04. okt. 2010 - 21:42Steingrímur Sævarr Ólafsson

Fjölskyldubyltingin á Austurvelli

Ég var á Austurvelli. Ég vildi fara og sjá og upplifa mótmælin sjálfur þannig að ég gæti sem ritstjóri fjölmiðils lagt mat á yfirlýsingar lögreglu, mótmælenda, stjórnmálamanna og að sjálfsögðu fjölmiðla. Ég var líka sendur af fjölskyldunni til að sýna þeim sem eru í vanda staddir stuðning okkar. Og það gerði ég með ánægju.

Ég fór á vespunni minn og lagði henni við Lækjartorg, rétt við kaffihúsið Segafredo þar sem álitsgjafinn Egill Helgason sat og drakk kaffi. Ég hugsaði með mér að kannski fengið ég mér líka kaffibolla, en þa áttaði ég mig á taktföstum slættinum sem barst yfir húsþökin. Kaffidrykkju var frestað um óákveðin tíma.Ég gekk yfir Lækjartorg og rann inn í straum tuga Íslendinga sem voru á leiðinni á mótmælin og hávaðinn magnaðist. Þegar ég kom fyrir hornið inn í Austurstræti brá mér í brún. Svipaður fjöldi og maður er vanur að sjá á Menningarnótt eða 17. júní var þar og allir stefndu inn á Austurvöll. Þegar ég kom svo inn á Pósthússtræti rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds. Þúsundir á þúsundir ofan, berjandi á tunnur, potta, pönnur, ljósastaura, girðingar, skilti...

Ég hitti lögregluþjón sem ég kannaðist við og hann skaut að mótmælendur væru á áttunda þúsund. Reyndari kollegi hans sagði föðurlega að það þýddi að uppgefin tala væri ríflega 6.000. Ég læt því 7.000 vera tölu nærri lagi.

Fjöldinn einn og sér ætti að vera áhyggjuefni fyrir hvaða ríkisstjórn sem er. Ekki síst ríkisstjórn sem komst til valda eftir fjöldamótmæli.  Það var búsáhaldabyltingin en þetta var annars konar bylting.  Því það var annað sem ætti að vera áhyggjuefni fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra.  Þetta voru ekki háskólanemar, anarkistar og iðjuleysingjar, hvað þá byltingarsinnaðir kommúnistar, eins og svo oft eru sagðir vera að mótmæla.  Nei, þetta var fjölskyldufólk.

Þetta var fjölskyldufólk, sumir með börn, aðrir sem eiga líklega uppkomin börn. Þetta voru ráðsettir einstaklingar, millistéttin. Þetta var hinn hefðbundni Íslendingur, þetta var vísitölufjölskyldan, fólkið sem kaupir áskrift að Stöð 2, finnst Spaugstofan skemmtileg og er spennt yfir Útsvari og man hvernig Ísland var áður en bjórinn var leyfður. Þetta var fólk sem er seinþreytt til vandræða, fólkið sem á Lazy-Boy stólana, sem á fjölskyldupassa í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn, á hvorki jeppa né smábíl heldur station-bíl, borgar skattana og hlustar á hádegisfréttir Ríkisútvarpsins.  Þetta var „venjulegt fólk“!  Hinn almenni borgari, ekki óróaseggurinn, skemmdarvargurinn, uppreisnarmaðurinn sem stjórnmálamenn geta kennt um ófrið í miðborginni. En auðvitað voru þeir þarna líka.

Ég þekkti þó nokkuð marga þarna og spjallaði við fjölda einstaklinga.  Jafn margir sögðust vera með kökk í hálsinum og vera illt í hjartanu og þeir sem voru reiðir og gnístu tönnum. Ein sem ég talaði við sagðist vera að berjast við að halda aftur af tárunum. Það væri svo sorglegt að sjá svona marga reiða, svona marga kasta eggjum, grjóti og málningu í þinghús landsins. En reiðin væri skiljanleg.  Annar sagðist varla trúa því að sama ríkisstjórn og gekk um meðal mótmælenda í búsáhaldabyltingunni lokaði sig nú inni bakvið stálgirðingu og sagði að fólkið væri ekki að mótmæla sér, heldur einhverju allt öðru.

Ég viðurkenni að ég fann fyrir sting í hjartanu. Mér fannst sorglegt að sjá þinghúsið með brotnar rúður, málningarslettur og eggjaleifar. Mér fannst sorglegt að vita til þess að bak við stálgirðinguna, hertar rúður og þykk gluggatjöld sæti prúðbúið fólk sem enn væri að karpa og rífast um keisarans skegg meðan fólki blæddi út fjárhagslega á torginu fyrir utan.  Mér fannst sorglegt að sjá reiðina í andlitum mótmælenda. Mér fannst sorglegt að sjá bálköst á miðjum Austurvelli og rauða og svarta fána bera við Dómkirkjuna.

Þetta var erftt kvöld...en ætti að vera stjórnvöldum enn erfiðara. Við búum við fulltrúalýðræði, sagði einn mótmælenda, en því miður virðist sem þingmennirnir séu ekki lengur fulltrúar fólksins. Þeir eru of hræddir. Of hræddir við fólkið sem ber uppi þetta þjóðfélag; fjölskyldurnar.

Og fjölskyldurnar voru á Austurvelli. Í kvöld sá ég byltingu. Fjölskyldubyltingu.

06.feb. 2012 - 14:02

Rétti upp hönd sem klikkaði ekki

Ég er búinn að leita og leita en ég bara finn ekki nokkurn aðila sem virðist hafa staðið sig í stykkinu.
21.des. 2011 - 08:10 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Ótrúleg lágkúra DV

Þegar maður heldur að DV geti ekki sokkið dýpra þá finnur blaðið sér nýjan botn, nýja lágkúru, setur í raun nýtt met í ómerkilegheitum.

23.maí 2011 - 13:41 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Hvað á að leggja mikið á mann?

Hversu mikið á að leggja á okkur, blessaða Íslendinga? Íslands óhamingju verður allt að vopni.
19.apr. 2011 - 12:30 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Hvað varð um mannlega þáttinn?

Reimar frændi var ruslakall. Hann var ruslakall sem hafði mannlega þáttinn, eitthvað annað en ruslakallar í dag.
07.mar. 2011 - 17:49 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Ábyrgð ráðherra

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, heldur úti öflugri heimasíðu. Þeir sem hana lesa eru aldrei í vafa um hvar ráðherrann stendur í hinum og þessu málum.
25.okt. 2010 - 18:45 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Skammist ykkar!

Þau koma augnablikin þar sem maður starir á stafina sem saman mynda orð sem síðan mynda setningar. Maður trúir ekki sínum eigin augum. Eina sem maður getur sagt er; Skammist ykkar!
17.okt. 2010 - 15:20 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Frábær ósigur!

Reynið að þurrka af mér brosið. Reyniði það bara!
03.okt. 2010 - 15:48 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Kæri Hodgson!

Kæri Roy Hodgson.

Ég var andvígur ráðningu þinni og þú hefur ekkert gert til að sýna fram á að ég hafi rangt fyrir mér.


13.jan. 2010 - 10:50 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Af hverju eru Danir svona leiðinlegir við okkur?

Af hverju eru Danir svona leiðinlegir við okkur? Þetta er spurning sem hefur leitað á mig síðustu dagana...nei, líklega síðustu árin ef ég hugsa það betur.
18.des. 2009 - 11:00 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Geggjaði granninn

Góður vinur minn býr í fjórbýlishúsi.  Hann er svo heppinn að í sama húsi býr kona sem nú í desember er holdgervingur jólasveinsins Hurðaskellis, en bregður sér líka í hlutverk nýrra sveina á borð við Blaðadreifis, Stigaþrammara, Gluggabrjóts, Hamarneglis og Öskursveins.
16.des. 2009 - 10:22 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Eiður Smári - Gefst ekki upp í mótlæti

Það blæs ekki byrlega fyrir Eiði Smára þessa dagana, gagnrýnin er hörð, bæði innanlands og utan. En Eiður Smári er maður sem gefst ekki upp í mótlæti - og mun ekki heldur gera það núna.
27.ágú. 2009 - 09:21 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Jón og sr. FH

Það er athyglisvert að skoða tölfræði. Tölfræði sem á að sýna að það sitja ekki allir við sama borð. En af hverju er þetta? Er þetta spurning um Jón og sr. Jón?
18.ágú. 2009 - 11:10 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Skemmdarverk, skammsýni, skandall og skúffelsi

Skemmdarverk, skammsýni, skandall og skúffelsi. Fjögur orð sem lýsa í hnotskurn hvernig hægt er að taka náttúruperlu og eyðileggja hana fyrir stundarhagsmuni.
12.ágú. 2009 - 10:56 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Ég er ekki í fýlu út í þig!

Ég lenti í því fyrir helgi að síminn minn ákvað að slökkva á sér og vera i þeirri stöðu. Í framhaldinu uppgötvaði ég hræðilegan sannleika. Ég er algjörlega háður gemsanum mínum. Algjörlega.
30.jún. 2009 - 15:17 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Ég vissi ekki að ég væri að kjósa um Icesave

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, upplýsti á Alþingi áðan að þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave væri óþarfi af því að í síðustu kosningum hefðu kjósendur verið að kjósa um Icesave. Á einhvern óskiljanlegan hátt fór þessi staðreynd algjörlega framhjá mér.
29.jún. 2009 - 10:33 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Ísland - stórasta lán í heimi

Þeir voru fljótir að búa til bolinn „Ísland - stórasta land í heimi“ þegar forsetafrúin missti þetta út úr sér eftir glæsilegan sigur í annað sætið á Ólympíuleikunum í handbolta. Ég hef ekki enn séð bolinn „Ísland - stórasta lán í heimi“.
09.jún. 2009 - 23:26 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Stutt

Sýnist að sumir í elítunni séu komnir á nýja línu.
09.maí 2009 - 14:15 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Já, ég viðurkenni það, ég er nörd

Ég þekki persónurnar, hef notað frasana, veit muninn á seríunum og á meira að segja þar til gerða peysu og gullið barmmerki keypt í útlöndum. Já, ég viðurkenni það, ég er nörd.
26.apr. 2009 - 09:45 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Skiptir ekki máli, þeir unnu!

Það er skrýtið að upplifa kosningar þar sem allir fara með sigur af hólmi, allir lýsa yfir einhvers konar sigri, allir fagna nýjum tímum, allir. Geta menn einfaldlega ekki tapað í kosningum?

Steingrímur Sævarr Ólafsson

Ritstjóri á Pressunni.

steingrimur@pressan.is

Apótekið: Viktor Örn
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar