07. apr. 2011 - 21:00Trausti Már Valgeirsson

Er vöðvabólgan að drepa þig?

Eitt af mörgum stoðkerfisvandamálum sem fólk er að glíma við í dag er vöðvabólga. Vöðvabólga er yfirleitt í tengslum við atvinnu okkar, streitu, eftir slys, eða í kjölfar sjúkdóma. Vöðvabólga er í raun bólgumyndun í vöðva eða nálægum bandvef, sem veldur verkjum, eymslum í vöðvum og þreytu á því svæði sem vöðvabólgan er til staðar.

Tæknivæðing nútímans hefur gert það að verkum að við erum farinn að hreyfa okkur mun minna og sitjum meira fyrir framan tölvur eða sjónvarp á daginn. Uppúr þessu aukna hreyfingaleysi okkar spretta stoðkerfisvandamálin. Við förum að kvarta yfir vöðvabólgu í hálsi,herðum, baki, fáum höfuðverki, erum þreytt og pirruð.

En hvað er best að gera?

• Létt líkamleg áreynsla og vöðvateygjur er besta vörnin við vöðvabólgu.
• Stattu reglulega upp og teygðu úr þér.
• Ekki sitja lengur en 50 mínútur í senn við það sem þú ert að gera.
• Notaðu stigann í vinnunni eða skólanum, ekki nota lyftuna.
• Leggðu bílnum aðeins frá vinnunni.
• Farðu í göngutúra, sund, hjólaðu eða í ræktina. 

Það er búið að margsanna það, að ganga í einungis í 30 mínútur á dag, fimm daga vikunnar, að það hefur gríðarlega jákvæð áhrif á líkamann og heilsuna, þar með talið vöðvabólguna. Með þessu ertu að koma auknu blóðflæði af stað um skrokkin, losar þig við auka orku og uppsafnaða spennu sem hefur myndast í líkamanum og aukin vellíðan fylgir á eftir.

30 MÍNÚTUR ERU BARA 2% AF SÓLARHRINGNUM – GEFÐU ÞÉR TÍMA
02.jún. 2011 - 12:00 Trausti Már Valgeirsson

Situr þú á rassinum eða á bakinu í vinnunni ?

Situr þú á rassinum eða á bakinu í vinnunni ? Ert þú ein/einn af þeim sem sígur niður í stólnum í vinnunni þegar líður á daginn? Það er að ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar maður situr í vinnunni eða heima við tölvuna. Til þess að líða sem best og draga úr eða koma í veg fyrir ýmis stoðkerfistengd vandamál þá er mjög gott að pæla aðeins í vinnu- eða setaðstöðunni þinni við tölvuna bæði heima og í vinnunni.
12.maí 2011 - 11:00 Trausti Már Valgeirsson

Er eitthvað að klikka á kollinum?

Sumarið er greinilega komið í allri sinni dýrð, grasið er að grænka, blómin eru að springa út og núna er einmitt rétti tíminn til þess nýta þessa frábæru daga og klára að losa sig við vetrarforðann og koma sér í sumarformið með því að fara út og hreyfa sig.

28.apr. 2011 - 09:15 Trausti Már Valgeirsson

Brjósklos – Hryggþófahlaup

Hryggþófarnir liggja á milli liðbola hryggjarliðanna og eru að verulegu leyti byggðir úr brjóski. Þess vegna er hryggþófahlaup í daglegu tali oft kallað brjósklos. Brjósklos getur valdið staðbundnum verkjum í bakinu, en getur einnig valdið verkjum í talsverðri fjarlægð frá sjálfum áverkanum, sem kemur til vegna ertingar á taugarætur og þá í sumum tilvikum veldur það litlum eða engum verk í bakinu sjálfu.