05.apr. 2011 - 14:00 Stefán Einar Stefánsson

Þakkir

Miðvikudaginn síðasta náði ég kjöri til formanns VR, kjörtímabilið 2011-2013. Úrslit voru tilkynnt upp úr hádegi og verð ég að viðurkenna að niðurstaðan kom mér nokkuð á óvart. Ég renndi algjörlega blint í sjóinn með framboði mínu og gerði mér enga grein fyrir því hvernig landið lá, þær tvær vikur sem kosningin stóð yfir. Fyrir stuðninginn er ég afar þakklátur og hlakka mjög til þess að takast á við það stóra og mikla verkefni sem bíður mín. Það góða fólk sem hvatti mig til þess að bjóða mig fram, það góða fólk sem studdi mig með ráðum og dáðum meðan kosningunni stóð og öllu því góða fólki sem greiddi mér atkvæði sitt, þakka ég af heilum hug.
28.mar. 2011 - 11:00 Stefán Einar Stefánsson

Kynbundinn launamunur

Samkvæmt launakönnun VR mælist kynbundinn launamunur félagsmanna rétt um 10%. Erfiðlega virðist ganga að draga úr þessu óréttlæti því á síðustu árum hefur þessi munur ekki minnkað svo nokkru nemi. Eitt af því sem skýrir þennan mun er sú staðreynd að konur eru alla jafna hógværari í kröfum sínum þegar kemur að hinu árlega launaviðtali sem félagsmenn eiga rétt á. Þannig hafa rannsóknir leitt í ljós að þegar karlar og konur eru spurð hvað þau vilji hafa í laun, reynist munurinn meira en 10%. Af þeim sökum má ætla að munurinn muni aukast eitthvað frá því sem nú er, verði ekki brugðist við.

22.mar. 2011 - 13:00 Stefán Einar Stefánsson

Ræða á framboðsfundi

Þetta er upptaka af ræðu sem ég flutti á framboðsfundi í tengslum við kosningarnar til VR. Fundurinn var haldinn á Nordica, 15. mars síðastliðinn.

10.mar. 2011 - 18:31 Stefán Einar Stefánsson

Virkjum trúnaðarráð VR

Samkvæmt lögum VR (14. gr.) er starfrækt svokallað trúnaðarráð á vettvangi félagsins. Í lögunum segir m.a. „Í félaginu skal starfa trúnaðarráð sem skal vera stjórn félagsins ráðgefandi varðandi ýmis stærri málefni sem upp koma í starfsemi félagsins s.s. við gerð kjarasamninga og meiriháttar framkvæmda á vegum félagsins. Auk þess skal trúnaðarráð gera annað það sem nánar er kveðið á um í lögum þessum.“
23.feb. 2011 - 12:00 Stefán Einar Stefánsson

Launakönnun VR

Þessa dagana stendur félagsmönnum í VR til boða að taka þátt í árlegri launakönnun á vegum félagsins. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt í henni því með því móti eru meiri líkur til þess að raunsönn mynd fáist á það hvernig kjaraleg staða félagsmanna í raun og veru er. Eftir að VR samdi um hin svokölluðu markaðslaun í kjarasamningum árið 2000 er enn brýnna en áður að fólk hafi einhverja hugmynd og nokkra yfirsýn yfir það hvernig „kaupin gerast á eyrinni“ ef svo má að orði komast. En hvað er átt við með því?
11.feb. 2011 - 20:00 Stefán Einar Stefánsson

Byggjum upp traust

Sérstakt andrúmsloft hefur búið um sig meðal íslensku þjóðarinnar. Hún finnur sig svikna eftir að fjárglæframenn reistu sér og þjóðinni slíkan hurðarás um öxl, að á tímabili mátti vart á milli sjá hvort þjóðarskútan sykki eða næði landi að nýju. Eftir slíka ágjöf er ekki undarlegt að mikil reiði búi um sig og hún hefur tekið á sig ýmsar myndir. Flestar þeirra eðlilegar og heilbrigðar en aðrar sínu verri.
04.feb. 2011 - 15:00 Stefán Einar Stefánsson

Siðgæði ungra lögmanna

Í síðasta mánuði kom út íslensk þýðing mín að bókinni Letters to a young lawyer eftir Harvard-prófessorinn og lögmanninn Alan Dershowitz. Á íslensku nefnist bókin Bréf til ungs lögmanns og er hún gefin út af bókafélaginu Codex.
01.feb. 2011 - 18:00 Stefán Einar Stefánsson

VR í 120 ár

27. janúar síðastliðinn fagnaði VR 120 ára afmæli sínu. Það er langur tími í félagasögu á Íslandi og ekki mörg félög sem státa af lengri samfelldum starfstíma. Félagið hefur sannarlega tekið miklum breytingum á þessum langa tíma og viðfangsefni þess einnig. Stærstu tímamótin voru eflaust árið 1955 þegar það breyttist í hreinræktað launþegafélag en fram að þeim tíma höfðu verslunarrekendur og launþegar þeirra staðið saman að því.
28.jan. 2011 - 20:00 Stefán Einar Stefánsson

Framboð til formanns VR

Á komandi vikum mun félagsmönnum í VR gefast kostur á að velja formann til næstu tveggja ára. Félagið, sem stofnað var fyrir 120 árum, hefur staðið í fylkingarbrjósti íslenskrar verkalýðsbaráttu á síðustu áratugum og það er mikilvægt að það haldi þeirri stöðu sinni á komandi árum. Í félaginu eru rúmlega 28.000 félagsmenn og þeir verða að geta treyst því að formaður þess og stjórn, í samráði við trúnaðarráð og starfsfólk félagsins, tryggi eftir fremsta megni að kaup og kjör félagsmanna séu sem best.

Stefán Einar Stefánsson
Býður sig fram til formanns VR. Stefán Einar er með meistarapróf í viðskiptasiðfræði og embættispróf í guðfræði. Hann hefur m.a. unnið rannsóknir á siðferðislegri ábyrgð íslenskra lífeyrissjóða. Þá hefur hann haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um orsakir og afleiðingar þess ástands sem nú ríkir í íslensku samfélagi.
Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.1.2018
Þjóðviljinn var hlutlausari en Kjarninn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.1.2018
Andmælti Davíð, en trúði honum samt
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Hún líka
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Fleiri pressupennar