19.apr. 2016 - 10:34 Valur Grettisson

Tölum aðeins um lýðræðisvitund

Í réttarkerfinu er eitthvað til sem heitir réttarvitund. Dómarar mega dæma samkvæmt þessu ákvæði. Grunaðir sakamenn eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á þessum forsendum. Því réttarvitund almennings er mikilvæg. Hún er grundvöllur þess að réttarkerfið virki. Að við trúum á að dómarnir séu réttlátir. Dómskerfi, sem brýtur ítrekað gegn réttarvitund almennings, er augljóslega hættulegt og skapar varhugaverðar aðstæður í samfélaginu og grefur undan stoðum þess. Það er því kappsmál hjá dómstólum að glata ekki því trausti sem nauðsynlegt er að það njóti hjá almenningi. Því dómarar innan réttarkerfisins átta sig á því að þetta er ábyrgðahlutur.
18.apr. 2016 - 19:54 Valur Grettisson

Listin að valda völdin

Ef fer sem fram horfir þá munu Píratar verða atkvæðamestir í næstu alþingiskosningum. Það þarf engan stjórnmálaspeking til þess að átta sig á því að ótrúlegt fylgi Pírata í skoðanakönnunum síðastliðna 12 mánuði er til komið vegna ákalls þjóðarinnar um breytingar. Um eitthvað nýtt í stjórnmálum. Nýja hugsun eða nálgun. Sumir vilja einfaldlega hreinsa út af þingi eins og þegar Besti flokkurinn var kosinn í borgarstjórnarkosningum 2009. 
04.mar. 2016 - 15:57 Valur Grettisson

1,7 milljón flóttamanna...nei ég meina ferðamanna

Þau voru athyglisverð orð Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins þar sem hann vildi ræða það af alvöru að loka landamærum Íslands fyrir flóttafólki og hælisleitendum. Orðin lét hann falla á Alþingi.
16.jan. 2016 - 15:22 Valur Grettisson

70 rithöfundar kosta minna en einn forseti

Umræðan um úthlutunarnefndir listmannalauna er ekki aðeins einkennilega skammsýn, heldur ber hún beinlínis vitni um að hluti almennings vill eyða út allri þjóðmenningu. 
07.jan. 2016 - 15:01 Valur Grettisson

Af ótímabæru andláti innlendrar dagskrágerðar

Það var dálítið ruglingslegt að lesa færslu Jóns Gnarr, ritstjóra innlendrar dagskrágerðar, sem hann birti á Facebook og varðaði hugsanlegan dauða innlends efnis.
05.jan. 2016 - 14:36 Valur Grettisson

Frestum forsetakosningunum

Það er óhætt að segja að fráfarandi forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafi breytt embætti forsetans til frambúðar. Við erum ekki að fara að kjósa veislustjóra á Bessastaði næsta sumar. Ekki heldur sameiningartákn eða landkynningarforseta.
21.des. 2015 - 11:48 Valur Grettisson

Nokkur orð um góðgerðarklám og mannvirðingu

Vandinn er þessi; við viljum vel, en af einhverjum ástæðum hefur okkur tekist að keyra góðsemdina út í nánast séríslenskar öfgar.
14.des. 2015 - 13:34 Valur Grettisson

Hvers vegna var það miður?

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að það væri miður að mál albönsku fjölskyldnanna hefði ekki ratað inn á borð úrskurðarnefndar. Eins og flestir vita þá var 27 einstaklingum vísað úr landi í skjóli nætur í síðustu viku, þar af tveimur langveikum börnum frá Albaníu. Í þeim hópi er barn, sem barnalæknir fullyrðir í fjölmiðum að muni ekki lifa til tíu ára aldurs í albönsku heilbrigðiskerfi. Þá erum við að tala um heilbrigðiskerfi sem nýtur neyðaraðstoðar Alþjóðabankans sem birti skýrslu árið 2013 þar sem fram kom að það væri ekki á færi hins venjulega borgara að sækja sér læknishjálp.

Valur Grettisson
Er fjölskyldumaður, rithöfundur og blaðamaður, nokkurn veginn í þessari röð.
Híbýli fasteignasala KOSTANDI
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 08.8.2017
Ég fór á Þjóðhátíð
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 08.8.2017
Einfalt réttlæti þess sem valdið hefur
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 09.8.2017
Á dauðastundu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.8.2017
Ný syndaaflausn
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 15.8.2017
KFC er mitt framhjáhald
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.8.2017
Bernanke um Ísland
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 18.8.2017
Velferðarríkið og siðaskiptin
Fleiri pressupennar