18.jan. 2018 - 10:10
Börkur Gunnarsson
Er á borgarráðsfundi.
02.jan. 2018 - 16:16
Börkur Gunnarsson
Ég er ekki enn búinn að venjast því hvað Linda er ótrúlega skýrmælt þegar hún talar uppúr svefni.
22.nóv. 2017 - 15:03
Börkur Gunnarsson
Nafnar geta verið problem í lífinu.
Þannig finnst mér frekar pirrandi að frægasti Börkurinn er vinur Annþórs.
Ég veit að alnafna mínum, sem er grjótharður Samfylkingarmaður, finnst frekar pirrandi þegar hann er spurður útí greinar sem ég skrifa.
Einn kollegi minn úr blaðamennskunni er nafna Siggu Daggar kynlífsfræðings og finnst frekar þreytandi að fá spurningar um hvernig eigi að haga sér í bólinu.
17.okt. 2017 - 14:24
Börkur Gunnarsson
Missti af þessum látum á Stundinni í gær þarsem ég var bara að fylgjast með fréttum frá Möltu. En hvaða rugl er það að sýslumaðurinn sé að ryðjast þangað inn og setja lögbann, hverskonar stjórnsýsla er það?
21.sep. 2017 - 11:33
Börkur Gunnarsson
Ég er smá sveitamaður í mér. Konan mín var að koma úr sjónvarpsferð til Skagafjarðar og þar fékk hún höfðinglegar móttökur og var gefin heiðursgjöf, þrjú bindi um sögu Sauðárkróks.
24.ágú. 2017 - 14:02
Börkur Gunnarsson
Ég var nánast eini nemandi skólans sem var aldrei í fíkniefna fikti. En félagar mínir voru alltaf að reyna að fá mig til að prufa sem ég afþakkaði. Ein vinkona mín úr leikstjóradeildinni gekk svo langt að gefa mér í afmælisgjöf hass og heimtaði að ég prufaði þetta. Ég hló bara, þakkaði fyrir gjöfina, stakk þessu í vasann og hélt mig við áfengið.
15.ágú. 2017 - 15:42
Börkur Gunnarsson
Það fyrsta sem ég geri alltaf þegar konan mín fer eitthvað í burt í nokkra daga er að fara á KFC.Hún fyrirlítur KFC. Við getum varla keyrt í nágrenni við veitingastaðinn án þess að hún verði þungbrýn.
25.júl. 2017 - 09:12
Börkur Gunnarsson
Konan mín er á miklum túr þessa dagana og hálf blóðlítil alla daga en einhverra hluta vegna endaði hún í bílstjórasætinu á leiðinni til Hveragerðis í gær til tengdaforeldranna. Þótt hún væri þungbrýn og ófókúseruð spurði ég: „Hvað er þessi bíll aftur gamall?“
06.júl. 2017 - 11:34
Börkur Gunnarsson
Ég lenti í neyðarlegasta tilviki sem kvikmyndaleikstjóri getur komið sér í þegar ég kíkti á tökustað rétt fyrir norðan Moskvu hjá vinkonu minni og gömlum skólafélaga frá Tékklandsárunum.
02.jún. 2017 - 10:54
Börkur Gunnarsson
Reyniði að sitja fimm tíma Velferðarráðsfund, þarsem eru mjög þung mál til umfjöllunar, með sandkorn undir augnlokinu. Maður fer fjórum sinnum af fundinum og inná klósettið til að reyna að ná hrottanum sem er að pynta mann undan augnlokinu en tekst ekki.
23.maí 2017 - 16:24
Börkur Gunnarsson
Mér skilst að Toblerone sé selt í fimm kílóa stykkjum í Costco og sem gamall sykursjúklingur að þá fékk ég kikk við hugmyndina. Mér fannst nefnilega alltaf lítið Toblerone lítils virði og gaf mér ekkert kikk en stórt Toblerone var ógeðslega gott.
11.maí 2017 - 21:06
Börkur Gunnarsson
Þannig fékk ég yfir mig gusuna á kommentakerfi DV fyrir að hafa setið nokkra nefndarfundi hjá borginni:
09.maí 2017 - 10:24
Börkur Gunnarsson
Útaf umræðu um nokkurra þúsund króna vöfflur þá vildi ég segja frá því að við Linda notum vanalega sunnudagana til að rölta um bæinn og endum á því að fá okkur smásnarl einhverstaðar. Um daginn langaði okkur í fiskisúpu og rokkaði verðið á stöðunum frá 1600 krónum og uppí 3500 krónur. Algengast var um 3000 krónur.
