04.nóv. 2016 - 11:56 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Lifðu til fulls: UPPSKRIFT

Ég hitti Júlíu Magnúsdóttur um daginn á kaffihúsi. Hún var að gefa út bókina Lifðu til fulls og við hittumst til að ræða hollar uppskriftir og heilsusamlegt líf. Júlía geislaði, enda einungis holl og góð næring sem fer inn fyrir hennar varir. Hún var svo elskuleg að gefa mér eintak af bókinni sinni og ég fór að sjálfsögðu beinustu leið heim að prófa mig áfram.

09.okt. 2016 - 17:07 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Út að leika með iglo+indi

Breki fékk yndisleg föt frá iglo+indi um daginn og ég stóðst ekki mátið og klæddi hann upp, keyrði á Þingvelli og leyfði honum að hlaupa um eins og lambi að vori til. Það var reyndar að koma haust og hann vildi bara hlaupa um í korter og svo bað hann um ís.
20.ágú. 2016 - 08:57 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Ástandsmæling í Hreyfingu: Boditrax

Ég er bara 16 ára. Ég er frekar ánægð með það. Ég er reyndar að verða 32 ára og alls ekkert 16 ára, en samkvæmt ástandsmælingunni sem ég fór í um daginn, þá er ég bara 16 ára. Líkaminn minn heldur greinilega að ég sé ekkert að eldast. Það er ágætt, ekki segja honum það.
25.júl. 2016 - 10:31 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Sumar á Íslandi: Bláa Lónið

Ég var eins og barn að bíða eftir jólunum þegar ég var á leiðinni heim. Ég var búin að búa til lista í huganum yfir alla þá hluti sem ég vildi gera um leið og ég myndi lenda í Keflavík. Ískalt vatnsglas, knúsa fólkið mitt, fá mér flatkökur, fara í fjallgöngu og að sjálfsögðu, beint í Bláa Lónið.
05.nóv. 2015 - 17:11 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Jólaundirbúningur á Eyrabakka: Svikin skjaldbaka og sönggleði

Valgeir Guðjónsson, frændi minn og tónlistarmaður býr á Eyrabakka ásamt eiginkonu sinni, Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur. Þar reka þau hjónin Bakkastofu, sem býður upp á menningarstarfsemi á borð við sagnavökur, tónleika, námskeið og meira til. Dagskrárnar henta alls konar hópum, hvort um sé að ræða vinnustaði, vinahópa, fjölskyldufólk eða saumaklúbba.
02.okt. 2015 - 01:21 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Pítsa með blómkálsbotni: UPPSKRIFT

Það fór allt á annan endann hjá mér á Snapchat í vikunni þegar ég setti inn blómkálspítsu uppskrift í svokallað „story“. Yfir 700 skjáskot eða „screenshot“ voru tekin af uppskriftinni og ég hafði ekki undan að svara skilaboðum sem mér bárust um þessa fljótlegu og hollu pítsu uppskrift. Nokkrum dögum eftir að ég skellti inn þessari uppskrift ákvað ég að henda í aðra góða pítsu og setti aftur á Snapchat. Það sama gerðist og ég fékk ófá skilaboð með spurningum.
25.sep. 2015 - 19:59 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Draumur fyrir húðina mína

Skrúbburinn er náttúrulegur og mjúkur. Hann næstum einsog rjómi viðkomu með örfínum kísilögnum í. Hann jafnar áferð húðarinnar, eykur ljóma húðarinnar og hefur góð áhrif á blóðflæðið. Ég fann hvað húðin mýktist eftir notkun skrúbbsins. Þetta er algjör draumur fyrir húðina mína.
21.sep. 2015 - 04:44 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Moroccanoil leikur: VINNINGSHAFAR

Brynja vinkona mín kíkti í heimsókn um daginn með fulla tösku af Moroccanoil vörum og ég fékk að leika mér að setja allskonar fínerí í hárið á mér. Ég varð strax mjög hrifin af vörunum enda hef ég notað olíuna frá Moroccanoil í hárið áður. Útkoman var ekki sú fegursta og skammaði Brynja mig fyrir að vanda mig ekki betur. Ég setti allt of mikið af sumu og of lítið af öðru. Ég hef núna lært aðeins betur á þetta, sem betur fer.
24.ágú. 2015 - 17:24 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Vegan og íþróttir: ThePowerVegan svarar spurningum: VIÐTAL

Á snapchat aðgangi mínum – heilsupressan – fæ ég reglulega einkaskilaboð með spurningum. Ég „snappa“ um heilsu og lífið mitt hér í LA og hef mjög gaman að því að fá athugasemdir og spurningar við því sem ég er að gera. Ég hef fengið sömu spurninguna nokkrum sinnum og hef ekki ennþá getað svarað henni nógu vel þar sem ég sjálf hef ekki nógu mikla reynslu af þessu ákveðna viðfangsefni. Þess vegna ákvað ég að taka viðtal við vin minn sem er búsettur hér í LA. Spurt er: Er hægt að Vegan íþróttamaður/kona?
27.júl. 2015 - 23:39 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Augnhárin hafa aldrei verið lengri né sterkari

Ég sá fyrst mun eftir um 2 vikur af því að nota RapidLash. Á hverju kvöldi set ég á mig RapidLash. Ég set það rétt við rótina á augnhárunum á augnlokunum. Í vörunni eru engin paraben og varan er ekki prófuð á dýrum.
19.júl. 2015 - 19:22 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Ragga í LA: Lífið síðustu mánuði

Það er orðið svolítið langt síðan ég skrifaði pistil um lífið hér í LA. Það hefur verið mikið að gera og ekkert sumarfrí hér á bæ. Ég er í skólanum í allt sumar og klára í september.
23.jún. 2015 - 21:45 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Chia hafragrautur: UPPSKRIFT

Ég elska að byrja daginn á góðum chia graut. Það er hægt að leika sér endalaust að þeim. Hér eru nokkrir af mínum uppáhalds.
23.jún. 2015 - 00:54 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Ragga í LA: Bændamarkaðurinn í dag

Það er magnað hvað maður fær mikið út úr svona hollum og góðum mat. Stundum gleymi ég að taka með mér nesti í skólann og enda oft á því að kaupa mér eitthvað tilbúið einsog samloku. Það er svo miklu betra að vera með hollt og gott nesti, stútfullt af vítamínum og hamingju.
25.maí 2015 - 15:35 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Algae maskinn frá Bláa Lóninu er algjör draumur fyrir húðina

Blue Lagoon Algae mask hefur að geyma tvær afar sjaldgæfar tegundir þörunga sem eru hluti af einstöku vistkerfi Bláa Lónsins. Rannsóknir sýna að þessir þörungar vinna gegn öldrun húðarinnar með því að viðhalda kollagenframleiðslu hennar, en kollagen gegnir lykilhlutverki í þéttleika húðarinnar og teygjanleika.
01.maí 2015 - 16:30 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Sundfataval: Þau eiga að vera þægileg, flott og með réttan stuðning fyrir þig

Ég hef oft verið spurð um ráð þegar kemur að sundfötum og sundfata tísku. Ég er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að nýjustu línu Speedo á hverju ári. Ég ætti að vita hvað ég er að tala um þegar kemur að sundfötum, enda eyddi ég yfir 20 árum meira og minna ofaní sundlaug.
28.apr. 2015 - 20:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Frábær æfing á róló: Mamman fær að hlaupa í hringi

Ég fór með Breka mínum á róló í morgun. Við vorum komin þangað kl 8.15 og áttum róló í klukkutíma. Það var enginn á róló. Ég andaði léttar því að Breki elskar að hlaupa út um allt. Þegar róló er fullur af krökkum og foreldrum, þá verð ég stundum stressuð um að hann hlaupi bara í burtu og ég nái ekki að fylgja eftir.
23.apr. 2015 - 15:51 Ragnheiður Ragnarsdóttir

The Ivy í LA: Cobb salat með humri

Staðurinn er þekktur fyrir fallegt og rómantískt yfirbragð. Það er hvít gamaldags girðing í kringum veröndina og allt skreytt með fallegum og ferskum blómum. Þrátt fyrir að sumarið hafi komið hingað til LA fyrir þó nokkru síðan þá leið mér eiginlega eins og að sumarið væri loksins komið þegar ég sat þarna og gæddi mér á matnum.
21.apr. 2015 - 17:21 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Lykillinn með skilaboðunum: Skapaðu

Þessi fallegu hálsmen eru gamlir lyklar með skilaboðum á. Skilaboðin eru í formi orða sem hafa fallega merkingu. Create, Hope, Strenght og Courage (eða skapaðu, von, styrkur og hugrekki) eru dæmi um orðin sem eru á lyklunum. Sagan á bakvið hálsmenið er sú að þú átt að bera það þangað til þú hittir einhvern sem þarf meira á því að halda en þú. Þá átt þú að gefa þeirri manneskju það.
18.apr. 2015 - 15:43 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Borðaðu hádegismatinn þegar aðrir eru að borða morgunmatinn

Ef þú venur þig á að vakna alltaf á sama tíma, hverfur þessi morgunþreyta og þú hefur tíma til að gera allt sem þú þarft og vilt gera. Þetta er ráð frá þeim sem náð hafa langt í lífinu. Ef að þú vilt meiri svefn, ættir þú frekar að fara fyrr að sofa. Ef þú vaknar alltaf á sama tíma fer innri klukkan þín alltaf í gang á þessum sama tíma. Þótt að það séu bara 2 dagar í viku þar sem við viljum kannski sofa út, þá truflast innri klukkan við þennan auka svefn á morgnanna og þú gætir jafnvel verið ennþá þreyttari og lufsulegri, þrátt fyrir þennan auka svefn.
10.apr. 2015 - 15:33 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Dekrað við húðina: Silica Mud maskinn er í uppáhaldi

Ég nota þennan maska nokkrum sinnum í vik eða 2-3 sinnum. Hann þornar á húðinni og ég elska að finna það hvernig hann vinnur vel á húðinni. Það er æðislegt að finna hvernig virknin byrjar um leið og maður setur hann á húðina. Svo er ég mjög hrifin af því að maskinn er án parabena, litarefna og ilmefna.
23.mar. 2015 - 17:50 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Líf Röggu í LA: æfingar á ströndinni

Ég skellti mér á mjög fallega strönd í síðustu viku. El Matador í Malibu. Það eru klettar í sjónum og öldurnar voru háar. Ég ákvað að taka smá æfingu á ströndinni í hitanum. Ég hljóp fram og til baka í flæðarmálinu og gerði jóga æfingar. Það er hægt að taka á því hvar sem er og þrátt fyrir að vera skólaus og í sólbaði, þá náði ég að taka ferlega góða æfingu.
16.mar. 2015 - 07:31 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Lífið í LA: rauði dregilinn á tískuvikunni

Ég elska að búa í Los Angeles. Það er alltaf eitthvað um að vera. Ég fór á tískusýningu á LA Fashion week í síðustu viku og skellti mér á rauða dregilinn með Syndney vinkonu minni.
09.mar. 2015 - 20:22 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Mjórra mitti: Virkar þetta blessaða belti eða ekki?


Ég hef aldrei hugsað mikið um mittið á mér. Ég æfi vel, borða hollt og hugsa vel um sjálfa mig. Aldrei hefur það verið markmið mitt að vera með mjórra mitti. En hví ekki að prófa þetta, þar sem þetta er orðið svona vinsælt á meðal kvenna út um allt?
03.mar. 2015 - 17:53 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Svitabaðið í LA: alveg eins og stjörnurnar


Sviti. Já þetta er bara sviti. Ég ligg í klukkutíma í einskonar svefnpoka, vafin í plast og hita. Infrarauður hiti er í þessum poka sem ég ligg í og hitinn er næstum því óbærilegur en samt líður manni vel. Vatn í glerflösku er á kantinum og maður fær heyrnatól og sjónvarp til að horfa á. Netflix og ég liggjum þarna og svitnum frá okkur allt vit.
02.mar. 2015 - 05:25 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hugleiðsla og vatn: mitt uppáhald

