23. okt. 2014 - 15:00Ágúst Borgþór Sverrisson

Ritdómur: Eftirminnilegt sálfræðidrama

Stefán Máni hefur allt frá upphafi rithöfundarferils síns ferðast um myrkviði sálarinnar í bókum sínum og verið ófeiminn við að draga þar fram í dagsljósið ýmislegt í mannlegu fari sem okkur langar ekki til að horfast í augu við. 

Eftir hina nöturlegu skáldsögu Svartur á leik, þar sem fjallað var á raunsæjan og óvæginn hátt um heim eiturlyfja og afbrota í Reykjavík, tók Stefán Máni þá stefnu á ferlinum að skrifa eiginlegar spennusögur. Bækur eins og Feigð og Húsið eru meiri spennusögur í forminu en Svartur á leik þó að sú bók fjalli ekki síður um glæpi og ofbeldi en þær. Síðustu bækur Stefáns Mána eru allar lögreglusögur öðrum þræði.

Nýjasta skáldsaga Stefáns Mána, Litlu dauðarnir, markar skýra stefnubreytingu frá síðustu bókum. Þó að vissulega séu mikil átök í bókinni er þetta ekki hefðbundin spennusaga heldur sálfræðidrama.

Bókin segir frá Kristófer Sveinbjörnssyni, rúmlega þrítugum endurskoðanda í Landsbankanum, sem er giftur inn í ríka fjölskyldu og á ungan son. Á yfirborðinu virðist allt leika í lyndi en undir niðri skelfur allt vegna bresta í hjónabandinu og óuppgerðra mála úr æsku Kristófers. Þegar hrunið skellur á fjölskyldunni haustið 2008, þannig að Kristófer missir vinnuna á sama tíma og skuldirnar stökkbreytast, koma duldu erfiðleikarnir upp á yfirboðið og veröld hans er við að hrynja til grunna. Viðleitni Kristófers til að afstýra hörmungum fyrir sig og fjölskyldu sína setur af stað æsilega og ófyrirsjáanlega atburðarás. Þetta er harmleikur um mann sem tekur rangar ákvarðanir, velur stefnu sem leiðir til hruns. Óhætt er að segja að endirinn er átakanlegur og magnaður.

Sagan vekur upp spurningar um hvað það er sem ræður örlögum fólks, hvernig maður smíðar sér gæfu eða ógæfu allt eftir því hversu trúr maður er sjálfum sér. Sífelld varkárni og átakafælni leiðir á mann á endanum í blindgötu, betra er að sýna hugrekki og takast á við ógnir og áskoranir. Þetta er boðskapurinn sem mætti lesa úr sögunni en það er þó engan veginn á hreinu; hér er á ferðinni skáldskapur sem sýnir en segir ekki frá, vekur til umhugsunar en predikar ekki.

Við það að stíga þetta skref út úr krimmanum og inn í sálfræðilegt raunsæi hefur Stefán Máni skrifað nær óbærilega spennandi bók sem erfitt er að láta frá sér fyrr en að lestri loknum - klárlega er þetta ein af hans bestu bókum og hlýtur að verða einn af hápunktum jólabókavertíðarinnar. Hann hefur eflst enn í sálfræðilegu innsæi sínu og fangar átök og spennu milli persóna af fágætri íþrótt.

Ágúst Borgþór Sverrisson
22.des. 2011 - 18:20

Bækur: Meistari hinna blindu eftir Elí Freysson - Meistaralega sögð saga

Þrátt fyrir að Meistari hinna blindu sé fyrsta bók Elís stígur hann nánast fullskapaður og óvenju þroskaður fram á ritvöllinn. Bókin er afar vel skrifuð og ljóst að höfundurinn hefur nostrað við textann svo unun er að lesa.
21.des. 2011 - 18:47

Bækur: Grímsá og Tunguá eftir Guðmund Guðjónsson og Einar Fal - Algjör perla

Þetta er ekki nein venjuleg veiðibók. Þetta er raun nokkurs konar alfræðiorðabók, leiðarvísir úr fortíð, í nútíð og til framtíðar um þessar tvær ár sem eru svo vel þekktar.
16.des. 2011 - 18:15

Landnám: Ævisaga Gunnars Gunnarssonar eftir Jón Yngva Jóhannsson - Gunnar á það skilið

Leiðir okkar Gunnars Gunnarssonar hafa legið saman um áratugaskeið. Þó hitti ég manninn aldrei en bækur hans voru hins vegar bæði til á heimilinu þegar ég ólst upp og ég keypti mér mörg af hans stærstu verkum þegar ég stofnaði mitt eigið heimili.
14.des. 2011 - 18:15

Bækur: Feigð eftir Stefán Mána - Tarantino íslenskra bókmennta

Það er ánægjulegt hversu vel höfundi tekst upp í þessu verki. Stefán Máni er nauðsynlegur höfundur. Það væri ekki fjarri lagi að segja að hann sé Tarantino íslenskra bókmennta, kraftmikill með flottan stíl, klikkaða karaktera og ófyrirsjáanlegar fléttur.
27.nóv. 2011 - 18:00

Bækur: Steina-Petra eftir Þorgrím Þráinsson – Gullmoli sem á skilið að skína skært

Steina-Petra rekur ævi sína og helstu vörður á lífsleiðinni og þar má heyra enduróm fyrri tíma, fáa valkosti, erfiðar ákvarðanir, söknuð, eftirsjá, en líka fölskvalausa gleði, hamingju, langanir og þrá. Þrá Steina-Petru eftir steinunum sínum. Þeir standast tímans tönn og bera ákveðni hennar og staðfestu vitni.
24.nóv. 2011 - 18:40

Bækur: Ómunatíð eftir Styrmi Gunnarsson - Stór bók með brýnt erindi

Ómunatíð er margra höfunda verk en þó Styrmis Gunnarssonar, saga um geðveiki eiginkonu hans sem líkir því ferðalagi við straumhart fljót sem tekið hefur 43 ár af ævinni og tætt í sundur fjölskyldu hennar og sambandið við mann hennar og tvær dætur, ættingja og vini.
23.nóv. 2011 - 18:00

Bækur - Leitin að stórlaxinum eftir Gunnar, Ásmund, Jón Víði og Jón Þór - Unaður!

„Leitin að stórlaxinum“ eftir Gunnar Helgason, Ásmund Helgason, Jón Víði Hauksson og Jón Þór Víglundsson, er reyndar ekki bara bók.  Hún er líka mynd. Raunar væri alveg hægt að segja að þetta sé ekki bók með mynd, heldur mynd með óvenju veglegu skýringar-, uppfletti- og kynningarriti.  Það kastar engri rýrð á bókina, þvert á móti.  Þetta tvennt vinnur óvenju vel saman og mynda órofa heild sem getur ekki annað en hitt í mark.
22.nóv. 2011 - 18:00

Bækur: Veiðisögur eftir Bubba Morthens - Gullfalleg og vel skrifuð

Ástríða veiðimannsins Bubba er tær og ómenguð og þegar hún er til staðar í jafn ríkum mæli og hér er að finna, er ekki hægt að komast hjá því að hrífast með einlægni þess sem umgengst íslenskar ár og fiskinn sjálfan af slíkri virðingu og hann. 
20.nóv. 2011 - 19:00

Bækur: Stórlaxar eftir Þór Jónsson og Gunnar Bender - Heppnast fullkomlega

Stórlaxar eftir Þór Jónsson og Gunnar Bender er ekta, klassísk veiðibók. Hún er í tímalaus og þykist ekkert vera neitt annað en hún er; sögur veiðimanna af veiði og því sem tengist veiði.  Sem slík heppnast hún fullkomlega og sómir sér vel í jólapakka stangveiðimannsins.

Bókagagnrýni

Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 13.11.2017
Grasrótin og greinar trjánna
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.11.2017
Banki í glerhúsi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.11.2017
Ég fresta skýrslunni: Hvers vegna?
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 16.11.2017
Málinu drepið á dreif
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.11.2017
Fjórði fundurinn
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 18.11.2017
Um daður, áreitni og afleiðingar
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 18.11.2017
Uppreist æra í stað siðbótar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 20.11.2017
Íslands nýjasta nýtt
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 19.11.2017
Stór mál fyrir íbúa Suðurnesja
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 21.11.2017
Mismunandi niðurstöður jafn réttar
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.11.2017
Lífræn grasrótarþjóðkirkja
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 22.11.2017
Nafnar
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 23.11.2017
Dómarar gæta hagsmuna sinna
Fleiri pressupennar