20.maí 2011 - 11:00 Teitur Guðmundsson

Af hverju Tattoo?

Í eina tíð var það dálítið sérstakt og merki um karakter og hugsanlega mikla lífsreynslu að vera með húðflúr einhvers staðar á líkamanum. Þetta fylgdi oftar en ekki sjómönnum og einnig til merkingar á meðlimum glæpagengja, án þess að ég sé að líkja þessum hópum saman.
18.maí 2011 - 15:00 Teitur Guðmundsson

Nautnir karla og kvenna

Þegar við veltum fyrir okkur orðinu nautn kemur margt til hugar, en allar athafnir eða gjörðir sem tengjast þessu orði byggja á því að einstaklingurinn sem um ræðir finnur til einhvers konar losunar og mikillar sælu. Nautnir einstaklinga virka á þá eins og fíkniefni, þeir leitast eftir sömu upplifun ítrekað og geta fundið til vansældar takist þeim ekki að finna sömu tilfinningar að nýju. Þetta getur leitt af sér sveiflukennda líðan og jafnvel depurð og þunglyndi. Þó getur verið mjög mismikil þessi þörf hjá hverjum einstaklingi fyrir sig og jafnvel svo að erfitt er að átta sig á henni, bæði fyrir hann sjálfan og hans nánustu.
17.maí 2011 - 14:00 Teitur Guðmundsson

Kviðverkir kvenna

Flestar konur þekkja kviðverki af einum eða öðrum toga, oftast er um að ræða meinlaus óþægindi sem ganga yfir á stuttum tíma og geta til dæmis tengst tíðum eða egglosi og innri kvenlíffærum. Þá er einnig vel þekkt sú staðreynd að verkir geta fylgt ýmsum kvillum tengdum meltingarfærum en undir þá skilgreiningu falla magi, smáþarmar og ristill auk gallblöðru og briskirtils.
27.apr. 2011 - 11:00 Teitur Guðmundsson

Karlaheilsa og kvenna

Það hefur verið einkar ánægjulegt að fylgjast með viðbrögðum þeim sem við fengum vegna sérstakra skoðana fyrir karlmenn í tengslum við mottumars. Heilsuvernd hefur boðið körlum uppá sérstakar heilsufarsskoðanir fyrir karlmenn á undanförnum misserum við mjög góðar undirtektir þeirra og eiginkvenna þeirra sem iðulega hugsa vel um sína.
15.mar. 2011 - 12:00 Teitur Guðmundsson

Blóðþrýstingurinn þinn

Á undanförnum áratugum höfum við lært  að það er skynsamlegt að meðhöndla háan blóðþrýsting. Við höfum á sama tíma verið að feta okkur neðar og neðar í skilgreiningu á því hvað telst vera hækkaður þrýstingur og er vísindasamfélagið sammála um það í dag að gildi yfir 140/90 mmHg  telst hækkað.
26.feb. 2011 - 15:00 Teitur Guðmundsson

Ristilkrabbamein og forvarnir

27.okt. 2010 - 11:40 Teitur Guðmundsson

Framleiðni lækna

Mikil umræða hefur verið um vinnuálag lækna í heilsugæslu, núverandi læknaskort, og ekki síst framleiðni lækna á dagvinnutíma. Erlendis hafa verið gerðar rannsóknir um margra ára skeið þar sem farið er yfir meðallengd viðtalstíma og umræður hafa verið í Bretlandi á undanförnum árum að lengja þurfi viðtalstímann til þess að geta betur tekist á við flóknari úrlausnarefni en áður. Einnig er bent á að teymisvinna og sérstaklega aðstoð sérmenntaðra hjúkrunarfræðinga sé farin að létta undir með einfaldari viðvik á stofu. Það aftur á móti gerir vinnu læknisins meira lýjandi að vera stöðugt í flóknustu verkefnunum. Á þessu er eðlilegt að hafa skoðun og velta fyrir sér hvernig við erum í samanburði við grannþjóðir okkar og þá sem við venjulega berum okkur saman við.

21.okt. 2010 - 10:00 Teitur Guðmundsson

Framtíð heilbrigðisþjónustu

Það er tíðrætt um niðurskurð í heilbrigðis og velferðarkerfi okkar, boðaða byggðaröskun honum samfara ásamt öryggisleysi sjúklinga og starfsmanna í tengslum við þá umræðu sem  fram fer.
15.sep. 2010 - 17:00 Teitur Guðmundsson

Inflúensubólusetning

Um þessar mundir er að fara af stað að nýju árleg bólusetning gegn Inflúensu. Það hefur verið töluverð umræða uppá síðkastið um aukaverkanir af bólusetningu gegn svokallaðri Svínaflensu og hefur verið ákveðið hérlendis að skoða  mögulegt orsakasamhengi milli þeirrar bólusetningar og drómasýki.
11.ágú. 2010 - 15:20 Teitur Guðmundsson

Minnisglöp – Alzheimer

Í ágúst útgáfu af Archives of Neurology koma fram upplýsingar sem vekja von um að hægt sé að greina minnisglöp og Alzheimer sjúkdóm fyrr og mögulega jafnvel skima fyrir honum. Vísindamenn velta einnig fyrir sér hvort mögulega verði hægt að hægja verulega á sjúkdómnum eða jafnvel halda honum í skefjum.
05.ágú. 2010 - 10:00 Teitur Guðmundsson

Kólesteról og yngra fólk

Ungt fólk á Íslandi er að þyngjast, okkur tekst ekki að hafa hemil á fjölda þeirra sem reykja á yngsta aldursbilinu eins og rannsóknir sýna og sennilega eru áhættuþættirnir illa eða ekki skoðaðir hjá þessum hópi.
03.ágú. 2010 - 10:00 Teitur Guðmundsson

Matur og migreni

Því hefur lengi verið haldið fram að ákveðnar fæðutegundir kalli fram migreniköst, matur fellur þannig undir svokallaða „triggera“ sem er þekkt fyrirbrigði í þessu samhengi. Hins vegar eru viðbrögð einstaklinga mismunandi og svara ekki allir því sama.
30.júl. 2010 - 14:00 Teitur Guðmundsson

Kynsjúkdómar - HIV

Það er greinilegt að umræðan um þetta efni er ekki nægjanleg. Ekki er hægt að sjá á tíðnitölum sem t.d. landlæknisembættið birtir reglubundið um smitsjúkdóma að við séum að ná þeim árangri sem við gjarnan vildum sjá.  
27.júl. 2010 - 13:00 Teitur Guðmundsson

Steindi og ring ná nýjum lægðum


22.júl. 2010 - 07:30 Teitur Guðmundsson

Heilsufarsmat – Áhættumat

Titillinn hljómar kannski svolítið tæknilega en í raun er þetta sáraeinfalt mál. Þú átt að láta fylgjast með heilsu þinni og vera ábyrgur fyrir henni, þú átt ekkert mikilvægara!
13.júl. 2010 - 08:00 Teitur Guðmundsson

Skimun fyrir sjúkdómum

Á síðastliðnum áratugum hefur orðið bylting í nálgun okkar gagnvart sjúkdómum og heilbrigði einstaklingsins. Við höfum áttað okkur á orsökum og afleiðingum háttalags og neysluvenja. Í dag getum við með nokkurri vissu gefið leiðbeiningar um það hvar skuli leggja áherslur þegar kemur af því að varðveita góða heilsu, en hún er okkur öllum það mikilvægasta sem við eigum.
09.júl. 2010 - 12:00 Teitur Guðmundsson

Áfram um kynlíf

Það hafa spunnist töluverðar umræður eftir greinina sem ég skrifaði hér í vikunni um „Heilbrigt“ kynlíf. Ég lagðist í eilitla skoðun á málefnum tengdum þessu og komst að því að við erum greinilega með háa tíðni af klamydíu miðað við lönd í kringum okkur eins og t.d Bretland ef miðað er við fjölda tilfella á hverja 100 þúsund íbúa, eða um þrefalt fleiri.
06.júl. 2010 - 10:52 Teitur Guðmundsson

„Heilbrigt“ kynlíf

Mér sem lækni finnst stundum að fræðslan og umræðan snúist fyrst og fremst að ótímabærri þungun og  að okkur beri að koma í veg fyrir slíkt. Ósjaldan kemur móðir með dóttur sína til að biðja um pilluna, en hún ver einstaklinginn nákvæmlega ekkert gegn kynsjúkdómi. Mögulegt er að hún ýti kannski frekar undir minni notkun smokka og þar með aukna smithættu.
16.mar. 2010 - 16:00 Teitur Guðmundsson

Að hagnast á heilbrigðisþjónustu

Það er mikil umræða sem hefur skapast um rekstrarform í heilbrigðisþjónustu að undanförnu. Misjafnar skoðanir og að mínu viti mikill misskilningur virðist ríkja, þykir mér því mikilvægt að varpa ljósi á nokkur atriði. Það er er ljóst að einkarekstur er það form sem mest er bitist um sem stendur og margar fullyrðingar fallið að undanförnu sem ber að leiðrétta.
08.mar. 2010 - 13:00 Teitur Guðmundsson

Eitruð leikföng!

Myndin tengist ekki efni pistilsins.

Við hjónin fórum með börnin í bæinn nýlega og skoðuðum framboð leikfanga ásamt því að versla nauðsynjavöru. Það er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að „góssið“ sem börnunum áskotnaðist í ferðinni endaði stutta viðveru sína hjá okkur í ruslafötunni fljótlega eftir að heim var komið.

12.jan. 2010 - 07:00 Teitur Guðmundsson

Samfélagsleg ábyrgð

Þetta er mjög vítt hugtak og fjölmargir sem nú eru að ræða um slíka ábyrgð í tengslum við peninga og fjármál. Það er eðlilegt að aðilar láti í ljós sínar skoðanir og að þær séu margar og mismunandi, eitt er þó ljóst að flest höfum við einhvern skilning á þessu hugtaki.

26.nóv. 2009 - 12:07 Teitur Guðmundsson

2337 Milljarðar!!

Þetta eru engar smásummur sem Obama og ríkisstjórn hans ætlar að leggja í púkkið til að ýta undir notkun rafrænna sjúkraskráa og svokallaðra „personal health records“ í USA á næstu árum. Nýlegar tölur benda til þess að einungis milli 15 og 20 prósent læknastöðva notist við rafræna skráningu gagna, hvað þá að hægt sé að tengja þessi gögn saman á einhvern máta og nálgast þau t.d. í gegnum internetið. Evrópusambandið er að vinna svipaða vinnu nema þeir virðast vera komnir eilítið lengra og stórir vinnuhópar eru að störfum við að skilgreina og samræma skráningu og sendingu gagna. Allt saman þjóðþrifaverk og miklum fjármunum varið þarna líka án þess að ég hafi einhverjar tölur um það.
24.nóv. 2009 - 15:48 Teitur Guðmundsson

Heilsan er fátækra manna fasteign

Þessi setning eftir ókunnan höfund fær mann til að setja hlutina í ákveðið samhengi. Það liggur fyrir að það er ekkert mikilvægara í lífinu en heilsa okkar og hinna nánustu. Peningar og völd skipta þar litlu ef ekki kemur til gott andlegt og líkamlegt atgervi. Kannski er um þessar mundir þessi samlíking að ákveðnu leyti skopleg vegna ástands landsins og fasteignamarkaðar, en það er ljóst að í gegnum tíðina hefur fasteignin verið akkeri einstaklinga og stærstur hluti tekna runnið til húsnæðis.
13.nóv. 2009 - 17:41 Teitur Guðmundsson

Frábær ráðstefna

Efnistökin eru mörg og farið yfir flest svið heilsu og lífsstíls og síðast en ekki síst forvarna. Öll getum við verið sammála því að forvarnir eru sá hluti sem skiptir mestu máli þegar til lengri tíma er litið og sérstaklega með tilliti kostnaðar í heilbrigðis og velferðarkerfinu. Okkur er kunnugt að niðurskurður í þessum málaflokkum liggur fyrir og ákveðinn bölmóður einkennir umræðuna.
08.nóv. 2009 - 10:51 Teitur Guðmundsson

Fræðsla til starfsmanna fyrirtækja

Það hefur lengi tíðkast að fyrirtæki fræði starfsmenn sína um helstu þætti tengda starfi þeirra, umhverfi og hættum sem kunna að leynast. Það er ljóst að með þessu er verið að stuðla að betri vinnustað og meira öryggi fyrir starfsmenn og starfssemi fyrirtækisins sem um ræðir.
22.okt. 2009 - 22:59 Teitur Guðmundsson

Sprotar og mismunun í umræðunni

Í núverandi efnahagsástandi er mikið rætt um að hlúa vel að sprotunum og koma á fót nýjum fyrirtækjum sem byggja á hugviti og hugmyndum sem kunna að verða arðbærar í framtíðinni. Rætt er um svokölluð sprotafyrirtæki.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Teitur Guðmundsson

Læknir og framkvæmdastjóri Heilsuverndar ehf, Doktor.is og MD Læknavefs.


Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar