19.apr. 2011 - 09:00 Margrét Ó. Morgan

Ó (Ár)borg mín (Ár)borg

Ég kem frá bæ sem hefur oft verið á milli tannanna hjá fólki. Selfoss er kannski best þekkt fyrir “framleiðslu” á hnökkum og skinkum, hugtök sem ég á enn mjög erfitt með að skilja en hvað um það, því þrátt fyrir tvírætt orðspor þá mun alltaf stór hluti af hjarta mínu tilheyra þessum bæ sem stendur við bakka Ölfusár. Þegar ég las á dögunum að Árborg hafði nýlega samþykkt að byrja á nýrri verslunarmiðstöð á Selfossi þá fór ég að hlægja og enn og aftur spurði ég sjálfan mig AF HVERJU? Jú Selfoss er stærsti bærinn á Suðurlandinu og þjónar stóru svæði en þurfum við í alvöru enn einn verslunarkjarna á þessu svæði?
15.mar. 2011 - 14:00 Margrét Ó. Morgan

Óraunhæfar kröfur

Ein heitasta fyrirsæta heimsins í dag er ungur strákur frá Serbíu, Andrej Pejic og má segja að hann hafi “átt” tískupallana á tískuviknum í París, London og New York nú á dögunum, en hann sýndu meðal annars brúðarkjól fyrir Jean Paul Gaultier. Andrej er mjög flott fyrirsæta, ótrúlega fallegt og fíngert andlit og með vöxt sem þykir “fullkomin,” og hann er m.a. andlit nýjustu vorlínu Marc Jacobs. Hann getur bæði sýnt kvenkyns- og karlkynsfatnað og er hann það sem kallað hefur verið andlit hinnar “kynlausu tísku.”  Þetta er mjög áhugavert hugtak: “Kynlaus tíska” og þrátt fyrir að mér finnst þessi strákur alveg ótrúlega flottur, þá ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvað í ósköpunum er verið að meina með þessu hugtaki. 
02.mar. 2011 - 16:00 Margrét Ó. Morgan

Gjöf dauðans

Um helgina horfði ég á Social Network sem fjallar um upphaf fyrirbærisins Facebook. Þetta er mjög vel gerð mynd í alla staði og sýnir vel hve fágaður leikstjóri David Fincher er en eftir að ég var búin að horfa á myndina þá sat ég eftir með þessa tilfinningu að það er eitthvað rangt við þetta allt saman, Facebook, græðgi, forvitni.....
14.feb. 2011 - 18:00 Margrét Ó. Morgan

Power of love

Stundum er raunveruleikinn verri en skáldskapur og þegar ég les dagblöðin, The Tampa Tribue og St. Petersburg Times, þá finnst mér stundum eins og ég sé að lesa illa skrifaða skáldsögu. Síðustu vikur hafa verið erfiðar hér á Tampa Bay svæðinu: Þann 24. janúar voru tveir lögreglumenn, Sgt. Tom Baitinger og Jeffrey Yaslowitz, skotnir af fyrrverandi fanga, Hydra Lacy Jr, sem vildi frekar taka líf sitt og annarra heldur en að fara aftur í fangelsi. Nokkrum dögum síðar skaut Julie Schenecker son sinn, Beau, í hausinn á leiðinni á fótboltaæfingu, eftir að hann mótmælti einhverju sem hún sagði, og síðan keyrði hún heim og skaut dóttir sína, Calyx, í hnakkann á meðan hún var læra.
04.feb. 2011 - 20:00 Margrét Ó. Morgan

Sært stolt

Ár hvert í lok janúar er stór og mikil hátíð í Tampa sem heitir Gasparilla. Í rúm hundrað ár hafa Tampabúar haldið upp á þessa hátíð sem nefnd er eftir sjóræningjanum Jose Gaspar, sem talinn er hafa „starfað” lengi í Suðvestur Flórída.
30.jan. 2011 - 20:00 Margrét Ó. Morgan

Hinn gullni meðalvegur

 Þessa dagana er endalaust verið að skrifa um og hvetja fólk til að „taka á sínum málum,” og  „losna við jólasteikina,” og alltaf kemur í ljós að lykillinn sé HÓF – „Allt er gott í hófi.” Þegar ég les greinar frá þessu duglegt og hæfileikaríku fólki, sem er greinilega mjög duglega að fara í ræktina og borðar allt í hófi, þá langar mig helst til að öskra af pirringi! Þetta virkar svo hrikalega auðvelt, „allt er gott í hófi,” „hinn gullni meðalvegur” og öll þessi yndislegu orðatiltök sem viðkemur þessari hugsun um að stilla allt í hóf en málið er bara að ég hef aldrei geta fundið þennan blessaða meðalveg.
16.jan. 2011 - 16:00 Margrét Ó. Morgan

Fake it until you make it!!!

Þegar ég las viðtalið við Ásdísi Rán í Mónitór í desember sl. og sá hana síðan Hjá Loga þá vissi ég ekki hvort ég þoldi hana eða dáði eða kannski var ég bara öfundsjúk út í hana út af þessu ótrúlega sjálfstrausti sem hún hefur: “enginn er betri en ég.” Sjálfstraust er orð sem hefur í langan tíma ekki verið til í mínum orðabókum og ég tel að konur hafa upp til hópa alltof lítið sjálfstraust og ég veit ekki af hverju en við erum snillingar að draga okkur niður og gera lítið úr hlutunum.
06.jan. 2011 - 10:00 Margrét Ó. Morgan

Að vera sáttur við sjálfan sig

Þegar ég las að fyrirsætan Isabelle Caro væri látin, aðeins 28 ára gömul, eftir langa baráttu gegn anorexíu þá kom mikil depurð yfir mig – enn ein konan sem er fórnarlamb átröskunar. 
31.des. 2010 - 16:00 Margrét Ó. Morgan

Áramótaheit

Ég trúi því ekki að það sé að koma nýtt ár, tíminn flýgur áfram – eins og hraðlest en í þessari lest er ekki hægt að kaupa miða, þú verður bara að reyna að njóta ferðalagsins, án þess að vita hvert það tekur þig. Lífið er ferðalag – ein stór óvissuferð en óvissan er stundum svo ógnvekjandi – það er eins og þú hangir á þunnum þræði og þú veist ekki hvort að þú munt falla eða ekki.
22.des. 2010 - 10:00 Margrét Ó. Morgan

Jól og jólahald

Ég naut þeirra forréttinda að hafa kynnst tveimur langömmum mínum og þrátt fyrir að þær hafi verið mjög ólíkar og búið í sitthvorum landshlutanum, þá áttu þær eitt sameiginlegt – Þær voru ótrúlegar sterkar konur sem létu ekkert buga sig. Ég gat ekki annað dáðst að þessum konum sem þurftu að hafa svo miklu meira fyrir hlutunum og þurftu að aðlagast ótrúlegum þjóðfélagsbreytingum sem varð á Íslandi á 20. öld.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Margrét Ó. Morgan

Ég heiti Margrét Ó. Morgan. Ég er þrítug leikkona, nýgift og nýútskrifuð úr leiklistarskóla í New York. Ég hef alltaf verið smá flakkari í mér, þegar ég var tvítug þá fór ég sem au-pair til Parísar og ætlaði BARA að vera þar í 1 ár en þetta eina ár varð að fjórum;-)

Ég er með B.A. í frönsku frá Háskóla Íslands og svo var ég að klára Meisnertækni nám í leiklist frá Esper Studio í New York. Ég elska að lesa bækur, horfa á góðar bíómyndir, fara í leikhús og horfa á fótbolta.

Fyrstu tvö árin mín í USA bjó ég í NY,  í borgin sem aldrei sefur en núna í sumar og eitthvað fram að hausti þá bý ég í Tampa Flórída. Þetta er þægilega stór bær/borg en ekkert eins og NY þar sem hraðinn og orkan er endalaus. Hér í Flórída er allt mun hægara og rólegra - allir taka sinn tíma:-)

Mér finnst eins og ég sé loksins að kynnast hvernig "alvöru" ameríkanar eru og lifa því ég get ekki sagt að NY sé mjög amerísk borg;-)

Nýtt á Pressunni
eitthvað fyrir alla
  1. 1 af 5 notar nærföt oftar enn einu sinni áður en þau eru þvegin Ragna Gestsdóttir
  2. Þetta er almennileg hefnd Björg Magnúsdóttir
  3. Hann er sjúkur í okkur! Björg Magnúsdóttir
  4. Okkar Elin Nordegren? Björg Magnúsdóttir
  5. Stripp Ess Í Björg Magnúsdóttir
  6. Sigurjón digri Björg Magnúsdóttir
  7. Löðrandi í leðri, Löðrandi Lohan - MYNDIR Björg Magnúsdóttir
  8. Essassú? Björg Magnúsdóttir
  9. Að vera nett Björg Magnúsdóttir
  10. Stelpur mínar Björg Magnúsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.1.2018
Þjóðviljinn var hlutlausari en Kjarninn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.1.2018
Andmælti Davíð, en trúði honum samt
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Hún líka
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Fleiri pressupennar