01.des. 2011 - 10:30 Björg Magnúsdóttir

Miðaldra karlmenn eru (vanda)málið

Ferskir? Mynd: Andrés Jónsson. Áður en lengra er haldið vil ég biðja föður minn og aðra góða miðaldra karlmenn sem ég þekki, afsökunar. En þið hinir – endilega takið þetta til ykkar.
25.nóv. 2011 - 09:00 Björg Magnúsdóttir

Stanslaust samviskubit

Ég er haldin heiftarlegu samviskubiti. Samviskubitið nagaði mig til dæmis þegar ég fékk Jólagjafahandbókina inn um lúguna. Mig langaði að halda fyrir augun og henda handbókinni út á eftir bréfberanum. Ég fékk mig hins vegar ekki til þess því augu mín læstust á glanspappírnum… og ég fékk samviskubit. Fletti blaðinu, eldsnöggt í gegn. Skoðaði næfurþunnan bómullarbol á 22.900 og ég fékk sting í hjartað þegar ég hugsaði um það að ég gæti keypt mér svona. Það jókst enn þegar ég velti því fyrir mér hvort ég ætti ekki að skella mér á einn. Nei! æpti hugurinn sem náði yfirtökum á stöðunni. Augun hins vegar gáfu sig ekki auðveldlega því þau vildu sjá hvað væri í boði, ímynda sér hvað ég myndi líta guðdómlega vel út í jólatískunni í ár. Af því að jólatískan í ár er víst allt, allt öðruvísi en jólatískan í fyrra. Einmitt. 
20.jún. 2011 - 09:00 Björg Magnúsdóttir

Smurningur

Klósettferðin er komin upp í 200 krónur á Þingvöllum. Ferðamannaklanið kemur laskað undan hörðum vetri. Snjór fram í maí og fyrrverandi og yfirvofandi eldgos eru nægar sannanir þess. Ætli það og súrrandi gengi séu ekki helstu ástæður þess ráns sem á sér stað í miðnætursólinni á þeim stöðum sem kenndir eru við perlur náttúrunnar? Uppáhellt kaffi kostar vel á fjórða hundrað krónur á kaffi Gullfossi og grænmetispíta fæst fyrir þúsundkallinn á Laugarvatni.
27.apr. 2011 - 09:00 Björg Magnúsdóttir

Pressa. Að eilífu. Amen.

Þetta hófst allt sunnudaginn 20. mars síðastliðinn. Ég ákvað að taka Nornina á RÚV og Pressu strax eftir það á Stöð 2. Eftir þáttinn síðarnefnda hugsaði ég með mér að þetta gæti ekki verið svona gott - íslenskur spennuþáttur gæti ekki verið svona góður. Þetta hlaut að vera byrjendalán... ef ekki þvílík negla! En nei, ég hætti mér ekki lengra í hugsunum mínum því ég vildi ekki verða fyrir vonbrigðum með næsta sunnudagskvöld.
05.apr. 2011 - 10:30 Björg Magnúsdóttir

Plís, getum við breytt þessu?

Ég var að koma úr Kaupmannahafnarreisu. Ferðin var guðdómleg þó gengi krónunnar okkar miðað við þá dönsku verði ekki lýst með dýrðinni. Burtséð frá nokkrum ferðum í móðurskipið, syndsamlega góðum mat og félagsskap á heimsmælikvarða standa vangaveltur um samgöngur einna hæst upp úr.
29.mar. 2011 - 12:00 Björg Magnúsdóttir

Nikita

Nikita er fáránlega töff orð. Ætli það sé ekki sú staðreynd að sérhljóðarnir höggva sig reglulega inn, eru númer tvö, fjögur og sex í röðinni. nIkItA. Ég hef komist að því að orðið er eiginlega enn meira töff þegar það er hvíslað - þið getið prófað það á eftir.
18.mar. 2011 - 09:00 Björg Magnúsdóttir

Ég er svo hrædd

Ég sé hann oft á kvöldin þegar ég er ein. Ég sé hann í sængurfötunum mínum sem eru hvít með svörtu mynstri. Ég sé hann í draumalandi, ég sé hann í hverfinu mínu, ég sé hann stanslaust í huganum á mér.
14.jan. 2011 - 14:30 Björg Magnúsdóttir

Um femínista „tussur“

Sögulega subbulegt hótunarbréf rataði í fjölmiðla í gær, bréf sem Þórarinn Guðlaugsson sendi Höllu Gunnarsdóttur, aðstoðarmanni Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Fyrir utan ótal stafsetningar-, mál- og hugmyndafræðilegar villur í þessu svokallaða  „bréfi“ er andfemínisk undiralda í því sem erfitt er að líta framhjá.
13.jan. 2011 - 13:00 Björg Magnúsdóttir

Hún hatar okkur

Icy Spicy Leoncie. Ég myndi elska að sjá Icy Spicy Leoncie stíga vel valin dansspor og þenja raddböndin fyrir utan 10-11 í Austurstræti Reykjavíkur um helgar. Mögulega glamrandi á færanlegt hljómborð eða blásandi í panpípusett í viðlögum. Ég myndi hækka í botn ef lagið hennar Come on Viktor væri í spilun á leiðinni í vinnuna enda er lagið ekkert nema gott stöff. Ég er viss um að Leoncie myndi gera góða hluti í spjallþáttum með liði eins og Jónínu Ben, Loga Bergmann og Sælum Nilla í settinu.
24.nóv. 2010 - 19:00 Björg Magnúsdóttir

Hættið að sýna mér bara „þessi“ brjóst

Vitið þið hvað ég er búin að sjá mörg nálfnakin eða nakin kvenmannsbrjóst um ævina? Og þá er ég ekki að tala um brjóst kvenna sem ég hef séð í íþróttaklefum, sundi eða í bíómyndum. Ég er að tala um brjóst sem ég hef séð, tilneydd, á djamminu, í fjölmiðlum og á netinu.
02.sep. 2010 - 21:30 Björg Magnúsdóttir

DV, þú stöðvar mig ekki!

Svona leit www.dv.is út í dag. Ég sit sveitt á huga, líkama og sál við eitthvað borð. Er ég búin? Nei, alveg langt frá því. Enn eftir að snúa einum kafla við. Plús allt hitt.
14.júl. 2010 - 20:00 Björg Magnúsdóttir

Zætuzt á Facebook - nú kennt með öðru sniði á Íslandi

Ég er einlægur aðdáandi Facebook. Skoða myndir af fólki sem ég þekki ekki, stemninguna í teitum sem ég var ekki í, statusa fólksins sem ég elska og myndakomment fólksins sem mér er illa við.

24.jún. 2010 - 08:00 Björg Magnúsdóttir

Sitjandi Dressman-auglýsingin á RÚV

Annað nímenningamál í uppsiglingu? Það er eins og Jafnréttisstofa, með framkvæmdastýruna Kristínu Ástgeirsdóttur í broddi fylkingar, hafi helt bensíntunnu á bál með því að vekja máls á því að fáar konur væru í RÚV-settinu að spjalla um HM. RÚV-settinu sem hefur tímabundið breyst í sitjandi Dressman-auglýsingu.
09.jún. 2010 - 12:00 Björg Magnúsdóttir

Ekki frí-frí heldur fríííí

Ekkert alslæmur morgunverður. Ég er háð statusum, myndaalbúmum og skilaboðum á Facebook. Hegða mér eins og fíkill í brýnni þörf fyrir góða stöffið þegar ég hef ekki komist lengi í tölvupóstinn. Það líða ekki meira en 24 klukkustundir á milli áhorfa á myndbönd online, eins og það er kallað, af allt í senn köttum sem lenda í hinum ótrúlegustu hrakföllum, uppáhaldskeppendunum mínum í American Idol og Britain's got Talent.. og einhverju fræðilegu TED-efni í bland til þess að friða samviskuna.
29.apr. 2010 - 16:14 Björg Magnúsdóttir

Varstu ekki pottþétt að grínast?

Lúðvík Geirsson er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Eftir slæma útreið Samfylkingarinnar í skoðanakönnun í kratavíginu, Hafnarfirði, fór sitjandi bæjarstjóri og Samfylkingarmaður, Lúðvík Geirsson, annað hvort með eldheitt og pólitískt grín eða lét út úr sér verulega umhugsunarverð ummæli. Þetta gerðist að sjálfsögðu allt hér á Pressunni fyrir framan augu þjóðarinnar.
08.apr. 2010 - 20:00 Björg Magnúsdóttir

Úff! Slúður og furðufréttir: Örnu Schram svarað

Pistil Örnu má lesa í Viðskiptablaðinu í dag. Arna Schram, blaðamaður, skrifaði ágætan pistil í Viðskiptablaðið í dag um „ekki fréttir“ sem oft má finna í slúðurdálkum og umfjöllun um fræga fólkið í íslenskum fjölmiðlum. Tekur hún m.a. dæmi um nýjan rass sem Gerard Butler hefur fundið sér til þess að pota í sem flokkast að hennar mati undir „ekki frétt“.
03.mar. 2010 - 09:23 Björg Magnúsdóttir

Klassa-fegurð og klámvædd-fegurð

Við höfum þegar tekið umræðuna um fegurðarsamkeppnir og anorexíu, fegurðarsamkeppnir og silikonbrjóst, fegurðarsamkeppnir og háa hæla við sundföt og fegurðarsamkeppnir og óviðeigendi framkomu gagnvart ungum stelpum, sjúklega útlitsdýrkun og almenna lágmenningu. Það var eiginlega bara tímaspursmál hvenær umræða um klámvæðingu fegurðarsamkeppna myndi blossa upp. Sem hún hefur og gert eftir að Ungfrú Reykjavík var krýnd síðastliðið föstudagskvöld. Því hljóta allir góðir menn og konur með áhuga á opinberri um- og rökræðu að fagna.
10.feb. 2010 - 11:00 Björg Magnúsdóttir

Um pæjur og fyrrum hnakka

Beyoncé, er eins og allir sjá, gríðarleg pæja á þessari mynd. Önnur frá hægri; Hátt tagl, í miðjunni og íklædd (íþrótta)toppi. Þegar ég var lítil var skilgreining mín á fyrirbærinu pæja eftirfarandi:

„Sú sem situr í miðjunni, tyggur tyggjó, er með hátt tagl og og sveiflar því.“ Það var nóg til þess að vera pæja í mínum huga. Þetta var í 6 ára bekk og ég og systur mínar tvær vorum sammála um þessa útlistun.
05.feb. 2010 - 21:30 Björg Magnúsdóttir

Skrökvandi, Rösk og Vakandi

Úrslit kosninga til Stúdentaráðs og Háskólaráðs í HÍ eru ljós. Í Stúdentaráð fékk Vaka 44,62% (2.424 stk.) atkvæða, Röskva 41,66% (2.263 stk.) atkvæða og Skrökva 13,72% eða 745 atkvæði. Í Háskólaráð fékk Röskva 2.272 atkvæði og Vaka fjórum atkvæðum færri. Skrökva bauð ekki fram í Háskólaráð.
25.jan. 2010 - 20:00 Björg Magnúsdóttir

Þetta er almennileg hefnd

Skiltið góða hefur vakið athygli víða um heim. Ég verð að viðurkenna að YaVaughnie Wilkins hefur fangað athygli mína og aðdáun með því að hefna sín grimmilega á þeim sem sagði henni upp. Í tilfelli Wilkins var það einn af fjármálaráðgjöfum Barracks Obama, Charles E. Phillips, sem dömpaði henni, til þess að geta haldið áfram eðlilegu lífi með eiginkonu sinni. Wilkins var sem sagt hjákona í 8 ár, geymd á kantinum í tæplega 3.000 daga, þangað til henni var kastað frá manninum sem hún elskaði.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Björg Magnúsdóttir
Meistaranemi og stjórnmálafræðingur. Fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. bjorgmagnus@gmail.com
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar