Þóra Sigurðardóttir
31.jan. 2011 - 19:00 Þóra Sigurðardóttir

Ísland – bezt í heimi – eða hvað?

Ég hef aldrei tjáð mig á opinberum vettvangi um pólitík eða almennt um landsmálin yfir höfuð. En nú er mér nóg boðið. 
03.des. 2010 - 15:00 Þóra Sigurðardóttir

Þegar brjóstagjöf fer fyrir brjóstið á fólki!

Mikið óskaplega fer í taugarnar á mér þessi tvískynungsháttur er kemur að brjóstagjöf. Nýkomin frá Bandaríkjunum verð ég að viðurkenna að það er ekki tekið út með sældinni að vera með barn á brjósti. Hvergi er að finna afdrep fyrir mjólkandi mæður, og í yfirfullum flugvélum sér maður þann kostinn vænstan að troðast inn á klósettið og gefa barninu sem er auðvitað bara ógeðslegt. Ekki myndi ég vilja borða þar inni í fýlunni en þarf að bjóða barninu upp á það. 
25.nóv. 2010 - 13:00 Þóra Sigurðardóttir

Af þukli, skæruliðaárásum, húsmæðraorlofi og biluðum útsölum!

Ég er á leiðinni til Boston. Ójá! Hjartað hamast af tilhlökkun og sem óð fantasera ég um MoccaLoccaGingerKaffi frá Starbucks, hitta mömmu mína og systur og njóta þess að fara í alvöru húsmæðraorlof. Tek reyndar litlar stýrið með þannig orlofið verður í lágmárki en halló – þrjár kynslóðir saman og allir hressir. Það er ómetanlegt.

19.nóv. 2010 - 17:10 Þóra Sigurðardóttir

Nítján barna móðir í Arkansas!

Það ganga margar lygasögur um foreldrahlutverkið og ein sú stærsta er sú að það sé sáralítill munur á því að eiga eitt barn eða tvö. Það sé fyrst þegar það þriðja bætist við að hlutirnir fari að flækjast. Aulinn ég trúði þessu í blindni og bjóst við að það yrði barnaleikur að eignast barn númer tvö. Þrátt fyrir ofurtrú á eigin skipulagsgáfu og móðurhæfileika þá verð ég að viðurkenna að lífið varð mun flóknara eftir að börnin urðu tvö. 
09.nóv. 2010 - 11:00 Þóra Sigurðardóttir

Rosalega hefurðu fitnað!

Ég var búin að sverja þess dýran eið – og skrifa um það heilan kafla í bókina mína að ég myndi passa mig gríðarlega vel eftir áætlaðan barnsburð í júlí síðastliðnum. Ég ætlaði sannarlega ekki að lenda aftur í sömu ormagryfjunni og síðast og taka mér rúmt ár í að jafna mig líkamlega eftir fæðinguna.