25.jan. 2011 - 10:00 Magnús Orri Schram

Auðlindirnar fiskur og jarðhiti

Ennþá virðist sá misskilningur vera fyrir hendi að orkuauðlindir þjóðarinnar séu að einhverju leyti í einkaeigu. Það er rangt og var sérstaklega tryggt í löggjöf árið 2008. Umræðan um orkuauðlindirnar á hins vegar að snúast um nýtingu þeirra.  
10.jan. 2011 - 15:00 Magnús Orri Schram

Ríkisstjórnarsamstarfið

Þegar tveir flokkar eða fleiri mynda ríkisstjórn fara fram samningaviðræður til að móta sameiginlega stefnu og á þeim grunni er gerður stjórnarsáttmáli. Við gerð hans fá ólík sjónarmið að koma fram og fólk ræðir sig til niðurstöðu um ákveðnar lausnir. Engin skoðanakúgun á sér stað, heldur reyna aðilar að finna lendingu sem myndar grundvöll samstarfs. Slíkt átti sér stað við gerð stefnuplaggs ríkisstjórnar VG og Samfylkingar
10.des. 2010 - 12:00 Magnús Orri Schram

Laun og skuldir í sömu mynt

Stjórnmálamenn eiga jafnt að takast á við málefni líðandi stundar, sem og að marka stefnu til framtíðar. Sjaldan er meiri þörf á skýrri framtíðarsýn en einmitt þegar gengið er í gegnum erfiðleika. Langtímamarkmið okkar er hér verði mögulegt að búa áfram og það er hlutverk stjórnmálamanna að skapa skilyrði og umhverfi til að svo megi verða.
08.des. 2010 - 17:00 Magnús Orri Schram

Milljón eða milljón?

Íslensk ferðaþjónusta stendur á tímamótum. Gríðarleg tækifæri blasa við greininni ef rétt er á málum haldið en um leið er að mörgu að hyggja. Það er einkennandi fyrir ferðaþjónustuna  að hér er stuttur háannartími og fábreytni í vöruframboði, sem leiðir til verðsamkeppni  og lítillar framlegðar. Þessi staða kemur í veg fyrir nauðsynlega framþróun, og auðvelt er að herma eftir nýjungum í vöruframboði (low barriers to entry). 
28.nóv. 2010 - 18:00 Magnús Orri Schram

AGS og hagvöxturinn

Það er auðvelt að kenna AGS um stöðu íslenskra heimila og fyrirtækja nú um stundir. Slíkur málflutningur er hins vegar ósanngjarn, enda þurfum við ekki sjóðinn til að segja okkur að jafnvægi milli tekna og gjalda ríkissjóðs er forsenda endurreisnar íslenska hagkerfisins. Samvinna við AGS er raunar forsenda viðspyrnu, enda myndum við búa við enn veikari krónu og ekkert aðgengi að erlendu lánsfjármagni fyrir ríkissjóð án stuðnings erlendis frá.  Þannig væri staðan mun verri ef ekki nyti AGS við. Það er nóg að spyrja Íra sem leita nú á náðir sjóðsins. 
05.nóv. 2010 - 11:30 Magnús Orri Schram

Af hverju erum við að vinna með AGS?

Við hrun bankakerfisins varð greiðslufall yfirvofandi hjá Íslandi. Ekki voru til fjármunir til að standa skil á háum erlendum skuldbindingum og samstarf við erlend ríki var lífsnauðsynlegt ef endurreisn ætti að eiga sér stað. Erlend ríki vildu hins vegar ekki aðstoða Ísland án þess að AGS kæmi þar að.
14.okt. 2010 - 10:20 Magnús Orri Schram

Atvinnulífi til aðstoðar

Þúsundir  smárra og meðalstórra fyrirtækja eru enn of skuldsett og treysta sér sökum þessa ekki í fjárfestingar eða nýráðningar starfsfólks. Það er sameiginlegt verkefni banka og stjórnvalda að brjótast úr þessari kyrrstöðu. Forsenda hagvaxtar í landinu er endurskipulagning þessara fyrirtækja.
07.okt. 2010 - 10:20 Magnús Orri Schram

Skattalegir hvatar til að örva atvinnulífið

Það er óneitanlega nokkur doði yfir íslensku atvinnulífi. Fyrirtæki óttast að ráðast í fjárfestingar, kaup á húsnæði eða til nýráðninga starfsfólks.

Hvaða hlutverki getur Alþingi eða stjórnvöld gegnt í þessari stöðu sem nú ríkir?
11.jún. 2010 - 12:00 Magnús Orri Schram

Bankaskattur

Nú horfum við frammá niðurskurð í þjónustu við aldraða, fatlaða, og skerðingu á velferðarbótum.  Frá árinu 2003 höfum við Íslendingar einkavætt hagnað fjármálastofnanna en ríkisvætt tap þeirra.  Ég vill leggja til að þessari þróun verði snúið við og lýsi mig fylgjandi innleiðingu bankaskatts á þær fjármálastofnanir sem sýna svona umtalsverðan hagnað.
17.maí 2010 - 15:11 Magnús Orri Schram

Báknið burt

Í rúmt ár hefur Ríkisstjórnin stefnt að fækkun ráðuneyta. Með slíku má spara fjármuni, fækka stofnunum, einfalda stjórnsýslu og auka fagmennsku.
10.apr. 2010 - 10:00 Magnús Orri Schram

Yst til hægri og yst til vinstri

Þar sem fjölmargt í endurreisn atvinnulífsins veltur á erlendu fjármagni og viðskiptatrausti til Íslendinga, telja sumir stjórnmálamenn að mikilvægt sé að leysa Icesave í anda þess tilboðs sem lá á borðinu fyrir þjóðaratkvæði. Fámennur hópur stjórnmálamanna er hins vegar á annari skoðun, og virðist ónæmur við nýlegum fréttum úr atvinnulífinu.
09.apr. 2010 - 13:40 Magnús Orri Schram

Jarðhiti og fiskur

Niðurstaða nefndar um leigu á vatns- og jarðhitaréttindum sem kynnt var í gær,  er sú að veita eigi réttinn til nýtingar auðlindar til 40-50 ára og að undantekningarlaust eigi að greiða gjald fyrir notkun.
29.mar. 2010 - 17:13 Magnús Orri Schram

Þorum við – getum við?

Samkvæmt efnahagsáætlun ríkisstjórnar þarf að ráðast í um 50 milljarða niðurskurð á þessu ári. Það eru ekki til peningar fyrir umframeyðslu. Það verður erfitt verkefni, enda þarf að skera niður næstum alls staðar t.d.  í þjónustu við börn, aldraða, sjúka, fatlaða og svo mætti lengi telja.
28.mar. 2010 - 14:00 Magnús Orri Schram

3300 manns atvinnulausir vegna Icesave

Kostnaður við að ljúka ekki Icesave kemur betur og betur í ljós. Fyrir rúmri viku sagði  Seðlabankastjóri að mesta hindrunin í vegi fyrir frekari vaxtalækkun væri óleyst Icesave. Áhættusamt sé að afnema höft eða lækka vexti í stórum skrefum að óbreyttu.  
24.mar. 2010 - 16:00 Magnús Orri Schram

190 útgerðarmenn

Samtals nema styrkir til Sjálfstæðisflokksins þar sem nöfn styrkþega eru ekki gefin upp um 136 milljónum  króna á árunum 2002-2006. En það er ekki allt. Ennþá á flokkurinn eftir að birta nöfn þeirra sem styrktu aðildarfélögin útum land. Ennþá er til dæmis óljóst hverjir styrktu flokkinn á Ísafirði, Vestmanneyjum, Akureyri, Hafnarfirði og Reykjavík, svo einhverjir útgerðarbæir séu nefndir.
13.mar. 2010 - 13:00 Magnús Orri Schram

Uppstokkun í ríkisstjórn

Fjölmiðlar ræða nú  „uppstokkun“ í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna og eitthvað er rætt um breytingu í ráðherraliði.
06.mar. 2010 - 08:04 Magnús Orri Schram

Hvert er þá vandamálið?

Síðastliðinn fimmtudag samþykkti Alþingi lög um kynjakvóta í stjórnum stærri fyrirtækja. Þau kveða á um að árið 2013 skuli konur og karla vera að minnsta kosti 40% stjórnarmanna séu fleiri en 5 í stjórn og starfsmenn fleiri en 50.
27.feb. 2010 - 12:42 Magnús Orri Schram

Að standa í vegi fyrir atvinnu…

Nokkur umræða hefur verið um fyrirhugaða uppbyggingu á einkasjúkrahúsi að Ásbrú, þar sem  100 miljón króna eiginfjárframlag Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar mun breyta fyrrum herspítala í sjúkrahús og skapa 300 störf.
25.feb. 2010 - 21:40 Magnús Orri Schram

Fjárhagslegt mat á „orðssporsáhættu"

Við stöndum frammi fyrir risavöxnu verkefni er kemur að skuldameðferð stórra fyrirtækja og aðkomu umdeildra einstaklinga að henni. Þá er mikilvægt að skýrar verklagsreglur gildi, að það sé viðurkennt að við búum í réttarríki og að bankarnir geti ekki tekið að sér vald dómstóla, og ekki síst að allt ferlið sé unnið á opinn og gagnsæjan hátt.

24.feb. 2010 - 07:50 Magnús Orri Schram

Halda röksemdir bankanna?

Verklagsreglur bankanna við skuldameðferð fyrirtækja hafa verið til umræðu á vettvangi viðskiptanefndar Alþingis undanfarið og kom Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur við HR á fund í síðustu viku og kynnti þar hugtakið „orðsporsáhætta“. Hugtakið felur í sér þann skilning að við skuldameðferð fyrirtækja eigi stjórnendur bankanna að líta til áhættumats sem grundvallist af því orðspori sem fyrirtækin taka með sér inní endurskipulagninguna.


Pressupennar
Í stafrófsröð
Magnús Orri Schram
Alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. 36 ára gamall Kópavogsbúi. BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráða (MBA) í stjórnun og viðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík. Doktorsnám og kennsla í frumkvöðlafræðum við sama skóla.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar