28.okt. 2016 - 15:00 Tara Margrét Vilhjálmsdóttir

Opið bréf til Örnu Ýrar

Djöfull fannst mér þú töff þegar þú sagðir eiganda keppnarinnar að fara til fjandans og lést ekki bjóða þér þessa vitleysu. Það er afskaplega leiðinlegt að þú hafir lent í svona líkamssmánun og miðað við snöppin þín virðist það hafa haft valdið þér vanlíðan. Ég þekki það vel rétt eins og svo margir aðrir, að verða fyrir líkamssmánun sökkar! Í kjölfarið tók heimurinn við sér og þú hefur verið á allra vörum.
25.okt. 2016 - 12:32 Tara Margrét Vilhjálmsdóttir

Til þeirrar sem sagði að ég þyrfti „að passa fituprósentuna”

Við sátum á góðri stundu í árlegu áramótaboði. Ég hef oft séð þig í þessu sama boði og mér finnst yfirleitt frekar gaman að hitta þig. En þar sem við sátum þarna á móti hvor annarri við eldhúsborðið mæltirðu þessu fleygu orð: „Tara, þú ert alveg ótrúlega falleg og munt alltaf verða það…en! Þetta „en” kannast flestar konur, sem ekki falla inn í staðalímynd samfélagsins um vöxt og holdafar, vel við. Þetta er orð sem við höfum flestallar heyrt margoft og í hvert skipti vitum við hvað koma skal í kjölfarið. Það  er að sjálfsögðu alltaf misjafnt hvernig það er orðað og flestir reyna að fara fínt í það. Í þessu tilfelli kaust þú að klára setninguna með orðunum:„…þú þarft að passa fituprósentuna þína”.
28.sep. 2016 - 18:30 Tara Margrét Vilhjálmsdóttir

Gallabuxurnar - er eitthvað að þeim en ekki þér?

Í pistli dagsins langar mig til að tala viðburð sem ég er að tryllast af spenningi yfir! Ráðstefnan Gallabuxurnar – er eitthvað að þeim en ekki þér? verður loksins haldin sunnudaginn 2. október í Hörpu. Ég er búin að bíða eftir þessum degi eins og 6 ára barn bíður eftir aðfangadagskvöldi. Ráðstefnan fjallar um áhrif markaðsafla á sjálfsmynd og hegðun og er sérstaklega komið inn á hvernig utanaðkomandi öfl, eins og þrýstingur um að öðlast hinn hinn fullkomna líkama, hafa áhrif á lífsgæði. Þið hafið margoft heyrt mig tala um þessi öfl og neikvæðar afleiðingar þess. Þið hafið líka fengið smá innsýn í mína vegferð frá líkamshatri til líkamsvirðingar. Það sem þið hafið hinsvegar heyrt mig tala minna um eru praktískar leiðir til þess. Ég hef ekki alveg treyst mér til þess enn sem komið er, þetta er afskaplega persónubundið fyrir hvern og einn og vandmeðfarið. Sumir eiga t.d. sögu um átröskun en aðrir ekki. Það sem ég hef því einblínt á hingað til er að fræða fólk í því skyni að það valdeflist og skori þessi öfl á hólm. Oft þegar það er komið byrjar boltinn ósjálfrátt að rúlla.

27.sep. 2016 - 18:00 Tara Margrét Vilhjálmsdóttir

Íslensk börn eru í frábæru formi!


24.sep. 2016 - 11:00 Tara Margrét Vilhjálmsdóttir

10 mýtur um magaband


23.sep. 2016 - 17:00 Tara Margrét Vilhjálmsdóttir

Herför gegn offitu byggist á veikum grunni

Heil og sæl og velkomin/n á Pressubloggið mitt. Hér verður farið um víðan völl og ég vona að lesendur fái að kynnast hinni hliðinni ´”offitufaraldrinum” í gegnum bloggið. Ég hef undanfarið verið að laga til í tölvunni minni í því skyni að halda öllum þeim pistlum og greinum sem hafa birst eftir mig frá árinu 2011 til haga. Hugmyndin var jafnvel að geyma þetta á einum stað t.d. í notes á Facebook og því fannst mér kjörið að setja þá bara hérna inn í staðinn.

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Tara Margrét er menntaður félagsráðgjafi MA og starfar sem slíkur. Hún berst fyrir líkamsvirðingarvænna samfélagi og hefur setið í stjórn Samtaka um líkamsvirðingu frá stofnun þeirra árið 2012. Tara hefur sterkar skoðanir á hverskonar umræðu um holdafar sem ýtir undir staðalímyndir, fordóma og mismunun og kemur ábendingum sínum á framfæri með fitufræðin (fat studies) að vopni. Hún telur nálgun sem kennir við sig við heilsu óháð holdafars, eða Health At Every Size®, árangursríkari leið til að bæta lýðheilsu en stríðið gegn offitu (feitu fólki).

Töru finnst einnig mikilvægt að það sem við sjáum í hverskonar miðlum endurspegli flóru og fjölbreytileika samfélagsins og leggur hún sitt af mörkum með að halda úti feitu tískubloggi á Instagram: https://www.instagram.com/taramvil/
Pressupennar
vinsælast í vikunni
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar