03.maí 2016 - 12:34 Sigrún Jónsdóttir

Ótryggð í Omaggiovasa

Á tæpu ári síðan þetta hér gerðist er stelpan nú orðin aðeins reyndari í þeim hafsjó furðufiska sem með sporðaköstum og uggafettum kastast um í misdjúpum drullupollum deitmenningar landsins.

Oftast eru þetta saklausir og einfaldir gúbbífiskar sem halda í fullri alvöru að „HæHæ“ svar við „Blessuð“ þýði eitthvað annað og meira en bara „Hæhæ“, en sem betur fer þarf aðeins meira en gulan blikk emojikall til að heilla mig, því annars væri ég totally fucked…pun intented!
16.mar. 2016 - 09:00 Sigrún Jónsdóttir

Bara ég og strákarnir

„Ertu mamma hans Emmsjé?“ var ég spurð á semí rappgiggi sumarið 2015.

Ég hló og þú kannski líka en believe you me, þetta var ekki neitt... Ekki miðað við þetta hér:
26.jan. 2016 - 19:55 Sigrún Jónsdóttir

Líkfundur í Flatey?

Hefurðu gengið sjófjöru um sumarbil í Flatey á Breiðafirðinum og fundið í flæðarmáli dauða kolluunga með silkimjúk höfuðin slútandi í þanginu, silfurslikjuð dökk augun hálf opin og suðandi flugan allt í kring um þau í leit að bliki...
12.jan. 2016 - 17:18 Sigrún Jónsdóttir

Þegar Bowie söng í Flatey

Bjart sumarkvöld í Flatey á Breiðafirði 1976.

Sólskríkjuhjón hlúa að ungum ungum í óbrúkuðum strompinum á æskuheimili mínu Sólbakka.
Bjössi hennar Önnu hamast í kartöflugarðinum, ritan atast í höfninni og allt er með frekar kyrrum kjörum. Frekar, það er.

16.des. 2015 - 13:05 Sigrún Jónsdóttir

Bieber fiðringurinn

Forfallatilkynning! Á föstudaginn eftir tvo  daga verð ég ekki á staðnum! Það gæti litið þannig út, ég mun vissulega vera í föstu formi, mæta í vinnuna og akta frekar normal… En augasteinarnir verða með tíu í útvíkkun, nasavængirnir þandir og lófarnir þvalir. Á hverju skrifborði í vinnunni munu sitja bugaðir svefnlausir  vinir með kortanúmerið mitt hripað á blað og puttana titrandi yfir lyklaborðinu: „Bibba,  ertu búinn að leggja kennitöluna mína á minnið!“ …“Jó, Hafliði, engin sígópása núna!!!“
02.des. 2015 - 16:30 Sigrún Jónsdóttir

ERTU AÐ SNAPPA Á SNAPPINU?

„Ef tré fellur í skógi og enginn er nærri heyrist þá eitthvað hljóð?“
Ergo: Ef ég snappa ekki er ég þá ekki til?
24.nóv. 2015 - 22:30 Sigrún Jónsdóttir

Karlar sem panta konur!

Þessi einlægu skilaboð biðu mín í innhólfinu á Einkamál.is þegar ég kíkti þar við áðan.
Sendandinn hafði ekki haft fyrir því að senda mynd af sér, eða kynna sjálfan sig á neinn hátt, heldur einfaldlega hent á mig einum feitum einkarétti „DIBS“ sem á sæmilegri íslensku myndi útleggjast sem „PANT“.
13.nóv. 2015 - 17:53 Sigrún Jónsdóttir

PUSSIES BEWARE!

ME AND THE POPE SMOKE DOPE!

Stóð skýrum stöfum á framhlið Dómkirkjunnar í miðbæ Reykjavíkur, þegar morgunlúinn kirkjuvörðurinn mætti á svæðið til að opna inn í helgidóminn sunnudaginn 4 júní 1989

10.nóv. 2015 - 14:52

Ertu mamma hans Emmsjé?

„Ertu mamma hans Emmsjé?“
Bólugrafinn unglingur lítur á mig forvitinn undan slútandi derhúfu.
„Uuuuu nei, það væri frekar vandræðalegt því mér finnst hann nett sætur.“ Roðn.
„Já, meinar, fílarðu sem sagt rapp!!!???“
06.nóv. 2015 - 16:13 Sigrún Jónsdóttir

Allt í drasli: Lítið ævintýri af Tinder

Myndin tengist pistlinum ekki beint. Lífið á Tinder er smá eins og konfekt kassinn hans Forrest Gump, þú veist aldrei hvernig mola þú færð… Einn mjúkan og bragðgóðan sem bráðnar á tungunni eða einn sem rúllaði undir sófann og safnaði ryki og kuski á núll einni.

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir 46 ára gamall rappunnandi með blæti fyrir snúðum í hári, Tinder og Justin Bieber. Í pistlum hér á Pressunni deilir hún dagsönnum sögum úr lífi sínu.