18. nóv. 2011 - 18:00

Bækur: Lygarinn eftir Óttar M. Norðfjörð - Æsispennandi saga eftir efnilegan höfund

Það var næstum því súrrealísk reynsla að horfa á Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Pál Baldvin Baldvinsson sitja í settinu í Kiljunni, með glaðhlakkalegan hrægammasvip á andlitinu. Fram eftir hausti höfðu þau stallsystkini tilkynnt þjóðinni um hvert meistaraverkið á fætur öðru, en til að viðhalda orðspori sínu átti nú að slátra einum ungum og metnaðarfullum höfundi.
 
Kolbrún Bergþórsdóttir er einmitt sá gagnrýnandi sem innleiddi hauskúpur í bókmenntagagnrýni, og merkti á sínum tíma ágætt skáldverk eftir Ólaf Jóhann Ólafsson með merki sem táknar banvænt eitur. Hún hefur svo notað tækifærið gegnum árin og tætt í sig bækur Óttars, sama hvaða þær hafa hlotið góðar viðtökur gagnrýnenda og lesenda.

Og blessaður karlinn hann Páll Baldvin notar hvert tækifæri til að rakka niður reyfara og spennubókmenntir, og hlýtur að vera álitamál hvort maður með svo fyrirframgefnar skoðanir á nokkuð að leggja á sálarlífið að opna slíkar bækur. Páll Baldvin er trúlega alltof gáfaður fyrir slíkt, og ætti að halda sig á hyldýpi ,,fagurbókmenntanna", auk þess að skrifa sjálfur fyrir sína stóru skúffu.

Kiljan hefur unnið sér fastan sess á skjánum, enda Egill Helgason sjálfur fjörugur og fróður, og hefur lag á að matreiða bókmenntaefni skemmtilega. En hrægammarnir hans tveir eru orðnir ansi þreytulegir, og mætti gjarnan skipta þeim út. Eins og Hallgrímur Helgason gaf í skyn í Kiljunni í gærkvöldi er það orðið þrúgandi fyrir bókmenntaumræðu í landinu að alltaf sé sama fólkið í hlutverki áhrifamestu gagnrýnendanna í sjónvarpinu. Sér í lagi ef það er fólk með svo fastmótaðar, einstrengingslegar og fyrirfram mótaðar skoðanir eins og þeir rúmlega miðaldra gagnrýnendur sem ráða ríkjum í Kiljunni.
 
Páll Baldvin hefur hvort eð er annan vettvang fyrir vitsmuni sína og jákvæðni, því hann endurvinnur Kiljudóma sína í Fréttatímann, og er vissulega einstakt að einn og sami maðurinn blási í sjónvarpi allra landsmanna og endurbirti ,,snilldina" í tugþúsundum eintaka tveimur dögum síðar. Of mikil áhrif eins manns í örsmáum bókmenntaheimi eru bæði óholl og fáránleg.

Og þá getum við snúið okkur að Lygaranum hans Óttars Norðfjörð, sem fengið hafði góðar viðtökur úr öllum áttum áður en gammar Egils ákváðu að hann yrði að vera fyrsta fórnarlamb haustsins.

Það er skemmst frá því að segja að Lygarinn er æsispennandi, hröð, skemmtileg og ófyrirsjáanleg. Sagan gerist á tveimur tímaplönum: Annars vegar árið 1972 þegar einvígi Fischers og Spasskys umturnaði íslensku þjóðlífi, hinsvegar á upplausnarárunum (sem enn standa yfir) í kjölfar hrunsins. Óttari er stundum líkt við Dan Brown, sem kann öðrum betur að halda spennulesendum við efnið, en hér stígur fram sjálfstæðari höfundur sem hefur frábær tök á efninu.

Styrkur Óttars liggur í vel sagðri spennusögu og persónusköpun, hugmyndaauðgi og endalokum. Hann mætti alveg leggja ögn meira í stílinn, en aðalatriðið er að Lygarinn rígheldur lesendum, nema auðvitað þeim sem hata spennusögur eða eru alltof gáfaðir til að skilja skemmtilegar og vel sagðar sögur.
 
Óttar er tvímælalaust bjartasta von okkar af yngri kynslóð spennuhöfunda!

 

 

Kristjón K. Guðjónsson23.okt. 2014 - 15:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Ritdómur: Eftirminnilegt sálfræðidrama

Stefán Máni hefur allt frá upphafi rithöfundarferils síns ferðast um myrkviði sálarinnar í bókum sínum og verið ófeiminn við að draga þar fram í dagsljósið ýmislegt í mannlegu fari sem okkur langar ekki til að horfast í augu við.
22.des. 2011 - 18:20

Bækur: Meistari hinna blindu eftir Elí Freysson - Meistaralega sögð saga

Þrátt fyrir að Meistari hinna blindu sé fyrsta bók Elís stígur hann nánast fullskapaður og óvenju þroskaður fram á ritvöllinn. Bókin er afar vel skrifuð og ljóst að höfundurinn hefur nostrað við textann svo unun er að lesa.
21.des. 2011 - 18:47

Bækur: Grímsá og Tunguá eftir Guðmund Guðjónsson og Einar Fal - Algjör perla

Þetta er ekki nein venjuleg veiðibók. Þetta er raun nokkurs konar alfræðiorðabók, leiðarvísir úr fortíð, í nútíð og til framtíðar um þessar tvær ár sem eru svo vel þekktar.
16.des. 2011 - 18:15

Landnám: Ævisaga Gunnars Gunnarssonar eftir Jón Yngva Jóhannsson - Gunnar á það skilið

Leiðir okkar Gunnars Gunnarssonar hafa legið saman um áratugaskeið. Þó hitti ég manninn aldrei en bækur hans voru hins vegar bæði til á heimilinu þegar ég ólst upp og ég keypti mér mörg af hans stærstu verkum þegar ég stofnaði mitt eigið heimili.
14.des. 2011 - 18:15

Bækur: Feigð eftir Stefán Mána - Tarantino íslenskra bókmennta

Það er ánægjulegt hversu vel höfundi tekst upp í þessu verki. Stefán Máni er nauðsynlegur höfundur. Það væri ekki fjarri lagi að segja að hann sé Tarantino íslenskra bókmennta, kraftmikill með flottan stíl, klikkaða karaktera og ófyrirsjáanlegar fléttur.
27.nóv. 2011 - 18:00

Bækur: Steina-Petra eftir Þorgrím Þráinsson – Gullmoli sem á skilið að skína skært

Steina-Petra rekur ævi sína og helstu vörður á lífsleiðinni og þar má heyra enduróm fyrri tíma, fáa valkosti, erfiðar ákvarðanir, söknuð, eftirsjá, en líka fölskvalausa gleði, hamingju, langanir og þrá. Þrá Steina-Petru eftir steinunum sínum. Þeir standast tímans tönn og bera ákveðni hennar og staðfestu vitni.
24.nóv. 2011 - 18:40

Bækur: Ómunatíð eftir Styrmi Gunnarsson - Stór bók með brýnt erindi

Ómunatíð er margra höfunda verk en þó Styrmis Gunnarssonar, saga um geðveiki eiginkonu hans sem líkir því ferðalagi við straumhart fljót sem tekið hefur 43 ár af ævinni og tætt í sundur fjölskyldu hennar og sambandið við mann hennar og tvær dætur, ættingja og vini.
23.nóv. 2011 - 18:00

Bækur - Leitin að stórlaxinum eftir Gunnar, Ásmund, Jón Víði og Jón Þór - Unaður!

„Leitin að stórlaxinum“ eftir Gunnar Helgason, Ásmund Helgason, Jón Víði Hauksson og Jón Þór Víglundsson, er reyndar ekki bara bók.  Hún er líka mynd. Raunar væri alveg hægt að segja að þetta sé ekki bók með mynd, heldur mynd með óvenju veglegu skýringar-, uppfletti- og kynningarriti.  Það kastar engri rýrð á bókina, þvert á móti.  Þetta tvennt vinnur óvenju vel saman og mynda órofa heild sem getur ekki annað en hitt í mark.
22.nóv. 2011 - 18:00

Bækur: Veiðisögur eftir Bubba Morthens - Gullfalleg og vel skrifuð

Ástríða veiðimannsins Bubba er tær og ómenguð og þegar hún er til staðar í jafn ríkum mæli og hér er að finna, er ekki hægt að komast hjá því að hrífast með einlægni þess sem umgengst íslenskar ár og fiskinn sjálfan af slíkri virðingu og hann. 
20.nóv. 2011 - 19:00

Bækur: Stórlaxar eftir Þór Jónsson og Gunnar Bender - Heppnast fullkomlega

Stórlaxar eftir Þór Jónsson og Gunnar Bender er ekta, klassísk veiðibók. Hún er í tímalaus og þykist ekkert vera neitt annað en hún er; sögur veiðimanna af veiði og því sem tengist veiði.  Sem slík heppnast hún fullkomlega og sómir sér vel í jólapakka stangveiðimannsins.

Bókagagnrýni

Apotek: Food&Fun feb. 2018
Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.1.2018
Átökin um landið helga
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.1.2018
Þjóðviljinn var hlutlausari en Kjarninn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.1.2018
Andmælti Davíð, en trúði honum samt
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Hún líka
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Fleiri pressupennar