13.mar. 2012 - 13:00 Stefán Ólafur Stefánsson

Til þeirra sem skipta okkur máli

Á lífsleiðinni hittir maður stundum fólk sem hreyfir við manni á einhvern óskiljanlegan hátt.  Fyrirfram mótaðar hugmyndir breytast, einhver gildi fá aukið vægi eða þakklæti fyrir einhverju sem áður var tekið sem gefnu eykst. Fyrir stuttu þurfti ég að leggjast inn á Hjartadeild Landspítalans í Fossvogi. Eins og lífið hagar sér stundum kom það upp á óvænt og á svipstundu tók grámyglaður hversdagsleikinn miklum breytingum. Mér var brugðið, ég sá hvað lífið gat breyst snögglega og ég átti erfitt með að sætta mig við þær óhjákvæmilegu breytingar sem myndu nú verða á lífi mínu.
24.feb. 2012 - 11:00 Stefán Ólafur Stefánsson

Það sem karlar skilja ekki við konur...en myndu vilja vita

Ýmislegt hefur verið rætt og ritað í gegnum tíðina um muninn á körlum og konum. Margir fræðimenn vilja meina að kynin séu af sitt hvorri tegundinni og tali alls ekki sama tungumálið. Þó flest getum við verið sammála um að kynin eigi sér meira sameiginlegt heldur en hitt, er ljóst að munurinn er þó til staðar. Meðan einfaldleikinn einkennir okkur karlmenn finnst okkur kvennþjóðin hafa tilhneigingu til að flækja hlutina að óþörfu .“Sá lærir sem lifir“ sagði vitur maður eitt sinn og því fer meirihluti af tíma okkar í að reyna skilja hvort annað. Til að hjálpa kynbræðrum mínum hef ég því tekið saman ýmis atriði í sambandi við konur sem við eigum í miklum erfiðleikum með að skilja. Atriði sem hafa alla tíð verið okkur hulin ráðgáta en væri svo gott að fá svör við.
24.des. 2011 - 09:00 Stefán Ólafur Stefánsson

Þakklæti um jólin

Um hátíðarnar finnst mér mikilvægt að leiða hugann að því hvað það er sem raunverulega skiptir máli. Á jólum er að sjálfsögðu gaman að skiptast á gjöfum og borða góðan mat í faðmi fjölskyldu sinnar en það sem skiptir mestu máli er að að njóta samvistanna með þeim sem best. Að vera með ástvinum sínum um hátíðarnar er einstakt og það er oft þá sem við finnum vel fyrir mikilvægi þeirra í lífi okkar. Eftirfarandi ljóð samdi ég fyrir nokkrum árum en það minnir mig á að vera þakklátur fyrir það sem ég hef. Slíka áminningu er oft gott að fá.
12.okt. 2011 - 10:00 Stefán Ólafur Stefánsson

Þannig eru bara þessar ömmur

Hverju barni er mikilvægt að eiga góða fjölskyldu sem hlúir að því og gerir það að sjálfstæðum einstaklingi. Barnið finnur að það er elskað og ólíkum þörfum þess er fullnægt. Sú tengslamyndun sem á sér stað í fjölskyldunni gegnir lykilhlutverki í því hvernig einstaklingur barnið verður síðar á lífsleiðinni. Þeir aðilar sem eru ekki hvað síst mikilvægir barninu eru þeir sem við köllum í daglegu tali amma og afi en þau kenna sömu gildi og foreldrar okkar en þó með allt öðrum hætti.
27.sep. 2011 - 17:00 Stefán Ólafur Stefánsson

Ísland best í heimi

Á Íslandi er best að vera. Hér er falleg náttúra allt í kringum okkur, norðurljós á himni og íslenska vatnið er það besta í heimi. Þó þykir mér eins og mörgum nauðsynlegt að komast stundum frá kuldanum á okkar litla skeri og ferðast aðeins út fyrir landsteinana. Á þessum ferðum mínum erlendis hef ég tekið eftir því að margir landa minna eru svolítið sérstakir ferðalangar og tilgangurinn fyrir ferðinni er oft ansi misjafn.
26.júl. 2011 - 18:00 Stefán Ólafur Stefánsson

Hvar á ekki að tala í símann

Flest eigum við farsíma sem við tökum með okkur hvert sem við förum. Þeir veita visst öryggi því þeir gera okkur kleift að vera í stöðugu sambandi við umheiminn. Sumt fólk getur þó ekki við neinar kringumstæður lagt frá sér símann og sjá sig knúin til þess að svara hverju einasta símtali. Ef þú þarft ekki vinnu þinnar vegna að vera alltaf með símann á þér eru þær aðstæður til þar sem ég mæli með að þú látir vera að blaðra í hann.
27.jún. 2011 - 09:00 Stefán Ólafur Stefánsson

Hugurinn ber þig hálfa leið

Fyrir stuttu síðan sat ég í Laugardagshöll þar sem Háskóli Íslands var að brautskrá nemendur sína við hátíðlega athöfn. Alls voru um 1800 nemendur að útskrifast á þessu aldarafmæli skólans og gat ég ekki annað en samglaðst hverjum og einum kandídat sem tók brosandi á móti prófskírteini sínu. Ganga þeirra hefði verið löng og ströng en nú voru þau loks komin á leiðarenda. Ég vissi einnig að þrátt fyrir að þau ættu það öll sameiginlegt að vera ljúka þessum stóra áfanga þennan sama dag, hefði leið þeirra að markmiðinu þó verið mismunandi.
31.maí 2011 - 14:00 Stefán Ólafur Stefánsson

Misheppnaða góðverkið

Það var dag einn fyrir nokkrum árum að ég sat í strætisvagni á leið úr Grafarvogi. Ég hlakkaði til helgarinnar en við Frikki félagi minn ætluðum að fá okkur nokkur „mjólkurglös”en hjá okkur var það ekki óvanaleg iðja um helgar. Þar sem ég sat í vagninum og hugsaði um hvort ég ætti að kaupa mér Viking gylltan eða Tuborg Gold gekk eldri kona inn í vagninn. Hún var þreytuleg og hélt á fullum poka af dósum. Einhverra hluta vegna var ég alveg sannfærður um það að hún væri mjög fátæk og ég vorkenndi henni. Ég ímyndaði mér allt það versta og sá hana fyrir mér í vetrarkuldanum, hálfa ofan í öllum ruslatunnum bæjarins að týna dósir.
09.maí 2011 - 09:00 Stefán Ólafur Stefánsson

Að standa á eigin fótum

Fyrir nokkrum árum þegar ég var nýfluttur úr foreldrahúsum hitti ég konu sem sagði mér sögu af rúmlega þrítugum einhleypum manni í Reykjavík sem kunni ekki á þvottavél. Einhverra hluta vegna var hann ófær um að læra á hana og því greip hann til þess ráðs að senda óhreina þvottinn sinn með flugi til Vestmannaeyja einu sinni í viku þar sem mamma hans sá um verkið. Þegar ég missti nánast andlitið af undrun og varpaði þeirri spurningu fram hvaða þrítugur maður kynni ekki á þvottavél hrósaði þessi ágæta kona mér í hástert fyrir þessa góðu kunnáttu. Þegar hún komst svo að því að ég byggi með félaga mínum þar sem við skiptumst á að elda kvöldmat varð hún hissa því hún hafði búist við því að pizzur og hamborgarar væru í kvöldmat alla daga. Í fyrstu var ég ánægður með hrósið en þegar ég fór að hugsa þetta betur fór ég að velta fyrir mér fyrir af hverju hún væri að hrósa mér.
28.apr. 2011 - 15:30 Stefán Ólafur Stefánsson

Komdu nú sumar!

Ég get ekki beðið, þrái það eitt,
að vakna í tjaldi með flugu í nefi.
Með sólskin í augum en jafnframt svo heitt,
 andlitið á kafi í grasi og slefi.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Stefán Ólafur Stefánsson

25 ára gamall sveitastrákur með búsetu í bænum
Nemi í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands
Elskar íþróttir en hatar jólapróf
Sé lífið með gleraugum utanbæjarmannsins
Og þykir Ölfusið vera fallegasti staður landsins

stebbiolafur@hotmail.com

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar