26.sep. 2016 - 14:33 Ragnheiður Eiríksdóttir

Virkar aðgerðir til að efla íslenska karlmenn

Hallgrímskirkja minnir okkur óneitanlega á íslenska karlmenn! „Er það satt að íslenskir karlmenn séu sjúklega feimnir?‟ spurði vinur minn mig um helgina. Hann er nýfluttur til Íslands frá landi sem er óralangt í burtu og hefur alið manninn í menningu sem er mjög ólík okkar. Vinur minn er samkynhneigður „botn‟ og er að vonum spenntur yfir því að vera kominn til eyjunnar í Norðri sem er hálffull af sterkbyggðum og vel hærðum víkingum.
23.sep. 2016 - 22:00 Bleikt

Magabandið mitt: 10 algengustu spurningarnar

Þann 30. janúar fór ég í magabandsaðgerð. Ég ákvað að gera það ekki í kyrrþey, heldur leyfði ég fólki að fylgjast með í gegnum innslög i Íslandi í dag og bloggfærslur hér á Bleikt.
21.sep. 2016 - 16:50 Ragnheiður Eiríksdóttir

Sóley Rós: Kona sem lendir á kantinum þegar á henni er brotið. Leikhúsdómur

Hún er ósköp venjuleg kona, hún Sóley Rós. Harðdugleg landsbyggðarkona sem eignaðist sitt fyrsta barn á unglingsaldri og hefur síðan þá átt ævi sem margar konur geta eflaust speglað sig í. Tvö börn í viðbót, með tveimur öðrum mönnum, ofbeldissamband, meðvirkni, vinnusemi, fórnfýsi… Hún hefur sannarlega troðið marvaðann.
21.sep. 2016 - 09:42 Ragnheiður Eiríksdóttir

Í tilefni endaloka Brangelinu

Nú hriktir í stoðum heimsbyggðarinnar því ofurparið Brad Pitt og Angelina Jolie eru að skilja. Fólk hleypur í örvinglan út á götur og reytir hár sitt. „Hvað fór úrskeiðis?“, „hvað með börnin?“, „er hjónabandið dauðadæmd stofnun?“, „er ekkert heilagt lengur?“ - heyrist hrópað.
09.sep. 2016 - 10:23 Ragnheiður Eiríksdóttir

Bieber þarf knús

Í gær fór ég á tónleika með dóttur minni. Hún er 13 ára og var að upplifa sína fyrstu stórtónleika. Við sátum í stúku á prýðilegum stað.
21.mar. 2016 - 21:00 Ragnheiður Eiríksdóttir

Það sem ég lærði eftir fertugt

Þegar ég var 39 ára og fertugsafmælið nálgaðist óðfluga var ég agalega stressuð yfir því að vera orðin svona gömul. Ég var reyndar orðin amma, og ömmubarn númer tvö á leiðinni - það var ekkert mál - en að verða fertug fannst mér einhverra hluta vegna stórmál. Mér fannst ég vera komin með ellibletti í andlitið og ímyndaði mér að eftir fertugsafmælisdaginn yrði leiðin bara niður á við. Ég hlustaði ekkert á fólkið í kringum mig sem sagði að ég væri að misskilja þetta fullkomlega.
15.mar. 2016 - 17:52 Ragnheiður Eiríksdóttir

Að vera eða vera ekki í aðhaldsbol

Ég vaknaði einn morgunn í síðustu viku og klæddi mig í líkamsræktarfötin (öðruvísi mér áður brá…). Borgaralega klæðnaðinn setti ég í töskuna, ásamt sjampói, handklæði, og ýmsum fegrunarvörum. Ég valdi mér afskaplega fleginn kjól sem er þeirri náttúru gæddur að bráðnauðsynlegt er að klæðast bol undir honum til þess að fylgja samfélagslegum kröfum um að hylja nekt í almenningsrými.
07.mar. 2016 - 16:46 Ragnheiður Eiríksdóttir

Ég hef ákveðið að stíga fram...

Fjölmargir hafa komið að máli við mig, og eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að stíga skrefið og bjóða mig fram…
13.nóv. 2015 - 14:50 Ragnheiður Eiríksdóttir

Mamman, hjúkkan og veiki strákurinn

Í október héldu Landssamtökin Geðhjálp málþing undir yfirskriftinni Öðruvísi líf. Á dagskrá voru nokkur erindi sem öll voru flutt af aðstandendum fólks sem greinst hefur með geðsjúkdóma. Ykkar einlæg og auðmjúk var meðal fyrirlesara og sagði frá reynslu sinni af því að vera hjúkrunarfræðingur á geðdeild þegar sonur hennar veiktist og þurfti þjónustu geðsviðs. Áður hafði ég fjallað um þá reynslu í pistli sem birtist í DV og hér á Pressunni.
09.nóv. 2015 - 10:31 Ragnheiður Eiríksdóttir

Atburðirnir í Hlíðunum eiga ekkert skylt við BDSM

Sófi er húsgagn. Það er hægt að sitja í sófa; það er hægt að stunda kynlíf í sófa og það er hægt að nauðga í sófa. Nauðgunin í sófanum getur meira að segja litið út eins og kynlíf. Oft lamast fórnarlömb nauðgana og geta hvorki mótmælt munnlega né barist á móti ofbeldinu. Kynlífið í sófanum getur líka litið út eins og slagur… innihaldið líkamleg átök, bit í háls, skell á rass.
02.júl. 2015 - 15:00 Ragnheiður Eiríksdóttir

Elsku karlmenn, þið eruð alveg að verða óþarfir!

Elsku karlmenn
Ég velti fyrir mér hvort að tilvera ykkar standi mögulega á brauðfótum. Mér þykir það miður því í raun er ég mikill aðdáandi ykkar og kann að meta kostina sem fylgja stýrðu samneyti við ykkur.

Æ oftar heyri ég konur á virðulegum aldri tjá sig um hversu prýðileg hugmynd það væri að hefja sambúð með vinkonu, jafnvel fleirum en einni. Flestar eiga þessar konur að baki reynslu af því að búa með körlum sem þær hafa átt í ástarsamböndum við og oft hafa pörin aukið kyn sitt á sambúðartímanum.  
15.maí 2015 - 15:02 Ragnheiður Eiríksdóttir

Stungið á kýlum kynjamisréttis

Gamanleikkonan Amy Schumer er að taka bandarískt þjóðfélag með trompi þessa dagana. Amy er eldskörp og hæfileikarík og er ein örfárra kvenna sem virðast hafa brotið glerþak hinnar karllægu gamanþáttamenningar í heimalandi sínu með þáttunum Inside Amy Schumer.
27.apr. 2015 - 13:38 Ragnheiður Eiríksdóttir

Svo varð strákurinn minn veikur

Í mörg ár beið ég. Árunum fylgdi talsverð dramatík, milli gleðistunda og lífsins verkefna. Við mæðginin upplifðum mikinn missi sem skildi eftir sig djúp spor hjá viðkvæmum unglingssyni mínum. Svo beið ég, því hann var í áhættuhópi.
23.apr. 2015 - 16:48 Ragnheiður Eiríksdóttir

Hvað er ást?

Hvað er eiginlega ást. Ást hefur verið skilgreind í bak og fyrir af alls kyns andans fólki í gegnum aldanna rás. Ljóðræna ástin er falleg, blaktandi tilfinning í brjósti, lífeðlisfræðilega ástin er endorfíngusa í æðum og útvíkkuð sjáöldur, afkvæmaástin kemur í veg fyrir að við skiljum ungana okkar eftir á víðavangi og almenna mannkynsástin tryggir nokkurn veginn þolanlegt ástand í (mörgum) samfélögum jarðar.
14.apr. 2015 - 08:00 Ragnheiður Eiríksdóttir

Fögnum kvenkyns kjánum og ódámum!

Hafa fleiri en ég tekið eftir því, að þessa dagana heyrum við í auknum mæli um konur í valdastöðum sem komst í hann krappan? Málin snúast í besta falli um munnleg axarsköft og fordómafull ummæli, en í versta falli um meiriháttar embættisafglöp, svik og sjálftöku. Álitsgjafar ýmiss konar, sem lifa og hrærast á kvenréttindavængnum, hafa í kjölfarið risið upp og bent á að konurnar fái harðari dóma fyrir afglöp en karlkyns kollegar þeirra, og eflaust er það satt og rétt.
24.mar. 2015 - 09:57 Ragnheiður Eiríksdóttir

Um tippamyndasendingar íslenskra karla

Ég er svona kona sem skrifa um kynlíf. Svona kyn-eitthvað kona. Sú nafnbót hlotnaðist mér fyrir hér um bil einum og hálfum áratug þegar stjörnukokkur spurði verðandi eiginmann minn (og nú fyrrverandi) hvernig það væri eiginlega að vera með konu sem væri „svona kyn-eitthvað“. Iðja mín vekur forvitni,  sérstaklega núna þegar ég er aftur orðin einhleyp og margir virðast halda að ég skrifi eingöngu um eigin reynslu. Því fer þó víðs fjarri.
13.mar. 2015 - 12:48 Ragnheiður Eiríksdóttir

Tilfinningar, dans og dásemd: Billy Elliot í Borgarleikhúsinu

Það kannast flestir við söguna um Billy Elliot, son námuverkamannsins sem uppgötvar danshæfileika sína nánast fyrir tilviljun og þráir það heitast að fylgja kölluninni við misjafnar undirtektir umhverfisins.
10.mar. 2015 - 14:43 Ragnheiður Eiríksdóttir

Neyslukikkið

Öll erum við neytendur, mismiklir þó og við fáum mismunandi kikk út úr neyslunni. Sumum finnst mjög gaman að kaupa hús og nota peninga til breyta þeim á alla lund, halda þeim við og bæta. Eflaust fylgir líka sæluhrollur afborgunum af húsnæðislánum og fasteignagjöldin framkalla eflaust ánægjubros á vörum sumra.
02.mar. 2015 - 10:30 Ragnheiður Eiríksdóttir

Alls ekki nota kúta, belti og smokka

Ég er amma og fer stundum með barnabörnin mín í sund. Þau eru 3 og 4 ára og mér þykir agalega vænt um þau. Ég hef ákveðið að láta þau ekki nota kúta í sundferðum enda er ég orðin langþreytt á gróðasjónarmiðum kútaframleiðenda.
14.feb. 2015 - 12:30 Ragnheiður Eiríksdóttir

Ímyndun og veruleiki: Freki gaurinn sem flengdi feimnu stelpuna

Um helgina er frumsýnd kvikmynd, sem ég ætla að láta ónefnda, sem hefur valdið talsverðu fjaðrafoki í fjölmiðlum að undanförnu. Markaðsherferðin í kringum hana er með því magnaðasta sem sést hefur á síðustu árum – hún er á allra vörum, meira að segja þeirra sem eru ekkert spenntir fyrir henni og ekki síst þeirra sem eru yfirlýstir andstæðingar hennar. Ég get rétt ímyndað mér tryllta gleðidansinn sem nú er stiginn í partíum markaðsfólksins, þar sem það fagnar vel heppnuðu giggi.  
10.feb. 2015 - 10:16 Ragnheiður Eiríksdóttir

Skilja allir hommabrandara nema ég?: Hundur í óskilum í Borgarleikhúsinu

Dúettinn glettni Hundur í óskilum heldur upp á 20 ára starfsafmæli sitt um þessar mundir. Í tilefni þess standa þeir nú fyrir sýningunni Öldin okkar á nýja sviði Borgarleikhússins. Sýningin er á mörkum þess að vera tónleikar, uppistand og leikrit - og reynir sannarlega á hæfileika hundanna á öllum þessum sviðum.
09.feb. 2015 - 20:25 Ragnheiður Eiríksdóttir

Brynja Mist og nettröllin

Um daginn komust tvær stúlkur í fréttirnar.
Brynja Mist lenti í bílslysi. Hún hlaut opin sár sem blæddi úr, marðist og kinnbeinsbrotnaði. Þegar Brynja lá á slysadeildinni tók hún af sér sjálfsmynd sem hún setti á samfélagsmiðla og með henni fylgdu skilaboð Brynju til annarra um að keyra ekki undir áhrifum.
03.feb. 2015 - 08:00 Ragnheiður Eiríksdóttir

Sundhöllin að morgni: Leikþáttur

Um daginn gerði ég afskaplega óvenjulegan hlut eldsnemma að morgni. Ég hafði lagst til svefns klukkan níu kvöldið áður og vaknaði fram úr hófi hress klukkkan sex, löngu fyrir fyrsta hanagal á Skólavörðuholtinu. Það var aðeins eitt til ráða í þessari stöðu, að fara í sund.
26.jan. 2015 - 09:39 Ragnheiður Eiríksdóttir

Læknar, lepjið þið dauðann úr skel? Pælingar í kjölfar kjarasamninga

Ég elska lækna. Ég hef starfað með þeim á Geðdeild LSH og líka áratuginn sem ég geystist um grundir sem fulltrúi fyrirtækjarisa í lyfjabransanum. Ég á helling af dásamlegum vinum sem eru læknar og ég þigg að sjálfsögðu þjónustu þeirra þegar eitthvað bjátar á. Ég samgleðst íslensku læknastéttinni innilega vegna nýundirritaðra kjarasamninga og vona svo sannarlega að þar sé tónninn sleginn fyrir kjarasamningaviðræður annarra heilbrigðisstétta.
13.jan. 2015 - 22:00 RaggaEiríks

Litlar stelpur og líkamsvirðing

Mér er mikið hjartans mál að hafa góð áhrif á konur í kringum mig. Á hverjum degi hitti ég eða heyri í konum sem tala sig niður á einhvern hátt. Þær eru ekki nógu svona eða hinsegin og bíða eftir hamingjunni sem á eftir að hrynja ofan á hausinn á þeim þegar þær losna við síðustu fimm kílóin, finna rétta hrukkukremið eða ná að mæta fjórum sinnum í viku í ræktina í sex mánuði samfleytt.
16.des. 2014 - 19:16 RaggaEiríks

Jólin koma með Baggalúti: Ragga fór á tónleika

Ég skrapp á jólatónleika Baggalúts í vikunni. Hróður þeirra vex með hverju árinu og hjá fjölmörgum Íslendingum marka þessir tónleikar hið eiginlega upphaf jólaundirbúningsins.
09.des. 2014 - 10:57 RaggaEiríks

Ofbeldissamband skáldkonu og siðblindingja: Ragga rýnir í nýjustu bók Elísabetar Jökulsdóttur

Ég ætlaði aðeins að glugga í bókina og klára hana kannski seinna. Ég lagðist í rauðan leðursófa og byrjaði að lesa, ég þurfti oft að skipta um stellingu því lesturinn fór alveg inn í mig. Ég gat ekki lagt bókina frá mér.
08.des. 2014 - 21:14 RaggaEiríks

Hold og heitir kroppar: sirkus Íslands sýnir jólakabarett

Ég er agalega mikil sirkusmanneskja. Ég elska loftfimleika og þegar ég varð lítil varð ég algjörlega innblásin og uppnumin ein áramótin af atriði í Billy Smart þar sem tvö börn í hvítum sokkabuxum gengu um og sýndu jafnvægiskúnst á stórum hvítum kúlum.
01.des. 2014 - 14:05 RaggaEiríks

Ragga les bók: KATA eftir Steinar Braga: Er maðurinn kona?

Margir höfðu varað mig við Kötu, sagt að hún væri svakaleg/erfið/átakanleg/sjokkerandi. Nokkrir höfðu líka sagt að allt þetta kvenlega innsæi væri alls ekkert undarlegt miðað við þá staðreynd að höfundurinn hefði búið með bráðskýrri skáldkonu á meðan hann skrifaði bókina.
30.nóv. 2014 - 17:39 Ragnheiður Eiríksdóttir

Ragga fer í leikhús: Hilmir Snær svitnar - Beint í æð í Borgarleikhúsinu

Verkið Beint í æð, sem sýnt er um þessar mundir á stóra sviði Borgarleikhússins, tikkar í öll farsaboxin í bókinni. Á sviðinu eru fernar dyr, misskilningur hrúgast á misskilning ofan, skarpir en þó fyrirsjáanlegir brandarar eru endurteknir í sífellu...
26.nóv. 2014 - 13:23 Ragnheiður Eiríksdóttir

Hvað er að ykkur íslenskir karlmenn?

Við vinkonurnar höfum áhyggjur af karlkyninu, getur verið að hérumbil 90% íslenskra karlmanna séu vanstilltir í samskiptum.
24.nóv. 2014 - 15:42 Ragnheiður Eiríksdóttir

Ragnheiður fer í leikhús: OFSI

Leikhópurinn Aldrei óstelandi frumsýndi Ofsa, sem byggt er á samnefndri skáldsögu Einars Kárasonar, sunnudagskvöldið 23. nóvember.
18.nóv. 2014 - 12:00 Ragnheiður Eiríksdóttir

Klám og ábyrgð

Klám er spes fyrirbæri. Fáir viðurkenna að nota það en eins og allir vita er 90% internetsins fullt af klámi og kattavídeóum (þessari prósentutölu er skellt fram algjörlega ábyrgðarlaust). Við vitum líka mætavel að klám er kynörvandi, bæði fyrir konur og karla og meira að segja fyrir femínista eins og mig. Mýtan um að konur bregðist ekki við klámi hefur verið lífsseig en snýst þó líklega frekar um að konur eru sjúklega flinkar að laga sig að væntingum samfélagsins og feðraveldið er ennþá lymskulega grimmt þegar kemur að því að refsa konum fyrir að tjá kynvitund sína á sama hátt og karlar gera án þess að hugsa sig tvisvar um.  

Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragga Eiríks er hjúkrunarfræðingur sem gerir ýmislegt annað en að hjúkra. Um árabil hefur hún skrifað, talað og fjallað um kynlíf á fyrirlestrum, á námskeiðum og í fjölmiðlum. Fyrsta bók hennar Kynlíf Já takk kom út 2014 hjá Forlaginu.

Á þessum vef birtast greinar og ýmislegt forvitnilegt um kynlíf og samskipti fólks. Lesendur geta sent Röggu spurningar, uppástungur um efni eða kynlífsleyndamálin sín á netfangið raggaeiriks@pressan.is