07. jún. 2012 - 14:10Vilhjálmur Birgisson

Stjórnendur Eimskips skammist ykkar

Það er ótrúlegt að nú mætti halda að árið 2007 sé skella aftur á af fullum þunga, en eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær þá var upplýst að lykilstjórnendum Eimskipafélagsins mun bjóðast að eignast hluti í félaginu á umtalsvert lægra gengi en reiknað er með að verði fyrir hendi þegar félagið verður skráð á markað í september. Heildarhlutur þeirra gæti orðið milljarða virði og fram kemur í fréttinni að lykilstjórnendur þurfi ekki  að greiða krónu fyrir kaupréttina og fái hundruð milljóna á silfurfati.

Ég verð að viðurkenna að mér er algerlega misboðið og það er morgunljóst að núna verður íslenska þjóðin að segja hingað og ekki lengra gagnvart fyrirtækjum sem haga sér með þessum hætti. Rétt er að rifja upp að kröfuhafar töpuðu í það minnsta 117 milljörðum vegna gjaldþrots Eimskips en varlega áætlað má gera ráð fyrir að lífeyrissjóðir launafólks hafa tapað rúmum 15 milljörðum vegna Eimskips.  Svo ætla þessir snillingar að koma núna og segja að rekstur Eimskips gangi svo vel að mikilvægt sé að lykilstjórnendum verði umbunað með kaupréttarsamningum. Mikilvægt er að hafa í huga að staða Eimskips er ekki góð núna vegna viðskiptasnilli þessara manna heldur er hún tilkomin að hluta til vegna þess að kröfuhafar og þar á meðal íslenskt launafólk tapaði milljörðum vegna gjaldþrots fyrirtækisins.

Ég hafði samband við framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs Festu áðan, en Festa er sá lífeyrissjóður sem félagsmenn mínir í Verkalýðsfélagi Akraness greiða í.  Ég tjáði honum að Verkalýðsfélag Akraness geri þá skýlausu kröfu að lífeyrissjóðurinn Festa fjárfesti ekki fyrir eina krónu í þessu fyrirtæki þegar Eimskip fer á markað í september, ef þessi gjörningur um milljarða gjöf til lykilstjórnenda Eimskips verður að veruleika.

Það er þyngra en tárum taki að verða vitni að því að menn hafi ekki sterkara viðskiptasiðferði í ljósi þeirra staðreynda að Eimskip hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar þegar horft er til þess að kröfuhafar töpuðu 117 milljörðum vegna gjaldþrots fyrirtækisins.  Því til viðbótar hafa sjóðsfélagar þurft að sæta skerðingum á sínum lífeyri vegna 15 milljarða taps sjóðanna á fyrirtækinu.

Það er morgunljóst að ég sem formaður Verkalýðsfélags Akraness mun aldrei sætta mig við að fjármunum minna félagsmanna verði varið í hlutbréfakaup í þessu fyrirtæki ef þetta verður ekki dregið til baka.  Ég vil upplýsa að sjóðsfélagar Festu lífeyrissjóðs töpuðu 500 milljónum vegna gjaldþrots Eimskips. 

Við stjórnendur Eimskips vil ég segja: Þið ættuð að skammast ykkar að misbjóða íslenskri þjóð með þessari græðgi ykkar en alþýða þessa lands er blóðug upp fyrir axlir við að reyna að vinna sig útúr þeim vanda sem stjórnendur í mörgum fyrirtækjum innan atvinnulífsins komu almenningi í vegna þeirra græðgivæðingar sem var búin að skjóta rótum í íslensku atvinnulífi.  En núna mun íslenska þjóðin ekki láta ykkur endurtaka leikinn, svo mikið er víst.
24.nóv. 2014 - 10:33 Vilhjálmur Birgisson

Til hamingju íslenskir neytendur

Jæja, kæru vinir og félagar nú liggur það fyrir samkvæmt EFTA-dómstólnum að fjármálastofnunum var óheimilt að miða við 0% verðbólgu í greiðsluáætlunum og lánasamningum.
19.nóv. 2014 - 21:00 Vilhjálmur Birgisson

Lítilmannlegt

Það er lenska hjá stjórnendum bæði hjá ríki og sveitafélögum að ætíð þegar leita á hagræðingar og sparnaðar þá virðist það fyrsta sem kemur upp í huga þessara aðila að hægt sé að spara gríðarlega með því skera niður í ræstingu, mötuneyti og þvottahúsi. Þarna telja stjórnendur að hægt sé að sækja mikla fjármuni til sparnaðar sem er í raun og veru grátbroslegt
10.nóv. 2014 - 14:45 Vilhjálmur Birgisson

Betra en maður þorði að vona

Var að ljúka við að horfa á kynninguna um leiðréttinguna á forsendubresti heimilanna og ég verð að segja að mér líst mun betur á þetta heldur en ég í raun og veru þorði að vona.
04.nóv. 2014 - 13:41 Vilhjálmur Birgisson

Verkafólk og þjóðarkakan

Að undanförnu hafa hinir ýmsu starfshópar sótt hart fram í að sækja kjarabætur. Nægir að nefna kennara, flugstjóra, flugfreyjur, flugvirkja og prófessora og nú eru tónlistarkennarar og læknar í gríðarlegri kjarabaráttu þar sem verkfallsvopninu er beitt af fullum þunga. Að sjálfsögðu lýsi ég yfir fullum stuðningi við allar þessar starfsstéttir í sinni kjarabaráttu.
23.okt. 2014 - 09:22 Vilhjálmur Birgisson

Ræða ASÍ

Jæja, nú styttist í að kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði verði lausir, og trúið mér, nú mun hræðsluáróðurinn og varnaðarorðin óma um allt íslenskt samfélag á nýjan leik.  
22.ágú. 2014 - 00:00 Vilhjálmur Birgisson

Breyting sem bitnar á þeim tekjulægstu

Líkt og fram hefur komið fram í fréttum þá stefnir Fjármálaráðherra að því í haust að leggja fram lagafrumvarp um hækkun á virðisaukaskatti á matvæli, en fjármálaráðherra talaði um að einfalda virðisaukaskattkerfið.
19.ágú. 2014 - 21:12 Vilhjálmur Birgisson

Þessu óréttlæti verður að linna

Forseti ASÍ sagði í fréttum í gær að verkalýðshreyfingin myndi beita vöðvaafli ef misskipting verði ráðandi í komandi kjarasamningum.
14.ágú. 2014 - 11:20 Vilhjálmur Birgisson

Þöggun leiðir til fordóma

Ég er algjörlega sammála Óttari Guðmundssyni geðlækni að þöggun um sjálfsvíg leiði til fordóma. Ég er afar hugsi yfir því hversu íslenskt samfélag virðist vera vanmáttugt gagnvart þessum skelfilega vágesti sem sjálfsvíg eru.
04.ágú. 2014 - 19:55 Vilhjálmur Birgisson

Furða mig á ummælum fjármálaráðherra

Verkalýðsfélag Akraness er nú með mál til meðferðar fyrir EFTA dómstólnum, þar sem leitað er álits um hvort verðtrygging neytendalána stangist á við tilskipanir ESB. Ekki er ólíklegt að niðurstaða frá EFTA - dómstólnum liggi fyrir í þessum mánuði.
27.júl. 2014 - 21:00 Vilhjálmur Birgisson

Viðbjóðslegt óréttlæti sem verður að svara af fullri hörku

Hún er glæsileg samræmda láglaunastefnan sem Samtök atvinnulífsins og ASÍ sömdu um í síðustu kjarasamningum. En þar var verkafólki gert skylt að taka einungis 2,8% launahækkun, þó að hámarki 9.750 kr. á mánuði.
04.júl. 2014 - 12:52 Vilhjálmur Birgisson

Af hverju vilja Lífeyrissjóðirnir ekki fara í mál við matsfyrirtækin?

Í fréttum undanfarna daga hefur verið fjallað um aðila sem hafa verið að reyna að fá forsvarsmenn íslensku lífeyrissjóðanna til að skoða af alvöru að fara í mál við bandarísku matsfyrirtækin sem gáfu íslensku bönkunum ætíð topp einkunn fyrir hrun.
 
25.jún. 2014 - 09:09 Vilhjálmur Birgisson

Stjórnmálamenn haga sér eins og strútar!

Ég spyr mig líka hvernig getur þetta lífeyriskerfi verið það besta í heimi þegar það vantar 664 milljarða inn í kerfið og það þrátt fyrir að búið sé að skerða réttindi verkafólks, sjómanna og iðnaðarmanna um 150 milljarða frá hruni?
20.jún. 2014 - 14:34 Vilhjálmur Birgisson

Grímulaus græðgi við hækkun stjórnarlauna

Nú kom fram í fréttum í gær að stjórnarlaun í Bláa lóninu hefðu hækkað allverulega og að stjórnarformaður sé að fá sjö hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir störf sín sem gera 8,4 milljónir á ári.  Aðrir stjórnarmenn fá 525 þúsund krónur á mánuði og varamenn fá 350 þúsund krónur á mánuði.  Fram kemur í fréttinni að einn stjórnarfundur sé haldinn að meðaltali á mánuði og að allir stjórnarmenn séu í öðru fullu starfi.
06.jún. 2014 - 09:29 Vilhjálmur Birgisson

Sjálfsvíg

Óttar Örn, sonur Vilhjálms, ásamt börnum sínum Róberti og Bríet. Ég veit að hraðinn í nútímasamfélagi er gríðarlegur og á þeirri forsendu er það svo mikilvægt að allar fjölskyldur hugi vel að sínum nánustu og sérstaklega þeim sem kljást við þessa lífshættulegu sjúkdóma, því enginn veit hjá hvaða fjölskyldu þessi skelfilegi vágestur (sjálfsvíg) bankar næst upp á.
03.jún. 2014 - 07:58 Vilhjálmur Birgisson

Hvað er eiginlega að?

Ég er gjörsamlega orðin orðlaus yfir þessu mosku-máli og hvort Framsóknarflokkurinn sé stjórntækur vegna þess að hann sé orðin einhver „öfgahægri“ flokkur.
16.maí 2014 - 22:32 Vilhjálmur Birgisson

Óskiljanleg ákvörðun 22 þingmanna

Menn verða að fyrirgefa mér en það er mér hulin ráðgáta, hví 22 þingmenn skuli hafa greitt atkvæði gegn því að forsendubrestur heimilanna skyldi leiðréttur um 80 milljarða og það sérstaklega í ljósi þess að það eru þrotabú gömlu bankanna sem greiða þessa leiðréttingu. Eina sem ég er ósáttur með er að leiðréttingin sé ekki meiri!
07.apr. 2014 - 10:41 Vilhjálmur Birgisson

Láglaunalögreglan

Ég get ekki annað en óskað framhaldsskólakennurum innilega til hamingju með nýgerðan kjarasamning. Samning sem mun gefa kennurum rúm 15% launahækkun á fyrsta ári, en samningurinn getur gefið allt að tæp 30% á samningstímanum.
03.apr. 2014 - 13:15 Vilhjálmur Birgisson

Steingrímur ætti að biðja þjóðina afsökunar

Steingrímur J Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra víbrar af skelfingu yfir því að til standi að leiðrétta að hluta forsendubrest heimilanna vegna bankahrunsins. Nú talar Steingrímur um að biðjast afsökunar á því að hafa ekki talað miklu hærra gegn þessu „rugli“ er lýtur að þeim kosningalofurðum frá því í vor um að koma skuldsettum heimilum til hjálpar. Að hugsa sér að fyrrverandi fjármálaráðherra tali um rugl þegar verið er að koma skuldsettri alþýðu til hjálpar.
27.mar. 2014 - 15:32 Vilhjálmur Birgisson

Útskýringar óskast

Ég er að reyna að átta mig á frumvarpinu er lýtur að skuldaleiðréttingu til handa íslenskum heimilum. Í tillögum sérfræðingahópsins um skuldaleiðréttingar var gert ráð fyrir að verðtryggð húsnæðislán yrðu færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram tiltekið viðmið. Lagði sérfræðingahópurinn til að það viðmið yrði 4,8%. Það samsvaraði um 13% leiðréttingu á verðtryggðum skuldum heimilanna í grunnútreikningum sérfræðingahópsins sem gerðir voru til viðmiðunar.
18.mar. 2014 - 20:50 Vilhjálmur Birgisson

Spurningar til þingmanna Framsóknarflokksins

Í síðustu kosningum var aðalkosningamálið málefni heimilanna og hvernig ætti að koma þeim til hjálpar. Framsóknarflokkurinn tók forystu í þessum málum í aðdraganda kosninga og lofaði íslenskum heimilum að það yrði algjört forgangsverkefni flokksins að koma íslenskum heimilum til hjálpar ef flokkurinn fengi nægilegt fylgi í kosningunum.
11.mar. 2014 - 13:26 Vilhjálmur Birgisson

Vill að aðalkosningaloforðið verði svikið!

Þessa dagana hljómar krafa almennings hátt og skýrt um að stjórnvöld standi við kosningaloforð sitt um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort viðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram eða ekki.  Að sjálfsögðu get ég tekið undir það að stjórnvöld á hverjum tíma fyrir sig verði að standa við þau loforð sem þau gefa kjósendum sínum.
08.mar. 2014 - 11:43 Vilhjálmur Birgisson

Hvað ef þetta hefði verið Davíð Oddsson?

Lára V Júlíusdóttir lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti veit að það tíðkast alls ekki að atvinnurekendur borgi málskostnað þegar almennt launafólk stefnir sínum atvinnurekenda og tapar málinu fyrir dómstólum.
04.mar. 2014 - 20:11 Vilhjálmur Birgisson

Blásið í ofurlaunablöðruna

Græðgin, óréttlætið og misskiptingin hefur enn og aftur náð að skjóta föstum rótum í íslensku samfélagi og allt bendir til að atvinnulífið hafi ekkert lært af sjálftökunni og græðginni sem átti sér stað fyrir hrun. Græðgi sem endurspeglaðist í kaupaukum, bónusum og ofurlaunum milli- og æðstu stjórnenda íslenskra fyrirtækja.
17.feb. 2014 - 21:14 Vilhjálmur Birgisson

Seðlabankastjóri með allt niðrum sig

Hvaða opinbera stofnun er það sem hefur harðast barist gegn því að íslenskum heimilum verði komið til hjálpar m.a. með því að leiðrétta forsendubrestinn og afnema verðtrygginguna?
13.feb. 2014 - 18:11 Vilhjálmur Birgisson

Áskorun

Ég skora á stjórnvöld að skipta um seðlabankastjóra og ráða doktor Ólaf Ísleifsson sem næsta seðlabankastjóra.
12.feb. 2014 - 12:43 Vilhjálmur Birgisson

Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna tæpir 7 milljarðar!

Á fundi þingmanna með fulltrúum Landssambands lífeyrissjóða í hádeginu í gær kom fram að rekstarkostnaður lífeyrissjóðanna sé 0,26% af heildareignum sjóðanna. Heildareignir lífeyrissjóðanna árið 2013 námu 2.656 milljörðum.
09.feb. 2014 - 17:11 Vilhjálmur Birgisson

Skemmdarverk

Menn verða að fyrirgefa mér, en ég er orðlaus yfir því að Sigursteinn Másson og hans félagar í hvalfriðunarsamtökum hérlendis vilja að bandarísk stjórnvöld beiti okkur Íslendinga þrýstingi til að við hættum sjálfbærum hvalveiðum.
30.jan. 2014 - 18:59 Vilhjálmur Birgisson

Verkalýðshreyfingin í undarlegri stöðu

Pælið í því að lífeyrissjóðirnir okkar eiga og reka stóran hluta af öllum fyrirtækjum í landinu. Lífeyrissjóðirnir eru með ráðandi eignarhluti í matvöru-, tryggingar-, fjarskipa-,eldsneytis-, byggingar, flutninga og samgöngumarkaði hér á landi.
29.jan. 2014 - 18:20 Vilhjálmur Birgisson

Algjörlega orðlaus

Ég er búinn að heyra í tveimur stjórnmálamönnum í fjölmiðlum í dag og báðir segja að ekki sé hægt að afnema verðtrygginguna á neytendalánum.
24.jan. 2014 - 17:18 Vilhjálmur Birgisson

Á að standa við loforðin?

Vegna þessarar bláköldu staðreyndar kalla ég eftir viðbrögðum þingmanna og ráðherra Framsóknarflokksins, því nú þurfa kjósendur að fá að vita með afgerandi hætti hvort Framsóknarflokkurinn ætli að standa við loforðið um afnám verðtryggingar á neytendalánum eða ekki.

Vilhjálmur Birgisson

Fæddur 5. ágúst 1965. Fjögurra barna faðir og Skagamaður í húð og hár. Hefur alla tíð unnið verkamannavinnu þar til hann tók við formennsku í Verkalýðsfélagi Akraness 19. nóvember 2003.

Er óflokksbundinn og hefur þá trú að forystumenn í verkalýðshreyfingunni eigi ekki að vera eyrnamerktir stjórnmálaflokkum. Hefur brennandi áhuga þjóðfélagsmálum og segir sína meiningu umbúðalaust.

Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 26.11.2014
Hvað er að ykkur íslenskir karlmenn?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 22.11.2014
Hýenur renna á blóðslóðina
Bubbi Morthens
Bubbi Morthens - 25.11.2014
Lygin
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 14.11.2014
Las sjálfsævisögu Reynis Traustasonar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 19.11.2014
Lítilmannlegt
Hermann Jónsson
Hermann Jónsson - 18.11.2014
Er einelti foreldravandamál?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 13.11.2014
Skoðun mín hefur ekki breyst
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 15.11.2014
Börn og skilnaður
Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 18.11.2014
Klám og ábyrgð
Hildur Eir Bolladóttir
Hildur Eir Bolladóttir - 18.11.2014
Að vera tapari á Íslandi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.11.2014
Skemmtilegt spjall um Sjálfstætt fólk
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 22.11.2014
„Fuck you rapist bastard“
Fleiri pressupennar