08. jún. 2011 - 13:00Vilhjálmur Steinarsson

Þekkir þú mikilvægi styrktarþjálfunar?

Það er til mikið af fólki sem notast ekki við styrktarþjálfun og eru margar ástæður þar að baki. Sumum finnst það leiðinlegt á meðan aðrir einstaklingar vilja ekki verða massaðir. Ég held að það sé hægt að finna leiðir til hæfa öllum og að allir ættu að notast við styrktarþjálfun af einhverju tagi. Ávinningur þessara iðju eru miklir en styrktarþjálfun er til í margskonar formi. Þú þarft að notast við einhvers konar mótstöðu, t.d. laus lóð, tæki, stangir, teygjur o.fl.

1. Styrktarþjálfun ver bein- og vöðvamassa.

Eftir vissan aldur, þá minnkar bein- og vöðvamassi um u.þ.b. 1% á ári. Þetta gerist hjá bæði körlum og konum og til þess að koma í veg fyrir þessa þróun, er viðhald á styrk og heilsu beina mjög mikilvæg og það er best að gera það í gegnum styrktarþjálfun.

2. Styrktarþjálfun gerir þig sterkari og meira „fit“

Það hljóta allir að vilja líta betur út, líka þeir sem líta vel út. Það er alltaf hægt að gera gott enn betra og ávinningur styrktarþjálfunar er bætt útlit og sjálfsmynd.

3. Styrktarþjálfun bætir marga aðra líkamlega þætti

Ef þú stundar fjölbreytta þjálfun, segjum þolþjálfun í bland við styrktarþjálfun með lóðum eða öðrum búnaði, eru góðar líkur að þú náir að bæta samhæfingu líkamans og jafnvægi. Liðleiki getur aukist og líkamsstaða batnar. Með aldrinum verður þessi svokallaða hrörnun þegar líkaminn verður slappari og líkamsstaða verður verri. Hægt er að hægja á þessu ferli með styrktarþjálfun.

4. Styrktarþjálfun getur haft jákvæð áhrif gegn mörgum sjúkdómum.

Ávinningur styrktarþjálfunar er ekki aðeins útlitlslegur. Fólk þjáist af ýmsum sjúkdómum sem hægt er að halda niðri með réttri þjálfun og mataræði. Ef þú ert með gigt, þá er mögulegt að styrktarþjálfun gæti linað sársaukann. Ef þú ert með sykursýki, þá getur hæfileg þjálfun í bland við heilbrigðan lífstíl haldið blóðsykrinum í jafnvægi og aukið lífsgæðin.

5. Styrktarþjálfun eykur orku og bætir skap

Daglega heyri ég af því þegar fólk talar um það að það afkasti miklu meira í vinnu og er ekki eins þreytt á daginn eftir að æfingar hófust. Þar sem veturinn er langur hjá okkur á klakanum, þá er mikið um þetta svokallaða skammdegisþunglyndi. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að styrktarþjálfun hefur jákvæð áhrif á fasið og getur einnig hjálpað þér að sofa betur.

6. Styrktarþjálfun étur upp hitaeiningar

Við höfum oft minnst á þennan þátt hér á Heilsupressunni og eigum eftir að minnast á hann aftur. Með því að rífa almennilega í lóðin, þá brennir þú hitaeiningum á æfingunni og löngu eftir að þú hættir. Þú brennir mun meira heldur en að taka lautarferðina á hlaupabrettinu. Með lyftingum þá getur þú aukið efnaskipti og grunnbrennslu líkamans.

Byrjaðu að rífa í lóðin. Ef þér finnst það leiðinlegt, þá hvet ég þig til þess að finna þér aðferð sem hentar þér. Það eru til fjöldinn allur af aðferðum styrktarþjálfunar. Eitt að lokum, þú verður ekki massaður/mössuð á einni nóttu þó svo að lóðin séu þung!

02.feb. 2015 - 11:00 Vilhjálmur Steinarsson

Áttu við bakvandamál að stríða? Hér er æfing fyrir þig!

Staðreyndin er sú að fjöldi fólks þjáist af bakvandamálum og flestir þurfa að upplifa einhvers konar óþægindi í baki á sinni lífsleið. Margar hreyfingar og æfingar fara illa með bakið og ef þú þjáist af einhverjum meiðslum á baksvæðinu, þá er ég með frábæra æfingu fyrir þig. Hún er auðveld í framkvæmd og sáralitlar líkur á að þú beitir líkamanum vitlaust og dreyfir því álagi staði sem það á ekki að fara á.

01.feb. 2015 - 11:00 Vilhjálmur Steinarsson

6 verstu mistökin

Svona árangur næst ekki með því að hamast einungis í hundruðum kviðæfinga á dag! Að gera æfingu sem einangrar einn vöðva í einu, eins to t.d. tvíhöfðakreppur (bicep curls) mun ekki skila þér miklu. Þær Ef þú vilt byggja upp almennilegan vöðvamassa og hafa fitubrennsluna í botni á meðan, þá þarftu að framkvæma stórar æfingar sem örva marga vöðva og vöðvahópa í einu ásamt því auðvitað að nota sem mesta orku á sama tíma.
30.jan. 2015 - 08:00 Vilhjálmur Steinarsson

Fylgdu þessum ráðum ef þú vilt auka hjá þér fitubrennnslu!

Stórar æfingar eru frábær leið til að auka fitubrennslu! Fitubrennslubransinn er risastór á heimsvísu og veltir milljörðum. Það eru alltaf að koma fram einhverjar skyndilausnir og fáránlegar aðferðir til þess að brenna fitu. Fólk gleypir við því eins og hverju öðru og stendur alltaf í stað eða nær aldrei þeim árangri sem vörurnar lofa á stuttum tíma.
17.jún. 2012 - 18:00 Vilhjálmur Steinarsson

Lífið í atvinnumennskunni: Hörður Axel Vilhjálmsson

Hörður Axel Vilhjálmsson er íþróttamaður sem allir íþróttamenn geta tekið sér til fyrimyndar og lært af. Hann er fastamaður í íslenska landsliðinu í körfubolta og spilar á næstu leiktíð í efstu deild í Þýskalandi, sem er mjög sterk deild.

Hörður hefur lent í mótlæti á sínum ferli þar sem hann fór mjög ungur út að reyna fyrir sér í atvinnumennsku en þurfti að koma aftur heim. Hann hefur bætt sig á ári hverju, þökk sé metnaði og sjálfsaga og er hvergi nærri hættur. Hann tók sér tíma til að svara nokkrum spurningum um lífið í atvinnumennskunni.

15.jún. 2012 - 20:00 Vilhjálmur Steinarsson

Mótaðu kviðvöðvana á réttan hátt!

Án alls vafa, þá eru sýnilegir kviðvöðvar eitt það allra eftirsóttasta í líkamsræktarbransanum. Í 90% tilvika þegar ég fer með kúnnunum mínum yfir þeirra markmið, þá þá leiðast umræðurnar í þessa áttina: „Ég vil missa kviðfituna og fá sixpakk“.

30.apr. 2012 - 10:00 Vilhjálmur Steinarsson

3 æfingar fyrir hraðari efnaskipti og aukna fitubrennslu!

Undanfarið höfum við hér á Heilsupressunni mikið nefnt og rætt stórar fjölliða (full body exercises) æfingar sem hjálpa til við að hraða efnaskiptum og auka fitubrennlsu. Teljum við þetta mun betri kost þegar verið er að byggja upp vöðvamassa og brenna burt lýsi og öðrum óþarfa.

25.mar. 2012 - 11:30 Vilhjálmur Steinarsson

Æfingatæki í líkamsræktarstöðvum: Góð eða slæm?

Oft er mikið rætt um notkunargildi þessara stóru föstu æfingatækja í líkamsræktarstöðvum. Þær umræður fara líklega oftast fram á milli þjálfara sem gera sér grein fyrir mikilvægi tækjanna. Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir á mikilvægi þeirra og auðvitað er ekki hægt að setja öll tæki undir sama hatt og segja að þau séu léleg.

20.mar. 2012 - 15:30 Vilhjálmur Steinarsson

Krefjandi æfing: Láttu reyna á þessa í dag!

Hér fyrir neðan er frábær æfing sem vinnur með allan líkamann í einu. Þegar þú ert að æfa er nauðsynlegt að prófa nýja og skemmtilega hluti.

28.feb. 2012 - 10:00 Vilhjálmur Steinarsson

Sleppir þú oft æfingum? Hver er afsökunin?

Ég fæ stundum fyrispurnir frá fólki sem er að sækjast eftir einkaþjálfun eða fjarþjálfun hjá mér, en það hefur engan tíma til að æfa sökum vinnu, skóla eða öðrum ástæðum. Margar ástæður geta spilað þar inn í en eitt er víst að einstaklingurinn er ekki tilbúinn að setja sjálfan sig í fyrsta sæti. Jú fyrsta skrefið er komið, það er búið að hafa samband við þjálfara, en hvað svo? 
 

19.feb. 2012 - 16:30 Vilhjálmur Steinarsson

Hvar er þessi kúlurass?

Stelpur eiga það til í að sækjast í kúlurassinn fræga og halda að með því að liggja í gömlu góðu Jane Fonda æfingunum, á fjórum fótum, framkvæmandi hundruðir endurtekninga að kúlurassinn láti sjá sig. Íþróttamenn hafa einnig mjög gott af því að þróa góða rassvöðva, þar sem þeir spila stórt hlutverk í sprettum og hoppum.

Vilhjálmur Steinarsson
ford Transit   mars
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar