorum að læra undir próf. Ég hlusta gjarnan á tónlist þegar ég læri undir próf og mæli þá sérstaklega með lögunum Walk on the wild side með Lou Reed og Radioheadsmellnum High and dry, sem fyrrum vinnufélagi minn kallaði eitt sinn High and drive. En hvað um það. Lagalistinn spilaðist áfram þarna í Kennaraháskólanum og hljómaði nú lagið Afgan með fyrrnefndum Bubba. „Ég hef aldrei skilið þetta lag“ sagði ein úr hópnum. „Nú?“ spurði ég undrandi. „Nei ég meina svartur Afgani. Hvað er málið með það?“ Þetta fannst mér ákaflega fyndið.

Skemmtilegasta sagan sem ég hef heyrt í þessu þema er þó útvarpssaga. Einhver hress þáttastjórnandi bauð hlustendum sínum að hringja inn og biðja um óskalög. Ekki stóð á því og hringdi inn karlmaður. „Já góðan daginn. Get ég fengið lagið Komdu Hilmar?“ Þáttastjórnandinn var engu nær og hófst þá spjall um þetta. „Jú með þarna Nýdönsk. Eitt frægasta lagið þeirra, ertu ekki að grínast? Veistu ekki hvaða lag Komdu Hilmar er?“ „Þú verður bara að syngja þetta fyrir mig svo ég fatti hvað þú ert að meina“ sagði útvarpsmaðurinn og náði ennþá að halda í hressleikann. Innhringjandinn tók nú heldur betur þessari áskorun og söng af sínum einlægustu sálarkröftum orðin „Komdu Hilmar“. Útvarpsmaðurinn gersamlega skellti upp úr og rétt náði að stynja upp úr sér „Ertu að meina lagið Konur ilma?“

Ef þú ætlar þér að deila þessum pistli, láttu þá endilega fylgja með einhvern góðan textamisskilning , og þá helst af eigin raun. 29.maí 2012 - 20:50 Daníel Geir Moritz

Opinberun kynhneigðar (Myndband)

Sjáið myndbandið hér.
01.nóv. 2011 - 12:00 Daníel Geir Moritz

Skrýtnar fréttaáherslur

Það hefur farið vangefin vinna í þennan pistil, enda er hann líka ætlaður fötluðum. En nóg um það.
Oft finnast mér fjölmiðlar beina athygli sinni að aukaatriðum frétta. Vandasamt getur verið að finna hinn merka fréttapunkt sem vekur lestur og þá auglýsingatekjur í framhaldinu.
29.okt. 2011 - 12:00 Daníel Geir Moritz

Óvenjulegt ættarmót

Það er fátt íslenskara en ættarmót. Þar hittist fólk sem hittist yfirleitt ekki og gerir sér glaðan dag. Tengdafólk gerir skandala, sagðar eru sögur sem mega ekki fara lengra og glaseygðir frændur leggja þeim yngri lífsreglurnar. 
12.okt. 2011 - 20:00 Daníel Geir Moritz

Gamli graður

Enginn er verri þótt hann sé perri er máltæki sem ég held að hafi eiginlega aldrei átt við, eða hvað? Nú er sjón mín aðeins farin að laskast og nota ég gleraugu í skólanum, bíó o.þ.h. Um daginn var ég á Háskólatorgi og skimaði í allar áttir eftir einhverjum sem ég þekkti og gæti sest hjá. Til mín gekk svo vinur minn og hæddist að mér fyrir að vera jafn perralegur og raunin var. „Perralegur?“ spurði ég steinhissa. Eftir að hann lék mig góna áttaði ég mig á að ég var mjög perralegur gónandi þarna gleraugnalaus með pírð augun, og tunguna úti. 
06.okt. 2011 - 09:00 Daníel Geir Moritz

Stóra Ísland

Oft er talað um hvað Ísland sé lítið land. Já eða bara hvað heimurinn allur sé lítill. Er þetta vegna þess að fólk hittir einhvern einhversstaðar og finnst það merkileg tilviljun. Sólarlandaferðir eru gott dæmi um þetta. Fólk er voða kumpánalegt og hresst í þessum aðstæðum, jafnvel þótt það myndi aldrei heilsast útí búð í þeirra hversdagsleika. 

16.sep. 2011 - 09:00 Daníel Geir Moritz

Konungsbornir Íslendingar

Við notum Facebook mest í heimi miðað við höfðatölu. Við erum heimsmeistarar í öllu miðað við höfðatölu, nema kannski í fjármálalæsi og fótbolta. Við eigum flesta prinsa og prinsessur miðað við höfðatölu. Á Facebook þjóta kveðjur daglega vegna hins og þessa. Fólk tilkynnir að það hafi verið að ná áföngum í lífinu og aðrir senda hamingjuóskir. Þetta er fullkomnlega eðlilegt. 

13.sep. 2011 - 09:00 Daníel Geir Moritz

Enskukunnátta homma

Ég hef stundum verið í hópi fólks þar sem er einn samkynhneigður eða fleiri. Annað hvort lesbía eða hommi. Ég hef mjög sjaldan verið í hóp þar sem eru bæði lesbía og hommi. Hvað ætli orsaki það?
12.ágú. 2011 - 12:00 Daníel Geir Moritz

Fótboltaáhugi eða fótboltageðveiki?

Á síðasta tímabili var ég beðinn um að skrifa pistla fyrir fótbolta.net. Eftir samtal við Elvar Geir ritstjóra var ákveðið að ég skildi skrifa um aðdáendur hinna fjóru stóru svokölluðu; Arsenal, Chelsea, Man Utd, og Liverpool. Í fótboltakarpi er kappkostað við að draga aðdáendur í dilka, en þessi skrif áttu eftir að draga dilk á eftir sér.
19.júl. 2011 - 20:00 Daníel Geir Moritz

Bæjarhátíðir

Nú nálgast Verslunarmannahelgin og henni fylgja hinar ýmsu hátíðir. Það er þó ekki eina helgin sem er umvafin bæjarhátíðum, því þær eru mjög margar á Íslandi. Ég hef heyrt spurningunni: „Hvað er málið með allar þessar litlu hátíðir?“ Slengt fram og er ég ekki frá því að skilningsleysi búi henni að baki. Ég hef farið á mjög margar bæjarhátíðir á Íslandi og tvisvar á eina í Færeyjum. Ég er einnig svo heppinn að vera alinn upp í sjávarþorpi þar sem svona hátíð er haldin ár hvert, og í þokkabót er ég það heppinn að eiga fjölda skyldmenna í öðru þorpi þar sem bæjarhátíð er einnig haldin ár hvert. Það væri synd ef allar þessar hátíðir nytu ekki við, því þær gera sumarið svo miklu skemmtilegra.  Allar þessar hátíðir eiga það sameiginlegt að fólk vill skemmta sér vel.
13.júl. 2011 - 13:00 Daníel Geir Moritz

Kolaportið

Eitt af því sem við hillbilíin gerðum í minni æsku var að fara í Kolaportið í suðurferðum. Þar var hægt að skoða endalaust, bæði fólk og varning, og þegar ég var orðinn svangur kom pabbi með harðfisk sem hann hafði prúttað. Skrýtin lykt, skrýtið fólk og skrýtin stemning. Samt eitthvað svo kósý.

Daníel Geir Moritz
Listamaður og uppistandari. Handhafi titilsins: Fyndnasti maður Íslands.

danielgeirmoritz@gmail.com
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar