30. jan. 2018 - 12:01Sigrún Dóra Jónsdóttir

Til varnar sonum mínum

Árið 1872 settist Bríet Bjarnhéðinsdóttir niður og ritaði um stöðu íslenskra kvenna. Hún barðist fyrir jafnrétti kynjanna og því einu að konur hefðu sama vald og karlar. 

Bríet Bjarnhéðinsdóttir hélt því aldrei fram að konur væru betri. Við erum tvö kyn, á milli lappa okkar er annað hvort eitthvað danglandi eða skora. Eitt eigum við sameiginlegt á milli lappa og það er rass. Við sitjum öll á rassi,ekki satt? 

Ég afneita því ofbeldi sem kynsystur mínar beita heilu kyni núna. Ég mótmæli því að jafnréttisbaráttu þeirra stórkostlegu kvenna sem formæður okkar voru sé snúið upp í að heimta að hegna forfeðrum okkar með því, að þeim löngu látnum,beita kynbræður þeirra skömm og ofbeldi til að upplifa að verða sterkara kynið. Ég hafna þessu og mótmæli, og af virðingu við þær og íslenska orðið „jafnrétti“ tjái ég mig.

Sem móðir þriggja drengja, systir, dóttir, einhleyp kona, harðneita ég misrétti og að synir mínir endi vegna samfélagsins sem minni máttar. Ég fagna því að dóttir mín sé ekki veikara kynið en þeir eru það ekki heldur.

Ég hef allt frá þessari #metoo byltingu skoðað sjálfa mig og allar mínar upplifanir í lífinu: Ég er greinilega kynferðisafbrotamaður og fórnarlamb kynferðisofbeldis, brotin fjölmörg. Ég hef meira að segja stigið í vænginn við útlendinga og það er greinilega verra brot. Ég ætti að rölta niður á lögreglustöð og leggja hendurnar á borðið og grátbiðja um fangelsisvist samvisku minnar vegna.

Ég tel mig vera þokkalega gáfum gædd. Ég veit að ég er ekki fullkomin og en ég virði skoðanir annarra. Skoðanir eru samt allt annað en staðreyndir. Staðreyndin er sú að rotnu eplin leynast alls staðar. Til að sporna við ofbeldi er rétta leiðin ekki sú að beita ofbeldi á móti. Að koma höggi á þann sem sökina á og taka ALLA kynbræður hans með í högginu er RANGT.

kyngera ofbeldi er rangt og það sætti ég mig ekki við. Sætti mig alls ekki við það að kynsystur mínar þurfi að mótmæla ranglæti með því að ráðast á karlmenn. Karlmenn beita ofbeldi en það gera konur líka. Ofbeldi er aldrei í lagi en konur hafa kennt körlum það að þeir séu enn meiri aumingjar ef þeir voga sér að vera beittir ofbeldi.

Ég segi nei! Það er ekki í boði að langalangömmudrengir mínir þurfi að heyja sömu baráttu og Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Ég ÆTLA líka að mega þrá stóran og sterkan verndara ef ég eignast mann, sem sér um að skrúfa, laga, setja bensín á bílinn á meðan ég gleð hann á móti með því að elda handa honum steik í hádeginu á sunnudegi með útvarpsmessuna í botni. Ég bara harðneita að karlar séu vondir en konur hetjur. Ég hef kynnst mjög ofbeldisfullum konum þó að ég hafi aldrei verið lamin. Mín persónulega upplifun af mér sjálfri og ótalmörgu samferðafólki er að mesta ofbeldið er stjórnun og niðurbrot í formi lúmskra andlegra ofbeldisverka. Hverjir eru gerendurnir? Konur að stærsta leyti. 

Ég hlustaði einu sinni á unga stúlku lýsa fyrir yfirvöldum ofbeldinu sem hún bjó við og þá kom: 

„Pabbi lemur mig en hann talar samt við mig á milli. Mamma mín hefur ekki horft í augun á mér lengi og ekki yrt á mig lengur en það. Stundum vildi ég að hún lemdi mig í staðinn.“

Ég sem einhleyp kona hafna ást og mökum vegna þess eins að ég get ekki „dílað“ við skemmdirnar sem kynsystur mínar hafa valdið. Þar að auki er það glórulaust að fá karlmann til að treysta því að ég sé ekki undirförul tík. Ég er kona en er ég eins og allar aðrar? Alls ekki. Samt alls ekki fullkomin. Ég hef gert mistök en það er ekki hægt að gera heilt kyn ábyrgt fyrir mistökum mínum. Ég get tekið því sem ég á skilið og beðist afsökunar á eigin mistökum en ef viðtakandi meðtekur það ekki og kýs að lifa í reiði með mig sem sökudólg er það varla kynsystrum mínum eða kynbræðrum hans að kenna.

Við erum eins misjöfn og við erum mörg. Skiptir engu máli hvaða kyn við erum eða hvaða hópi við tilheyrum. Það er asnalegt og alrangt að alhæfa um hóp eða nýta sér stöðu innan hóps til að skilgreina sig. Þetta er fáránlegt og ég NEITA að vera sett undir sama hatt og þær kynsystur mínar sem beita karlmenn þessu ofbeldi í dag, til að vernda þá þrjá karlmenn sem ég fæddi inn í þennan heim. Þeir eiga ekki að gjalda fyrir það að sumir eru slæmir. Dóttir mín á líka að fá að upplifa alvöru karlmann, vernd, ást og mann sem er jafn brjálæðislega sjálfsöruggur og hún er. 

Ef við viljum JAFNRÉTTI ættum við að upphefja góða fólkið og fordæma vonda fólkið sem eina heild. Ef á þér er brotið er auðveld lausn að finna þann hóp sem þú mögulega getur tilheyrt til að mótmæla. Þú getur líka ákveðið að allir sem tilheyra sama hópi séu eins og þessi eini sem beitti þig óréttlæti en það er kannski auðveld leið þrátt fyrir að vera alröng 

Allir múslímar hryðjuverkamenn? Stærsti partur öryrkja aumingjar? Stjórnmálamenn spilltir? Strákar ofbeldishneigðir? Konur undirförular tíkur? Karlar senda óumbeðnar kynferðislegar myndir? Hafnfirðingar illa gefnir? Vestfirðingar sterkastir? Dökkir á hörund með stærstu typpin? Mest menntaðasta fólkið besta fólkið? Alkóhólistar eigingjarnir? Barnmargir foreldrar ábyrgðarlausir? Skuldsett fólk svikarar? Leikskólastarfsmenn fólk sem fær ekki vinnu annars staðar? Ég gæti haldið ENDALAUST áfram. Fordómarnir og alhæfingarnar eru ótæmandi.

Við erum eins misjöfn og við erum mörg og ég neita að vera skilgreind sem eitthvað allt annað en ég er.

Ef þér er illa við mig harðneita ég að þú dæmir alla þá hópa sem ég tilheyri og á sama tíma er ekki séns að ég nýti sömu hópa mér til framdráttar eða heimti að sá hópur skilgreini mig sem manneskju.

Rétt er rétt og rangt er rangt. 

Sigrún Dóra Jónsdóttir
Ég er einstæð fjögurra barna móðir og óhrædd við að tjá skoðanir mínar opinberlega. Ég er fyrst og fremst gríðarlegur réttlætissinni og spekúlant um núvitund og leiðir til að verða stórkostlegasta útgáfan af sjálfri mér. Að tjá mig um það hefur bæði hjálpað öðrum sem og sjálfri mér.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar