04.mar. 2017 - 07:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Veðurblíðan varir áfram

Snjókoman sem féll síðustu helgina í febrúar hefur ekki farið fram hjá neinum. Loksins kom snjórinn á vetri sem hefur verið fádæma blautur og snjóléttur. Víða féllu ríflega hálfrar aldar gamlar metatölur um þykkt á jafnföllnum snjó.
19.feb. 2017 - 07:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Verkfallið

Sjómannaverkfalið hefur nú staðið í tvo mánuði. Menn eru komnir á endastöð í því. Nú þegar loðnan er fundin þá telur klukkan hratt niður í núll. Samfélagið getur ekki endalaust beðið eftir því hver ber sigur úr býtum í þessu störueinvígi  sjómanna og útvegsfyrirtækja. Ríkið verður að grípa inn í deiluna og leggja sitt af mörkum til lausnar hennar. Yfirlýsingar sjávarútvegsráðherra um að hún sé á móti sértækum aðgerðum voru illa ígrundaðar. Ef ekki vill betur þá verður forsætisráherra að grípa fram fyrir hendur sjávarútvegsráðherra, jafnvel þó það tefli lífi ríkisstjórnarinnar í hættu. Til hvers eru stjórnmálamenn ef ekki nú?
03.feb. 2017 - 07:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Endurnýjun fiskiskipaflotans

Það er ánægjulegt að fylgjast með þeirri endurnýjun sem nú er að eiga sér stað í íslenska fiskiskipaflotanum. Stærri skip okkar voru orðin alltof gömul svo talið var í áratugum, og löngu kominn tími á endurnýjun og nýsmíðar. Nú er loks verið að vinna bragarbót á þessu. Ný eða nýleg skip koma til landsins, bæði togarar og uppsjávarskip.
25.des. 2016 - 07:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Stjórnlaust land

Þann 29. desember verða liðnir tveir mánuðir síðan þjóðin gekk til Alþingiskosninga. Í þeim kosningum kolféll meirihluti ríkisstjórnar síðasta kjörtímbils. Sú stjórn situr þó enn sem valdalítil starfsstjórn því hvorki hefur gengið né rekið hjá flokkunum sem nú eru á þingi að koma sér saman um nýjan stjórnarmeirihluta. Það er stjórnarkreppa í landinu.
12.des. 2016 - 07:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Vantraustið gegn stofnunum samfélagsins

Mikið og viðvarandi vantraust ríkir í garð fjölmargra stofnana þjóðfélags okkar. Því miður erum við stöðugt að fá fregnir sem grafa enn frekar undan þessu trausti. Þetta er alvarlegt mál því fólk á að geta treyst stofunum sem eiga að vera burðarstoðir í samfélagsgerðinni.

10.okt. 2016 - 17:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Laxeldi og laxveiði

Það er ofur skiljanlegt að veiðiréttareigendur og laxveiðimenn hafi þungar áhyggjur af áformum um stórfellt laxeldi á Vestfjörðum og Austfjörðum. Á Vesturlandi eru margar af bestu laxveiðiám landsins. Þær skila háum tekjum inn í sveitirnar sem þær renna um. Hagsmunirnir eru miklir fyrir hinar dreifðu byggðir.
06.okt. 2016 - 10:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Íslendingum hefur oft heppnast vel að skjóta sig í báðar lappir

Frá árinu 2010 hafa íslensk skip veitt milljón tonn af makríl í íslenskri lögsögu.  Milljónasta tonnið var innbyrt nú í lok september þegar aflinn á yfirstandandi vertíð náði 142.221 tonni. „Engum dylst að koma makrílsins á Íslandsmið hefur haft mikil áhrif á afkomu útgerðar, tekjur sjómanna og hag landsmanna allra.  Útflutningsverðmæti makrílafurða, að undanskildu mjöli, frá árinu 2010 til og með 2015 nam 110 milljörðum.  Á bakvið þá tölu eru um 600 þús. tonn og meðalverð því 184 kr/kg.,“ segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda (LS).
25.sep. 2016 - 07:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Kjósum um framtíðina


10.sep. 2016 - 15:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Íshafsskipalestirnar frá Hvalfirði

Í síðustu viku var ég beðinn um að fara sem fulltrúi Íslands á vegum Utanríkisráðuneytisins til að taka þátt í hátíðarhöldum í Rússlandi fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Tilefnið var að 75 ár eru liðin frá siglingu fyrstu Íshafsskipalestarinnar frá Hvalfirði. Sjá miðopnu þessa blaðs. Mér var þetta ljúft og skylt og sannur heiður. Við þessi tímamót var Ísland þjóðríki meðal þjóðríkja.

26.ágú. 2016 - 15:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Sumri hallar, hausta fer

Nú þegar líður að hausti verður líf margra reglubundnara en var í sumar þegar fólk naut leyfa og frelsis. Skólar hefjast og það verður meiri erill á mörgum vinnustöðum.

08.júl. 2016 - 09:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Til hamingju, Akranes!

Fréttin af því að íbúar Akraness séu orðnir sjö þúsund talsins heyrir til merkra tíðinda. Þar fjölgar fólkinu stöðugt. Það eru ekki nema rétt rúm níu ár síðan íbúafjöldi bæjarins fór yfir sex þúsund manna markið. Það var í febrúar 2007. Þetta er 16,7 prósenta fjölgun á níu og hálfs árs bili sem hefur verið afar sveiflukennt í sögu þjóðarinnar. Snöggt innlit á vef Hagstofunnar þar sem skoða má tölur um íbúafjölda sýnir að mannfjöldi á Íslandi jókst um átta prósent frá byrjun 2007 til ársbyrjunar 2016. Án þess að hafa lagst í ítarlegar rannsóknir þá segir mér þó svo hugur að ekkert sveitarfélag utan höfuðborgarsvæðisins hafi upplifað jafn mikla fjölgun íbúa og Akranes á undangengnum tíu árum. Þetta er gleðiefni.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór er ritstjóri Vesturlands, landshlutablaðs Vefpressunnar.
(24-30) Þ.Þorgrímsson: Hydrocork - mars