29.sep. 2010 - 19:45 Stefanía Óskarsdóttir

Í skugga almenningsálitsins

Fólk sem telur sig hafa verið rænt eignum sínum vill með einhverjum ráðum fá þær til baka, jafnvel þótt það þýði eignaupptöku hjá öðrum. Að sama skapi hljómar þjóðnýting vel í eyrum sumra. Ekki síst ef mál eru þannig sett fram að almenningur hafi verið rændur.
24.sep. 2010 - 15:00 Stefanía Óskarsdóttir

Spólað í sömu hjólförunum

Svo gripið sé til líkingamáls minnir ríkisstjórnin um þessar mundir á ölvaðan mann sem skjögrar áfram án þess að vita hvert ferðinni er heitið og vantar jafnvel þrek til að halda leið sinni áfram.
13.sep. 2010 - 13:17 Stefanía Óskarsdóttir

Helsærður stjórnarlíkami

Allt síðasta ár hefur stjórnmálaástandið verið afar ótryggt. Stjórnin sem kenndi sig við norræna velferðarstjórn hefur reynst ósamstíga. Það kom best í ljós þegar ágreiningur innan stjórnarinnar varð til þess að forsetinn hafnaði Icesave-lögunum staðfestingar og boðað var til þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfarið.
29.maí 2009 - 11:09 Stefanía Óskarsdóttir

ESB, þingið og þjóðarvilji

Þegar ný ríkisstjórn var mynduð kom það mér á óvart að VG skyldi falla frá kröfu sinni um að því aðeins yrði sótt um aðild að ESB að slíkt hefði verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Niðurstaðan úr stjórnarmyndunarviðræðunum sýndi þó að krafan um aðildarumsókn hið allra fyrsta var Samfylkingunni svo mikilvæg að hún hefur sett hana sem algjört skilyrði fyrir ríkisstjórnarsamstarfi. Og þar sem VG hafði útilokað samstarf við aðra flokka en Samfylkinguna varð forysta VG að ganga að kröfunni þótt þeir ættu á hættu að kalla yfir sig reiði flokksmanna sinna. Í viðræðunum hefur Samfylkingin sjálfsagt einnig fullyrt að meirihluti væri fyrir því meðal þingmanna að sótt yrði um aðild en þá ályktun byggði hún á mati stjórnmálaskýrenda á afstöðu Framsóknarflokksins og Borgarahreyfingarinnar.
12.maí 2009 - 17:36 Stefanía Óskarsdóttir

Lærdómur sögunnar

Nú hefur ný vinstri stjórn verið mynduð. Hún er sögð söguleg vegna þess að þetta sé i fyrsta skipti sem félagshyggjuflokkar myndi einir ríkisstjórn. Það stenst þó ekki skoðun. Hyggi menn að áherslum stjórnmálaflokkanna í sögulegu samhengi er ljóst að Framsóknarflokkurinn hefur lengst af kennt sig við félagshyggju í anda samvinnuhugsjónarinnar. En sem næststærsti flokkurinn um áratuga skeið var Framsóknarflokkurinn, líkt og Samfylkingin nú, í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórnir ýmist til vinstri eða hægri eftir því sem henta þótti. En það er í fleiru en þessu sem það verður ljóst að margir sem taka þátt í stjórnmálaumræðunni eru sögunni lítt kunnugir. Stjórnarsáttmáli Samfylkingarinnar og VG endurómar t.d. mörg gamalkunn stef vinstrimanna og gamlar áherslur sem komu fyrirrennurum þeirra í hár saman og olli vanda í efnahagslífinu.
22.apr. 2009 - 18:05 Stefanía Óskarsdóttir

Evran já, evran nei

Margir virðast hafa sannfærst um að krónan þýði endilok þátttöku Íslendinga í alþjóðlegum viðskiptum og komi í veg fyrir frjálsræði í viðskipum í framtíðinni. Þetta á sérstaklega við um samtök í atvinnulífinu. Það er þó alveg ljóst að evran leysir ekki allan vanda fyrirtækja því eftir sem áður eru það framboð og eftirspurn sem munu ráða hag þeirra. Sjálfri finnst mér aðlaðandi tilhugsun að mínar eigin eignir og tekjur verði í evrum (eða öðrum stöðugum gjaldmiðli) og ég þurfi aldrei aftur að taka á mig tap eins og það sem átti sér stað á síðasta ári vegna gífurlegs falls krónunnar. Atvinnuleysi er hins vegar ömurlegt fyrirbæri sem krónan hefur hingað til hjálpað að halda í skefjum.
20.apr. 2009 - 13:39 Stefanía Óskarsdóttir

Stjórnmálamennina aftur í business?

Þessa dagana er erfitt að vera talsmaður frjálsra viðskipta og lítilla ríkisafskipta. Eftir bankahrunið virðist íslenskur almenningur hafa sannfærst um að Steingrímur og VG hafi rétt fyrir sér í því að rekja megi kreppuna til frjálshyggju. Frjálshyggja hafi leitt til græðgisvæðingar og óhóflegrar auðsöfnunar hinna fáu og skilið allan almenning eftir í skuldum og sárri fátækt. Lausnin sé því í afturhvarfi til fortíðar þar sem atvinnulífið laut margs konar reglum og takmörkunum og hið opinbera var umsvifamikið í efnahagaslífinu.
17.apr. 2009 - 14:09 Stefanía Óskarsdóttir

Syndin er lævís og lipur

Haustið 1888 flutti rithöfundurinn Gestur Pálsson fyrirlestur um bæjarlífið í Reykjavík. Í honum deildi hann á stéttskiptinguna í bænum, tilbreytingaleysið og síðast en ekki síst þann leiða ávana bæjarbúa að slúðra um náungann. Gestur benti á að í fámenninu virtist trúgirni fólks lítil takmörk sett þegar kom að því að trúa illu upp á nágrannana.  Enn í dag virðist fjöður oft verða að hænu í samtölum fólks og að þessu leyti virðist lítið hafa breyst í bæjarlífinu á þeim langa tíma sem liðinn er frá því Gestur flutti ádrepu sína. Í henni Reykjavík hvílist kjaftamaskínan aldrei.
31.mar. 2009 - 10:26 Stefanía Óskarsdóttir

Göngum hreint til verks

Davíð Oddsson, sem tók óvænt til máls á landsfundinum, var ekki sáttur við störf Endurreisnarnefndarinnar og sagði skýrslu hennar ekki virði þess pappírs sem hún hefði verið rituð á. Hann færði þó ekki sérstaklega rök fyrir þessari skoðun sinni í ræðunni en án efa hefur honum þótt of lítið gert úr þeim vanda sem hlaust af samþjöppun valds og fákeppni auðhringa á Íslandi í aðdraganda hrunsins og hefði viljað að fastar væri að orði kveðið í þeim efnum.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Stefanía Óskarsdóttir
Doktor í stjórnmálafræði.
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 19.12.2017
Rómantísk og áfengislaus jól og áramót
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.12.2017
Koestler og bæjarstjórnarkosningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 30.12.2017
Koestler og tilvistarspekingarnir
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 02.1.2018
Konan talar upp úr svefni
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.1.2018
Tvöföldun Vesturlandsvegar við Kjalarnes
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 06.1.2018
Bókabrennur
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 11.1.2018
Ísland hefur leik á EM í Króatíu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.1.2018
Trump, Long og Jónas frá Hriflu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.1.2018
Því var bjargað sem bjargað varð
Fleiri pressupennar