Ég á mér uppáhalds stað til að fara á og hugleiða. Sá staður heitir Bláa Lónið. Ef þú hefur komið í lónið, þá er ekki erfitt að skilja af hverju þetta er uppáhalds staðurinn minn. Það er eitthvað við lónið sem gefur mér slökun og ró. Það er gott andrúmsloft þar og maður finnur fyrir einhverskonar hamingju þegar maður labbar inn í lónið. Hvort sem það er orka baðgesta sem gefur frá sér þessa tilfinningu eða hvort það er bara í gufunni, þá er mikil hamingja á staðnum. Það er auðvelt að finna fyrir orku fólks í kringum mann. Þegar maður labbar inn á stað, þar sem allir eru glaðir og spenntir, þá finnur maður fyrir góðum anda.
23.feb. 2015 - 19:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Að borða óhollt þegar manni leiðist: hvað er til ráða

Stundum gerum við e.t.v. ekki greinarmun á svengd og að leiðast. Oftast teygjum við okkur í eitthvað sem er auðvelt og handhægt, stútfullt af sykri, slæmum kolvetnum og aukaefnum. Áður en við vitum af erum við búin að borða allt of mikið af óhollum mat, liggjandi á sófanum að horfa á heila seríu af einhverjum þáttum og líðanin er margfalt verri en áður. Hvað er til ráða?
11.feb. 2015 - 12:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Nýjar buxur og augabrúnirnar vaxaðar: Af hverju tek ég betur á því þegar ég lít vel út

Ég var að tala við vinkonu mína sem ætlaði að hitta mig í Smáralind. „Ég er í Air. Nei, ég er sko í Air. Í AIR!“ Það var ekki furða að hún var ekki að skilja mig enda stóð ég þarna á gólfinu og öskraði ER nokkrum sinnum inn í símann, haldandi að sambandið væri eitthvað slæmt. Hún heyrði alveg í mér, hún bara hafði ekki hugmynd um hvar ég væri.
04.feb. 2015 - 21:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Heimboð í höll: Húsfreyja á Eyrarbakka með heilsusamlega veislu: UPPSKRIFTIR

Móðurbróðir minn, Valgeir Guðjónson tónlistarmaður og eiginkona hans, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir námsráðgjafi búa og vinna í fallegu og söguríku húsi á Eyrabakka. Húsið heitir Búðarhamar og þar reka þau hjónin Bakkastofu. Þar halda námskeið semja tónlist, halda menningardagskrár fyrir íslenska og erlenda gesti og margt fleira
04.feb. 2015 - 11:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Morgunrútínan og meltingin: Góðar venjur til að koma kerfinu í gang á morgnanna

Það er kannski ekki lífrænt sítrónutré beint fyrir utan útidyrahurðina þína og þú vaknar kannski ekki einsog Disney prinsessa á hverjum morgni, en það eru til leiðir til að koma sér í gang á morgnanna sem ekki er flókið að búa til rútínu úr. Komdu meltingunni og kerfinu í gang þegar þú vaknar og njóttu dagsins ennþá betur.
28.jan. 2015 - 22:13 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hrákaka vikunnar: ég verð alltaf að eiga eina svona í frysti – UPPSKRIFT

Hrákaka er eitthvað sem ég verð alltaf að eiga í frysti. Þegar ég fæ löngun í eitthvað gott, þegar ég þarf að hlaupa út og vill taka eitthvað fljótlegt og hollt með mér eða þegar gestir koma, er mjög gott að eiga eina holla og góða köku í frystinum sem auðvelt er að fá sér af.

Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður var ein fremsta sundkona okkar Íslendinga í mörg ár. Hún hefur tvisvar keppt á Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd. Ragga, einsog flestir kalla hana, hugsar vel um heilsuna og er góð fyrirmynd í einu og öllu. 

Ragga er leiklistarnemi og býr í Los Angeles. Hún er einnig fatahönnuður, fyrirsæta og förðunarfræðingur. Ragga hannar föt með ömmu sinni undir merkinu M-Design. 


ford Transit   mars
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Fleiri pressupennar