02. jún. 2011 - 12:00Trausti Már Valgeirsson

Situr þú á rassinum eða á bakinu í vinnunni ?

Situr þú á rassinum eða á bakinu í vinnunni ?

Ert þú ein/einn af þeim sem sígur niður í stólnum í vinnunni þegar líður á daginn?

Það er að ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar maður situr í vinnunni eða heima við tölvuna. Til þess að líða sem best og draga úr eða koma í veg fyrir ýmis stoðkerfistengd vandamál þá er mjög gott að pæla aðeins í vinnu- eða setaðstöðunni þinni við tölvuna bæði heima og í vinnunni.

Ég er með nokkra góða punkta í sambandi við það. Í fyrsta lagi er það stóllinn. 

Veldu stól með er með 5 armafæti, hann gefur betri stöðuleika og hafðu stólinn líka á snúningsfæti sem auðveldar þér að vinna við fjölþætt verkefni. Það þarf að vera hægt að hækka/lækka stólinn, halla bakinu fram/aftur og velta setunni bæði fram og aftur líka.

Þegar þú situr í stólnum þarftu að vera viss um að hafa góðan bakstuðning, neðra bakið á að vera þétt 
upp að stólnum, ef núverandi stólinn þinn gefur ekki nægan bakstuðning þá er gott að hafa lítinn púða á milli.

Tölvuskjárinn þarf að vera amk. 70 cm frá líkamanum, passa ljóskast frá gluggum eða ljósum og stilla þarf upplausn og birtu frá skjánum til þess að minnka óþarfa álag á augun og draga úr höfuðverkjum sem geta komið í kjölfar of mikillar birtu frá skjánum.

Ekki hafa lyklaboðið hallandi upp á við, hafa úlnliði samsíða gólfi og fáðu þér mús með „Scroll“ takka í miðjunni til þess að draga úr óþarfa hreyfingum á músinni.
12.maí 2011 - 11:00 Trausti Már Valgeirsson

Er eitthvað að klikka á kollinum?

Sumarið er greinilega komið í allri sinni dýrð, grasið er að grænka, blómin eru að springa út og núna er einmitt rétti tíminn til þess nýta þessa frábæru daga og klára að losa sig við vetrarforðann og koma sér í sumarformið með því að fara út og hreyfa sig.

28.apr. 2011 - 09:15 Trausti Már Valgeirsson

Brjósklos – Hryggþófahlaup

Hryggþófarnir liggja á milli liðbola hryggjarliðanna og eru að verulegu leyti byggðir úr brjóski. Þess vegna er hryggþófahlaup í daglegu tali oft kallað brjósklos. Brjósklos getur valdið staðbundnum verkjum í bakinu, en getur einnig valdið verkjum í talsverðri fjarlægð frá sjálfum áverkanum, sem kemur til vegna ertingar á taugarætur og þá í sumum tilvikum veldur það litlum eða engum verk í bakinu sjálfu.

07.apr. 2011 - 21:00 Trausti Már Valgeirsson

Er vöðvabólgan að drepa þig?

Eitt af mörgum stoðkerfisvandamálum sem fólk er að glíma við í dag er vöðvabólga. Vöðvabólga er yfirleitt í tengslum við atvinnu okkar, streitu, eftir slys, eða í kjölfar sjúkdóma. Vöðvabólga er í raun bólgumyndun í vöðva eða nálægum bandvef, sem veldur verkjum, eymslum í vöðvum og þreytu á því svæði sem vöðvabólgan er til staðar.