30.apr. 2015 - 12:33 Þórunn Jónsdóttir

Stoltenberg stoppar ekki á rauðu ljósi

Í síðustu viku sat ég á skrifstofu minni í gamla Gasstöðvarstjórahúsinu við Hlemm, horfði dreymandi út um gluggann og fylgdist með skemmtilegum litbrigðum tilverunnar. Þar sem ég sat þarna og horfði út um gluggann blasti skyndilega við mér diskóljósadýrð lögreglubíla og mótorhjóla og svört bílalest lagði við Utanríkisráðuneytið. Um það bil klukkustund síðar, þegar ég var á heimleið, festist ég á gatnamótum Flókagötu og Snorrabrautar í tæpar fimm mínútur. Lögreglumaður sem þar hafði tekið yfir umferðarstjórnun leyfði eingöngu umferð um Snorrabraut í norður- og suðurátt. Ég var orðin óþreyjufull þegar ég sá blikkandi blá ljós og svarta bílalestin, sem ég hafði séð við Utanríkisráðuneytið fyrr um daginn, ók Snorrabraut í suðurátt. Tilgangurinn með þessu öllu saman var að koma í veg fyrir að Jens Stoltenberg, aðalritari NATO, þyrfti að stoppa á rauðu ljósi. Því maður eins og Stoltenberg stoppar ekki á rauðu ljósi. Hann fer á milli staða á eins miklum hraða og hann getur. Inn á fund. Málin rædd. Út í bíl. Búmm, beint á næsta stað.
30.mar. 2015 - 17:53 Þórunn Jónsdóttir

Ritstíflan og óttinn við mitt skapandi sjálf

Ég hef verið í átökum við sjálfa mig síðustu vikur. Ég er haldin mikilli sköpunarþrá en rekst á andlegar hindranir í hverju horni. Er með alvarlega ritstíflu og sama hvað ég reyni að hoppa yfir hana eða komast fram hjá henni þá miðar mér of hægt áfram fyrir mitt óþolinmóða sjálf. Hvað ætli valdi þessu? Er ég föst í raunveruleikanum? Hefur vinstra heilahvelið tekið yfir? Er kvóti á sköpunargáfu og kláraði ég minn þegar ég framleiddi listaverk eins og mér væri borgað fyrir það í myndmenntartímum í Ölduselsskóla á árunum 1989-1994?
06.feb. 2015 - 19:00 Þórunn Jónsdóttir

Að eltast við drauminn (og vita hvenær á að hætta)

Við frumkvöðlar lifum flestir eftir einni og sömu möntrunni: „Elta drauminn. Aldrei
gefast upp!“ Við hösslum, hörkum og höldum ótrauð áfram. „Hænuskref” segjum við
í hljóði - „ekki gefast upp, þetta kemur allt á endanum.“ Oft höfum við rétt fyrir
okkur. Oft er þetta erfiðisins og táranna virði og velgengnin er rétt handan við hornið.
Handan við næstu stóru sölu. Handan við næstu vörusýningu. Handan við næsta
mikilvæga fund.
03.feb. 2015 - 09:00 Þórunn Jónsdóttir

Alþjóðafæðing

Alþjóðafædd (e. born global) fyrirtæki eru þau sem frá fyrstu stigum horfa á alþjóðamarkað og ætla sér meiri og stærri hluti en að hasla sér völl á heimamarkaði. Það má í raun segja að þau lifi í landamæralausum heimi þar sem allt er mögulegt og brýr eru byggðar milli landa til að auðvelda förina.
27.jan. 2015 - 00:07 Þórunn Jónsdóttir

Stelpur og forritun

Það er gömul saga og ný að atvinnulífið skorti tæknimenntað fólk. Háskólarnir hafa brugðist við þessari eftirspurn með því að stækka tæknideildirnar með ágætum árangri. Þó er eitt sem ber að skoða betur og það er val kvenna á háskólanámi.

Þórunn Jónsdóttir
Þórunn er viðskiptafræðingur og hefur komið a stofnun, rekstri og ráðgjöf fjölda sprotafyrirtækja síðustu ár. Hún tók þátt í Techstars Kaplan í New York sumarið 2014 og starfar nú sem ráðgjafi með áherslu á hönnunar- og menningartengd verkefni.

Þórunn skrifar hér um hinar ýmsu hliðar frumkvöðlastarfs, styrkjaumhverfið, vinnustaði framtíðarinnar og yfirvofandi dauða 9 til 5 starfa, svo fátt eitt sé nefnt.
ford Transit   mars
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar