07.feb. 2011 - 22:33 Úlfar Jónsson

Golfkylfur fyrir byrjendur

Fjöldi þeirra sem byrja í golfi hefur aukist jafnt og þétt samfara vaxandi vinsældum golfíþróttarinnar á Íslandi. Margir hverjir geta nálgast gamlar kylfur hjá ættingjum eða vinum og þurfa því ekki að fjárfesta í nýjum græjum. Slíkt virðist við fyrstu sýn snilldarlausn fyrir byrjandann, en getur haft  þann vankost að kylfurnar passi einfaldlega ekki kylfingnum og hefti þannig framför hans við upphaf golfferilsins.
14.des. 2010 - 20:48 Úlfar Jónsson

Æfing stutta spilsins yfir vetrartímann

Stutta spilið er mikilvægasti hluti leiksins en samt æfa flestir kylfingar ekki þennan hluta leiksins nægilega vel. Á vorin eru kylfingar yfirleitt lengi að finna réttu tilfinninguna í stutta spilinu, hafi það ekki verið æft vel um veturinn. Margar leiðir eru til að æfa stutta spilið innanhúss en það takmarkast vissulega við aðstöðuna. Þú ættir samt alltaf að geta vippað á mottu, í körfu eða regnhlíf.03.des. 2010 - 08:00 Úlfar Jónsson

Golfæfingar yfir vetrartímann: Dragðu tilbaka leikurinn: Pútt

Tölvupútter með fjarlægðaskynjara og tölvuskjá er heit jólagjöf í ár Þessi leikur skerpir nákvæmnina í lengri púttum og þjálfar tilfinninguna fyrir hraða á flötum. Þú getur leikið þér einn, en skemmtilegra er þó ef þú hefur keppinaut og ekki sakar þótt lítilræði sé lagt undir - það þjálfar keppnisskapið enn frekar.
15.nóv. 2010 - 22:00 Úlfar Jónsson

Hugleiðingar um mikilvægi teighögga: Ævisaga hrjáðs drævara

Helstu mistök kylfinga (og stór ástæða fyrir slæsi), er að í þessari stöðu er hægri olnbogi kominn of langt frá síðunni og skaft kylfunnar mun lóðréttara en það sem sést á þessari mynd hjá Goosen. Flesta kylfinga dreymir um að geta slegið löng og falleg teighögg, enda er það óneitanlega einstök tilfinning að horfa á eftir boltanum þegar allt smellur saman í sveiflunni. Arnold Palmer sagði eitt sinn: “Það sem annað fólk finnur í ljóðlist eða sér á listasöfnum sé ég í flugi vel heppnaðs teighöggs. Hvítur boltinn klifrar upp á bláan himininn og smækkar og smækkar. Skyndilega nær flug boltans hámarki, tekur sveig, fellur og lendir loks á grasinu þar sem hann rennur aðeins áfram, nákvæmlega eins og ég hafði ætlað honum að gera.”

20.okt. 2010 - 09:15 Úlfar Jónsson

Trékylfur fyrir lágforgjafarkylfinga

Þegar þú bætir þig í golfleiknum og lækkar forgjöfina hneigistu ekkert síður í áttina að því að kaupa þér nýjar trékylfur frekar en nýjar járnkylfur. Oft horfirðu í áttina að nýjustu og dýrustu græjunum sem lofa lengri og beinni upphafshöggum en áður og uppgötvar síðan þér til skelfingar að gömlu kylfurnar reynast eiginlega bara betur en nýja prikið.
07.okt. 2010 - 10:50 Úlfar Jónsson

Æfing golfsveiflunnar yfir vetrartímann

Á veturna er um að gera að notfæra sér þær inniaðstöður sem bjóðast. Það er engin ástæða til að setja golfsettið inn í skáp þó að úti sé slydduél. Golfsveiflan er lærð hreyfiæfing og því oftar sem við sveiflum kylfunni, hvort sem það er inni eða úti, þeim mun betur þjálfum við líkamann til að ráða við hreyfingarnar í golfsveiflunni. Við skipulagningu vetraræfinga er vert að hafa eftirfarandi atriði í huga:
13.sep. 2010 - 17:00 Úlfar Jónsson

Viltu lengja golftímabilið?

Nei, þetta er ekki auglýsing fyrir þær ferðaskrifstofur sem bjóða upp á golfferðir til vinsælla sólarlandastaða.  Hinsvegar ber að nefna þennan þátt í uppbyggingu golfleiks þíns vegna þess að hann er einfaldlega til staðar og getur reynst mjög mikilvægur í æfingum þínum yfir vetrarmánuðina.
03.ágú. 2010 - 19:00 Úlfar Jónsson

Viltu verða betri golfari?

Búðu þér til staðfast vanaferli (rútínu) fyrir hvert högg sem þú slærð. Vanaferli hjálpar okkur að ná stöðugleika í leik okkar, það eykur sjálfstraustið, eykur hugarró og einbeitingu og hæfileikann að sjá höggin heppnast eins og við viljum.
23.júl. 2010 - 13:02 Úlfar Jónsson

Markmið fyrir golfhring - rétt kylfuval í innáhöggi

Ef þú lítur til baka og ferð yfir seinustu hringi sem þú spilaðir, skoðaðu þá hversu oft innáhöggið var of stutt, of langt, eða rétt lengd (miðað við holuna). Líkurnar eru býsna miklar að þú sért mun oftar of stutt(ur) í innáhöggi heldur en hitt.
12.júl. 2010 - 18:00 Úlfar Jónsson

Markmið fyrir golfhring - að slá með jákvæðu hugarfari

Hefur þú staðið yfir boltanum og haft litla trú á að höggið heppnist? Allir hafa fengið þá tilfinningu einhvern tímann á golfvellinum. Engu að síður slá þó flestir boltann og vonast til að lenda ekki í of miklum vandræðum.
06.júl. 2010 - 10:50 Úlfar Jónsson

Markmið fyrir golfhring - að halda sér í nútíð

Að þessu sinni fjalla ég um mikilvægi þess að halda sér í nútíðinni á golfvellinum. Settu þér þetta markmið þegar þú leikur golf. Þetta er eitt það erfiðasta sem kylfingar glíma við, og atvinnukylfingar eru ekki undanskildir. Ef okkur gengur vel, þá förum við oft að hugsa um hversu mikið við munum lækka forgjöfina með sama áframhaldi.

Pressupennar
Í stafrófsröð