23. mar. 2012 - 09:00Vilhjálmur Birgisson

Töpuðu Michelsen ræningjarnir 50 milljónum?

Menn verða að fyrirgefa mér en ég skil alls ekki þann fréttaflutning að undanförnu þar sem talað er um að bankarnir hafi „tapað“ 64 milljörðum vegna gengislánadóms Hæstaréttar frá 15. febrúar síðastliðnum. 

Það hefur einnig komið fram í fréttum  að ríkissjóður hafi „orðið af“ yfir 10 milljörðum í skattatekjum vegna sama dóms.  

Það liggur fyrir að bankarnir og stjórnvöld hafa í tvígang verið dæmd í Hæstarétti vegna gengistryggðu lánanna. Fyrst 16. júní 2010 og síðan aftur 15. febrúar 2012 þegar lög nr. 151/2010 voru dæmd ólögleg. 

Í dómi Hæstaréttar frá júní 2010 var bönkum og fjármálafyrirtækjum gert að skila ránsfeng að andvirði 120 milljarða til þeirra heimila, fyrirtækja og einstaklinga sem voru með gengistryggð lán.  Skil á þessum ránsfeng vilja fjármálastofnanir og stjórnvöld kalla „afskriftir“ til heimila og fyrirtækja. Það er hins vegar gríðarlega mikilvægt að það komi skýrt fram að hér er alls ekki um neina ölmusu að ræða frá fjármálastofnunum eða stjórnvöldum heldur voru þessir aðilar dæmdir til að skila þýfinu til baka enda voru þessi gengistryggðu lán dæmd kolólögleg í Hæstarétti Íslands.

Vissu að gengistryggðu lánin væru ólögleg  

Það sorglega í þessu er að Samtök fjármálafyrirtækja vissu vel að gengistrygging íslenskra lána væri brot á lögum enda höfðu samtökin skilað inn umsögn til Alþingis fyrir níu árum þar sem á það var bent að þetta lánaform stæðist ekki íslensk lög. Þar af leiðandi átti Alþingi einnig að vera það fullkunnugt að þessi lán stæðust ekki lög. 

Eftir að Hæstiréttur var búinn að dæma gengistryggðu lánin ólögleg í júní 2010 fóru stjórnvöld á fulla ferð að slá skjaldborg um fjármálastofnanir á kostnað almennings og milda áhrif dóms Hæstaréttar á fjármálastofnanir. Ríkisstjórnin ákvað að fótum troða loforðið um skjaldborg utan um heimilin og var það gert meðal annars með svokölluðum Árna Páls lögum nr. 151/2010. Í þeim lögum voru vextir Seðlabankans látnir gilda afturvirkt á þessi ólöglegu gengistryggðu lán en þeir vextir voru eins og allir vita mun óhagstæðari en þeir erlendu vextir sem voru á gengistryggðu samningunum.  Rétt er í þessu samhengi að rifja upp ummæli Gylfa Magnússonar fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra  frá því í júní 2010 en í viðtali við vísir.is segir Gylfi það fráleita niðurstöðu að hinir erlendu vextir standi þó  að forsendum fyrir þeim sé kippt undan.  Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra sagði einnig í þessu viðtali að ríkisstjórnin þurfi auðvitað að haga sér á ábyrgan hátt og koma í veg fyrir að slík niðurstaða ógni fjármálastöðugleika. „Það er kannski fyrst og fremst það sem við erum að reyna að ná fram," sagði Gylfi Magnússon í júní 2010. Þessi ummæli fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra sýna svo ekki verður um villst þann hug sem stjórnvöld bera til heimila, fyrirtækja og einstaklinga.  

Það ofbeldi sem íslensk heimili hafa mátt þola af hálfu stjórnvalda á sér vart hliðstæðu því það liggur fyrir að fjölmargir lögspekingar og aðrir aðilar sem komu á fund Alþingis vöruðu í umsögnum sínum eindregið við því að umrædd lög Árna Páls stæðust alls ekki lög. Þrátt fyrir þessar aðvaranir voru Árna Páls lögin sett á, lög sem kostuðu heimili, fyrirtæki og einstaklinga 64 milljarða í það minnsta. Svo tala menn um að bankarnir hafi tapað 64 milljörðum og ríkið hafi orðið af rúmum 10 milljörðum.  

