03. okt. 2010 - 15:48Steingrímur Sævarr Ólafsson

Kæri Hodgson!

Kæri Roy Hodgson.

Ég veit ekki hvort þú lest Pressuna, en ef þú gerir það er hægur vandi að renna þessu bréfi í gegnum Google translate og mér þætti þá vænt um að þú myndir lesa það í góðu tómi.

Mér finnst best að byrja á að upplýsa þig um að ég var andvígur ráðningu þinni frá upphafi. Mér fannst ekkert benda til þess að þú hefðir þá hæfileika til að stýra stórliði eins og Liverpool. Leikstíll þinn hæfir ekki meistaraliði með þá sögu sem Liverpool hefur og mun á ný hafa þegar styttir upp.

Og satt best að segja gerðirðu enn minna til að auka trú mína á ráðningu þinni þegar einu mennirnir sem þú reyndir að fá voru á fertugsaldri. Með fullri virðingu fyrir fertugsaldrinum, þá á Liverpool að vera að kaupa leikmenn á tvítugs- og þrítugsaldri, leikmenn sem eru að nálgast toppinn eða eru hreinlega á honum.

Konchesky og Poulsen eru því miður ekki í þeim gæðaflokki. Þeir kæmust varla að í liði Fylkis og aldrei í lið FRAM. Hvað ertu þá að hugsa með að eyða FJÓRUM KOMMA FIMM MILLJÓNUM PUNDA í að kaupa Poulsen og einhverju milljónum til í Konchesky?  Poulsen hefur verið verri en Sean Dundee, verið með lélegri sendingar en Djimi Traore og varist verr en Björn Tore Kvarme.  Og Konchesky?  Uhhh...hann hefur verið ferlega lélegur og sem betur fer liggur manni við að segja - alltaf meiddur.

Ég veit ekki hvort þú hefur einhvern tímann orðið fyrir einelti hr. Hodgson. Ég vona ekki. En ég hef verið að upplifa það frá því að þetta keppnistímabil hófst.  Geturðu ímyndað þér hvernig það er að langa ekki að mæta í vinnuna á mánudegi? Ekki af því að það er eitthvað að vinnunni, nei, af því að í vinnunni eru ekkert nema Tottenham og Man Utd menn - og þeir hafa sjaldan eða aldrei skemmt sér jafn vel. Meira að segja Everton maðurinn í vinnunni getur lagt mann í einelti!

Ég fór og horfði á leik á krá um daginn. Krá þar sem hundruð Liverpool aðdáenda hafa safnast saman í gegnum árin og horft á leiki. Við vorum kannski tuttugu að horfa og enginn hafði trú á því sem þú ert að gera.

Liðið sem milljónir styðja er nú liðið sem milljónir stynja yfir, gráta yfir og er meinilla við þig fyrir að stýra. Þig! Og af hverju ætli það sé, svona í grunninn, fyrir utan að þú kaupir vonlausa leikmenn?

Jú, þú lætur liðið spila leiðinlegustu og varnarsinnuðustu knattspyrnu sem ég hef séð liðið leika og þú virðist mikill aðdáandi „kick´n´run“ bolta.  Hátt og langt held ég að stuðningsmenn Þróttara kalli þessa tegund knattspyrnu. Þú ættir kannski að velta fyrir þér að þjálfa í 1. deildinni á Íslandi?

Er eitthvað meira?  Hmmm....liðið spilar ömurlegan fótbolta en þú gerir bara ekki skiptingu fyrr en á 85. mínútu nema um meiðsli sé að ræða.  Bíddu...liðið er á hælunum og þú notar ekki einu sinni þrjár breytingar? Þú spilar mönnum í stöðum sem þeir þekkja ekki og hafa aldrei spilað. Þú lætur þá spila bolta sem þeir vilja ekki spila og stuðningsmenn vilja ekki sjá. Sök sér ef þetta virkaði - en þetta er ekki einu sinni að virka.

Gerðu mér og öllum öðrum aðdáendum Liverpool greiða; hættu þessu, afléttu eineltinu sem við erum að verða fyrir og leyfðu okkur að upplifa gleði að nýju.

Ég er að fá nóg!06.feb. 2012 - 14:02

Rétti upp hönd sem klikkaði ekki

Ég er búinn að leita og leita en ég bara finn ekki nokkurn aðila sem virðist hafa staðið sig í stykkinu.
21.des. 2011 - 08:10 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Ótrúleg lágkúra DV

Þegar maður heldur að DV geti ekki sokkið dýpra þá finnur blaðið sér nýjan botn, nýja lágkúru, setur í raun nýtt met í ómerkilegheitum.

23.maí 2011 - 13:41 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Hvað á að leggja mikið á mann?

Hversu mikið á að leggja á okkur, blessaða Íslendinga? Íslands óhamingju verður allt að vopni.
19.apr. 2011 - 12:30 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Hvað varð um mannlega þáttinn?

Reimar frændi var ruslakall. Hann var ruslakall sem hafði mannlega þáttinn, eitthvað annað en ruslakallar í dag.
07.mar. 2011 - 17:49 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Ábyrgð ráðherra

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, heldur úti öflugri heimasíðu. Þeir sem hana lesa eru aldrei í vafa um hvar ráðherrann stendur í hinum og þessu málum.
25.okt. 2010 - 18:45 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Skammist ykkar!

Þau koma augnablikin þar sem maður starir á stafina sem saman mynda orð sem síðan mynda setningar. Maður trúir ekki sínum eigin augum. Eina sem maður getur sagt er; Skammist ykkar!
17.okt. 2010 - 15:20 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Frábær ósigur!

Reynið að þurrka af mér brosið. Reyniði það bara!
04.okt. 2010 - 21:42 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Fjölskyldubyltingin á Austurvelli

Ég var á Austurvelli. Með þúsundum Íslendinga. Þetta voru alvöru mótmæli. Þetta var fjölskyldubylting.
13.jan. 2010 - 10:50 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Af hverju eru Danir svona leiðinlegir við okkur?

Af hverju eru Danir svona leiðinlegir við okkur? Þetta er spurning sem hefur leitað á mig síðustu dagana...nei, líklega síðustu árin ef ég hugsa það betur.
18.des. 2009 - 11:00 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Geggjaði granninn

Góður vinur minn býr í fjórbýlishúsi.  Hann er svo heppinn að í sama húsi býr kona sem nú í desember er holdgervingur jólasveinsins Hurðaskellis, en bregður sér líka í hlutverk nýrra sveina á borð við Blaðadreifis, Stigaþrammara, Gluggabrjóts, Hamarneglis og Öskursveins.
16.des. 2009 - 10:22 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Eiður Smári - Gefst ekki upp í mótlæti

Það blæs ekki byrlega fyrir Eiði Smára þessa dagana, gagnrýnin er hörð, bæði innanlands og utan. En Eiður Smári er maður sem gefst ekki upp í mótlæti - og mun ekki heldur gera það núna.
27.ágú. 2009 - 09:21 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Jón og sr. FH

Það er athyglisvert að skoða tölfræði. Tölfræði sem á að sýna að það sitja ekki allir við sama borð. En af hverju er þetta? Er þetta spurning um Jón og sr. Jón?
18.ágú. 2009 - 11:10 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Skemmdarverk, skammsýni, skandall og skúffelsi

Skemmdarverk, skammsýni, skandall og skúffelsi. Fjögur orð sem lýsa í hnotskurn hvernig hægt er að taka náttúruperlu og eyðileggja hana fyrir stundarhagsmuni.
12.ágú. 2009 - 10:56 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Ég er ekki í fýlu út í þig!

Ég lenti í því fyrir helgi að síminn minn ákvað að slökkva á sér og vera i þeirri stöðu. Í framhaldinu uppgötvaði ég hræðilegan sannleika. Ég er algjörlega háður gemsanum mínum. Algjörlega.
30.jún. 2009 - 15:17 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Ég vissi ekki að ég væri að kjósa um Icesave

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, upplýsti á Alþingi áðan að þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave væri óþarfi af því að í síðustu kosningum hefðu kjósendur verið að kjósa um Icesave. Á einhvern óskiljanlegan hátt fór þessi staðreynd algjörlega framhjá mér.
29.jún. 2009 - 10:33 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Ísland - stórasta lán í heimi

Þeir voru fljótir að búa til bolinn „Ísland - stórasta land í heimi“ þegar forsetafrúin missti þetta út úr sér eftir glæsilegan sigur í annað sætið á Ólympíuleikunum í handbolta. Ég hef ekki enn séð bolinn „Ísland - stórasta lán í heimi“.
09.jún. 2009 - 23:26 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Stutt

Sýnist að sumir í elítunni séu komnir á nýja línu.
09.maí 2009 - 14:15 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Já, ég viðurkenni það, ég er nörd

Ég þekki persónurnar, hef notað frasana, veit muninn á seríunum og á meira að segja þar til gerða peysu og gullið barmmerki keypt í útlöndum. Já, ég viðurkenni það, ég er nörd.
26.apr. 2009 - 09:45 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Skiptir ekki máli, þeir unnu!

Það er skrýtið að upplifa kosningar þar sem allir fara með sigur af hólmi, allir lýsa yfir einhvers konar sigri, allir fagna nýjum tímum, allir. Geta menn einfaldlega ekki tapað í kosningum?

Steingrímur Sævarr Ólafsson

Ritstjóri á Pressunni.

steingrimur@pressan.is

sætaSvínið: pasrtýkaroke
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar