29.mar. 2011 - 19:00 Sigríður Björnsdóttir

Konur missa sig og karlmenn tapa sér

Ég hef í gegnum tíðina alltof oft setið á mér, brosað og verið sammála síðasta ræðumanni. Til að rugga ekki bátnum eða af því ég er hreinlega ekki viss um hvað ég vil. En lét það að sjálfsögðu aldrei í ljós. Það mátti engin sjá inn fyrir grímuna. Halda frontinum, fallega brosinu og segja bara já. Það var best. Ekkert vesen. Í kjölfar komu  reglulega gusur, já gusur sem beindust oftast að þeim sem stóðu mér næst. Þegar gusan kom var ekkert sem stoppaði hana, meira að segja ég sjálf gat ekki stoppað. Reiði, pirringur, ergelsið og vonbrigðin. Allt helltist út úr mér eins og foss í leysingum. Þegar það var gengið yfir sat ég oftast sjálf með sárt ennið og skildi eiginlega ekki hvaðan  þetta kom. Tilfinningar sem ég  gat varla nefnt á nafn helltust yfir mig og  enduðu í að ég missti  mig í reiði.Þetta gerist sjaldnar og sem betur fer er ég að skilja að það er mikilvægt að missa sig ekki svona á fólk.
04.mar. 2011 - 17:00 Sigríður Björnsdóttir

Hvernig talarðu um karlmenn?

Í starfi mínu held ég fræðsluerindi um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum, í grunn- og leikskólum og ræði þar við foreldra og kennara. Einnig ræði ég  við unglinga í lífsleikni. Ég varð fyrir ofbeldi í æsku og hef fengið tækifæri í lífi mínu að hjálpa öðrum með því að segja frá erfiðri reynslu og upplýsa þannig fólk um að það sé hægt að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi með góðum samskiptum.
10.feb. 2011 - 12:00 Sigríður Björnsdóttir

Gefðu honum tækifæri til að sakna þín

Á stefnumótatímabilinu er mikilvægt að gefa honum tækifæri til að sakna þín. Þú ert búin að hitta mann sem þér líst mjög vel á og ert farin að vonast eftir símtali á hverju degi. Mundu þá að tíminn líður hægar hjá konum en körlum.
17.jan. 2011 - 13:00 Sigríður Björnsdóttir

Þegar þú ferð á stefnumót er mikilvægt að muna

Þú ert að athuga hvort þetta sé rétti maðurinn fyrir þig, ekki hvort hann vilji þig.
06.jan. 2011 - 16:00 Sigríður Björnsdóttir

Karlar vilja konur til að gera hamingjusamar, konur vilja menn sem gera þær hamingjusamar

Af hverju konur eiga að þiggja en ekki gefa?
Af hverju hringir hann ekki?
Hvers vegna vill hann ekki eyða tíma með mér?
Hvað er ég að gera rangt?

Pressupennar
Í stafrófsröð
Sigríður Björnsdóttir

Sigríður Björnsdóttir er markþjálfi, fyrirlesari, framkvæmdastjóri, rithöfundur og  ferðalangur. Hún er áhugamanneskja um fólk, fullorðna, unglinga og börn. Samskipti og mörk í samböndum og hefur ástríðu fyrir að efla andann og láta drauma sína rætast. 

Bloggsíða: http://samskiptaleikni.wordpress.com/

Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Fleiri pressupennar