Árna Páls lögin hefðu kostað almenning 64 milljarða ef ekki hefði komið til kasta Hæstaréttar. Til að setja þetta í samhengi þannig að fólk skilji hversu gríðarlega fjármuni átti að hafa af almenningi með þessari lagasetningu, þá gaf ein besta loðnuvertíð sem verið hefur við Íslandstrendur í áratugi 30 milljarða, það átti því að fremja rán á heimilum, fyrirtækjum og einstaklingum að andvirði tveggja loðnuvertíða. Annað dæmi sem sýnir hversu stjarnfræðilega háar upphæðir var reynt að hafa af almenningi með gengistryggð lán, þá hefur Hæstiréttur í tvígang dæmt fjármálastofnanir vegna gengistryggðra lána og þurfa fjármálastofnanir samtals að skila samtals 184 milljörðum króna. Ef þeirri upphæð er deilt niður á alla sem búa á Íslandi þá gerir það um það bil 600 þúsund á hvert mannsbarn. Hvað er að í þessu þjóðfélagi?

Enginn ber ábyrgð

Hvernig má það vera að enginn virðist vera látinn bera ábyrgð á því að gengistryggð lán voru lánuð til einstaklinga og fyrirtækja þó svo að Samtök fjármálafyrirtækja og Alþingi hafi haft fulla vitneskju um að lánin væru ólögleg eins og ég hef rakið hér áður. Nú hefur komið í ljós, eins og áður sagði, að fjármálastofnanir hafa þurft að leiðrétta 120 milljarða vegna þessara ólöglegu lána. Árna Páls lögin sem voru dæmd ólögleg í Hæstarétti kostuðu almenning 64 milljarða. Samtals er því hér um ránsfeng að ræða að andvirði 184 milljarða og ég ítreka því: Hvernig stendur á því að ekki nokkur einasti maður er látinn sæta ábyrgð vegna þessa? 

Það er bæði nöturlegt og dapurlegt til þess að vita að það hefur aldrei staðið til hjá stjórnvöldum að slá skjaldborg um heimilin eins og þessi upprifjun sýnir svo ekki verður um villst.  Að hugsa sér að einu alvöru leiðréttingarnar sem heimilin hafa fengið hafa fengist í gegnum dómstóla. 

Það er eins og áður sagði þyngra en tárum taki að fylgjast með fréttaflutningi þar sem fjallað er um að bankarnir hafi „tapað" 64 milljörðum vegna dóms Hæstaréttar frá 15. febrúar síðastliðnum. Það er álíka vitlaust að halda þessu fram og að segja að Michelsen ræningjarnir sem rændu úrum fyrir um 50 milljónir hafi tapað þeirri upphæð vegna þess að þeir náðust og þurftu að skila ránsfengnum til eigandans.
Mér er það algjörlega til efs að í nokkru öðru lýðræðisríki kæmist ríkisstjórnin upp með að ætla að setja á þegna sína álögur upp á 64 milljarða sem síðan stæðust ekki lög, án þess að þurfa að segja af sér. 22.ágú. 2014 - 00:00 Vilhjálmur Birgisson

Breyting sem bitnar á þeim tekjulægstu

Líkt og fram hefur komið fram í fréttum þá stefnir Fjármálaráðherra að því í haust að leggja fram lagafrumvarp um hækkun á virðisaukaskatti á matvæli, en fjármálaráðherra talaði um að einfalda virðisaukaskattkerfið.
19.ágú. 2014 - 21:12 Vilhjálmur Birgisson

Þessu óréttlæti verður að linna

Forseti ASÍ sagði í fréttum í gær að verkalýðshreyfingin myndi beita vöðvaafli ef misskipting verði ráðandi í komandi kjarasamningum.
14.ágú. 2014 - 11:20 Vilhjálmur Birgisson

Þöggun leiðir til fordóma

Ég er algjörlega sammála Óttari Guðmundssyni geðlækni að þöggun um sjálfsvíg leiði til fordóma. Ég er afar hugsi yfir því hversu íslenskt samfélag virðist vera vanmáttugt gagnvart þessum skelfilega vágesti sem sjálfsvíg eru.
04.ágú. 2014 - 19:55 Vilhjálmur Birgisson

Furða mig á ummælum fjármálaráðherra

Verkalýðsfélag Akraness er nú með mál til meðferðar fyrir EFTA dómstólnum, þar sem leitað er álits um hvort verðtrygging neytendalána stangist á við tilskipanir ESB. Ekki er ólíklegt að niðurstaða frá EFTA - dómstólnum liggi fyrir í þessum mánuði.
27.júl. 2014 - 21:00 Vilhjálmur Birgisson

Viðbjóðslegt óréttlæti sem verður að svara af fullri hörku

Hún er glæsileg samræmda láglaunastefnan sem Samtök atvinnulífsins og ASÍ sömdu um í síðustu kjarasamningum. En þar var verkafólki gert skylt að taka einungis 2,8% launahækkun, þó að hámarki 9.750 kr. á mánuði.
04.júl. 2014 - 12:52 Vilhjálmur Birgisson

Af hverju vilja Lífeyrissjóðirnir ekki fara í mál við matsfyrirtækin?

Í fréttum undanfarna daga hefur verið fjallað um aðila sem hafa verið að reyna að fá forsvarsmenn íslensku lífeyrissjóðanna til að skoða af alvöru að fara í mál við bandarísku matsfyrirtækin sem gáfu íslensku bönkunum ætíð topp einkunn fyrir hrun.
 
25.jún. 2014 - 09:09 Vilhjálmur Birgisson

Stjórnmálamenn haga sér eins og strútar!

Ég spyr mig líka hvernig getur þetta lífeyriskerfi verið það besta í heimi þegar það vantar 664 milljarða inn í kerfið og það þrátt fyrir að búið sé að skerða réttindi verkafólks, sjómanna og iðnaðarmanna um 150 milljarða frá hruni?
20.jún. 2014 - 14:34 Vilhjálmur Birgisson

Grímulaus græðgi við hækkun stjórnarlauna

Nú kom fram í fréttum í gær að stjórnarlaun í Bláa lóninu hefðu hækkað allverulega og að stjórnarformaður sé að fá sjö hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir störf sín sem gera 8,4 milljónir á ári.  Aðrir stjórnarmenn fá 525 þúsund krónur á mánuði og varamenn fá 350 þúsund krónur á mánuði.  Fram kemur í fréttinni að einn stjórnarfundur sé haldinn að meðaltali á mánuði og að allir stjórnarmenn séu í öðru fullu starfi.
06.jún. 2014 - 09:29 Vilhjálmur Birgisson

Sjálfsvíg

Óttar Örn, sonur Vilhjálms, ásamt börnum sínum Róberti og Bríet. Ég veit að hraðinn í nútímasamfélagi er gríðarlegur og á þeirri forsendu er það svo mikilvægt að allar fjölskyldur hugi vel að sínum nánustu og sérstaklega þeim sem kljást við þessa lífshættulegu sjúkdóma, því enginn veit hjá hvaða fjölskyldu þessi skelfilegi vágestur (sjálfsvíg) bankar næst upp á.
03.jún. 2014 - 07:58 Vilhjálmur Birgisson

Hvað er eiginlega að?

Ég er gjörsamlega orðin orðlaus yfir þessu mosku-máli og hvort Framsóknarflokkurinn sé stjórntækur vegna þess að hann sé orðin einhver „öfgahægri“ flokkur.
16.maí 2014 - 22:32 Vilhjálmur Birgisson

Óskiljanleg ákvörðun 22 þingmanna

Menn verða að fyrirgefa mér en það er mér hulin ráðgáta, hví 22 þingmenn skuli hafa greitt atkvæði gegn því að forsendubrestur heimilanna skyldi leiðréttur um 80 milljarða og það sérstaklega í ljósi þess að það eru þrotabú gömlu bankanna sem greiða þessa leiðréttingu. Eina sem ég er ósáttur með er að leiðréttingin sé ekki meiri!
07.apr. 2014 - 10:41 Vilhjálmur Birgisson

Láglaunalögreglan

Ég get ekki annað en óskað framhaldsskólakennurum innilega til hamingju með nýgerðan kjarasamning. Samning sem mun gefa kennurum rúm 15% launahækkun á fyrsta ári, en samningurinn getur gefið allt að tæp 30% á samningstímanum.
03.apr. 2014 - 13:15 Vilhjálmur Birgisson

Steingrímur ætti að biðja þjóðina afsökunar

Steingrímur J Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra víbrar af skelfingu yfir því að til standi að leiðrétta að hluta forsendubrest heimilanna vegna bankahrunsins. Nú talar Steingrímur um að biðjast afsökunar á því að hafa ekki talað miklu hærra gegn þessu „rugli“ er lýtur að þeim kosningalofurðum frá því í vor um að koma skuldsettum heimilum til hjálpar. Að hugsa sér að fyrrverandi fjármálaráðherra tali um rugl þegar verið er að koma skuldsettri alþýðu til hjálpar.
27.mar. 2014 - 15:32 Vilhjálmur Birgisson

Útskýringar óskast

Ég er að reyna að átta mig á frumvarpinu er lýtur að skuldaleiðréttingu til handa íslenskum heimilum. Í tillögum sérfræðingahópsins um skuldaleiðréttingar var gert ráð fyrir að verðtryggð húsnæðislán yrðu færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram tiltekið viðmið. Lagði sérfræðingahópurinn til að það viðmið yrði 4,8%. Það samsvaraði um 13% leiðréttingu á verðtryggðum skuldum heimilanna í grunnútreikningum sérfræðingahópsins sem gerðir voru til viðmiðunar.
18.mar. 2014 - 20:50 Vilhjálmur Birgisson

Spurningar til þingmanna Framsóknarflokksins

Í síðustu kosningum var aðalkosningamálið málefni heimilanna og hvernig ætti að koma þeim til hjálpar. Framsóknarflokkurinn tók forystu í þessum málum í aðdraganda kosninga og lofaði íslenskum heimilum að það yrði algjört forgangsverkefni flokksins að koma íslenskum heimilum til hjálpar ef flokkurinn fengi nægilegt fylgi í kosningunum.
11.mar. 2014 - 13:26 Vilhjálmur Birgisson

Vill að aðalkosningaloforðið verði svikið!

Þessa dagana hljómar krafa almennings hátt og skýrt um að stjórnvöld standi við kosningaloforð sitt um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort viðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram eða ekki.  Að sjálfsögðu get ég tekið undir það að stjórnvöld á hverjum tíma fyrir sig verði að standa við þau loforð sem þau gefa kjósendum sínum.
08.mar. 2014 - 11:43 Vilhjálmur Birgisson

Hvað ef þetta hefði verið Davíð Oddsson?

Lára V Júlíusdóttir lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti veit að það tíðkast alls ekki að atvinnurekendur borgi málskostnað þegar almennt launafólk stefnir sínum atvinnurekenda og tapar málinu fyrir dómstólum.
04.mar. 2014 - 20:11 Vilhjálmur Birgisson

Blásið í ofurlaunablöðruna

Græðgin, óréttlætið og misskiptingin hefur enn og aftur náð að skjóta föstum rótum í íslensku samfélagi og allt bendir til að atvinnulífið hafi ekkert lært af sjálftökunni og græðginni sem átti sér stað fyrir hrun. Græðgi sem endurspeglaðist í kaupaukum, bónusum og ofurlaunum milli- og æðstu stjórnenda íslenskra fyrirtækja.
17.feb. 2014 - 21:14 Vilhjálmur Birgisson

Seðlabankastjóri með allt niðrum sig

Hvaða opinbera stofnun er það sem hefur harðast barist gegn því að íslenskum heimilum verði komið til hjálpar m.a. með því að leiðrétta forsendubrestinn og afnema verðtrygginguna?
13.feb. 2014 - 18:11 Vilhjálmur Birgisson

Áskorun

Ég skora á stjórnvöld að skipta um seðlabankastjóra og ráða doktor Ólaf Ísleifsson sem næsta seðlabankastjóra.
12.feb. 2014 - 12:43 Vilhjálmur Birgisson

Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna tæpir 7 milljarðar!

Á fundi þingmanna með fulltrúum Landssambands lífeyrissjóða í hádeginu í gær kom fram að rekstarkostnaður lífeyrissjóðanna sé 0,26% af heildareignum sjóðanna. Heildareignir lífeyrissjóðanna árið 2013 námu 2.656 milljörðum.
09.feb. 2014 - 17:11 Vilhjálmur Birgisson

Skemmdarverk

Menn verða að fyrirgefa mér, en ég er orðlaus yfir því að Sigursteinn Másson og hans félagar í hvalfriðunarsamtökum hérlendis vilja að bandarísk stjórnvöld beiti okkur Íslendinga þrýstingi til að við hættum sjálfbærum hvalveiðum.
30.jan. 2014 - 18:59 Vilhjálmur Birgisson

Verkalýðshreyfingin í undarlegri stöðu

Pælið í því að lífeyrissjóðirnir okkar eiga og reka stóran hluta af öllum fyrirtækjum í landinu. Lífeyrissjóðirnir eru með ráðandi eignarhluti í matvöru-, tryggingar-, fjarskipa-,eldsneytis-, byggingar, flutninga og samgöngumarkaði hér á landi.
29.jan. 2014 - 18:20 Vilhjálmur Birgisson

Algjörlega orðlaus

Ég er búinn að heyra í tveimur stjórnmálamönnum í fjölmiðlum í dag og báðir segja að ekki sé hægt að afnema verðtrygginguna á neytendalánum.
24.jan. 2014 - 17:18 Vilhjálmur Birgisson

Á að standa við loforðin?

Vegna þessarar bláköldu staðreyndar kalla ég eftir viðbrögðum þingmanna og ráðherra Framsóknarflokksins, því nú þurfa kjósendur að fá að vita með afgerandi hætti hvort Framsóknarflokkurinn ætli að standa við loforðið um afnám verðtryggingar á neytendalánum eða ekki.
18.jan. 2014 - 13:26 Vilhjálmur Birgisson

Með vindinn í fangið

Það er óhætt að segja að vindurinn sé tölvuverður beint í fangið þessa daganna en eins og allir vita þá var undirritaður smánarsamningur sem gerður var fyrir tilstuðlan forystu ASÍ við Samtök atvinnulífsins. Samningur sem mun skila íslensku verkafólk um 190 kr. á dag verði hann samþykktur. Mín von er að þessi samningur verði felldur vítt og breitt um landið.
24.des. 2013 - 12:47 Vilhjálmur Birgisson

Áskorun til verkafólks

Á laugardagskvöld var undirritaður kjarasamningur á hinum almenna vinnumarkaði í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Þessi kjarasamningur var svo slæmur að mati 5 aðildafélaga Starfsgreinasambands Íslands að fulltrúar þeirra sáu sér á engan hátt fært að setja nafn sitt undir slíkan samning. Málið var að Starfsgreinasamband Íslands var búið að móta og leggja mikla vinnu í kröfugerð sem byggðist á því að reyna að lagfæra skammarlega lága launataxta sambandsins. Því til viðbótar var samþykkt á þingi Starfsgreinasambandsins, sem haldið var í október á Akureyri, ályktun sem hljóðaði með þeim hætti að SGS ætlaði að brjóta á bak aftur þá láglaunastefnu sem hér hefur ríkt og lagfæra launataxta verkafólks. Þessi kjarasamningur sem undirritaður var um helgina, er langt frá þeim markmiðum.
21.des. 2013 - 20:30 Vilhjálmur Birgisson

Sorgmæddur og reiður

Ég er svo sorgmæddur og reiður fyrir hönd íslensks verkafólks að það nær engu tali. Mér sýnist að íslensk verkalýðshreyfing sé endanlega að deyja drottni sínum vegna kjarkleysis og aumingjadóms.
18.des. 2013 - 20:36 Vilhjálmur Birgisson

Besta þóknunin væri heilbrigður lánamarkaður

Eins og flestir vita þá hefur eitt af mínum aðal baráttumálum síðustu misseri verið afnám verðtryggingar og að komið verði á heilbrigðum og sanngjörnum lánamarkaði fyrir íslenska neytendur. Fyrir þessu hef ég barist meðal annars á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar og víðar. Ég var afar ánægður þegar ég var skipaður í sérfræðingahóp um afnám verðtryggingar í ágúst síðastliðnum enda lá fyrir að hlutverk hópsins ætti að vera afnám verðtryggingar.
16.des. 2013 - 09:33 Vilhjálmur Birgisson

Íslensk heimili eru rænd

Ef það yrði framið nokkra milljóna bankarán í dag þá yrði allt tiltækt rannsóknarlið lögreglunar kallað til við að upplýsa bankaránið og yrði engu til sparað við þá rannsókn.

Vilhjálmur Birgisson

Fæddur 5. ágúst 1965. Fjögurra barna faðir og Skagamaður í húð og hár. Hefur alla tíð unnið verkamannavinnu þar til hann tók við formennsku í Verkalýðsfélagi Akraness 19. nóvember 2003.

Er óflokksbundinn og hefur þá trú að forystumenn í verkalýðshreyfingunni eigi ekki að vera eyrnamerktir stjórnmálaflokkum. Hefur brennandi áhuga þjóðfélagsmálum og segir sína meiningu umbúðalaust.

Lottó - ágúst '14
Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson - 15.8.2014
Slæm Lýsing
Aðsend grein
Aðsend grein - 15.8.2014
Virðing og samfélagsleg auðgun
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 26.8.2014
Maðurinn með hattinn, hann á engan aur
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 29.8.2014
Reynir Traustason féll á eigin bragði
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 23.8.2014
Skylda til tilkynningar um hljóðritun
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.8.2014
Örlagasögur af Íslandi sagðar erlendis
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 22.8.2014
Hvaðan eru upplýsingar DV?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 22.8.2014
Breyting sem bitnar á þeim tekjulægstu
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 28.8.2014
Eiga ekki og mega ekki
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.8.2014
Ótrúleg aðför að Hönnu Birnu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.8.2014
Blómið í hóffarinu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 28.8.2014
Hvað er fjandsamleg yfirtaka?
Fleiri pressupennar