Mér finnst bara ekkert að þessu.
05.maí 2017 - 14:56
Börkur Gunnarsson
Ég hef stundum gaman að því að gera lítið úr sjálfum mér og lítið úr minni þjóð og kalla okkur allt saman drasl. En prótestant-lúter taugin í mér gerir mig samt stoltan af því að vinnuþátttaka á Íslandi er sú langmesta í heimi. 87% af Íslendingum er á vinnumarkaði, einungis Sviss kemst með tærnar þar sem við erum með hælana en þeir eru í 81%.
26.apr. 2017 - 13:07
Börkur Gunnarsson
Ég var stoppaður af lögreglunni í morgun og beðinn um að koma úr bílnum og blása í eitthvað rör.
Lögreglan bara að sinna starfi sínu.
Fannst þetta samt frekar óþægilegt að standa þarna úti á göti og þrjú hundruð bílar keyrðu framhjá og horfðu á mig undir lögreglurannsókn.
25.apr. 2017 - 11:04
Börkur Gunnarsson
Stundum vill ég stærri íbúð, jafnvel stórt einbýlishús.
Stærri íbúð myndi leiða til þess að ég heyrði eitthvað annað en í þvottavélinni þegar hún er að vinna. Hún öskrar á hápunktum sínum og þótt hún sé lokuð inni á klósetti og handklæðum troðið niður við þröskuldinn þá nær maður ekki að eiga samtal á meðan þessu stendur.
05.apr. 2017 - 14:20
Börkur Gunnarsson
Ég þurfti að fá útprentuð gögn frá Velferðarsviði Rvk. fyrir fund á morgun.
Þessvegna sendi ég e-meil þangað í gær.
Þegar ég kom í hádeginu var starfsmaðurinn tregur til.
24.mar. 2017 - 14:23
Börkur Gunnarsson
Var á landsþingi Sambands sveitarfélaga.
Forsíðan á bæklingi samtakanna var af fallegri fjölskyldu að ganga á götu en þar sem konan var einum meter fyrir aftan kallinn í göngutúrnum þá gat ég ekki annað en hugsað til þess tíma þegar ég var í Írak og Afganistan þar sem skylda konunnar var að vera einum meter fyrir aftan kallinn þegar þau gengu þá fékk ég hughrif sem ljósmyndarinn ætlaði væntanlega ekki að skapa.
20.mar. 2017 - 18:47
Börkur Gunnarsson
Nennti ekki að kíkja á leik Gunnars Nelson.Fólk að buffa hvort annað, not interesting.En alltaf þegar kötturinn minn lendir í vandræðum í hverfinu og ég er á svölunum þá er ég alveg á mörkunum með að æpa hvatningarorð til læðunnar minnar:
17.mar. 2017 - 14:06
Börkur Gunnarsson
Ég veit ekki hvaða ófríði, sjúki síkópat er þarna á myndinni með Lindu minni, en hann var víst með henni í Fréttum vikunnar hjá Harmageddon bræðrum í morgun.
Fór nú víst vel á með þeim.
15.mar. 2017 - 13:09
Börkur Gunnarsson
Eftir að ég byrjaði heilbrigða lífið að þá hef ég ekki fundið fyrir annarri eins ást einsog á fransbrauði. Ég hugsa um brauðið á hverjum degi. Fallegt og hvítt. Mjög óhollt en það lúkkar vel. Hvað er það? Einsog að elska og þrá konu sem hatar mann og vill manni bara illt.
11.mar. 2017 - 20:49
Börkur Gunnarsson
Konan mín var að pynta mig til að horfa á Júróvisjón, ég er ekki aðdáandi en hafði frétt af því á fésbók að einhver Svala ætti sigurinn vísan. En svo flutti bara Gréta Salóme helvíti fínt lag þarna í byrjun.
07.mar. 2017 - 18:00
Börkur Gunnarsson
Þegar maður var fullur þá var maður on top of the world og heyrði klapp frá aðdáendum allstaðar að og maður var bara skrefi frá því að skrifa stórkostlega hluti og vera elskaður af allri þjóðinni. Þegar maður er edrú og þarf aksjúallí að skrifa og vinna og maður veit að það eru tíu þúsund skref í það að vera klappaður upp, ef það gerist einhverntímann, þá finnur maður sterkt hvað það er glatað að vera edrú.
03.mar. 2017 - 17:37
Börkur Gunnarsson
Þriðji dagur í framhjáhaldi. Fékk mér fransbrauð með smjöri og osti í hádeginu. En nú er þetta komið gott. Framhjáhaldinu er lokið.