23.jan. 2017 - 07:00 Oddný Guðbjörg Harðardóttir

Ferðamannaparadís

Allt sem skiptir máli fyrir þróun ferðaþjónustunnar hér á landi skiptir einnig máli fyrir Suðurland, enda vinsælustu ferðamannastaðirnir á því landssvæði. Ferðaþjónustan er á örfáum árum orðin ein af undirstöðu atvinnugreinum þjóðarinnar en enginn hefur almennilega haldið um stjórnartaumana og stýrt þróun hennar eða metið áhrif umfangs hennar, s.s. á aðrar atvinnugreinar, fasteignaverð og þenslu. Stjórnvöld hafa ekki sinnt því mikilvæga hlutverki að ákvarða hvernig hagkvæmast og best er að ferðaþjónustan þróist til framtíðar, meta kostnað af ágangi ferðamanna og hvað teljast megi æskilegt rekstrarumhverfi atvinnugreinar í miklum vexti. Ef ekki verður gripið strax um taumana er líklegt að orðspor Íslands sem ferðamannastaðar skaðist, ferðamönnum fækki og fjárfestingar í greininni beri sig ekki með slæmum fjárhagslegum afleiðingum.
26.ágú. 2016 - 20:00 Oddný Guðbjörg Harðardóttir

Kvótinn og fólkið

Mikil umræða hefur skapast síðustu vikur um stjórn fiskveiða hér á landi í kjölfar útboðs Færeyinga á aflaheimildum og sölu kvótans frá Þorlákshöfn. Umræðan er einkum um það tjón sem sjávarbyggðir verða fyrir þegar kvótinn er seldur burt og það réttlætismál að fólkið í landinu fái að njóta arðsins sem eign þess skapar með fullu verði fyrir veiðileyfin. Með því fengjust tekjur í ríkissjóð sem nýta mætti til heilbrigðisstofnana um allt land og til annarrar uppbyggingar.

11.júl. 2016 - 12:00 Oddný Guðbjörg Harðardóttir

Svelt heilbrigðiskerfi


28.júl. 2011 - 20:15 Oddný Guðbjörg Harðardóttir

Staðreyndum snúið á haus

Um viðbrögð formanna stjórnarandstöðunnar við ríkisreikningi 2010

Já það er rétt, hér á landi varð efnahagshrun sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir land og þjóð. Jú það er einnig rétt að eftir hrunið og vegna þess sem á undan því gekk eigum við í skuldavanda og einnig í alvarlegum vanda vegna skorts á trúverðugleika. Tekjurnar féllu og gjöldin ruku upp einkum vegna aukins vaxtarkostnaðar og greiðslu atvinnuleysisbóta. Gatið á milli tekna og gjalda ríkissjóðs var um 200 milljarðar króna. Áætlun um að láta tekjur og gjöld passa saman var gerð og kynnt sumarið 2009 og eftir henni farið með góðum árangri. Fjárlög ársins 2011 gerðu ráð fyrir að hallinn verði kominn niður í 39 milljarða en vegna kjarasamninga frá því í vor lítur út fyrir að hann verði 50 milljarðar. Það skref var tekið til að ýta undir hagvöxt og tryggja frið á vinnumarkaði þó það þýddi stærra fjárlagagat en gert var ráð fyrir.
28.jún. 2011 - 09:00 Oddný Guðbjörg Harðardóttir

Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð – þriggja ára áætlun

„Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð leiðir til betri stjórnarhátta og hagkvæmari skiptingar tekna og gjalda hjá hinu opinbera“, segir í þriggja ára áætlun um innleiðingu kynjaðar hagstjórnar og fjárlagagerðar sem samþykkt var í ríkisstjórn þann 26. apríl síðastliðinn. Nú um stundir er unnið að 20 tilraunaverkefnum á vegum ráðuneyta og stofnana og unnið verður í samræmi við þriggja ára áætlunina við að festa vinnulagið í sessi og gera kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð að sjálfsögðum hluta vinnu við fjárlagagerð hvers árs.
19.apr. 2011 - 14:30 Oddný Guðbjörg Harðardóttir

Góðar fréttir

Í dag, þriðjudaginn 19. apríl, var gerð opinber áætlun í menntamálum sem ástæða er til að gleðjast yfir. Þar er hugað að hagsmunum ungs fólks í atvinnuleit og þeirra sem vilja auka við menntun sína. Ungu fólki er gefið tækifæri til að styrkja stöðu sína með menntun sem ekki verður frá þeim tekin, sama hvað á gengur. Áætlunin er því góð fyrir einstaklingana sem nýta sér tækifærið en einnig fyrir samfélagið í heild því viðurkennt er að menntun eykur ekki aðeins sjálfstraust og færni heldur einnig hagvöxt.  Það er þekkt staðreynd að hvert ár í framhaldsskóla eykur umtalsvert þann hagvöxt sem hver einstaklingur leggur til samfélagsins. Til þess að auka lífsgæði og hagvöxt til lengri tíma er því rétt að skapa þær aðstæður að ungmennum sé gert kleift að afla sér menntunar. Ekki má gleyma stuðningi við þau sem hann þurfa til að halda sér í námi og ná árangri.
08.apr. 2011 - 11:30 Oddný Guðbjörg Harðardóttir

Afstaða mín til samkomulagsins um Icesave er fyrst og fremst tekin í anda hagsýnnar húsmóður. Hún velur allar bestu leiðirnar til að sjá fyrir heimilinu og skapa börnunum öryggi og góðar aðstæður til vaxtar. Icesave málið er flókið og teygir anga sína víða. Með samningunum vitum við hvar við stöndum en tækjum alltof mikla áhættu með því að beina málinu til dómstóla.
23.mar. 2011 - 19:00 Oddný Guðbjörg Harðardóttir

Áhættuhegðun og Icesave

Á heimasíðu útibúa Landsbankans hf. í Bretlandi og Hollandi voru Icesave reikningar kynntir og lesendur hvattir til að leggja sparifé sitt inn á þá. Reikningarnir voru auglýstir með háum vöxtum, öryggir og tryggir. Margir einstaklingar, sveitarfélög, líknarfélög og fleiri lögðu fé sitt inn á Icesave reikningana í góðri trú.
14.feb. 2011 - 14:30 Oddný Guðbjörg Harðardóttir

Icesave deilan leidd til lykta

Það eru miklir efnahagslegir og pólitískir hagsmunir fólgnir í því að ljúka Icesave-deilunni með ásættanlegum samningum eins og þeim sem nú liggja fyrir. Stór þáttur í því að koma okkur af krafti upp úr efnahagslægðinni er að ljúka þessari flóknu milliríkjadeilu sem teygir anga sína með beinum og óbeinum hætti víða inn í atvinnu- og efnahagsmál þjóðarinnar.
13.ágú. 2010 - 11:10 Oddný Guðbjörg Harðardóttir

Endurskipulagning í menntakerfinu

Þegar draga þarf úr útgjöldum er augljóst að forgangsraða þarf verkefnum. Þannig þarf  að standa vörð um menntun á öllum skólastigum í núverandi efnahagsástandi og vitað er að eftirspurn í háskóla og framhaldsskóla eykst með auknu atvinnuleysi. Nauðsynlegt er að auðvelda fólki að fara aftur í nám til að koma í veg fyrir að atvinnuleysi verði að enn stærra félagslegu vandamáli.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Oddný Guðbjörg Harðardóttir
Oddný G. Harðardóttir er formaður Samfylkingarinnar.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar