05. jan. 2017 - 21:43Biggi lögga

Hættum að vera hálfvitar

Við Íslendingar höfum fengið það vandasama verkefni að vernda það dýrmæta land sem okkur var gefið…. er ótrúlega týpísk byrjun á umhverfisverndarpistli. Það nennir því miður enginn að lesa svoleiðis lengur, nema kannski einhverjir umhverfisverndarsinnar. Þess vegna ætla ég að orða þennan pistil öðruvísi. Ég ætla að tala íslensku. Erum við hálfvitar? Ég vissi að við værum gráðug og allt það en ég trúi ekki að við séum til í að gera gjörsamlega allt fyrir peninga. Að við séum til í að klína bara neonljósum og klakann og markaðssetja landið okkar eins og hóruhús fyrir peningaöflin.

Saga íslensku þjóðarinnar er eins og sagan af saklausu stúlkunni úr sveitinni sem hafði aldrei séð spillingu eða verið við karlmann kennd en heillast af loforðum silkimjúka glansgæjans um leið og hún stígur út úr rútunni í stórborginni og fer með honum beint á djammið. Nokkrum árum seinna vaknar hún á götunni með lifrabólgu C og sprautuför í hendinni og áttar sig á að djammið gekk víst aðeins of langt. Bömmer. Við gerðum okkur að alheims fíflum í kringum 2007 þegar við sprengdum upp eitt magnaðasta montskeiði mannkynssögunnar og hröpuðum svo niður með prikinu. Næstu ár sleiktum við sárin og lofuðum því að gera þetta aldrei aftur.

Framundan var „nýtt Ísland“, héldum við. Þá föttuðum við sko hvað það var sem skipti raunverulega máli í lífinu. Fjölskyldan, listin, náttúran og fullt af allskonar sem kostaði ekki pening. Hamingjan er nefnilega ekki keypt með kreditkorti, munið þið. „Svo dettur maður bara aftur í neysluna. Þetta stöff er bara svo fokking ávanabindandi“ hef ég heyrt fíklana segja þegar þeir eru komnir á botninn enn eina ferðina. Við íslenska þjóðin könnumst líka við þetta. Stöffið er svo fokking ávanabindandi að við getum ekkert að þessu gert. Fíknin yfirvinnur alla skynsemi og við erum tilbúin að fórna öllu. Meira að segja þegar við erum ný komin úr meðferð. „Komið þið sæl. Ég er Íslendingur og ég er í neyslu.“

Ég las í gær að við værum að nota heilan helling af kolum í stóriðju á Íslandi. KOLUM! Landið sem á svo mikla hreina orku að við þurfum víst helst að tappa henni til annarra landa. Er nema skrýtið að maður spyrji hvort við séum hálfvitar? Gátum við virkilega ekki leitað að góðærinu í minni drullu? Það er áætlað að kolanotkunin okkar aukist úr 139 þúsund tonnum árið 2015 í 224 þúsund tonn árið 2018. Bring it on fjárfestar! Stingið dollurunum í nærbuxnastrenginn og við erum sátt. Jákvæðu fréttirnar sem ég las í gær voru samt að einhverjir svartolíugrafarar höfðu gefist upp á að krukka í hafsbotninum í kringum landið okkar. Slæmu fréttirnar voru samt þær að það eru ekki allir hættir og menn gera sér enn „von“ um að finna olíu á þessu viðkvæma svæði. Það er fátt betra í neyslunni en skammtur af olíu í dæluna og skjóta henni á sig. Hvílíkt rush. Þessi skammvinna sæla er mikilvægari en einhver náttúra eða loftslag. Við erum að hegða okkur eins og fíkillinn sem er tilbúinn að fórna börnunum sínum fyrir næsta skammt.

Ég trúi ekki öðru en að við förum að áttað okkur á því hvað náttúran er mikilvæg og hversu mikilvægt hlutverk við, þessi litla þjóð, hefur í hinu stóra samhengi. Aðrar þjóðir hafa horft til okkar með aðdáun út af hreinleika okkar og náttúruauðlinda. Það er það sem fólk sækist eftir þegar það kemur að heimsækja okkur. Nú er þetta allt í hættu. Fyrir tíu árum gerðum við okkur að fíflum með því að detta á sviðinu fyrir framan allan heiminn. Núna erum við að setja upp næstu sýningu með því að kveikja í sjálfu sviðinu. Slík heimska er óafturkræf. Það er ekki of seint að snúa við blaðinu og hætta þessari vitleysu. Það er ekki allt peninganna virði. Sumt er ekki hægt að verðmeta og það eru þeir hlutir sem eru þess virði að vernda. Hættum að vera hálfvitar.

 

Birtist fyrst á Facebook síðu Birgis.
20.sep. 2015 - 22:49 Biggi lögga

Hefði ekki verið skynsamlegra að baka köku handa henni?

Það er pínu magnað hvernig við veljum oft fréttir eða umfjallanir eftir því sem við viljum trúa. Eins og við vitum þá hafa síðustu daga flakkað margar falsaðar eða beinlínis rangar myndir hér á Fésbókinni sem hafa verið settar fram í þeim augljósa tilgangi að gera flóttamenn tortryggilega og skapa andúð í þeirra garð. Það er að mínu mati stór hættulegt og getur verið olía á eld fordóma og stigvaxandi vandamála ÞEGAR flóttamennirnir koma til okkar á næstu vikum og mánuðum.
18.sep. 2015 - 11:37 Biggi lögga

Óásættanleg staða

Þessa dagana eigum við lögreglumenn í kjaradeilu við ríkið. Það er að mínu mati óásættanlegt fyrir samfélagið að vera sett í þá stöðu að stétt eins og lögreglumenn þurfi yfir höfuð að fara í slíka kjaradeilu. Lögreglan er stétt sem meðal annars heldur úti lögum og reglu í landinu og á að vera til staðar þegar mest á reynir hjá fólki. Lögreglan á alltaf að vera til staðar. Það er eðlileg krafa. Hún á bara að vera þarna og fólk á að geta treyst því.
04.sep. 2015 - 12:31 Biggi lögga

Megum ekki missa áhugann!

Umræðuhefðin okkar nærist á því að skipa okkur í fylkingar. Við munnhöggvumst um málefni með þann megin tilgang að sannfæra okkur sjálf um að við höfum sjálf rétt fyrir okkur. Þetta er í raun nútíma þjóðaríþrótt Íslendingsins. Þjóðaríþrótt sem færir kaffistofum kjams og fréttasíðum fjármagn með klikkum, deilingum, bloggum og tvítum.
28.ágú. 2015 - 15:05 Biggi lögga

I know you like Iceland, but it´s mine

Það er langauðveldast að loka bara augunum gagnvart þessum endalausu flóttamannafréttum. Eða bara horfa á fréttina eins og hverja aðra bíómynd. Viðurkenna kannski að þetta sé eitthvað hræðilegt en að þetta sé of langt í burtu og því ekki beint okkar mál. Höfum við samt efni á að hugsa þannig? Jú er það ekki? Ég meina, það er ekki nóg með að þetta sé lengst í burtu heldur erum við að tala um svo brjálæðislega mikið af fólki. Ef okkar fámenna þjóð vildi gera eitthvað þá væri það bara eins og dropi í hafið, ekki satt?
26.ágú. 2015 - 09:00 Biggi lögga

Verðmætasti fjársjóðurinn

Nú rignir yfir samfélagsmiðlana myndum af brosandi börnum með skólatöskuna á bakinu að springa úr spenningi á leiðinni í skólann, jafnvel í fyrsta sinn. Þau sem eru bak við myndavélina eru ekki minna stolt en töskuberarnir, enda eru þessi börn verðmætasti fjársjóður foreldra sinna. Það er því aldrei hægt að ítreka það nógu vel hversu mikilvægt það er að allir komist slysalaust á áfangastað.

Biggi lögga
Biggi lögga hefur óbilandi áhuga á bættu og öruggara samfélagi auk þess sem hann er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum.

Hann reynir gjarnan að nálgast hlutina á jákvæðan hátt og helst með brosi á vör.

Facebook-síða Bigga löggu smelltu HÉR

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar