11. mar. 2017 - 20:49Börkur Gunnarsson

Pyntaður til að horfa á Júrovisjón

Konan mín var að pynta mig til að horfa á Júróvisjón, ég er ekki aðdáandi en hafði frétt af því á fésbók að einhver Svala ætti sigurinn vísan.

En svo flutti bara Gréta Salóme helvíti fínt lag þarna í byrjun.

Hva, afhverju eru allir að tala um að Svala eigi sigurinn vísan, þetta var bara fínt lag hjá Grétu?

„Já, það er búið að vinna.“

Ha? Er ekki keppnin núna í kvöld?

„Jú, en lagið hennar Grétu Salóme er frá því í fyrra. Það var lagið sem var valið í síðustu keppni.“

Ok.
24.mar. 2017 - 14:23 Börkur Gunnarsson

Skelfilega PC í hjartanu eftir reynsluna í Afghanistan og Írak

Var á landsþingi Sambands sveitarfélaga. Forsíðan á bæklingi samtakanna var af fallegri fjölskyldu að ganga á götu en þar sem konan var einum meter fyrir aftan kallinn í göngutúrnum þá gat ég ekki annað en hugsað til þess tíma þegar ég var í Írak og Afganistan þar sem skylda konunnar var að vera einum meter fyrir aftan kallinn þegar þau gengu þá fékk ég hughrif sem ljósmyndarinn ætlaði væntanlega ekki að skapa.
20.mar. 2017 - 18:47 Börkur Gunnarsson

Horfi frekar á köttinn minn en Gunnar Nelson

Nennti ekki að kíkja á leik Gunnars Nelson.Fólk að buffa hvort annað, not interesting.En alltaf þegar kötturinn minn lendir í vandræðum í hverfinu og ég er á svölunum þá er ég alveg á mörkunum með að æpa hvatningarorð til læðunnar minnar:
17.mar. 2017 - 14:06 Börkur Gunnarsson

Þarf að spyrja konuna út í þennan náunga

Ég veit ekki hvaða ófríði, sjúki síkópat er þarna á myndinni með Lindu minni, en hann var víst með henni í Fréttum vikunnar hjá Harmageddon bræðrum í morgun.
Fór nú víst vel á með þeim.
15.mar. 2017 - 13:09 Börkur Gunnarsson

Eins og að þrá konu sem hatar mann

Eftir að ég byrjaði heilbrigða lífið að þá hef ég ekki fundið fyrir annarri eins ást einsog á fransbrauði. Ég hugsa um brauðið á hverjum degi. Fallegt og hvítt. Mjög óhollt en það lúkkar vel. Hvað er það? Einsog að elska og þrá konu sem hatar mann og vill manni bara illt.

07.mar. 2017 - 18:00 Börkur Gunnarsson

Það er ekkert frábært að vera alltaf edrú

Þegar maður var fullur þá var maður on top of the world og heyrði klapp frá aðdáendum allstaðar að og maður var bara skrefi frá því að skrifa stórkostlega hluti og vera elskaður af allri þjóðinni. Þegar maður er edrú og þarf aksjúallí að skrifa og vinna og maður veit að það eru tíu þúsund skref í það að vera klappaður upp, ef það gerist einhverntímann, þá finnur maður sterkt hvað það er glatað að vera edrú.

03.mar. 2017 - 17:37 Börkur Gunnarsson

Þriðji dagur í framhjáhaldi

Þriðji dagur í framhjáhaldi. Fékk mér fransbrauð með smjöri og osti í hádeginu. En nú er þetta komið gott. Framhjáhaldinu er lokið.

Börkur Gunnarsson

Blaðamaður til margra ára, rithöfundur, kvikmyndagerðarmaður, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og lífskúnstner.


Pressupennar
vinsælast í vikunni
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 20.3.2017
Horfi frekar á köttinn minn en Gunnar Nelson
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 19.3.2017
Smartland leggur mig í einelti
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 20.3.2017
Hamingjan eykst með hækkandi aldri
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 22.3.2017
Margar samúðarkveðjur
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 19.3.2017
Fyrirgefið orðbragðið
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 19.3.2017
Svona gera menn ekki!!!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.3.2017
Nokkrir fyrirlestrar framundan
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.3.2017
Jóga - Fimmti hluti
Bryndís Schram
Bryndís Schram - 23.3.2017
Hann kom fyrir tæplega sextán árum
Fleiri pressupennar