12. feb. 2017 - 07:00Akureyri vikublað
Brýnt að fjölga leikskólakennurum
Dagur leikskólans var 6. febrúar. Hann er haldinn hátíðlegur í öllum leikskólum landsins en mjög er misjafnt hvað gert er í tilefni dagsins. Margir leikskólar bjóða heim til að kynna starf sitt á meðan aðrir gera sitt lið út af örkinni eða senda efni frá sér á veraldarvefinn, til að kynna sig og starfið.
Lifandi stofnun
Leikskólar og starfsemi þeirra eru í dag talsvert þekkt, sérstaklega hjá þeim sem eiga eða hafa verið með börn á leikskólaaldri undanfarin 20–30 ár. Eða er það? Leikskólinn er lifandi stofnun. Það er ekki hægt að segja að hann sé eins og fyrir einhverjum árum.
Vissulega er á starfstíma hans enn borinn fram matur og það er hvíld. Jafnvel bæði samvera og útivera. Hópstarf er sennilega líka á mörgu dagskipulaginu en það þýðir ekki að leikskólinn sé eins og áður fyrr. Straumar, stefnur, lög, reglugerðir, nýtt starfsfólk og ný börn hafa áhrif á vinnuna sem þar fer fram.
Frá níu mánaða aldri
Í dag eru sumir leikskólar farnir að taka við börnum frá níu mánaða aldri þó að flestir þeirra miði við 18 mánaða lágmarksaldur hjá börnunum. Flestir stærri leikskólar landsins taka þó ekki inn hópa barna nema í maí eða ágúst árlega og það þýðir að börn sem verða 18 mánaða eftir september fá ekki inni fyrr en ári seinna og eru þá jafnvel orðin 28 mánaða. Því miður eru skólarnir ekki í stakk búnir til þess að taka við nemendum daginn sem þeir verða eins og hálfs ekki frekar en grunnskólarnir taka við nemendum daginn sem þeir verða sex ára.
Sambærilegt nám
Nám leikskólakennara er sambærilegt námi annarra kennara. Ljúka þarf fimm ára námi til að fá kennsluréttindi. Mjög misjafnt er eftir sveitarfélögum eða atvinnurekendum hversu margir leikskólakennarar eru að störfum í hverjum skóla. Lögin segja að þeir skuli vera 2/3 hlutar af fjölda kennara og 1/3 hluti skuli hafa aðra uppeldismenntun. Til eru skólar sem uppfylla þessi lög en því miður eru líka til skólar sem hafa mjög fáa fagmenntaða kennara. Það hefur oft hvarflað að mér hvort það eigi að vera leyfilegt að kalla leikskóla skóla ef þar eru engir, eða jafnvel einn eða tveir kennarar.
Vantar karlmenn
Á Akureyri eru leikskólarnir vel mannaðir fagmenntuðu fólki. Þökk sé fyrst og fremst Háskólanum á Akureyri. Starf þeirra er gott og framsækið og er litið til þeirra á landsvísu. Það er hins vegar brýnt að fjölga leikskólakennurum, það vantar um 1.800 kennara á landinu öllu og það vantar sérstaklega karlmenn í stéttina.
Fjölbreytt og gefandi starf
Hvað mig varðar, sem starfa sem leikskólakennari, er starfið skemmtilegt, fjölbreytt og gefandi. Það eru góðir símenntunarmöguleikar og launin hafa verið að hækka. Í dag eru byrjunarlaun grunn- og leikskólakennara þau sömu.
Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á börnum og skapandi starfi til að kynna sér vel starf leikskólakennarans og ég er sannfærð um að það verður engin eftirsjá í því.
Höfundur er Dýrleif Skjóldal,
leikskólakennari og sundþjálfari
Greinin birtist fyrst í Akureyri vikublað. Smelltu hér til að lesa blaðið.
23.okt. 2017 - 07:00
Akureyri vikublað
Við sýnum ást okkar í verki á misjafnan hátt. Ég er til dæmis alveg ótrúlega sjálfhverf og geri mér vel grein fyrir því, að það er ekki alltaf auðvelt að sjá hvenær ég er að sýna ást í verki. Stundum er það dulbúið í snyrtivörukaupum fyrir sjálfa mig, því þegar mér líður vel, líður manninum mínum vel. Ég er yfirleitt skapbetri þegar ég er í endorfínvímu eftir eyðslu.
07.okt. 2017 - 18:00
Aðsend grein
Við vinkonurnar vorum að ræða það um daginn, hver við myndum vilja vera ef við mættum vera hver sem er í einn sólarhring. Einhver sagðist vilja vera Donald Trump bara til að skilja hvernig hann hugsar og önnur sagðist vilja vera Kylie Jenner í einn dag.
17.sep. 2017 - 07:00
Akureyri vikublað
Ég fylgdist gáttuð með athugasemdastorminum sem hófst í kjölfar skráningar Stefaníu Töru Þrastardóttur í Ungfrú Ísland. Ég hneppti fljótt að mér ímyndaða vindjakkanum, dró húfuna niður fyrir eyru og klæddi mig í pollastígvélin.
16.sep. 2017 - 07:00
Akureyri vikublað
Síðustu daga hefur átt sér stað umræða m.a. á vefmiðlum um samskipti Akureyrabæjar og Kraftlyftingarfélags Akureyrar (KFA) og hefur sú umræða ekki verið byggð á málefnalegum grunni en málið snýst í stuttu máli um óánægju KFA vegna þess stuðnings sem Akureyrarbær er tilbúinn til að veita félaginu.
03.sep. 2017 - 18:00
Akureyri vikublað
Á vissan hátt sá ég alltaf fyrir mér að ég yrði mamman sem tæki þéttingsfast utan um börnin sín og segði með áhersluþunga: „Þú munt breyta heiminum!" En svona í alvörunni þá sat ég í sófanum um daginn og sagði annars hugar við þriggja ára son minn: „Hættu að fikta í typpinu og taktu bíllyklana út úr þér.“
01.sep. 2017 - 13:43
Akureyri vikublað
Á ári hverju falla um 40 manns fyrir eigin hendi. Milli 500 til 600 manns til viðbótar gera til þess tilraun. Geðhjálp og Rauði krossinn hófu átakið Útmeða fyrir tveimur árum. Átakið beindist að sjálfsskaða og sjálfsvígum ungra karlmanna en sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára. Ljóst er að það vantar meiri peninga í forvarnir, líkt og umferðarforvarnir sem bjargað hafa mannslífum. Geðhjálp og Rauði krossinn eiga þakkir skildar fyrir sitt framtak. Öll umræða er af hinu góða. Fólk verður að geta talað um sína vanlíðan og vita hvert hægt er að leita.
27.ágú. 2017 - 07:00
Akureyri vikublað
Hvað myndi ég gera ef ég ætti von á bónusgreiðslu upp á milljónir króna vegna þess að börnunum sem ég hef kennt hefur vegnað svo vel? Að vinnan mín hafi lagt grunninn að velgengni þeirra og þess vegna eigi ég von á sérstakri aukagreiðslu upp á milljónir jafnvel þótt það þýði að ekki sé hægt að hækka laun annarra kennara, kaupa kennslubúnað og það sem verst er, að rukka þurfi nemendur og foreldra þeirra um skólagjöld?
10.júl. 2017 - 07:00
Aðsend grein
Í öllum verkefnum þarf að skoða mál i samhengi. Vissulega væri fínt ad hafa Borgarlinu og Fluglest. Og það væri líka fint að hafa göng til Evrópu. Hafa brú til Bandarikjanna væri einnig mjög gott. En hvers vegna er það ekki gert? Vegna þess að kostnaðurinn yrði gífurlegur.
06.júl. 2017 - 12:00
Aðsend grein
Að vissu marki verður að segjast að ferðaþjónustufyrirtæki sem eru með rútur fullar af fólki beri skylda til að tryggja lágmarks snyrtiaðstöðu. Þetta á við flugvélar, farþegaskip og vinnustaði. Rúturnar þurfa annaðhvort að vera með salernisaðstöðu eða ferðaþjónustufyrirtækin taki sig saman og stofni fyrirtæki sem sér um snyrtiaðstöðu gegn gjaldi á ferðamannastöðum.
05.jún. 2017 - 07:00
Akureyri vikublað
Ég hef heyrt oftar en einu sinni að Píratar séu borgarflokkur, að Píratar nenni ekki upp fyrir Elliðaárdalinn, að Píratar rati ekki út úr Reykjavík. Það er allt fjarri sanni. Á Norðurlandi eystra er starfandi Píratafélag, PáNA, sem hefur staðið fyrir nær vikulegum fundum síðustu mánuði þar sem rætt er um allt á milli himins og jarðar.
21.maí 2017 - 18:00
Akureyri vikublað
Mér verður oft hugleikið þetta orð – samskipti. Í þá gömlu góðu þurfti að senda bréf eða taka upp símtól til að vera í samskiptum utan heimilis. Maður jafnvel beið fram yfir kvöldmat með að hringja á milli landshluta því það var þó ódýrara. Í dag er ekkert vandamál að hafa samskipti við fólk um allan heim, og það á sömu sekúndu og maður finnur þörf fyrir að heyra í einhverjum.
14.maí 2017 - 07:00
Akureyri vikublað
Mér hefur alltaf fundist skrýtið að sumardagurinn fyrsti skuli vera haldinn í apríl hér á Íslandi. Á þeim tíma erum við yfirleitt enn að eiga við snjó og frost og veldur dagurinn því alltaf vonbrigðum, ár eftir ár – að ekki sé hægt að fagna fyrsta sumardeginum á stuttbuxum og ermalausum bol. Til gamans má geta þess að víðast hvar annars staðar er sumardagurinn fyrsti í kringum sumarsólstöður.
05.maí 2017 - 18:00
Akureyri vikublað
„Vorið er komið og grundirnar gróa.“ Með vorinu lengist útivera barna og fullorðinna. Með vorinu hækkar hitastigið og jörðin þornar og grær. Með vorinu verða börn og fullorðnir léttklæddari og léttfættari. Eða hvað? Því miður virðist mér sem það eigi ekki alltaf við.
05.maí 2017 - 12:02
Austurland
Oft á ferðum mínum í öðrum landshlutum er ég spurðum um hvernig staðan sé fyrir austan. Oftast svara ég, bara góð ! en síðan reyni ég að koma með dæmi um gott gengi einhvers staðar og nefni eitthvað nýtt sem er að gerast á svæðinu. Þá er ég tilfinnanlega meðvitaður um það að svar mitt er ekki byggt á miklum rökum heldur frekar tilfinningu og er í versta falli rangt.
30.apr. 2017 - 18:00
Akureyri vikublað
Í nýliðinni dymbilviku fór ég til Berlínar. Ég hef aldrei komið þangað áður en hef heyrt vel látið af borginni. Ég átti erindi þangað því í vetur hef ég verið að kenna unglingum um Kalda stríðið í samfélagsfræði. Berlín kemur óneitanlega við sögu þar og ég tjáði nemendum mínum að ég myndi hafa myndavél í farteskinu og taka myndir af því sem eftir stendur af Berlínarmúrnum og fleiru sem tengist sögunni og sýna þeim þegar heim væri komið.
28.apr. 2017 - 18:00
Suðri
Það er eitt mikilvægara en að eiga góða fyrirmynd, það er að vera góð fyrirmynd. Við þurfum að taka eftir góðum fyrirmyndum og vekja athygli á þeim svo að við getum fleiri notið þeirra og lært af. Fólkið sem gerir „meira“ er okkur fyrirmynd. Fólk sem gefur af tíma sínum til verkefna á vegum Rauða Krossins, til kirkjunnar og tekur þátt í ýmsu félagsstarfi.
14.apr. 2017 - 07:00
Austurland
Síðastliðinn vetur var ég í námsleyfi frá prestsstörfum á Vopnafirði. Ég ákvað að venda kvæði mínu í kross og innritaðist í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands í stjórnun og stefnumótun. Í náminu lærði ég að besta leiðin fyrir fyrirtæki til að ná samkeppnisforskoti er að vera opin fyrir samvinnu og samstarfi. Að hjálpa öðrum stuðlar að aukinni nýsköpun og gefur tækifæri á nýjum mörkuðum. Nýjar kenningar í stjórnun byggja á að hvetja fólk til að gefa af sér, hjálpa hvert öðru og horfa á sameiginlega hagsmuni umfram sína eigin. Þetta er það sem kristin trú hefur boðað í nær 2000 ár, að listin að lifa er að treysta og hjálpa í samstarfi, elska Guð og náungann eins og sjálfan sig. Nú er þessi kenning orðin að opinberun í viðskiptalífinu.
09.apr. 2017 - 18:00
Akureyri vikublað
Hermaðurinn stendur fyrir framan heilt lið af óvinunum. Hann er sá eini sem stendur, allir vinir hans liggja eftir. Það er enginn séns að hann geti sigrað þá. En hermaðurinn lætur það ekki stoppa sig, hann er hetjan. Hann flýgur upp, sækir tunglið og kastar því í átt til óvinanna. Hann sigraði þá. Hann er hetjan… Mamma kallar og leikurinn stöðvast.
09.apr. 2017 - 12:00
Reykjanes
Stjórn Pírata á Suðurnesjum vill stefna að traustum og öruggum vegasamgöngum á Suðurnesjum. Mikið mæðir á enda fara hér um svæðið vel yfir milljón ferðamenn á ári, auk allra Íslendinganna sem keyra um Reykjanesbrautina á leið sinni í og úr millilandaflugi. Allt þetta fólk þarf að aka brautina sem er einn fjölfarnasti en um leið hættulegasti þjóðvegur landsins eins og dæmin sanna.
08.apr. 2017 - 16:40
Akureyri vikublað
Úr auglýsingum, bíómyndum, sjónvarpsþáttum og öðrum miðlum fáum við endalaus skilaboð um það hvernig líkamar okkar eigi að líta út, hvað þeir eigi að geta gert, hvernig þeir eigi að eldast og svo framvegis.
02.apr. 2017 - 18:00
Akureyri vikublað
Þetta með hamingjuna. Strax í æsku heyrir maður að það sem skipti mestu máli sé að vera hamingjusamur. Öll ævintýri enda á þá leið; og þau lifðu hamingjusöm upp frá því. Endir. Þannig að ég lagði af stað í hamingjuleit. Leitaði úti um allt. Þessi brennandi innri þörf fyrir að vera hamingjusöm. Upplifa þá dásamlegu tilfinningu að vera „happy ever after“. Þegar ég yrði grönn yrði ég sko hamingjusöm, eignaðist draumabílinn, draumahúsið, fengi draumavinnuna, þá yrði ég sko hamingjusöm.
23.mar. 2017 - 18:00
Austurland
Á tímum samfélagsmiðla og kommentakerfa er hægt að hneykslast, tuða og vera brjálaður 24 tíma dagsins 7 daga vikunnar. Ananas á pizzur, ókeypis túrtappar í bíóum og áfengi í verslanir (þreytt dæmi, afsakið). Það er hægt að hafa skoðun á öllu og öllum og það er auðvelt að reyna troða skoðunum sínum uppá aðra. Treystið mér ég hef alveg reynt það.
12.mar. 2017 - 07:00
Austurland
Við vorum býsna bjartsýn á haustdögum þegar verðandi þingmenn riðu um héruð og boðuðu betri tíma. Staða ríkissjóðs var góð og þess að vænta að nú væri hægt að ráðast í brýnar framkvæmdir, sem dregist höfðu um árabil. Í október var samþykkt samgönguáætlun 2015 – 2018 sem beðið hafði verið eftir. Áætlunin var samþykkt mótatkvæðalaust en reyndar voru aðeins tæplega 40 þingmenn viðstaddir atkvæðagreiðsluna.
11.mar. 2017 - 18:00
Akureyri vikublað
Ég er svo ljónheppin að umgangast unglinga flesta daga vikunnar. Unglingar eru skemmtilegt fólk, þeim fylgir einhver fölskvalaus gleði og tilhlökkun fyrir lífinu sem margir þeim eldri hafa týnt í annríki hversdagsins. Það er þó annað sem fylgir unglingum nútímans og það eru samfélagsmiðlar.
05.mar. 2017 - 18:00
Akureyri vikublað
Ég fór í nafnaveislu um daginn. Barnið var þó ekki nýfætt heldur á sjötta ári. Barnið hefur líka átt strákanafn allan þann tíma, en hefur í nokkur ár upplifað sig sem stelpu. Því varð að velja nýtt nafn sem passaði og af því tilefni var slegið upp veislu.
04.mar. 2017 - 07:00
Suðri
Ég er að hugsa um setja saman viðskiptahugmyndir um eitthvað og allskonar, búa til góða beitu, setja upp skyggnur, þrívíddarmyndskeið og síðast en ekki síst gróðaplan. Gæti komið með hugmynd um að byggja golfvöll á svörtum sandi, hótel sem byggir á hugmynd sem ég segi öllum að fáum hafi dottið í hug, jú byggja risa gróðurhús og rækta eitthvað sem fólk um allan heim vill borða og já svo vantar miðbæ í fullt af bæjum um allt land.
25.feb. 2017 - 07:00
Aðsend grein
Margar ástæður eru fyrir því að sveitarfélög fara í það að kanna sameiningarmöguleika. Stundum er það útaf sameiginlegri hugsjón og að tækifæri sjást í stærra og fjölmennara sveitarfélagi, stundum er það vegna þess að lögformlegar skyldur sveitarfélaga eru orðnar of sligandi fyrir þau, og þá sérstaklega þau fámennu og stundum eflaust af allt öðrum ástæðum.
19.feb. 2017 - 18:00
Aðsend grein
Í síðasta blaði var ég með eilitla frásögn af upphafsárum byggðar í Hveragerði en hún hverfðist einkum um eitt fyrsta húsið þar í bæ sem nefndist Lindarbrekka. Sagði ég lítillega frá fyrstu húsráðendunum, þeim Guðmundi Einarssyni og Sigríði Guðmundsdóttur, og mun ég nú gera nánari grein fyrir æviferli þeirra sem um margt var dæmigerður fyrir lífsbaráttu alþýðufólks á fyrri hluta síðustu aldar.
18.feb. 2017 - 18:00
Aðsend grein
Einelti er alvarlegt samfélagsmein. Hátt hlutfall þeirra sem á fullorðinsárum glíma við geðræn og félagsleg vandamál eru fórnarlömb eineltis. Afleiðingar eineltis eru gríðarlega alvarlegar. Til þess að komast í gegnum þá þungbæru reynslu þurfa mörg fórnarlömb eineltis á umfangsmikilli heilbrigðis- og félagsþjónustu að halda til margra ára, með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið.
17.feb. 2017 - 18:00
Akureyri vikublað
Ég ólst upp á Þingvallastrætinu á hæðinni fyrir neðan skákfélagið. Ég kíkti stundum upp á laugardagsmorgnum og tók eina og eina skákæfingu með öðrum krökkum en ég varð aldrei sterkur skákmaður. Mig skorti þolinmæðina og einbeitinguna. Athyglisbresturinn þvældist þar fyrir mér eins og annars staðar.