11.nóv. 2011 - 11:00 Magnús Geir Eyjólfsson

Gleðilegt nýtt ár 2007

Ég finn það. Þetta er að byrja aftur. Ég fæ gullbragð í munninn. 2007, þetta yndislega ár, er að koma aftur. Big Time!
23.ágú. 2011 - 09:10 Magnús Geir Eyjólfsson

Ofur-íslenzki kúrinn

En svo fór ég að pæla betur í þessu og á endanum var ég kominn á þá skoðun að þetta er brilljant hugmynd hjá formanninum. Þannig að ég tók mig til og hreinsaði ísskápinn af öllu útlenda ógeðinu sem fyrirfannst í ísskápnum mínum (sem reyndar er framleiddur í Tékklandi, er það vandamál?)
07.apr. 2011 - 09:00 Magnús Geir Eyjólfsson

Opinber afsökunarbeiðni til Dana og Norðmanna

Myndin tengist efni greinarinnar ekki á neinn hátt. Jæja, það er staðfest. Íslendingar, þar með talinn ég sjálfur, eru leiðinlegasta þjóð í heimi. Við höfum sannað það rækilega í þessari viku. Okkur er í alvöru að takast það að rífast um sama málið í þrjú ár. Þrjú helvítis ár og við erum hvergi nærri því að fá niðurstöðu.
26.jan. 2011 - 12:00 Magnús Geir Eyjólfsson

Ég fokking nenni þessu ekki

Er til of mikils mælst að við gerum einn hlut rétt? Bara einn? Ég bið ekki um meira. Og það í sátt og samlyndi.
Stjórnlagaþingsklúðrið í gær er bara lokahnykkurinn á samfelldu martraðarskeiði sem hófst með upprisu hins svokallaða Nýja Íslands. Þetta fallega land okkar, sem hefur ótal tækifæri og margt upp á að bjóða, er orðið að rassgati alheimsins. Og það er sjálfum okkur að kenna.
20.okt. 2010 - 11:00 Magnús Geir Eyjólfsson

Hjálp! Það er prestur að tala við barnið mitt

Strákurinn gekk meira að segja í kristilegan leikskóla. Hann hefur hins vegar alveg látið það vera að stunda trúboð yfir mér eða framkvæma særingar. Hann biður mig ekki einu sinni um að fara með sig í kirkju (ekki það að ég myndi geri það).
16.sep. 2010 - 16:40 Magnús Geir Eyjólfsson

Loksins fatta ég Haarde II

Eftir viðburði helgarinnar finnst mér alveg tilvalið að endurbirta pistil sem ég skrifaði hér á Pressuna fyrir tæpu ári síðan. Mér finnst hann alveg jafnviðeigandi í dag og þá. En ég tek það hins vegar fram að ég tel að sofandaháttur minn sé engan veginn tilefni til sakamálarannsóknar eða Landsdóms.
17.ágú. 2010 - 10:00 Magnús Geir Eyjólfsson

Og við erum heimskari fyrir vikið

„Þeir eru bara á móti landbúnaði“. Íslensk stjórnmál eru oft á tíðum alveg súrrealísk. Barnaskapur, smáborgaraháttur og hrein og bein fáfræði ná oftar en ekki yfirhöndinni í stað vitsmunalegra umræðna. Allar rökræður enda  einhvern veginn á metingi um hvor sé meiri skíthæll, Jón Ásgeir eða Davíð Oddsson. Og aldrei fæst niðurstaða, nema hvað almenningur er örlítið heimskari á eftir.
22.jún. 2010 - 09:00 Magnús Geir Eyjólfsson

Fjárglæfrafólkið með gengislánin

Ég fagnaði 17. júní með hefðbundnum hætti. Ég fór í miðborg Reykjavíkur og lét okra á mér. Það er séríslenskt fyrirbrigði að láta okra á sér og ég myndi ekki vilja hafa það neitt öðruvísi á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Ísland án okurs er eins og brauð án hveitis - ógeðslegt speltbrauð.
07.jún. 2010 - 09:00 Magnús Geir Eyjólfsson

Jibbý!

HM byrjar eftir á föstudaginn. Ég er svo spenntur að ég er við það að missa þvag. Það er eitthvað svo magnað við þessa keppni, eitthvað svo fallegt. Þjóðir heims, sama af hvaða drullusokkum þeim er stjórnað, sameinast í kringum knattspyrnuna. Á HM keppir Norður-Kórea við aðrar þjóðir á jafnfréttisgrundvelli þótt landinu hafi verið úthýst úr alþjóðasamfélaginu. Meira að segja spillingin innan FIFA verður lögð til hliðar í einn mánuð.
28.maí 2010 - 10:15 Magnús Geir Eyjólfsson

Corporate bulls**t - Þið hafið mig ekki aftur að fífli

Viljum við grínara í borgarstjórn eða láta borgarstjórn grínast með okkur? Þar er efinn. Sem ábyrgur kjósandi hef ég rennt yfir stefnuskrár allra stjórnmálaflokkanna sem bjóða sig fram í Reykjavík. Satt best að segja er ég heimskari fyrir vikið, ekki síst eftir að hafa lesið stefnuskrár stóru flokkanna. Annað eins samsull af pólitískum frösum og klisjum hef ég aldrei séð. Stjórnmálamenn eru atvinnumenn í „corporate bullshit“, eins og einn mætur maður orðaði það vel.
14.apr. 2010 - 08:30 Magnús Geir Eyjólfsson

Göbbels hefði verið stoltur

Það var merkilegt að fylgjast með rannsóknarnefnd Alþingis kynna skýrsluna í Iðnó á mánudaginn. Nefndin átti mikið undir, enda búin með allt kredit hjá þjóðinni eftir ítrekaðar frestanir. Niðurstaðan kom öllum í opna skjöldu. Skýrslan er hreint út sagt mögnuð.
18.mar. 2010 - 10:00 Magnús Geir Eyjólfsson

Strippbúllur vs réttarríkið

Nú á að banna nektardansstaði á Íslandi fyrir fullt og allt. Mér gæti svo sem ekki verið meira sama enda lært af reynslunni, í þessi tvö skipti sem ég álpaðist inn á súlustaði, að þetta eru ekki staðir að mínu skapi. En það er alltaf varhugavert þegar stjórnmálamenn reyna að hafa vit fyrir fólki.
08.mar. 2010 - 10:00 Magnús Geir Eyjólfsson

Ginningarfífl flokkanna

Ég hef játningu fram að færa. Ég kaus ekki um helgina. Einhvern veginn hafði ég mig ekki út í það að verða ginningarfífl stjórnmálaflokkanna í þessum skrípaleik. Með því var ég ekki að hlýða kalli ríkisstjórnarinnar um að halda mig heima, heldur var ég með þessu að lýsa yfir vantrausti mínu á allt kerfið. Ég tek það fram að með þessu er ég engan veginn að dæma þá sem mættu á kjörstað. Hver og einn leit kosninguna sínum augum og það ber að virða. Þannig gerði ég ekki minnstu tilraun til að stöðva konuna þegar hún fór að kjósa.
04.mar. 2010 - 14:00 Magnús Geir Eyjólfsson

Ríkisstjórnin er Ashley Cole

Hjónaband Samfylkingarinnar og Vinstri grænna er á álíka viðkvæmu stigi og hjónaband Johns Terry. Það hefur allt of margt gengið á milli þessara flokka til að gróið geti um heilt. Ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að það gerist innan þriggja mánaða. Og það verður ekki vegna Icesave og ekki vegna ESB, heldur vegna atvinnumála.
10.feb. 2010 - 08:00 Magnús Geir Eyjólfsson

Aumingjasamfélagið

Allir eru sigurvegarar. Ég man þegar ég var lítill polli og æfði fótbolta með Skallagrími. Það liggur beint við að við unnum ekki til margra verðlauna, en þegar það gerðist voru þau þess dýrmætari. Venjulega var það á Vesturlandsmótunum frægu og silfurpeningur um hálsinn var gulls ígildi. Við vorum einnig góðir í körfubolta og þegar komið var fram á unglingsár átti ég á þriðja tug verðlaunapeninga. Allir voru þeir jafndýrmætir fyrir mér, enda vissi ég að ég og liðið mitt höfðum virkilega unnið fyrir þeim. Það var saga á bak við hverja medalíu.
08.feb. 2010 - 07:57 Magnús Geir Eyjólfsson

Vorum við einu fíflin?

Ginza-hverfið í Tókýó var mekka góðærisins. Eitt af því íslenskum útrásarvíkingum hefur verið legið á hálsi er hvernig þeir lifðu meðan góðærið stóð hæst. Snekkjur, einkaþotur, lúxusvillur, gull ofan á brauð, Oxford Street, Gumball kappaksturinn og svo mætti lengi telja.
01.feb. 2010 - 13:30 Magnús Geir Eyjólfsson

Mannvonska á RÚV

Ég varð fyrir heldur óþægilegri lífsreynslu á föstudagskvöldið. Það er kannski erfitt að lýsa þessari reynslu, en í stuttu máli datt ég út. Hugurinn yfirgaf líkamann sem sat eftir í sófanum eins og klessa. Atburðarrásin varð einhvern vegin svona:
19.jan. 2010 - 13:10 Magnús Geir Eyjólfsson

Glæsileg niðurstaða í augsýn

Það stefnir í glæsilega niðurstöðu í Icesave-málinu. Það stefnir jafnvel í að við þurfum ekki að borga neitt. Það gæti reyndar farið svo að Hollendingar og Bretar borgi okkur skaðabætur. Gott ef Gordon Brown verði ekki látinn biðja íslensku þjóðina afsökunar með buxurnar á hælunum.
31.des. 2009 - 07:00 Magnús Geir Eyjólfsson

2009 - Ár til einskis

Icesave-málinu lauk loksins í gær með sögulegri atkvæðagreiðslu Alþingis. Þar með lauk einu allra mesta niðurlægingarári stjórnmálanna frá upphafi, með afar viðeigandi hætti verð ég að segja. Aldrei áður hefur hópur fólks orðið sér til jafnmikillar skammar og valdið þjóð sinni svo miklum vonbrigðum og þeir sem fylla húsið við Austurvöll í dag. Karlalandsliðið í fótbolta kemst ekki einu sinni nálægt því að toppa þessi vonbrigði.
08.des. 2009 - 23:07 Magnús Geir Eyjólfsson

Niðurlægjandi dagur í lífi venjulegs Íslendings

Dagurinn byrjar á því að rýna í Moggann sem er í eigu útgerðarmanna sem hafa það eitt agenda að berjast fyrir óbreyttu kvótakerfi og berjast gegn inngöngu í ESB. Ritstjórinn er einn arkítekta hrunsins og gerir ítrekaðar tilraunir til að skrifa söguna upp á nýtt. Þá er gluggað í Fréttablaðið sem er í eigu auðmanns sem skilur eftir sig tugmilljarða skuldir og öllum virðist sama. Reglulega birtast þar fréttir sem gætu allt eins verið skrifaðar af ráðherrum ríkisstjórnarinnar.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Magnús Geir Eyjólfsson
Stjórnmálafræðingur og doktorsnemi. Blaðamaður á Pressunni. magnus@pressan.is
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar