18.jan. 2010 - 08:20 Sigurður Líndal

Synjunarvald og átakastjórnmál

Enn hefur synjunarvald forseta samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar komizt til umræðu og eftir síðustu synjun hafa raddir orðið háværar um að þessi skipan mála sé óheppileg og eðli embættisins hafi breytzt. – Þrjú atriði hafa sérstaklega verið tilgreind: Að forseti gangi gegn þingræði, að ekki sé heppilegt að einum manni sé falið slíkt vald og stefnt sé að pólitísku forsetaræði.
14.jan. 2010 - 08:46 Sigurður Líndal

Að standa við alþjóðlegar skuldbindingar

Síðustu daga hafa dunið á okkur yfirlýsingar frá ýmsum ráðherrum Norðurlanda um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar sem merkir einfaldlega að íslenzka ríkið ábyrgist greiðslur vegna Icesave-skulda sem brezka og hollenzka ríkið hafi greitt þarlendum innistæðueigendum og og vilji nú að íslenzka ríkið standi þeim skil á. Þessu fylgja síðan hótanir um að Íslendingum verði öðrum kosti vísað úr samfélagi þjóðanna með hörmulegum efnahagslegum afleiðingum. Undir þetta hafa síðan tekið nokkrir Íslendingar, jafnvel þeir sem ættu að vera í fyrirsvari fyrir þjóðina.
29.des. 2009 - 10:19 Sigurður Líndal

Forsetinn og Icesave

Nú hefur synjunarvald forseta enn komizt á dagskrá og að þessu sinni er tilefni að líta til tveggja fordæma. Hið fyrra var mótað með yfirlýsingu forseta dags. 2. júní 2004 þegar hann synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Þar skírskotaði hann meðal annars til þess hversu mikilvægt væri að lagasetning um fjölmiðla styddist við víðtæka umræðu í samfélaginu og almenna sátt um vinnubrögð og niðurstöðu. Skort hafi samhljóm sem þurfi að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli og ekki sé hollt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja í svo mikilvægu máli. Slík gjá verði bezt brúuð með því að þjóðin meti lagafrumvarpið í þjóðar­atkvæðagreiðslu.
19.nóv. 2009 - 08:17 Sigurður Líndal

Icesave og stjórnarskrá

Senn virðist líða að því að svokallað Icesave-mál verði afgreitt með lögum frá Alþingi. Eins og kunnugt er samþykkti þingið 2. september sl. lög nr. 96/2009 þar sem heimiluð er ríkisábyrgð á láni Tryggingarsjóðs innstæðueigenda frá Bretum og Hollendingum samkvæmt samningum frá 5. júní sl. Í lögunum voru settir veigamiklir fyrirvarar: ábyrgðin var tímabundin, tiltekin efnahagsleg viðmið skyldu takmarka hana, áskilinn var réttur til að fá úrlausn tiltekins þar til bærs úrlausnaraðila um ábyrgð ríkisins og gæti Alþingi takmarkað hana ef niðurstaðan yrði íslenzka ríkinu í vil, og loks skyldi farið að íslenzkum lögum við uppgjör og úthlutun eigna Landsbankans.
13.okt. 2009 - 00:00 Sigurður Líndal

Bréf frá Noregi

Hvenær tók íslenzka ríkið að sér að ábyrgjast skuldir Landsbanka Íslands sem var í einkaeign og ríkinu - og þar með íslenzku þjóðinni - óviðkomandi og hvar er staður fyrir slíkri ábyrgð í lögum, samningum eða löglega bindandi yfirlýsingum? Slíkar íþyngjandi skuldbindingar verða að styðjast við skýra réttarheimild.
27.ágú. 2009 - 15:35 Sigurður Líndal

Úr þrasheimi stjórnmálamanns

Í Pressuna 15. ágúst skrifar Jón Baldvin Hannibalsson langa grein sem á að vera svar við athugasemdum sem ég festi á blað og birti í Fréttablaðinu 13. júlí 2009 með beiðni um að hann fyndi stað tveimur fullyrðingum.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Sigurður Líndal
Lagaprófessor og rithöfundur.
Kristjon Kormakur Guðjonsson
Kristjon Kormakur Guðjonsson - 14.7.2017
Ég barði nauðgarann minn
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 15.7.2017
Undirheimafólkið
Björn Jón Bragason
Björn Jón Bragason - 10.7.2017
Versti umhverfissóði landsins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.7.2017
Ábyrgðin á óeirðunum 2008–9
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 19.7.2017
Enn eitt hneykslismálið
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 17.7.2017
Brot úr ræðu á Sumarþingi fólksins
Aðsend grein
Aðsend grein - 10.7.2017
5. akreinin
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 16.7.2017
Rógburður þingmanns
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 14.7.2017
Jákvæð teikn á lofti
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 15.7.2017
Gömul speki og ný
Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson - 15.7.2017
Smábátafloti á hverfanda hveli
Elín Ósk Arnarsdóttir
Elín Ósk Arnarsdóttir - 16.7.2017
Breyttu um lífstíl!
Fleiri pressupennar