30.sep. 2010 - 15:52 Sigurður Eyþórsson

Quo vadis?

Það er orðið erfitt að hafa áhuga á pólitík á Íslandi – einmitt þegar þess er e.t.v. mest þörf. Það er að minnsta kosti staðreynd að á meðan við finnum ekki upp neitt betra kerfi en fulltrúalýðræðið – þá þurfa einhverjir að sinna því.
05.jún. 2010 - 21:46 Sigurður Eyþórsson

Hverju munar?

Sveitarstjórnarkosningarnar eru búnar og bráðum verður Jón Gnarr orðinn borgarstjóri.  Kjörsókn var lakari en áður og í Hafnarfirði þar sem ég bý var aðeins rúmur helmingur kjósenda á kjörskrá tilbúinn til þess að fara á kjörstað og merkja við einhvert framboð.
25.maí 2010 - 14:00 Sigurður Eyþórsson

Georg og félagar, vinsælir allsstaðar

Það eru fáir dagar í sveitarstjórnarkosningar.  Kannanir benda til mikillar spennu í höfuðborginni í ljósi þess að í nýjustu könnun þar mælist framboð Besta flokksins með hreinan meirihluta.
17.jan. 2010 - 20:53 Sigurður Eyþórsson

Er þetta eitthvað flókið?

Ákvörðun forsetans um að vísa Icesave lögunum til þjóðaratkvæðagreiðslu hefur orðið til góðs.  Skyndilega hafa vaknað upp ýmsar raddir erlendis sem jafnvel eru tilbúnar að taka undir málstað Íslands og nú er meira að segja verið að leita pólitískrar samstöðu um málið.  Það líka eins og ráðamenn hafi nú loks farið að tala skipulega máli þjóðarinnar erlendis.  Kannski töldu þeir sig alltaf hafa verið að því, en núna er þá a.m.k. tekið eftir því.
09.júl. 2009 - 10:40 Sigurður Eyþórsson

Tax me if you can

Ríkisstjórnin hefur fengið samþykktar ýmsar skattahækkanir og örugglega er von á fleirum áður en árið er úti.  Það er morgunljóst að til þessa þurfti að koma.  Það er stórt gat í fjárlögum ríkisins sem verður að loka með einhverjum hætti, ef ekki á að velta öllum skuldunum yfir á komandi kynslóðir.  Nóg er nú samt miðað við Icesave tölurnar.
20.jún. 2009 - 15:49 Sigurður Eyþórsson

Saman

Það er bras á ríkisstjórninni.  Hún er með a.m.k. tvö mál fyrir þinginu sem ljóst er að mun taka mikinn tíma að afgreiða og bæði hafa fengið harkalega gagnrýni.  Þar á ég við ríkisábyrgðina vegna Icesave og aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Að auki á eftir að útfæra að fullu áætlun um hvernig á að loka fjárlagagatinu á næstu þremur árum.
01.jún. 2009 - 22:20 Sigurður Eyþórsson

Takmörk á valdastólasetu?

Árið 1997 beið breski Íhaldsflokkurinn einn sinn versta ósigur í þingkosningum.  Kjósendur töldu flokkinn orðinn þreyttan, spilltan og hugmyndasnauðan eftir samfellda 18 ára setu við völd og hurfu frá honum í stórum hópum.  Á sama tíma var Verkamannaflokkurinn undir stjórn nýs leiðtoga, Tony Blair sem hafði umbylt flokknum eftir að hann tók við honum 1994.  Blair vann mikinn sigur 1997 og aftur 2001 og 2005.  Blair var í fyrstu talin hálfgerð frelsishetja evrópskra jafnaðarmanna og margir vildu samsama sig við hann og hans verk fyrstu árin.
18.maí 2009 - 11:31 Sigurður Eyþórsson

Að búa til ormagryfju

Mikið hefur verið rætt um styrki til stjórnmálaflokka undanfarið. Nú er einnig talsvert fjallað um kostnaðargreiðslur til þingmanna í ljósi uppljóstrana um slíkar greiðslur til breskra þingmanna þar sem margt sérkennilegt hefur komið í ljós.  Þarna er rætt um upphæðir sem eru af stærðargráðu sem einfalt er að ná utan um.  Flestir styrkir til flokka á árinu 2006 voru 5 milljónir eða lægri og kostnaðargreiðslur til þingmanna hér eru tæplega 800 þúsund á ári að hámarki.  Það er auðvelt að hneykslast á þessu, enda hafa margir gert það.  Eðlilegt er að fara ofan í þessi mál eins og önnur.
06.maí 2009 - 12:08 Sigurður Eyþórsson

Hvað á þetta að þýða?

Það er setið við að mynda stjórn.  Samkvæmt fréttum virðist aðalatriðið vera að semja um hvernig verður sótt um aðild að ESB þannig að báðir stjórnarflokkanna haldi andlitinu.  Það er ekki einfalt mál en jafnljóst er að þó að umsókn verði lögð fram þá mun það ferli allt taka langan tíma.  Fyrst umsókn, þá aðildarviðræður, síðan aðildarsamningur, þjóðaratkvæðagreiðsla og eftir atvikum aðild samþykki þjóðin slíkt. 
23.apr. 2009 - 13:57 Sigurður Eyþórsson

Hvað svo?

Það eru kosningar á laugardaginn.  Kosningabaráttan hefur verið skrítin og reyndar ótrúlega venjuleg.  Þrátt fyrir allt það sem á hefur gengið hafa flest framboðin farið í gamla gírinn, því líklega kunna þau ekkert annað og margir kjósendur kunna heldur ekki við annað.  Við hrunið í haust hélt ég um stund að það gæti orðið til þess að við myndum hugsa hlutina upp á nýtt, gera eitthvað nýtt og taka á málunum í sameiningu.  Það hefur ekki gengið eftir.  Mér þótti t.d. ákaflega dapurlegt að Alþingi tókst ekki að afgreiða lög um stjórnlagaþing.  Aðrar breytingar hefðu mátt bíða þar sem að stjórnlagaþinginu hefði hvort sem er verið falið að semja nýja stjórnarskrá.
20.mar. 2009 - 17:46 Sigurður Eyþórsson

Nýjar umbúðir – sama varan

Seðlabankinn tók sína fyrstu vaxtaákvörðun í gær eftir að stjórnskipulagi bankans var umbylt og settir þar nýir stjórnendur, ný peningastefnunefnd og nýtt bankaráð. Vextir voru aðeins lækkaðir um 1%.  Einhvern veginn er eins og ekkert hafi breyst.  Gjaldeyrisforðinn hefur rýrnað verulega, gengið hefur veikst um tæp 7% síðustu 10 daga þrátt fyrir gjaldeyrishöft og atvinnuleysið heldur áfram að aukast.  Hvernig má það vera að undir þeim kringumstæðum hafi menn áhyggjur af þenslu?
15.mar. 2009 - 16:04 Sigurður Eyþórsson

Prófkjör

Það vekur meiri athygli að hvað margir tóku ekki þátt í prófkjörunum fremur en sjálf niðurstaðan, en þátttakan minnkar hjá öllum flokkum.  Þrátt fyrir mjög aukinn stjórnmálaáhuga í kjölfar bankahrunsins í haust hefur flokkunum ekki tekist að virkja það með sér nú – a.m.k. ekki enn.  Það gæti bent til þess að ný framboð hafi enn tækifæri ef þeim tekst að setja saman álitlega framboðslista.  Gangi það ekki heldur eftir er eins víst að þátttaka verði minni en við höfum áður séð í komandi þingkosningum (hún var um 84% árið 2007), eða að mun meira verði af auðum atkvæðum.
13.mar. 2009 - 16:31 Sigurður Eyþórsson

Afskriftir?

Við Íslendingar búum nú við ofurháa stýrivexti, háa verðbólgu og vaxandi atvinnuleysi.  Þetta eru hlutir sem allur almenningur hafði ekki ástæðu til að gera ráð fyrir og ber ekki ábyrgð á því að gerðust.  Fasteignaverð fer lækkandi og tugþúsundir heimila búa við neikvæða eiginfjárstöðu eða eiga stutt í það skv. nýrri úttekt Seðlabankans.  Á sama tíma birtast fréttir um að allt að 6.000 milljarðar króna verði afskrifaðir í gömlu bönkunum.  Það birtast fréttir um að eigendur Kaupþings hafi fengið um 500 milljarða að láni í bankanum sem óvíst er að verði greiddir til baka.  En það er afar hættulegt að afskrifa nokkuð af skuldum heimilanna. 
06.mar. 2009 - 11:20 Sigurður Eyþórsson

Bara ein krafa

Ég er að lesa bók Barack Obama Bandaríkjaforseta The Audacity of Hope  sem að hann skrifaði áður en hann fór í forsetaframboð.  Þar skrifar hann um sína sýn á Bandaríkin og helstu vandamál sem við landinu blasa.
 
Þetta er afar áhugaverð bók og ekki síst fyrir það að Obama gefur sér það ekki að hann viti öll svör best sjálfur.  Hann segir frá margvíslegum efasemdum um ýmsa hluti og veltir fyrir sér hvað skipti raunverulega máli.  En það kemur einhvern veginn mjög vel fram í bókinni að þarna skrifar einhver sem er alvöru manneskja, sem veit að sannleikurinn er gjarnan hvorki svartur né hvítur, heldur yfirleitt grár.  Ef til vill er það einmitt lykillinn að því hann er orðinn forseti – að fólk tók eftir því að þarna væri kominn maður sem talaði við það á ærlegan og hreinskilinn hátt.
28.feb. 2009 - 09:48 Sigurður Eyþórsson

Veiðimenn jú - en ekki bókhaldarar?

Við ætlum að fara að veiða hvali. Athygli vakti þegar Einar K. Guðfinnsson þáverandi sjávarútvegsráðherra lét það verða eitt sitt síðasta verk í ráðuneytinu að gefa út hvalveiðikvóta til næstu fimm ára.  Steingrímur J. eftirmaður hans veltist með hvort hann ætti að afturkalla ákvörðunina en ákvað að gera það ekki.  Hann lofaði þó ekki að standa við ákvörðunina í öll þau fimm ár sem Einar taldi rétt að hún gilti.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Sigurður Eyþórsson
Framkvæmdastjóri Landsamtaka sauðfjárbænda. Fyrrv. framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar