02.des. 2010 - 17:00 Valdimar Svavarsson

Tækifæri og tillögur

Þessa dagana er unnið að gerð fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðarbæjar fyrir 2011. Það er alveg ljóst að staðan er mjög erfið og mikilvægt að ná tökum á fjármálum bæjarins til þess að ná sem bestum árangri við endurfjármögnun og niðurgreiðslu skulda á næstu árum.
29.maí 2010 - 12:00 Valdimar Svavarsson

Hafnfirðingar vilja breytingar

Flestum er ljóst að skuldir og fjárhagsstaða bæjarins er orðin mjög slæm. Það má ekki draga það að taka á vandanum svo bæjarfélagið fái haldið fjárhagslegu sjálfstæði sínu. Við megum samt ekki fyllast vonleysi og við verðum að hugsa í lausnum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að einstaklingar, fyrirtæki og stjórnmálaflokkar starfi saman og taki samhent á vandanum
25.maí 2010 - 18:57 Valdimar Svavarsson

Svona komum við okkur út úr vandanum

Flestum er ljóst að skuldir og fjárhagsstaða bæjarins er orðin mjög slæm. Það má ekki draga það að taka á vandanum svo bæjarfélagið fái haldið fjárhagslegu sjálfstæði sínu. Sjálfstæðisflokkurinn vill og þorir að takast á vandanum og er eini flokkurinn sem hefur lagt fram ítarlegar tillögur og aðgerðaáætlun í 18 liðum til að taka á vandanum og mun setja þær í framkvæmd um leið og flokkurinn kemst í aðstöðu til þess.
12.maí 2010 - 09:44 Valdimar Svavarsson

Fjárhagsstaðan er hagsmunamál Hafnfirðinga

Fyrir 3,4 milljarða króna má reka alla leikskóla bæjarins, dagvistun og öll íþrótta- og æskulýðsmál í eitt ár. 3,4 milljarðar var einmitt mismunurinn á áætlun um heildaskuldir bæjarins sem Samfylkingin lagði fram í desember og ársreikningi bæjarins sem lagður var fram í byrjun maí. Skekkjan nemur tæpum 9% á aðeins fjórum mánuðum.
29.apr. 2010 - 12:00 Valdimar Svavarsson

Kosningarnar snúast um hag Hafnfirðinga

Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem birtist í morgun þar sem Samfylkingin bíður afhroð var staðfesting á því sem við Sjálfstæðismenn höfum fundið síðustu vikurnar að Hafnfirðingar eru búnir að gera sér grein fyrir því að staðan í fjármálum bæjarins er orðin mjög alvarleg og að Hafnfirðingar vilja breytingar á stjórn bæjarins.
19.apr. 2010 - 12:16 Valdimar Svavarsson

Samfylkingin ber ábyrgðina á slæmri stöðu

Það er merkilegt með Samfylkinguna. Það er sama hvað gerist og hvenær, allt sem aflaga fer er einhverjum öðrum að kenna. Nú þegar flestir Hafnfirðingar og jafnvel nærsveitarmenn gera sér grein fyrir að fjárhagsstaða Hafnarfjarðar er mjög viðkvæm og skuldir bæjarins miklar, þá þreytast bæjarfulltrúar og frambjóðendur Samfylkingarinnar seint á því að kasta ábyrgðinni á einhverja aðra og þá helst Sjálfstæðisflokkinn.
26.feb. 2010 - 14:20 Valdimar Svavarsson

Milljarða blekking Samfylkingarinnar

Ný þriggja ára fjárhagsáætlun sem Samylkingin í Hafnarfirði kynnti bæjarbúum nýverið sýnir glöggt alvarlega fjárhagsstöðu bæjarins. Í henni er greint frá 38 milljarða króna skuldum bæjarins og himinháum fjármagnskostnaði sem áætlaður er 3 milljarðar á næstu 3 árum, eða um milljarður á ári.

26.jan. 2010 - 09:33 Valdimar Svavarsson

Lýtaaðgerðir á efnahagsreikningi

Það er einkennilegt að á sama tíma og fasteignaverð á almennum markaði hefur lækkað um allt að 25% frá hruni skuli eignir Hafnarfjarðarbæjar hækka um tæp 8%. Þetta er enn eitt dæmið um lýtaaðgerð Samfylkingarinnar á fjárhagsáætlun bæjarins.
18.jan. 2010 - 10:30 Valdimar Svavarsson

Allt að 20 milljarðar hafa tapast

Á þessu kjörtímabili hafa tapast allt að 20 milljarðar vegna ákvörðunarfælni meirihluta Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Um 15 milljarðar vegna hringlandaháttar í ákvörðun um sölu á hlut bæjarins í HS Orku og allt að 4,7 milljarðar (núvirtir 2007) vegna aukinna tekna af stækkun álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík (samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunnar 2007). Þá er ekki tekið til óbeinna áhrifa í formi aukinnar atvinnuuppbyggingar á svæðinu og óbeinna tekna af þjónustu við álverið. Samfylkingin þorði ekki að taka afstöðu í íbúðakosningunni um álverið árið 2007 sem getur ekki talist annað en óeðlilegt vegna þess að stjórnmálamenn eru kosnir til þess að taka ákvörðun og til þess að taka afstöðu til mála sem snerta hagsmuni bæjarbúa. Það sama átti við þegar bænum barst tilboð í hlut sinn í HS orku og Samfylkinginn dró lappirnar við að taka ákvörðun um söluna og frágang hennar. Þá glötuðust mikil tækifæri við að greiða niður erlendar skuldir og spara þannig vaxtakostnað og ekki síður að minnka gengisáhættu bæjarins sem átti eftir að reynast bænum dýrkeypt.

14.jan. 2010 - 13:00 Valdimar Svavarsson

8 milljónir á dag í 8 ár!

Hafnarfjörður er yndislegur bær. Bæjarstæðið er fallegt, bæjarbragurinn skemmtilegur og saga bæjarins er mikil.  Hafnfirðingar eru skemmtilegt og lifandi fólk. Við eigum afreksfólk og meistara í öllum helstu íþróttagreinum, við eigum marga af bestu listamönnum þjóðarinnar og við eigum glaða og glæsilega æsku sem mun verða okkar stolt í framtíðinni. Það er þetta sem við verðum að standa vörð um.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Valdimar Svavarsson
Hagfræðingur frá HÍ og tveggja barna faðir í Hafnarfirði
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og Framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Virðingar hf.

Hóf starfsferil sinn sem fararstjóri erlendis og framkvæmdastjóri og stofnandi auglýsingastofu en starfaði á árunum 1996 - 2007 og nú aftur frá 2010 í fjármálageiranum, þar af í tæp 3 ár í London.
Situr í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, Bæjarráði og Framkvæmdaráði

Hefur auk þess gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir sjálfstæðisflokkinn svo sem varaformennsku í SUS, formennsku í sjálfstæðisfélögunum Stefni og Fram í Hafnarfiði auk þess að hafa setið í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfiði og stjórn kjördæmisráðs flokksins.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar