07.apr. 2011 - 10:30 Vignir Már Lýðsson

Þurfum við að borga upp í topp?

Jafnt og þétt virðast Íslendingar vera átta sig á um hvað Icesave-málið snýst og meðtaka þau rök sem lögð hafa verið fram með og á móti. Óhætt er að segja að sjaldan hafi Íslendingar gengið að kjörborðinu jafnmeðvitaðir og upplýstir um nokkurt málefni hvort sem krossað verður við „Nei“ eða „Já“.
30.mar. 2011 - 10:30 Vignir Már Lýðsson

Nei - MYNDBAND

Dómsstólaleiðin svokallaða, sem sögð er blasa við Íslendingum ef Icesave-samningunum verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl næstkomandi, hefur verið kynnt fyrir þjóðinni sem dómsdagsmál sem þýtt gæti endalok byggðar hér á landi þar sem íslenska ríkið þyrfti að greiða innistæður upp í topp.
08.mar. 2011 - 12:30 Vignir Már Lýðsson

70% skatt á laun

Ísland verður ekki endurreist með láglaunastefnu eins og stjórnmálamenn virðast halda ef marka má umræðuna í kjölfar launamála bankastjóranna þriggja.
26.feb. 2011 - 18:00 Vignir Már Lýðsson

Þórólfur kom 10 sinnum í Spegilinn

Ríkisútvarpið er fjölmiðill í eigu íslenska ríkisins og er rekið fyrir almannafé. Vegna þessa gilda um stofnunina ákveðin lög, en eins og fjallað hefur verið um víða upp á síðkastið ber dagskrárgerðarmönnum fjölmiðilsins að gæta hlutleysis og miðla efni á vandaðan hátt.
18.feb. 2011 - 17:30 Vignir Már Lýðsson

Lausn Icesave-málsins

Óþarfi er að hafa áhyggjur af ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta.
09.feb. 2011 - 14:30 Vignir Már Lýðsson

Egill Helgason

Egill Helgason kvaðst aðspurður myndu láta blýhantinn detta á kjörseðilinn í síðustu borgarstjórnarkosningum en myndin er tekin við það tilefni. Egill Helgason hefur um árabil stjórnað umræðuþættinum Silfri Egils, fyrst á Skjá einum en síðar á Ríkissjónvarpinu. Hefur hann hlotið fjölda verðlauna fyrir dagskrárgerð sína en þátturinn er einn sá ítarlegasti sem boðið er upp á í íslensku sjónvarpi í dag og tekur á málefnum líðandi stundar.
08.feb. 2011 - 10:00 Vignir Már Lýðsson

Nokkrar athugasemdir

Icesave er reikningur innistæðueigenda, ekki íslensku þjóðarinnar. Icesave er ekkert voðalega flókið mál þótt stjórnmálamenn haldi því fram.
03.feb. 2011 - 09:00 Vignir Már Lýðsson

Heiðar Már fjallar um gjaldmiðla

Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur heldur í kvöld opinn fyrirlestur um þjóðargjaldmiðla með áherslu þær hræringar sem nú eiga sér stað á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum.
02.feb. 2011 - 11:00 Vignir Már Lýðsson

Kosið í dag

Frá árinu 1934 hefur Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, verið valkostur hægrimanna við Háskóla Íslands til mótvægis við alræðissinna. Undanfarin ár hefur þó orðið nokkur breyting þar á þar sem hreyfingin hefur ekki viljað bendla sig við stefnu og strauma stjórnmálanna.
26.jan. 2011 - 18:00 Vignir Már Lýðsson

Nýtt stúdentaframboð

Stúdentafélag hægrimanna var stofnað á dögunum af ungum hægrimönnum innan Háskóla Íslands. Meðal helstu stefnumála félagsins er að Háskóli Íslands verði skóli fyrir nemendur sína en einblíni ekki á hag kennara og annars starfsfólks þegar kemur að niðurskurði. Hægt er að fylgjast með framboðinu á Facebook-síðu þess.

22.des. 2010 - 14:20 Vignir Már Lýðsson

Jólin eru hátíð kaupmennskunnar

Jólasveinninn er réttlátur. Frá örófi alda hafa mennirnir fagnað sólstöðum jafnt að sumri og vetri til en þær síðarnefndu skipa sérstakan sess í hugum flestra, óháð því hvaða trúarbrögð menn aðhyllast.
14.des. 2010 - 09:00 Vignir Már Lýðsson

Á ég að taka Elko-lán eða ekki?

Fleiri fyrirtæki hafa nú hafið innreið sína á skammtímalánamarkaðinn í samkeppni við bankana en þau þykjast mörg hver geta boðið viðskiptavinum sínum upp á „vaxtalaus“ lán. Frægust eru eflaust Hagkaupslánin sem ég fjallaði um í síðasta pistli þar sem ég komst að þeirri niðurstöðu að það ylti allt á því hvort tekið væri þriggja mánaða eða sex mánaða lán og hvenær lánið sé tekið.
28.nóv. 2010 - 14:00 Vignir Már Lýðsson

Á ég að taka Hagkaupslán eða ekki?

6 mánaða Hagkaupslán er hagstæðara en yfirdráttarlán. Hagkaup hefur upp á síðkastið auglýst grimmt svokallað vaxtalaust lán sem viðskiptavinum býðst í jólavertíðinni. Það eina sem gera þarf er að borga 3% lántökugjald og velja um þriggja eða sex mánaða jafngreiðsludreifingu þar sem fyrsta afborgun er ekki fyrr en 1. mars. En er hér allt sem sýnist?
12.nóv. 2010 - 08:00 Vignir Már Lýðsson

Hvers eiga afar og ömmur að gjalda?

Tillögur reiknimeistarahóps ríkisstjórnarinnar eru hrein og klár aðför að heimilum í landinu, þ.e.a.s. þeim heimilum sem ekki skulda vegna íbúðarkaupa en þau eru alls 27 þúsund talsins.
18.okt. 2010 - 09:00 Vignir Már Lýðsson

Leiðin úr ánauð

Afnám gjaldeyrishafta er eflaust það verkefni sem mest ríður á nú um stundir að leysa á farsælan og öruggan hátt. Sagan hefur hins vegar kennt okkur að slíkt afnám verður erfitt og langsótt.
13.sep. 2010 - 10:00 Vignir Már Lýðsson

Hannes Smárason: Við erum rétt að byrja

Hannes Smárason í höfuðstöðvum FL Group. Hannes Smárason hefur lítið verið áberandi upp á síðkastið miðað alla þá athygli sem hann fékk frá fjölmiðlum fyrir nokkrum misserum síðan. Umfjöllunin um hann hefur auk þess talsvert breyst, ekki síst eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út og ákærur slitastjórnar Glitnis á hendur honum birtar.
16.ágú. 2010 - 10:00 Vignir Már Lýðsson

Töframaðurinn frá Íslandi

Töframaður. Fjármálaráðherra kallaði eftir töframönnum sem lokað gætu fjárlagagatinu með öðrum aðferðum en skattahækkunum í fréttum um helgina og sagðist glaður vilja hitta þá menn ef fyndust.
04.ágú. 2010 - 08:00 Vignir Már Lýðsson

Bananalýðveldið

Viðskipti byggjast á gagnkvæmu trausti tveggja aðila, hvort sem er manna, fyrirtækja eða ríkja. Sé það traust vafa undirorpið er hætt við að viðkomandi aðilar muni annaðhvort aldrei aftur eiga viðskipti eða aðrir forðast í lengstu lög að eiga viðskipti við þá.
27.júl. 2010 - 08:30 Vignir Már Lýðsson

Magma er „sexy“

Magma-málið er kannski að verða svolítið „sexy“ eftir allt saman í skilningi Bjarkar Guðmundsdóttur en fólk úr öllum flokkum virðist ekki átta sig á grundvallaratriðum málsins. Umræðan er orðin fjörug en þó einsleit þar sem menn beita þjóðrembingsrökum eða orðhengilshætti um það hvaðan útlendingarnir séu en í grundvallaratriðum snýst umræðan um þrennt:
23.júl. 2010 - 17:31 Vignir Már Lýðsson

„Bönnum einkaframtakið!“

Björk Guðmundsdóttir heldur áfram að predika ríkisvæðingu í krafti vinsælda sinna í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 en eins og frægt er orðið hélt hún allsérstakan „blaðamannafund“ í vikunni um Magma-málið.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Vignir Már Lýðsson
Hagfræðinemi.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar