12. ágú. 2011 - 12:00Daníel Geir Moritz

Fótboltaáhugi eða fótboltageðveiki?

Á síðasta tímabili var ég beðinn um að skrifa pistla fyrir fótbolta.net. Eftir samtal við Elvar Geir ritstjóra var ákveðið að ég skildi skrifa um aðdáendur hinna fjóru stóru svokölluðu; Arsenal, Chelsea, Man Utd, og Liverpool. Í fótboltakarpi er kappkostað við að draga aðdáendur í dilka, en þessi skrif áttu eftir að draga dilk á eftir sér. 

Í gegnum tíðina hef ég karpað mest við aðdáendur Liverpool og ákvað ég því að byrja á þeim. Pistillinn bar heitir Liverpool anonymous (LA syndrome). Tveim tímum eftir birtingu var pistillinn kominn með nokkur hundruð like. Meiri viðbrögð en ég bjóst við. Síðan fékk ég póst á Facebook frá einhverjum sem ég þekki ekki:

Svo las ég áfram þennan pistill og hugsaði vá er ég svona hörundsár Poolari eða á þessi einstaklingur við alvarlegt vandamál að stríða. Ég hefði getað hugsað ætli þetta sé maður um 35-50, sem ólst upp við að sjá Liverpool vinna allt. Og sé enþá mjög reiður. Svo sá ég myndina af honum. Nei það er alveg á hreinu hann er ekki á þessu aldursbili.

Þannig að fyrsti Liverpoolaðdáandinn til að senda mér póst vildi segja mér hvað ég er unglegur. Fallegt af honum. Síðan kom næsti póstur, yfirskrift hans var: „Aumingi!!!!!!“

Ættir að skammast þín ! Ef þú ætlar að hafa þitt lifibrauf af því að vera fyndinn þá held ég að þú ættir að snú þér að einhverju öðru!!!

Svo kom næsti póstur:

Ótrulega leiðinnlegt að sjá þetta inná fótbolti.net um liverpool.

Síðan fékk ég nafnlaust sms sent af þjónustusíðu:

las frettina tin a fotbolti.net og eg gjorsamlega missti tad!! tu ert daudur madur.

Óneitanlega óþægilegt að fá svona sms. Meðan ég var að átta mig kom annað:

 veit hvar tu byrd nuna ogedid titt. Skipholt 50f – 105 Reykjavik eg og vinir minir munu kom til tin.

Hver sendir svona viðbjóð? Þeir hjá fotbolta.net voru búnir að fá í kring um 40 kvörtunarpósta og var fólk hvatt til að sniðganga síðuna vegna pistilsins. Stuttu síðar kom símtal frá dagblaði sem tók mig í viðtal. Ég bað um að það yrði ekki dramatíserað að ég hafi fengið þessa morðhótun og að ég tæki þessu öllu með jafnaðargeði. Stuttu eftir þetta setti landsþekktur rannsóknarfréttamaður status hjá sér á Facebook:

Fréttir af Íslendingum: Kjartan Gunnarsson mætir á málverkauppboð og kaupir mynd á sama tíma og næstum þverpólitísk sátt næst um að láta almenning greiða skuldir Landsbankans. Á sama tíma gerir uppistandari grín að fótboltaliði á netinu. Í fyrra tilfellinu hallar rithöfundur sér að bankamanninum og hvíslar kurteisleg mótmæli, sem sá fyrrnefndi ekki heyrir. Í seinna tilfellinu er uppistandaranum hótað lífláti.

Svo kom næsti póstur á Facebook:

Þú ert nú meiri rasshausin , héðan í frá verður þú fyrirlitinn í mínum augum eftir þennan pistil á fotbolti.net adioz.

Á sama tíma hrúguðust upp like á fotbolti.net. Síðan kom næsti póstur, en yfirskrift hans var: „Leiðinlegt.“

Eg er að sjalfsögðu stor Liverpool fan, siðan 1965. en eg vil biðjast um afsökun fyrir þessa liverpool asna sem eru að ergja þig. "hryllilega lelegt" framkoma. eg las greinina þina. og skellihlo i minst halvtima. það er ju sannleikskorn i þessu grini. Hahahaha hafðu það gott og haldu afram að skrifa mvh X.

Þannig að eflaust var stór hópur Liverpoolmanna sem sá spaugilegu hliðina á þessu.

Næst var komið að Arsenal í þessari umfjöllun. Sá pistill fór á netið og beið ég spenntur eftir viðbrögðum. Um tveimur klukkustundum síðar kom langur ljótur póstur frá Arsenal aðdáanda:

hverskonar djók ert þú ? þú ert liklega mesti aumingi i heimi veist ekkert um fótbolta samt ertu að koma með einhverja pistla á fotbolti.net , og þú kallar þig sjálfan grínista ? svo vastu að gagngrýna liverpool að vera með ynwa og skýtur svo á Arsenal að þeir eiga ekki lög til að syngja ..biddu hefur þú einhvern timar verið á leik eða ? já þeir syngja og eru með lög. á helst bara taka og lemja þig i klessu helvítis ógeðslea druslan þín , djöfful langar mer að lemja þig i klessu þarna ógeðslega homma titur , vonnandi kemur einhver og drepur þig þykkist vita einhvað um fótbolta .. fjandans faggi ! vonnandi heyri ég frá þer fjandans píkan þin og þú rifur einhvern kjaft til baka mun ég finna þig og lemja þig i fokkings klessu hélvitis ógeðið þitt vonandi finn ég þig á djamminu og mun svoleiðis lemja þig helvitis glerugna glámur !

Mikið hlýtur þessi einstaklingur að hafa átt slæman dag. Fotbolti.net fékk aðeins fjórar kvartanir út af þessum pósti og fékk ég aðeins þennan eina póst út af Arsenalpistlinum. 

Þá var komið að næsta; Chelsea. Kvörtunarpóstar vegna þess pistils voru engir. Pistillinn fékk 233 like, en til samanburðar fékk Liverpoolpistillinn 2900 og Arsenal 552. 

Að lokum var svo pistill um Manchester United.  Eftir talsvert lengri tíma en ég bjóst við kom svo fyrsti pósturinn:

Þú, minn kæri, ert klárlega fáviti!

 Síðan kom næsti póstur:

fáranleg grein xD þetta með alan smith,cantona og að man u se með dýrustu leikmenn, gæti ekki verið meira kjaftæði. Veit þérfinnst gaman að bulla í fólki en reyndu að meika einhvern sense, þar sem þetta er góð síða og fólk vill hafa sannleika þarna svo hægt sé að taka mark á þessari síðu.

Síðasti pósturinn sem ég fékk var óvenju málefnalegur miðað við það sem ég hafði áður fengið.

Oft hefur verið sagt að fótbolti séu trúarbrögð. Nú veit ég að fótbolti séu trúarbrögð. Ég vil að það komi fram að þeir póstar sem ég fékk voru ekki eingöngu frá unglingum, heldur einnig frá fullorðnu fólki. Mér fannst þessi viðbrögð hreint ótrúleg og þá bæði vegna mikillar heiftar vegna skrifa minna, en ekki síður vegna bágrar íslenskukunnáttu. Einhverjum vikum eftir þetta fór ég að skemmta mér og var veist að mér vegna pistilsins um Liverpool. Já, einhverjum vikum eftir að þessir pistlar voru birtir.

Kæri lesandi. Menn geta skipt um konur, en menn skipta ekki um lið í enska. Þetta er mönnum hjartans mál. Fótbolti eru trúarbrögð! Eða er geðveiki að haga sér svona?

Hér má sjá þá pistla sem ég hef skrifað fyrir fotbolta.net.
29.maí 2012 - 20:50 Daníel Geir Moritz

Opinberun kynhneigðar (Myndband)

Sjáið myndbandið hér.
01.nóv. 2011 - 12:00 Daníel Geir Moritz

Skrýtnar fréttaáherslur

Það hefur farið vangefin vinna í þennan pistil, enda er hann líka ætlaður fötluðum. En nóg um það.
Oft finnast mér fjölmiðlar beina athygli sinni að aukaatriðum frétta. Vandasamt getur verið að finna hinn merka fréttapunkt sem vekur lestur og þá auglýsingatekjur í framhaldinu.
29.okt. 2011 - 12:00 Daníel Geir Moritz

Óvenjulegt ættarmót

Það er fátt íslenskara en ættarmót. Þar hittist fólk sem hittist yfirleitt ekki og gerir sér glaðan dag. Tengdafólk gerir skandala, sagðar eru sögur sem mega ekki fara lengra og glaseygðir frændur leggja þeim yngri lífsreglurnar. 
12.okt. 2011 - 20:00 Daníel Geir Moritz

Gamli graður

Enginn er verri þótt hann sé perri er máltæki sem ég held að hafi eiginlega aldrei átt við, eða hvað? Nú er sjón mín aðeins farin að laskast og nota ég gleraugu í skólanum, bíó o.þ.h. Um daginn var ég á Háskólatorgi og skimaði í allar áttir eftir einhverjum sem ég þekkti og gæti sest hjá. Til mín gekk svo vinur minn og hæddist að mér fyrir að vera jafn perralegur og raunin var. „Perralegur?“ spurði ég steinhissa. Eftir að hann lék mig góna áttaði ég mig á að ég var mjög perralegur gónandi þarna gleraugnalaus með pírð augun, og tunguna úti. 
06.okt. 2011 - 09:00 Daníel Geir Moritz

Stóra Ísland

Oft er talað um hvað Ísland sé lítið land. Já eða bara hvað heimurinn allur sé lítill. Er þetta vegna þess að fólk hittir einhvern einhversstaðar og finnst það merkileg tilviljun. Sólarlandaferðir eru gott dæmi um þetta. Fólk er voða kumpánalegt og hresst í þessum aðstæðum, jafnvel þótt það myndi aldrei heilsast útí búð í þeirra hversdagsleika. 

16.sep. 2011 - 09:00 Daníel Geir Moritz

Konungsbornir Íslendingar

Við notum Facebook mest í heimi miðað við höfðatölu. Við erum heimsmeistarar í öllu miðað við höfðatölu, nema kannski í fjármálalæsi og fótbolta. Við eigum flesta prinsa og prinsessur miðað við höfðatölu. Á Facebook þjóta kveðjur daglega vegna hins og þessa. Fólk tilkynnir að það hafi verið að ná áföngum í lífinu og aðrir senda hamingjuóskir. Þetta er fullkomnlega eðlilegt. 

13.sep. 2011 - 09:00 Daníel Geir Moritz

Enskukunnátta homma

Ég hef stundum verið í hópi fólks þar sem er einn samkynhneigður eða fleiri. Annað hvort lesbía eða hommi. Ég hef mjög sjaldan verið í hóp þar sem eru bæði lesbía og hommi. Hvað ætli orsaki það?
19.júl. 2011 - 20:00 Daníel Geir Moritz

Bæjarhátíðir

Nú nálgast Verslunarmannahelgin og henni fylgja hinar ýmsu hátíðir. Það er þó ekki eina helgin sem er umvafin bæjarhátíðum, því þær eru mjög margar á Íslandi. Ég hef heyrt spurningunni: „Hvað er málið með allar þessar litlu hátíðir?“ Slengt fram og er ég ekki frá því að skilningsleysi búi henni að baki. Ég hef farið á mjög margar bæjarhátíðir á Íslandi og tvisvar á eina í Færeyjum. Ég er einnig svo heppinn að vera alinn upp í sjávarþorpi þar sem svona hátíð er haldin ár hvert, og í þokkabót er ég það heppinn að eiga fjölda skyldmenna í öðru þorpi þar sem bæjarhátíð er einnig haldin ár hvert. Það væri synd ef allar þessar hátíðir nytu ekki við, því þær gera sumarið svo miklu skemmtilegra.  Allar þessar hátíðir eiga það sameiginlegt að fólk vill skemmta sér vel.
13.júl. 2011 - 13:00 Daníel Geir Moritz

Kolaportið

Eitt af því sem við hillbilíin gerðum í minni æsku var að fara í Kolaportið í suðurferðum. Þar var hægt að skoða endalaust, bæði fólk og varning, og þegar ég var orðinn svangur kom pabbi með harðfisk sem hann hafði prúttað. Skrýtin lykt, skrýtið fólk og skrýtin stemning. Samt eitthvað svo kósý.

Daníel Geir Moritz
Listamaður og uppistandari. Handhafi titilsins: Fyndnasti maður Íslands.

danielgeirmoritz@gmail.com
Apótekið: Viktor Örn
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar