17.ágú. 2011 - 09:00 Ólöf Nordal

Auglýst eftir árangri „velferðarstjórnarinnar“

Ég undrast á grein fjármálaráðherra sem birtist í Fréttablaðinu 16. ágúst. Þar hreykir fjármálaráðherra sér af góðum árangri í embætti. Ekki getur Steingrímur átt við  árangur í atvinnumálum, ekki er það hagvöxturinn því ríkisstjórnin hefur ekki farið í verkefni sem skapa störf og hagvöxt. Það er með ólíkindum að Steingrímur segi: „fjárfesting er tekin að aukast.“ Ég bendi á að fjárfestingar á Íslandi hafa ekki verið minni síðan eftir stríð eða í 67 ár!  
05.jan. 2011 - 22:50 Ólöf Nordal

Er orðin klisja að segja að landið sé stjórnlaust?

Endalausar fréttir hafa verið færðar af átökum í þingflokki vinstri grænna.  Ekki það að ástæðulausu, að spurt sé, hvort ríkisstjórnin sem nú situr hafa þingmeirihluta.  Sú atburðarrás sem fór af stað við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins á sér enga hliðstæðu og er í sjálfu sér grafalvarlegt mál.  Ríkisstjórnarflokkar sem í upphafi lokaafgreiðslu um fjárlagafrumvarp veit ekki til fulls um afrif frumvarpsins – ætti  hið minnsta að hugsa alvarlega sinn gang og með réttu segja af sér í óbreyttri mynd.

05.jún. 2010 - 18:17 Ólöf Nordal

Nú megum við ekki bregðast

Seðlabanki Íslands gaf út skýrslu um fjármálastöðugleika nú í vikunni. Þar kemur fram, að vaxandi hluti íslenskra heimila og fyrirtækja eru í verulegum vanda. Rúmlega helmingur heimila í greiðsluvanda er með gengistryggð lán og það eru ekki síst ungar barnafjölskyldur sem standa frammi fyrir þessum erfiður aðstæðum. Þá er talið líklegt að hlutfall þeirra sem skulda meira en þau eiga í húsnæði, muni hækka á næstu árum.
05.mar. 2010 - 07:30 Ólöf Nordal

Stöndum saman, segjum nei

Á morgun ganga landsmenn að kjörborðinu og greiða atkvæði um hina alræmdu Icesave samninga sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur keyrði í gegn um Alþingi um síðustu áramót.  Allt frá liðnu sumri hefur Sjálfstæðisflokkurinn ásamt öðrum flokkum í stjórnarandstöðu og fjölmörgum almennum borgurum barist af alefli gegn þessum samningum.  Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki hlustað – þvert á móti hefur hún beygt sig undir ofríki viðsemjenda.
03.mar. 2010 - 07:58 Ólöf Nordal

Er Ísland stjórnlaust?

Fyrir rétt um ári sendi ríkisstjórnin frá sér fréttatilkynningu um stórátak í endurreisn atvinnulífsins.  Skapa átti 4000 störf um allt land til að „stemma við auknu atvinnuleysi og stuðla að endurreisn atvinnulífs í landinu“ eins og sagði í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar. Óhætt er að segja að lítið hefur farið fyrir efndunum á þessum áformum. 

27.nóv. 2009 - 22:45 Ólöf Nordal

Dubai og Icesave

Fyrir fáum misserum hefðu fáum dottið í hug að furstadæmið Dubai væri á leið í þrot.  Þar flaut kampavínið, gull í hverri skál og skíðabrekkur í verslunarmiðstöðvum.  Þar dugðu ekki 5 stjörnu hótel, þau urðu að vera 7 stjörnu.  Stefnan var að byggja á þjónustu og verslun – endalausir skýjakljúfar voru reistir, en  ekki nægjanleg framleiðsla.  Það er ekki hægt að keyra hagkerfi án þess að undir liggi öflug verðmætasköpun í formi framleiðslu  - annað er því miður loft eins og dæmin sanna.
03.nóv. 2009 - 20:21 Ólöf Nordal

Bannað að hafa aðra skoðun Árni Þór?

Árna Þór Sigurðssyni er nokkuð niðri fyrir í pistli sínum hér á Pressunni.  Nú er það svo, að þeir sem leyfa sér að hafa aðra skoðun á því hvernig best er að stýra landinu og eru hægri menn ofan í kaupið, eiga að þegja.
21.okt. 2009 - 10:50 Ólöf Nordal

Icesave og öryggisnetið

Icesave málið er komið aftur inn í þingið.  Ég vonaðist til að til þess þyrfti ekki að koma, heldur tæki ríkisstjórnin niðurstöðu Alþingis í sumar af þeirri festu, að viðsemjendur okkar skildu að Alþingi var alvara með þeim fyrirvörum sem settir voru.  Ég vonaði að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar færu strax í það að tala við þjóðhöfðingja annarra landa og afla sjónarmiðum okkar stuðnings.
08.ágú. 2009 - 08:33 Ólöf Nordal

Rangt Steingrímur!

Það var makalaust að hlusta á Steingrím Jóhann Sigfússon fjármálaráðherra í Kastljósi á fimmtudagskvöld. Þar sagðist hann gera allt sem hægt væri til að halda lífi í fyrstu hreinu vinstristjórn lýðveldistímans.
16.jún. 2009 - 07:00 Ólöf Nordal

Vandræðagangur í ICESAVE málinu

Á fimmtudaginn var upplýsti forsætisráðherra þjóðarinnar að hún tryði hreinlega ekki öðru en að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu hlaupa undir bagga með ríkisstjórninni og bjarga henni út úr ICESAVE ógöngunum.
10.jún. 2009 - 21:12 Ólöf Nordal

Allt stopp!

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að lækka stýrivexti um 1 prósentustig á fimmtudaginn. Þessi ákvörðun nefndarinnar hefur valdið töluverðum óróa í þjóðfélaginu. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í fréttum að menn gætu alveg eins farið heim að undirbúa hátíðarhöld fyrir 17. júní, það væri ófært að ná samkomulagi á almennum markaði undir oki þessara vaxta. Ef það verður raunin, að aðilar vinnumarkaðarins nái ekki saman núna, er það afar mikið áhyggjuefni.
24.maí 2009 - 11:26 Ólöf Nordal

Og hver lagði framsalið til?

Skúli Helgason þingmaður Samfylkingarinnar fer oft mikinn á bloggsíðu sinni. Í færslu þann 22. maí sl. átti hann ekki til orð yfir það að menn skyldu voga sér að gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar um svokallaða fyrningarleið. Bendir hann í vanþóknun sinni á orð formanns Sjálfstæðisflokksins við stefnuræðu forsætisráðherra í vikunni sem leið, þegar hann varaði við þjóðnýtingu í fiskveiðikerfinu. Það er sem sagt súrrealískt að kalla hlutina réttum nöfnum og vara við því að kollsteypa grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar á ögurstundu.
22.maí 2009 - 16:15 Ólöf Nordal

Og hvað ætlar ríkisstjórnin að gera?

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra leggur mikla áherslu á að þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um  að hefja aðildarviðræður að ESB verði afgreidd strax í sumar og í kjölfarið verði strax farið í aðildarviðræður.  Að mati forsætisráðherra er þetta brýnasta úrlausnarefni íslenskrar þjóðar. Jafnvel virðist koma til álita að gera hlé á sumarþingi meðan þingnefnd fjallar um Evrópumálið, nema einhver önnur mál séu fyrir þinginu til úrlausnar!
07.maí 2009 - 07:48 Ólöf Nordal

Valdstjórnin

Það gengur heldur brösuglega að mynda ríkisstjórn í þessu landi. Eftir 80 daga setu ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar, þar sem flokkarnir kepptust við að ausa lofi hvorir á annan, virðist heldur hafa lengst milli flokkanna eftir kosningar.
24.apr. 2009 - 22:58 Ólöf Nordal

Verum sammála um að byggja upp Ísland

Það er einkar athyglisvert að Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar skuli ekki hafa minnst einu einasta orði á Evrópusambandið í lokaávarpi sínu til þjóðarinnar fyrir kosningar.  Staðreyndin er sú að það stefnir í að Vinstri-Grænir komi svo sterkir út úr kosningum að þeir nái að kæfa fullkomlega Evrópuraddir Samfylkingarinnar í öllum stjórnarmyndunarviðræðum.
23.apr. 2009 - 13:43 Ólöf Nordal

Aðgerða- og úrræðaleysi vinstri stjórnar

Þegar einungis örfáir dagar eru til kosninga blasir heldur nöturleg mynd við kjósendum. Vinstri stjórnin, undir tvíhöfða forystu Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, sem átti að leysa öll vandamál, jafnt heimila sem fyrirtækja, á áttatíu dögum, skilar einfaldlega auðu.
07.apr. 2009 - 17:04 Ólöf Nordal

Ekki forgangsraðað í þágu fjölskyldna

Hugmyndir stjórnarflokkanna og Framsóknarflokksins um breytingar á Stjórnarskránni eiga ekki við núna. Þær tillögur sem fyrir liggja um breytingar á Stjórnarskránni þarf að gaumgæfa vel og nauðsynlegt að svigrúm skapist í samfélaginu fyrir slíkar tillögur áður en þær eru keyrðar í gegnum Alþingi með yfirgengilegri frekju.
24.mar. 2009 - 17:24 Ólöf Nordal

Gamaldags hugsun vinstri grænna!

Eftir landsfund Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs um helgina,  er ljóst að framtíðarsýn þeirra er að færa landið marga áratugi aftur í tímann.  Svar þeirra við djúpri alþjóðlegri kreppu er að skella skuldinni á Sjálfstæðisflokkinn og  láta sem að stjórnmálaflokkur á eyju langt norður í hafi, beri ábyrgð á fjármálaspekúlasjónum um víða veröld.  Langt er nú seilst.
11.mar. 2009 - 13:45 Ólöf Nordal

Þetta er óásættanlegt!

Um þessar mundir skulda 18% heimila í landinu meira en þau eiga og það er óásættanlegt. Á mannamáli heitir þetta gjaldþrot. Á annan tug þúsunda manna eru án atvinnu og flótti fólks frá landinu er þegar hafin, það er einnig óásættanlegt. Því miður er unga og vel menntaða fólkið fyrst til að fara, fólkið sem við megum síst við að missa í þeirri uppbyggingu sem framundan er.
03.mar. 2009 - 17:24 Ólöf Nordal

Heilbrigði fyrirtækja ræðst af velferð heimilanna

Það var dálítið átak að fá kjósendur í norðausturkjördæmi til þess að kjósa mig, í prófkjöri fyrir röskum tveimur árum.  Ég hafði þá búið eystra um tveggja ára skeið, og gat ekki rakið neinar ættir í þetta nýja kjördæmi.  „Af hverju eigum við að kjósa þig“ , sagði fólk við mig.  Þú ert Reykvíkingur og rétt nýkomin hingað, og ert áreiðanlega á förum aftur.  „Þú átt að kjósa mig af því að ég er Reykvíkingur.“  Það var inntakið í minni kosningabaráttu þá.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Ólöf Nordal
Alþingismaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar