Unnur H. Jóhannsdóttir
15.mar. 2011 - 19:00 Unnur H. Jóhannsdóttir

Ég þoli ekki kvenna þetta og kvenna hitt!

Ég verð að viðurkenna það að ég hef orðið afskaplega litla þolinmæði fyrir kvenna- þetta og kvenna hitt. Og með þessum orðum hef ég sjálfkrafa gefið höggstað á sjálfri mér, sérstaklega hjá kynsystrum mínum sem  í meintri kvennabaráttu sinni þola illa öðrum konum að hafa skoðanir sem ganga í berhögg við þeirra. Það er ákveðin lína í orðræðunni sem gefin hefur verið og eftir henni skulu flestar konur fara. 
12.mar. 2011 - 20:00 Unnur H. Jóhannsdóttir

Öfgar alheimsins

Það er eitthvað að Íslandi í dag. Það veit vinur minn – og fleiri. Það er áhættusamt að búa á Íslandi. Það gerir óheflað efnahagskerfi og skattóð ríkisstjórn. Stefna þessarar ríkisstjórnar virðist vera að koma sem flestum á bætur, atvinnuleysisbætur, bætur félagsmálastofnana sveitarfélaga,  örorkubætur eða endurhæfingalífeyri. Enginn má lengur hafa vinnu, hvað þá tekjur. Milljón á mánuði. Það eru nú meiri dónarnir! Það gengur vitaskuld engan veginn að þeir borgi nánast helminginn af tekjum sínum til samneyslunnar eins og nú háttar. Neibb, skattóðu skrímslunum finnst hvergi nær nóg komið og hafa uppi hugmyndir um að hækka skatta á milljón-anna uppi 60-70% þannig að eftir skatt slefi tekjur þeirra upp í neysluviðmið umboðsmanns skuldara. 
02.mar. 2011 - 11:00 Unnur H. Jóhannsdóttir

Ég dýrka þig, dái og þrái! Ég borga þig allan ICESAVE

Ég er engin fegurðardrottning en ég brosi samt gegnum tárin. Brosi að þeim Íslendingum sem eru svo barnalegir að halda að við getum gert eitthvað annað en samið um Icesave, og eins og að svo máli komnu, gert betri samning en við höfum nú þegar gert. Það hefur þegar sýnt sig að við erum hálfvitar í viðskiptum, við vitum ekki hvenær við eigum að hætta, eins og á toppnum áður en við hrynjum eða hvenær við erum með góðan samning í höndunum.
25.feb. 2011 - 09:00 Unnur H. Jóhannsdóttir

Sölvi Tryggvason er leiðinlegur þáttastjórnandi

Ég ákvað eftir nokkra umhugsun að þessi fyrirsögn væri ekki verri en Adolf Hitler gerði margt gott, sem Sölvi samdi sjálfur. Hún er til þess gerð að vekja athygli lesandans og fá hann til þess að lesa þennan pistill. Í raun og veru finnst mér Sölvi Tryggvason oft ágætur þáttastjórnandi en þegar hann segir frá þáttum sínum og spilar upptökur úr þeim hér á Pressunni finnst mér hann oft missa sig.

21.feb. 2011 - 20:00 Unnur H. Jóhannsdóttir

Sonur píparans – saga úr nútímanum

Sú saga er fleyg að Ísak nokkur Newton (1642-1727), sem til glöggvunar, var enskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur, stjarnfræðingur, náttúruspekingur og gullgerðarmaður,  hafi legið í leti undir tré þegar hann uppgötvaði þyngdarlögmálið. Sú ímynd af honum hefur orðið til, að þar sem hann lá í grænu, grónu grasinu, sólin letilega að hníga til viðar, hafi epli eitt (merkilegt hvað epli hafa oft afdrifaríkar afleiðingar í mannkynssögunni) dottið beint ofan á höfuðið á honum.

17.feb. 2011 - 19:00 Unnur H. Jóhannsdóttir

Geðdeildir LSH á pari við bestu geðsjúkrahús Bandaríkjanna - útrás

William Styron. „Ég fann fyrir einhvers konar doða, magnleysi, en sér í lagi einkennilegum veikleika – einsog líkami minn væri í raun orðin brothættur, ofurviðkvæmur og á einhvern máta sundurlaus og klunnalegur og að eðlilega samhæfingu skorti. Og brátt var ég gagntekinn ímyndunarveiki. Líkamlega var ég allur úr lagi genginn; það fóru um mig stingir og verkir, stundum með hléum en oft virtust þeir stöðugir og það var eins og þeir boðuðu skelfilegt heilsuleysi af öllu mögulegu tagi... Það er vandalítið að sjá að þetta ástand er hluti af varnarbúnaði manneskjunnar: hugurinn, sem vill ekki gangast við því lengur að hann sé smám saman að tapa sér, lýsir því yfir vitundina sem í honum býr að það sé líkaminn með sínum mögulega lagfæranlegu göllum sem sé að klikka – ekki hinn dýrmæti hugur sem ekkert getur komið í stað fyrir.“
15.feb. 2011 - 22:00 Unnur H. Jóhannsdóttir

Hr. Richter fær skjálfta

Þetta er saga um mann sem stóð undir nafni. Hann gat látið jörðina skjálfa undir konum, bara með því að segja nafnið sitt. Hann hafði þvílíkan töfraljóma að stundum varð hann að stýra skalanum eins og 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7 og 8, til þess að jörðin gleypti ekki konurnar í þeim verstu. Það var vitaskuld ómögulegt að framkalla jarðskjálfta í hvert sinn sem maðurinn gerði sig til við konu svo hann breytti oft um gervi og þá  varð hann  ,,Cruise, Tom Cruise“. Það gekk, þar til nýlega hann sig og lenti ofan í einni af eigin sprungum.

08.feb. 2011 - 21:00 Unnur H. Jóhannsdóttir

Þreyta og slen vetrarplága Íslendinga

Við erum ekki eina þjóðin sem býr á norðurhjara veraldar sem talar um það. Norðmenn gera það líka. Um myrkrið kolsvarta, dimma og drungalega. Árstímann þegar nóttin virðist ekki sleppa takinu af deginu (er aðeins farinn að gera það núna), leyfir honum aldrei að renna almennilega upp. Þetta er líka tíminn þar sem heilsubrestirnir eru hávaðasamastir. Flensurnar virðast koma í löngum bundum, bólgurnar taka sér bólfestu í hálsinum heilu vikurnar og svo er það þess ári sem ertir slímhúðina í nefinu. Er þá ónefnd þreyta, slen og óvenjulítil framtakssemi sem ekki virðist tengjast venjulegum umgangspestum og ekkert pensínlín virkar á.
31.jan. 2011 - 17:00 Unnur H. Jóhannsdóttir

Ljót vortíska 2011

Nú undan útsöluhrúgum af fatnaði gægist vortískan 2011, sem beðið hefur verið eftir, enda oftast fersk og fín. Því miður verður Unnur að hryggja búðarottur með þeim fréttum að vortískan í ár er einfaldlega ljót. Hún skilur ekki, hvernig Anna Wintour, ritstjóri Vogue og ein áhrifamesta manneskjan í tískuheiminum gat hleypt þessum óskapnaði almennt í gegn. Hún og fleiri tískufrömuðir stóðu sig svo sannarlega ekki á þessari vakt.
28.jan. 2011 - 11:00 Unnur H. Jóhannsdóttir

Árin sem hafa fallið í valinn

Tíminn lætur ekki að sér hæða og öllu er afmörkuð stund. Nýlega varð ég fertug. Þrjátíu og níu ár af lífi mínu eru nú fallin í valinn. Við slík tímamót er óhjákvæmilegt að velta fyrir sér eilífðarspurningunni: Hvað hef ég gert við líf mitt?
25.jan. 2011 - 09:00 Unnur H. Jóhannsdóttir

Samstarf heimila og skóla lendir á konum

Unnur er hlynnt samstarfi heimila og skóla, svo langt sem það nær. Hún vill kynnast skóla barnsins síns, kennurum hans,  bekkjarfélögum og jafnvel foreldrum þeirra. Hún telur að samstarf heimilis og skóla (hér er heimanám ekki tekið með) sé gott fyrir báða aðila. En um daginn varð hún hugsi, ekki yfir góðum markmiðum þessa ágæta samstarfs, heldur hverjir af heimilismeðlimum tækju mestan  þátt í því og hversu mikið skólinn væri í raun farinn teygja sig mikið inn á heimilin, jafnvel í skipulagningu frítíma barnsins hennar.
19.jan. 2011 - 17:00 Unnur H. Jóhannsdóttir

Ertu klárari en 11 ára? Reyndu þig við þennan heimalærdóm!

Unnur, sem er einlægur andstæðingur heimalærdóms, stendur oft á gati þegar kemur að heimalærdómi sonarins. Þrátt fyrir að vera kennari að mennt finnst henni hún vera heldur ,,dum i hovedet“ þegar kemur að sumum verkefnum.
16.jan. 2011 - 20:00 Unnur H. Jóhannsdóttir

Kynlegir kvistir og hamingjuleikarnir

Það eru margir kynlegir kvistir sem geta leynst  í skóginum upp af Leirdal í Grafarholti. Þegar vopnahlé eru tekin og kvistirnir stíga fram úr rjóðrum og kjörrum koma í ljós vel vopnaðir og stæltir víkingar. Það eru mörg hundruð ár síðan víkingar numu land á Íslandi en yfirsást þeim þá þvílík búsæld væri í Grafarholtinu.
13.jan. 2011 - 18:00 Unnur H. Jóhannsdóttir

Staðlaðar manneskjur

Ég man þennan tíma svo vel. Þegar ég sat sjálfshjálparnámskeiðin, sjálfstyrkingarnámskeiðin og árangursnámskeiðin og lá í bókum um hvernig maður færi að því að verða jákvæðari, betri í samstarfi og ná meiri árangri svo fátt eitt sé nefnt. Ég var erfiður nemandi, ég efaðist um öll þess fræði, sannfærð um að ekki væri hægt að breyta fólki og ég væri ekki fá nóg fyrir peninginn sem ég lagði í þetta allt saman. En innst inni fannst mér þessi ,,Lollypop“ fræði, eins og ég kalla þau stundum þegar ég vil vera virkilega niðrandi (og er meðvituð um það), bara frekar leiðinleg. Mér finnst einfaldlega bara leiðinlegt stundum að vera jákvæð.
11.jan. 2011 - 10:00 Unnur H. Jóhannsdóttir

Ragnar ræðst á Róbert í ruslinu

Eftir allar, allar þær álögur sem ríki og sveitarfélög hafa bætt á okkur síðan þetta blessaða hrun dundi yfir höfum við, nágrannar mínir og ég, nær möglunarlaust tekið því öllu. Jæja, ég segi ekki að við höfum hvíslað í lágum hljóðum um ástandið ef við höfum rekist hvort á annað í stigaganginum og reynt að styðja hvert annað í blíðu og stríðu. En nú er nóg komið, hingað og ekki lengra. Þegar við lásum um hina ,,15 metra ruslatunnureglu“  hins bleika borgarstjóra þá rákum við upp óp! Skerandi óp, svona sem sker í gegnum rusl og tunnur. Þar er samhugurinn nefnilega miklu minni!
08.jan. 2011 - 18:00 Unnur H. Jóhannsdóttir

Heppin að sleppa við lóbótómíu-aðgerð

Endrum og eins sprettur upp umræða um ofnotkun geðlyfja. Ég mæti þá yfirleitt í næsta tíma til geðlæknisins míns tortrygginn á svip og spyr hvort hann sé að reyna að gera úr mér dópista. Hann hlær bara við og spyr mig af hverju ég haldi það? ,,Ég las það í blöðunum,“ segi ég hispurslaust. ,,Þú átt ekki að trúa öllu sem fjölmiðlarnir segja,“ segir hann og brosir. ,,Nú,“ segi ég og fer í fljótheitum yfir fagið mitt og viðurkenni að ekki megi trúa öllu sem þaðan kemur sem nýju neti. Það séu nú engir sérfræðingar í geðheilbrigði sem starfi þar.
06.jan. 2011 - 12:00 Unnur H. Jóhannsdóttir

,,Þetta reddast ekki“

Á Íslandi býr einkennileg þjóð, þjóð sem löngu er hætt að hugsa eins og bændur, eins og hún á uppruna sinn til. Bændur hugsa nefnilega fram í tímann,  ekki vegna þess að það sé þeirra tómstundagaman, heldur vegna þess að þeir þurfa þess. Unnur er nú engin sveitastelpa en henni skilst að náttúran hafi sinn rytma sem sé frekar rökréttur. 
03.jan. 2011 - 15:00 Unnur H. Jóhannsdóttir

Hver er að stela sparnaðinum mínum?

Unni hefur alltaf líkað vel við Jóakim aðalönd. Hún skal vissulega játa að stundum fannst henni hann  einum of upptekinn af sparnaðinum sínum og regluleg peningaböð hans í allri myntinni sem hann átti voru frekar fyndin. Á sínum tíma fannst henni það vera löstur hvað hann var nískur á peningana sína en Unnur er ekki frá því að nú skilji hún hann betur. 
29.des. 2010 - 13:00 Unnur H. Jóhannsdóttir

Sturtaði áramótaheitunum niður í salernið!

Unnur þolir ekki áramótaheit, áramótamarkmið eða áramótasýn. Hana hryllir alltaf við áramótunum, ekki vegna þess að þau séu tímamót, heldur vegna allra sérfræðinga sem stökkva fram  og boða almenningi nýtt líf ef hann aðeins setji sér markmið, agi sig svolítið og fari í þetta sinn eftir þeim eftir ákveðnum sannindum og leiðum erlendra eða innlendra gúrua. 
27.des. 2010 - 13:00 Unnur H. Jóhannsdóttir

Sko, stundum skil ég bara ekki konur!

Það er auðvelt að finna hann enda má segja að loginn og ástríðan leki af honum þar sem hann hamast á stígvélinu í líkamsræktarstöðinni WC. Pumpan tók „skafið og skorið“  á stjörnuna Loga Ástráðsson nú á milli jóla og nýárs. Umræðuefnið er íslenskar konur, enda áramótagleðin framundan. Logi er hress að vanda,  með glæsilegan fertugan líkama,  herðabreiður og vel vaxinn niður, þ.e. frá hálsi og niður að mjöðmum. Hann hefur æft líkamsrækt í sex ár en Logi missti tæp 40 kg fyrsta árið í auglýsingaátaki stöðvarinnar og hefur verið jafnáberandi á íslenskum skemmtistöðum síðan og í ræktinni.  

Unnur H. Jóhannsdóttir

B.A. í kennsluvísindum, diploma í hagnýtri fjölmiðlun, diploma í fötlunarfræðum og M.A. í blaða- og fréttamensku.

Unnur er núna við nám í atvinnulífsfræði. Hún ætlar að munda pennann stöku sinnum hér á Pressunni en hún hefur áhuga á öllu sem viðkemur mannlegu eðli og hvílík uppspretta af sögum sem þessi mannskepna er.

Viðfangsefni Unnar geta verið allt frá því sem hún hefur vit á sem og því sem hún ætti að þegja um – en á því hefur hún sjaldnast vit. Á dagskránni verða því  þjóðfélagsmálum, stjórnmálum, umhverfismálum, kennslu og uppeldi, tísku og innhússhönnun, sögu og heimspeki til fötlunar- og kynjafræða – og svo eitthvað þarna á milli ...

Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Fleiri pressupennar