08.mar. 2011 - 21:00 Sigríður Arnardóttir

Reykjandi karlar og þjónandi konur

Ég var svo heppin að fá gefins sjónvarpsseríuna Mad Men.  Horfði á 24 þætti í strikklotu og var alveg dolfallinn. (Ekki bara yfir kynþokkafyllsta bandaríska leikaranum sem lék Hr. Draper og rauðhærðu þokkadísinni sem  sannar að mjúkar línur eru mest sexí). Það sem heillaði mig var hvað tímarnir hafa breyst.
Þættirnir gerast á auglýsingastofu í Bandaríkjunum nokkrum árum áður en ég fæddist. Og á þeim tíma þótti alveg sjálfsagt að drengir  réðu öllu og væru stöðugt drukknir í vinnunni. Þeir reyktu stanslaust og snéru illa launuðum einkariturum í kringum sig. Dömurnar þurftu að taka af þeim hattinn, hengja upp frakkann, ná í kaffið og blanda viskíið, og halda eiginkonunum frá þegar viðhaldið lá í skrifstofusófanum. Og svo fengu þeir allt hrósið og megnið af hagnaðinum í sinn hlut.
06.jan. 2011 - 14:00 Sigríður Arnardóttir

Fréttir af handrukkara, nektarmódeli og klámkóngi

Ég er í fréttabanni. Það var áramótaheit hjá mér að fylgjast ekki með fréttum en ég fæ samt allar helstu fréttir frá fólki...

04.jan. 2011 - 14:00 Sigríður Arnardóttir

Palli var einn í heiminum

Sumu fólki finnst ekkert til um það sem er fallegt nema eiga það sjálft. Til dæmis efnaða konan sem var spurð út í hvernig henni fyndist verðlaunagæðingurinn sem reið framhjá. ,,Það væri gaman að eiga hann,“ svaraði hún að bragði. Eignarrétturinn var fyrsta hugsunin.
14.des. 2010 - 11:00 Sigríður Arnardóttir

Hæfilegt daður og hressandi hrós

Ég er sérleg áhugamanneskja um daður. Stunda það af kappi og tek því opnum örmum frá öðrum. Tek það fram strax að ég er bæði harðgift og hamingjusamlega gift. Enda lít ég á daður sem skemmtilega leið til að krydda tilveruna og opna og bæta samskipti fólks. Ég get daðrað við krakka með hár og kalla með skalla, ljósastaura og ljóðskáld og bara flesta sem ég hef snefil af áhuga á. Daður í mínum huga er opin, jákvæð samskipti þar sem hrós er gefið og þegið í daglegu lífi. 
15.jan. 2010 - 11:30 Sigríður Arnardóttir

„Sexí leið til að grennast“

Þegar ég var ritstjóri á tímariti kynntist ég algengri skoðun á tímaritamarkaðnum að það verður alltaf að standa eitthvað um sex á forsíðu til að tímaritið grípi augað og seljist.

10.jan. 2010 - 12:00 Sigríður Arnardóttir

,,Óþarfa hræðsla“

Við Íslendingar erum uppfullir af óþarfa hræðslu. Á námskeiðum sem ég held: ,,Framsækni – Að tjá sig af öryggi“ ræðum við um sviðsskrekk og fólk í öllum stéttum og störfum greinir frá því að það óttast  viðbrögð annarra þegar það kveður sér hljóðs á fundum, í fjölmiðlum eða í ræðupúlti. ,,Og við hvað erum við svona hrædd“ spyr ég? Algengustu svörin eru:

03.des. 2009 - 11:30 Sigríður Arnardóttir

Hrósum hvor annarri

Toppkonur hafa komið til mín í einkaráðgjöf til að fá aðstoð við að sigrast á sviðsskrekk og þjálfa sig betur í að koma fram af öryggi. Með toppkonum á ég við að þær hafa allt til brunns að bera: Eru vel menntaðar, klárar, skynsamar, huggulegar, duglegar, snyrtilegar, skemmtilegar, röggsamar, almennilegar, samviskusamar... En samt telja þær sig ekki vera nógu góðar þegar þær halda ræðu fyrir hóp fólks.

.

25.okt. 2009 - 12:39 Sigríður Arnardóttir

Hugljómun í kreppunni

Ég hef tvisvar sinnum orðið fyrir uppljómun sem tengist kreppunni beint. Bæði tilvikin voru í Borgarfirðinum, rétt við Bifröst.
18.sep. 2009 - 18:00

Samskiptasnillingur

Mér finnst Barack Obama einn flottasti maður í heimi. Hann er samskiptasnillingur. Það var ekki nóg með að hann sigraði forsetakosningar í Bandaríkjunum og náði að heilla heiminn, sameina ólíka hópa og tala til fólks af ólíkum kynþætti og ólíkum trúarbrögðum heldur var hann orðinn samskiptasnillingur miklu fyrr. Ég svo heppin að sjá hvernig hann kom fram fyrir kosningabaráttuna.
07.sep. 2009 - 12:01 Sigríður Arnardóttir

Fyrstu kynni

Það var gott ráðið hennar Mörtu Maríu á Rás 2 á sunnudagsmorgun að setja upp varalit jafnvel þegar farið er út með ruslið. Maður veit aldrei hvað gerist og hvern maður hittir. Og svo er það líka bara hressandi fyrir mann sjálfan ef maður gerir sér far um að líta vel út.  Þá er maður opnari fyrir öðru fólki og nýjum möguleikum.
13.ágú. 2009 - 22:30 Sigríður Arnardóttir

,,Þurfum þjóðarsátt um að bretta upp ermar“

,,Það vantar leiðtoga, einhvern sem talar þjóðina upp úr kreppunni, vísar veginn...“ oft heyri ég svona setningar í umræðunni. En ég er á því að það bjargar okkur enginn út úr vandanum nema við sjálf, hvert og eitt okkar. Við þurfum að leggja meira á okkur, hvert og eitt okkar, leggja okkar af mörkum til að bæta efnahagsástandið, það bjargar okkur enginn. Við þurfum þjóðarsátt um það að bretta upp ermar og gera betur hver og einn á sínu sviði.

30.jún. 2009 - 10:30 Sigríður Arnardóttir

„Tímastjórnun og línurnar komast í lag“

Að vera í góðu formi er að miklum hluta spurning um að skipuleggja tímann sinn vel.
Ég man eftir viðtali sem ég átti fyrir mörgum árum við frábæra konu sem var kölluð Magga meiriháttar. Hún var í góðu formi, frísk og flott. Hún elskaði að hreyfa sig og nýtti tímann einstaklega vel.  Hún vann kyrrsetuvinnu og þegar hún kom heim setti hún mat í pott, stillti á lágan straum, fékk einhvern til að líta eftir pottunum og skellti sér út að hlaupa. Ef maturinn þurfti að malla í 45 mín. þá hljóp hún í 40 mín. Náði að skella sér í sturtu og snéri sér svo aftur að matartilbúningi.
08.jún. 2009 - 00:51 Sigríður Arnardóttir

Tækifærisræða er kærkomin gjöf

,,Ágætu veislugestir, kæru brúðhjón...“ þannig byrja eflaust margar ræður í sumar. Það hefur verið mér mikil ánægja að aðstoða fólk undanfarið sem vill einkaráðgjöf varðandi örugga tjáningu t.d. ef stýra á veislu eða halda ræðu. Og breytingarnar í þjóðfélaginu sjást greinilega í þessu eins og öðru.
02.jún. 2009 - 11:14 Sigríður Arnardóttir

,,Hvað er fegurð?“

Smekkur fólks er misjafn, sem betur fer. Hvað er falleg manneskja er breytilegt eftir samfélögum og tímabilum. En sumt er sammannlegt til dæmis hef ég lesið það í alþjóðlegri félagsfræðirannsókn á fegurð, að karlmenn í öllum samfélögum, telja að kvenleg fegurð sé ákveðið hlutfall milli axla, mittis og mjaðma eða svo kallaður stundarglasvöxtur.
08.maí 2009 - 13:23 Sigríður Arnardóttir

Ábyrgð okkar í umræðum

Hver hefur ekki staðið sig að því að kvarta yfir lélegum umræðum t.d.:
 
*Árangurslitlum fundum þar sem rætt er um aukaatriði
*Leiðinlegum umræðum í saumaklúbbi
*Neikvæðu tali á kaffistofunni í vinnunni
*Ómarkvissri umræðu í fjölmiðlum
 
04.maí 2009 - 11:54 Sigríður Arnardóttir

Örugg tjáning - Klæðnaður í kreppu

,,Ertu í nýrri flík?“ sögðu konur við mig í ásökunartón. ,,Nei, nei, hún er nokkurra ára,“ sagði ég eins og sökudólgur og þurfti að fá staðfestingu þess efnis  frá gamalli vinkonu að flíkin væri ekki ný. Nú virðast nefnilega sumar líta þannig á að í kreppu megi enginn skarta nýjum flíkum. Ekki heldur þó það séu útsölur í gangi. Gamlar ólögulegar peysur eru dregnar fram í sviðsljósið. Margar hafa sett fínu kápurnar innst inn í skáp og gömlum lopapeysum er hampað.  Það er vissulega gott fyrir lopaiðnaðinn. En fyrir fjárhag heimilisins? Það er gott til skamms tíma en slæmt þegar til lengri tíma er litið. Ekki viljum við hægja enn frekar hjól atvinnulífsins. Ekki viljum við að fleira verslunarfólk missi vinnuna eða íslenskir fatahönnuðir loki fyrirtækjum sínum.
29.apr. 2009 - 11:55 Sigríður Arnardóttir

Að kynna sig af öryggi

Það sýnir sjálfstraust og áhuga á öðru fólki að kynna sig með nafni og spyrja aðra að nafni. Og svo þarf maður að venja sig á að taka eftir nafninu og muna það.
,,You want to be where you can see the trouble are all the same. You want to bee where everybody knows your name“. Þannig var sungið í upphafsstefi sjónvarpsþáttarins Cheers eða Staupasteins hér um árið. Og þetta eru orð að sönnu. Það er gaman að vera í samfélagi þar sem fólk þekkir mann með nafni. Og það er sterkt að muna nafn fólks.
26.apr. 2009 - 14:47 Sigríður Arnardóttir

Sigur í höfn

Mikið er gott að kosningabaráttan er búin. Ég er búin að arka um Grafarvogin og afhenda jafnaðarmannarósir og vera í Kringlunni að afhenda Samfylkingarbirki. Ég er búin að heimsækja elliheimili og fræðast af fólki um fyrri kreppur.  Það var gaman að hitta allt þetta fólk og ræða málin og finna hvað þjóðarsálinni liggur helst á hjarta. Og sigur er í höfn. Íslendingar eiga loksins jafnaðarmannaflokk sem er stærsti flokkurinn og getur leitt okkur í átt að Norrænu velferðarsamfélagi og frá gróðakeppni bandarískra kapítalista.
27.mar. 2009 - 10:11 Sigríður Arnardóttir

,,Nafnleysi kvenna og andleg samkynhneigð karla“

Undanfarna daga hefur mér oft verið hugsað til Þórhildar Þorleifsdóttur leikstjóra og fyrrum þingkonu. Hún sagði nefnilega nokkuð sem mér er hugleikið á kvennaráðstefnu á Bifröst sem Herdís Þorgeirsdóttir á heiður af. ,,Karlar eru andlega samkynhneigðir en konur eru gagnkynheigðar“, sagði Þórhildur. Þetta eru orð að sönnu.
16.mar. 2009 - 21:21 Sigríður Arnardóttir

Hugleiðingar eftir úrslitin í prófkjörinu

Í  nýafstöðnu prófkjöri Samfylkingar kepptu 19 frambærilegir kandídatar. Ég er sátt við mitt hlutskipti.
Ef einhverjir kaffistofuspekúlantar hafa búist við að ég myndi velta úr sessi ráðherrum og þingmönnum þá þakka ég traustið en veit að það er hvorki raunhæft né endilega eftirsóknarvert.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Sigríður Arnardóttir
Félags- og fjölmiðlafræðingur. www.sirry.is
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar