05.okt. 2016 - 13:54 Marteinn Steinar Jónsson

Ómeðvituð hegðunarmunstur hamla árangri á vinnustað

Við getum líkt andrúmslofti og starfsanda á vinnustað við veðrið. Sumstaðar ríkir kuldi og grámi en á öðrum vinnustöðum er eins og sólin skíni endalaust með sunnanvindi og heiðbláum himni.

30.ágú. 2016 - 10:00 Marteinn Steinar Jónsson

Þú mótast af því sem þú beinir huganum að... þeim spurningum sem þú spyrð

Fyrir tvö hundruð árum í þorpi nokkru í Litháen kom upp drepsótt sem hafði þau áhrif að þeir sem sýktust féllu í svefndá eða dóu. Á þessum tíma var læknisfræðin það skammt á veg komin að erfitt reyndist að meta hvort sjúklingarnir væru lífs eða liðnir. Dag einn kom í ljós að einhverjir höfðu verið kviksettir, grafnir lifandi. Í kjölfarið var sest á rökstóla og leitað lausna á hvernig fyrirbyggja mætti að þetta gerðist aftur. Eftir miklar umræður komust flestir að þeirri niðurstöðu að best væri að setja mat og drykk í kistuna. Setja skyldi öndunarrör ofan í kistuna og gæti grafarbúinn jafnframt kippt í snúru sem hreyfði við bjöllu sem staðsett var á yfirborði grafarinnar sem væri vöktuð. Með þessum hætti væri tryggt að hinn kviksetti myndi lifa af.


07.jún. 2016 - 14:30 Marteinn Steinar Jónsson

Við veljum hvort vinnustaðurinn er góður eða slæmur

Gæði samskipta á vinnustað, viðmót, stjórnunarstíll og starfsumhverfi hafa ráðandi áhrif á starfsanda, árangur, afköst, fjarvistir og starfsmannaveltu. Sterk tengsl eru til staðar á milli góðrar líðan í starfi og árangurs því ánægðir og heilbrigðir starfsmenn skila betri vinnu.

30.mar. 2016 - 12:52 Marteinn Steinar Jónsson

Um nánd og hlustun: Stjórnendur gæti að sér

Samskiptafærni, þá einkum góð hlustun og virðing fyrir sjónarmiðum starfsmanna er ein meginforsenda árangurs á sviði persónubundinnar stjórnunar. Þetta eru meðal þeirra mörgu hæfnisþátta sem stjórnendur þurfa að temja sér. Góðir stjórnendur eru hins vegar ekki á hverju strái.
08.okt. 2015 - 11:24 Marteinn Steinar Jónsson

Góð vinnuvernd vinnur á streitu

Hvaða orsakaþáttur telur þú að vegi þyngst í ákvörðun starfsmanna að láta af störfum? Ef svarið er streituálag þá hefur þú hitt naglann á höfðuð. Rannsóknir hafa sýnt fram á að álag og streita er einn helsti hvati þess að starfsmenn velja að segja starfi sínu lausu. Samhliða þessu eru marktæk tengsl á milli streituálags, vinnuslysa og mistaka í starfi.  
07.jan. 2011 - 11:00 Marteinn Steinar Jónsson

Þú getur sigrast á frestunaráráttu

„Ég ætlaði mér alltaf að gera þetta en ég kom því aldrei í verk", eru frekar dapurleg ummæli og áfellisdómur yfir eigin frammistöðu. Þegar tilhneigingin til að skjóta verkefnum á frest er farin að valda óþægindum tölum við um frestunaráráttu.

28.des. 2010 - 20:00 Marteinn Steinar Jónsson

Hvernig get ég staðið við áramótaheitið?

Nú eru fáeinir dagar fram að áramótum og nýtt ár, 2011, að ganga í garð. Á þessum tímamótum strengja margir áramótaheit en oft verður lítið úr framkvæmd þeirra góðu áforma sem lagt var af stað með í upphafi. 
18.ágú. 2010 - 09:00 Marteinn Steinar Jónsson

Leið til að uppræta ótta og kvíða

Hefur þér stundum liðið það illa að þú ert við það að missa kjarkinn? Hafa áhyggjurnar og streitan verið það yfirþyrmandi að allt virtist vonlaust? Er þetta nokkuð sem þú kannast við?

Pressupennar
Í stafrófsröð
Marteinn Steinar Jónsson
Marteinn Steinar Jónsson er fæddur í Kópavogi 1960.

Sjálfstætt starfandi fyrirtækja- og vinnusálfræðingur og sérfræðingur á sviði klínískrar sálfræði. Lauk MSc námi í klínískri sálfræði við Lundúnaháskóla og MSc námi í fyrirtækja- og vinnusálfræði við Háskólann í Surrey í Bretlandi.

Almenn sálfræðiþjónusta fyrir almenning á eigin sálfræðistofu að Garðatorgi 7, Garðabæ.
Framkvæmdastjóri Úttektar og úrlausnar, þjónustufyrirtækis á sviði sálfræði fyrirtækja og stofnana.

Úttekt og úrlausn er viðurkenndur þjónustuaðili Vinnueftirlits ríkisins á sviði vinnuverndar, með áherslu á andlega og félagslega áhættuþætti á vinnustöðum.

Netfang: mstj@simnet.is    veffang: uttekturlausn.is

 

Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 19.5.2017
Mikilvæg fyrirmynd
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 18.5.2017
Er allt sem byrjar á einka rosalega slæmt?
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 19.5.2017
Umbreytingavorin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.5.2017
Einangrað eins og Norður-Kórea?
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - 22.5.2017
Vandræðalega bekkjarpartýið!
Elín Ósk Arnarsdóttir
Elín Ósk Arnarsdóttir - 22.5.2017
Hvít sem mjólk
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 23.5.2017
Stjórnvöld eiga að vera á tánum en ekki hnjánum
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 23.5.2017
Stærðin skiptir máli
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 24.5.2017
Uppstigningardagur
Kristinn Rúnar Kristinsson
Kristinn Rúnar Kristinsson - 24.5.2017
Mjög takmörkuð öryggisgæsla á Rammstein tónleikunum
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 25.5.2017
Um fjallageitur og samfélagsmiðlamont
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 21.5.2017
Samskipti
Fleiri pressupennar