15. jan. 2012 - 17:00Vilhjálmur Steinarsson

Lífið í atvinnumennskunni: Sara Björk Gunnarsdóttir

Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrir löngu búin að stimpla sig inn sem ein allra fremsta knattspyrnukona landsins. Í fyrra ákvað hún að ganga til liðs við Malmö í Svíþjóð.

Hún var ekkert að hika við að stimpla sig inn og skoraði tólf mörk í deild og fjögur í meistardeild. Liðið hennar varð sænskur meistari og hún kórónaði síðan frábært ár með því að vera tilnefnd til íþróttamanns ársins.

Í fríi hennar heima á Íslandi fékk ég að vinna með henni og undirbúa hana fyrir komandi tímabil. Hún svaraði síðan nokkrum spurningum um lífið í atvinnumennskunni fyrir lesendur Heilsupressunnar.

Hver er Sara Björk Gunnarsdóttir og segðu í stuttu máli frá þínum ferli?

Ég er 21 árs gömul stelpa úr Hafnarfirðinum sem byrjaði að æfa fótbolta snemma, nánar tiltekið þegar ég var 6 ára með Haukum. Ég spilaði með þeim þangað til ég varð 18 ára og fór svo yfir í Breiðablik og spilaði þrjú tímabil með þeim.  Ég ákvað síðan að ég vildi ná lengra og tók það skref í fyrra að fara til Svíþjóðar í atvinnumennsku hjá Ldb Malmö sem er eitt af sterkustu liðum í Evrópu. 

Hvernig er dæmigerður dagur í lífi atvinnumanns í knattspyrnu?

Dæmigerður dagur hjá mér snýst mikið um æfingar, mataræði og svefn. Stundum eru tvær æfingar á dag, þá þarf maður að borða vel og hvílast meira.

Hugsar þú mikið um mataræði og næringu?

Já ég geri það og hef gert það núna í nokkur ár, og er  það mikilvægur þáttur  í mínum lífstíl.

Leggur þú mikið upp úr aukaæfingum eins og styrktar- og snerpuþjálfun?

Aukaæfingar eru þær æfingar sem munu koma þér lengra en aðrir. Þegar þú ert í hópíþrótt eins og fótbolta, þá ertu að gera það sama og liðsfélaginn þinn á æfingu. Auðvitað getur þú lagt aðeins meira á þig á æfingu en hann en  annars eru þið saman og í sömu æfingu,  þá finnst mér mikilvægt ef þig langar að komast lengra , ná eitthvað ákveðið langt, ná einhverju  ákveðu markmiði, að æfa aukalega.  En fyrir utan aukaæfingar í fótbolta er einnig mikilvægt að gera styrktar og snerpuæfingar, sem er einn af þeim þáttum sem ég hef verið að vinna í og fundið fyrir miklum breytingum og alltaf verið að bæta mig ár eftir ár. Þeir Kristján Ómar, Jón Sævar og Vilhjálmur eiga mikinn þátt í því.

Hvernig æfðir þú þegar þú varst í fríi frá þínu liði?

Þegar ég kom heim eftir langt og strangt tímabil, ákvað ég að vinna í styrktar og snerpu þjálfun áður en ég myndi fara  út í undirbúningstímabilið til Svíþjóðar. En ég leitaði til Vilhjálms og var hjá honum í sirka mánuð og æfði þar undir góðri leiðsögn.

Setur þú þér markmið?

Já ég geri það og hef gert það síðustu árin og hefur það hjálpað mér að afreka svo miklu meira en ég bjóst við ná. 

Hver er furðulegasti samherji/andstæðingur?

Úff nú veit ég ekki .

Ertu hjátrúarfull? Ef svo, hvernig?

Nei ég get ekki sagt það.

Hver er þín eftirminnilegasta frammistaða?

Það eru nokkrar sem standa uppúr frá árinu í fyrra, þegar ég skoraði 2 þrennur, síðan úrslitaleikurinn þegar við unnum gullið.

Hver eru þín ráð til ungra iðkenda sem vilja ná langt í sinni grein?

Ég segi eiginlega alltaf það sama í þessari spurningu, ef þú villt ná lengra verðuru að hafa metnað, sjálfaga, trú,  hafa keppniskap, æfa aukalega og meira en aðrir og ávallt vilja vera betri og best í öllu.  Setja þér  há markmið fyrir hvert tímabil og hafa vilja til að klára þau.

Hvar eigum við eftir að sjá Söru Björk Gunnarsdóttur í framtíðinni?

Vonandi á góðum stað,  ég er aðeins 21 árs gömul og það eru mörg markmið sem ég vil ná í framtíðinni sem einstaklingur og með landsliðinu. Ég er í Svíþjóð núna að spila í rosa góðri deild og er alltaf að bæta mig. Ég á mikið inni og er spennt að sjá hversu langt ég næ.  En eitt er víst að ég ætla mér að verða ein af þeim bestu.
02.feb. 2015 - 11:00 Vilhjálmur Steinarsson

Áttu við bakvandamál að stríða? Hér er æfing fyrir þig!

Staðreyndin er sú að fjöldi fólks þjáist af bakvandamálum og flestir þurfa að upplifa einhvers konar óþægindi í baki á sinni lífsleið. Margar hreyfingar og æfingar fara illa með bakið og ef þú þjáist af einhverjum meiðslum á baksvæðinu, þá er ég með frábæra æfingu fyrir þig. Hún er auðveld í framkvæmd og sáralitlar líkur á að þú beitir líkamanum vitlaust og dreyfir því álagi staði sem það á ekki að fara á.

01.feb. 2015 - 11:00 Vilhjálmur Steinarsson

6 verstu mistökin

Svona árangur næst ekki með því að hamast einungis í hundruðum kviðæfinga á dag! Að gera æfingu sem einangrar einn vöðva í einu, eins to t.d. tvíhöfðakreppur (bicep curls) mun ekki skila þér miklu. Þær Ef þú vilt byggja upp almennilegan vöðvamassa og hafa fitubrennsluna í botni á meðan, þá þarftu að framkvæma stórar æfingar sem örva marga vöðva og vöðvahópa í einu ásamt því auðvitað að nota sem mesta orku á sama tíma.
30.jan. 2015 - 08:00 Vilhjálmur Steinarsson

Fylgdu þessum ráðum ef þú vilt auka hjá þér fitubrennnslu!

Stórar æfingar eru frábær leið til að auka fitubrennslu! Fitubrennslubransinn er risastór á heimsvísu og veltir milljörðum. Það eru alltaf að koma fram einhverjar skyndilausnir og fáránlegar aðferðir til þess að brenna fitu. Fólk gleypir við því eins og hverju öðru og stendur alltaf í stað eða nær aldrei þeim árangri sem vörurnar lofa á stuttum tíma.
17.jún. 2012 - 18:00 Vilhjálmur Steinarsson

Lífið í atvinnumennskunni: Hörður Axel Vilhjálmsson

Hörður Axel Vilhjálmsson er íþróttamaður sem allir íþróttamenn geta tekið sér til fyrimyndar og lært af. Hann er fastamaður í íslenska landsliðinu í körfubolta og spilar á næstu leiktíð í efstu deild í Þýskalandi, sem er mjög sterk deild.

Hörður hefur lent í mótlæti á sínum ferli þar sem hann fór mjög ungur út að reyna fyrir sér í atvinnumennsku en þurfti að koma aftur heim. Hann hefur bætt sig á ári hverju, þökk sé metnaði og sjálfsaga og er hvergi nærri hættur. Hann tók sér tíma til að svara nokkrum spurningum um lífið í atvinnumennskunni.

15.jún. 2012 - 20:00 Vilhjálmur Steinarsson

Mótaðu kviðvöðvana á réttan hátt!

Án alls vafa, þá eru sýnilegir kviðvöðvar eitt það allra eftirsóttasta í líkamsræktarbransanum. Í 90% tilvika þegar ég fer með kúnnunum mínum yfir þeirra markmið, þá þá leiðast umræðurnar í þessa áttina: „Ég vil missa kviðfituna og fá sixpakk“.

30.apr. 2012 - 10:00 Vilhjálmur Steinarsson

3 æfingar fyrir hraðari efnaskipti og aukna fitubrennslu!

Undanfarið höfum við hér á Heilsupressunni mikið nefnt og rætt stórar fjölliða (full body exercises) æfingar sem hjálpa til við að hraða efnaskiptum og auka fitubrennlsu. Teljum við þetta mun betri kost þegar verið er að byggja upp vöðvamassa og brenna burt lýsi og öðrum óþarfa.

25.mar. 2012 - 11:30 Vilhjálmur Steinarsson

Æfingatæki í líkamsræktarstöðvum: Góð eða slæm?

Oft er mikið rætt um notkunargildi þessara stóru föstu æfingatækja í líkamsræktarstöðvum. Þær umræður fara líklega oftast fram á milli þjálfara sem gera sér grein fyrir mikilvægi tækjanna. Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir á mikilvægi þeirra og auðvitað er ekki hægt að setja öll tæki undir sama hatt og segja að þau séu léleg.

20.mar. 2012 - 15:30 Vilhjálmur Steinarsson

Krefjandi æfing: Láttu reyna á þessa í dag!

Hér fyrir neðan er frábær æfing sem vinnur með allan líkamann í einu. Þegar þú ert að æfa er nauðsynlegt að prófa nýja og skemmtilega hluti.

28.feb. 2012 - 10:00 Vilhjálmur Steinarsson

Sleppir þú oft æfingum? Hver er afsökunin?

Ég fæ stundum fyrispurnir frá fólki sem er að sækjast eftir einkaþjálfun eða fjarþjálfun hjá mér, en það hefur engan tíma til að æfa sökum vinnu, skóla eða öðrum ástæðum. Margar ástæður geta spilað þar inn í en eitt er víst að einstaklingurinn er ekki tilbúinn að setja sjálfan sig í fyrsta sæti. Jú fyrsta skrefið er komið, það er búið að hafa samband við þjálfara, en hvað svo? 
 

19.feb. 2012 - 16:30 Vilhjálmur Steinarsson

Hvar er þessi kúlurass?

Stelpur eiga það til í að sækjast í kúlurassinn fræga og halda að með því að liggja í gömlu góðu Jane Fonda æfingunum, á fjórum fótum, framkvæmandi hundruðir endurtekninga að kúlurassinn láti sjá sig. Íþróttamenn hafa einnig mjög gott af því að þróa góða rassvöðva, þar sem þeir spila stórt hlutverk í sprettum og hoppum.

Vilhjálmur Steinarsson
Apótekið: Viktor Örn
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar