18. ágú. 2017 - 11:18Þórhallur Heimisson

Velferðarríkið og siðaskiptin

Um þessar mundir höldum við upp á svokallað Lútersár í Lútersku kirkjunum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Tilefni þess er að 500 ár eru nú liðin síðan Lúter hóf mótmæli sín gegn aflátssölu kaþólsku kirkjunnar og þýska keisaradæmisins með því að negla 95 mótmælagreinar á dyrnar í hallar Wittenberg í Þýskalandi. Mótmæli hans áttu eftir að breiðast út og bæði kljúfa kirkjuna og breyta henni. Aflátssalan gekk út á það að hægt væri að kaupa sér syndafyrirgefningu af hendi kirkjunnar fyrir drýgðar syndir. Féð rann síðan meðal annars til byggingar Péturskirkjunnar í Róm.

Einn frægasti sölumaður syndafyrirgefninganna hafði þessa vísu að sínum einkennisorðum: „þegar gullið skellur í skrínu, skreppur sálin úr eldsins pínu“. Eða með öðrum orðum, með því að kaupa aflátsbréf af kirkjunni losnuðu menn undan Hreinsunareldinum, sem reyndar einnig er uppfinning kirkjunnar og klerkaveldis miðalda.

Í stað kirkjuvald lagði Lúter áherslu á frelsi mannsins til sjálfur að lesa ritninguna og ábyrgðar hans, en frelsunin og fyrirgefningin væri algerlega í höndum Guðs og væri gjöf Guðs til okkar fyrir trú okkar en ekki laun fyrir verk eða fyrir greiðslu.

Ritningin ein, trúin ein, náðin ein.

Þessi voru einkunnarorðin hans. Einstaklingurinn skyldi fá algert frelsi til að lesa ritninguna og hann frelsaðist undan synd og sekt, ekki fyrir eigin verk, heldur fyrir trú á Jesú og náð Guðs.

Áður hafði enginn mátt lesa Biblíuna nema klerkar kirkjunnar á latínu. Lúter þýddi ritninguna á þýsku og hvatti alla til að lesa. Þá þurfti líka að kenna mönnum að lesa. Frá Lúter er því komin hugmyndin um almenna skólaskyldu og Lúterskir prestar urðu forystumenn í skólamálum og hafa verið það allt fram á síðustu ár.

En kenning Lúters hafði ekki aðeins áhrif innan guðfræðinnar heldur líka og ekki síður á samfélagsmótunina. Eins og Guð væri náðugur og kærleiksríkur ætti ríkisvaldið að vera verkfæri Guðs sem gæfi einstaklingnum frelsi, annaðist hann og hjálpaði honum þegar á þyrfti að halda. En kallaði einstaklinginn einnig til ábyrgðar gagnvar öðrum þjóðfélagsþegnum. Sömuleiðis skyldi hver borgari ríkisins sýna ríkinu virðingu og ábyrgð og styðja það.

Upp úr þessum hugmyndum Lútersku kirkjunnar spruttu þau samfélög sem við í dag þekkjum sem Velferðarríki Norðurlandanna og Norður-Þýskalands, þar sem frelsi einstaklingsins er tryggt með stjórnarskrá og lögum og ríkið hefur það hlutverk að tryggja réttindi borgaranna og annast um þá þegar svo ber undir.

Við gleymum því oft, við sem höfum orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að fæðast í slíku samfélagi, að velferðarríkið er ekkert sjálfsagt fyrirbæri í veröldinni.

Lítum aðeins um öxl. Tilvera almennings á dögum Jesú, sem birtist í frásögnum guðspjallanna var til dæmis ömurleg. Þess sjáum við víða dæmi. Í borgum Palestínu og á vergangi um sveitirnar var sultarlýður, sem tæpast átti málungi matar og barðist við sjúkdóma og miskunnarleysi. Þannig var reyndar lífið í Rómaveldi við fæðingu Jesú. Það er þessi skari, sem m.a. flykktist um Jesú, þegar hann tók að boða fagnaðarerindið um Guðs ríki, ríkið þar sem réttlætið býr .Jesús brást við þessum vanda fólksins og leysti hann. Þetta frumkvæði Jesú hefur verið kristnum mönnum fyrirmynd frá upphafi og allt til dagsins í dag. Þeir voru strax mjög athafnasamir um fátækrahjálp, skipulögðu starfsemi safnaðarins og fólu tilteknum hópi manna að annast líknarstarfið. Þess konar hópar hafa starfað innan kirkju Krists allar götur síðan.

Saga kirkjunnar fyrstu þrjár aldirnar einkennist af þessu sama. Það er aðallega almenningur, sem flykkist til kirkjunnar í borgum Rómaveldis, fátæklingar og þrælar. Þessu fólki var kirkjan einstæður valkostur. Hún var á þessum tíma eina samfélagið, sem lét stjórnast af mannúð og bauð fátækum liðveislu í félagslegum vanda, en boðaði líka þrælum og fátæklingum þau nýju sannindi, að hver einstaklingur ætti sér markmið og tilgang og væri svo mikils virði í augum Guðs, að Kristur hefði fórnað öllu fyrir hann.

Manngildishugsjón kristninnar var algjör nýlunda meðal borgara hins forna rómverska heims. Tökum eftir því. Meðvitundin um það, að einstaklingurinn skipti máli hlaut að koma þeim mönnum á óvart, sem vanir voru að fleygja einstaklingum fyrir villidýr sér til skemmtunar. Á fjórðu öld skárust yfirvöld Rómaveldis í leikinn , tóku kristnina upp á arma sína og gerðu hana að ríkistrú. Nú var að finna fulltrúa allra stétta innan kirkjunnar. Bolmagn kristinna manna til að afla fjár handa fátækum og þurfandi stórefldist. Grundvöllurinn var lagður að þeirri umfangsmiklu fátækraframfærslu, sem kirkjan stundaði endilangar miðaldir samkvæmt boði Jesú (Matt.2:31-46).

Manngildishugsjón kristninnar sem hér hefur verið bent á gildir alla menn í fullkomnum jöfnuði. Allir eru jafn mikils virði og þeirra framlag. Við erum eins og lifandi líkami Krists á jörðinni sem sami andi Guðs sameinar

Um leið erum við ólík og höfum ólíku hlutverki að gegna. En hvert hlutverk er jafn mikilvægt.

Á miðöldum þróaðist kirkjuvald og ríkisvald sem gleymdi þessari manngildishugsjón. Einstaklingurinn var talinn til vegna kirkjunnar og ríkisins en ekki kirkjan og ríkið vegna einstaklingsins. Í mörgum ríkjum er það enn því miður svo að ríkisvaldið er eins og skrímsli sem ógnar lífi borgaranna og frelsi og allir óttast.

Lúter mótmælti þessu.

Það er ritningin ein sem á að vera einstaklingnum leiðarljós og kirkja og ríkisvald hafa það hlutverk að vernda einstaklinginn og frelsi hans. Og um leið kallar Lúter einstaklinginn til ábyrgðar. Hann benti á að það er í hinu daglega lífi og hinum daglegu verkum og öðrum mönnum sem við mætum Guði. Hið daglega líf er guðsþjónusta. Og í hinu daglega lífi fáum við á góðum stundum séð inn í ríki Guðs.

Um velferðarríki Vestur- Evrópu og sérstaklega Norðurlandanna er það hins vegar að segja, að með tilkomu þeirra hefur í fyrsta sinni í sögu mannanna verið reynt að leysa þann vanda örbirgðar og mannamunar, sem einkennir sögu mannanna. Enginn vafi leikur á því, að velferðarríkið á sér kristnar, lúterskar rætur eins og hér hefur verið bent á. Það byggir á boðorðunum tíu sem við heyrðum hér fyrr lesin, Gullnu reglu Jesú, „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skulið þér og þeim gera“ og tvöfalda kærleiksboðorðinu „Þú skalt elska Guð af öllu hjarta og náungann eins og sjálfan þig“.

Hér á landi hefur fram til þessa ríkt einhugur um velferðarríkið. Upp til hópa erum við sammála um að standa vörð um það. Með þessu er sannarlega ekki sagt, að velferðarríkið Ísland hafi leyst allan vanda borgara sinna. Því fer fjarri. Verkefnin eru ætíð næg. Og ekkert segir að það samfélag sem við nú búum við sé komið til með að vera um alla framtíð. Þess nauðsynlegra er að standa vörð um hinn kristna grundvöll.

Og hugsjón Lúters um köllun einstaklingsins og ríkisins til að þjóna Guði í hinum daglegu verkum með ritninguna, trúna og náðina að leiðarljósi.
22.feb. 2018 - 16:52 Þórhallur Heimisson

Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið

En um hvað snýst gyðingdómur? Hvernig hefur gyðingdómur þróast í gegnum aldirnar? Hver eru trúarrit gyðinga? Hvernig hefur saga ofsókna og þjóðarmorðs mótað gyðingdóm? Og hver er staða gyðinga í heiminum í dag? Hvernig tengist svo allt þetta stöðu Ísraels og Palestínu?
22.jan. 2018 - 14:17 Þórhallur Heimisson

Átökin um landið helga

Þann 12. febrúar næstkomandi mun ég bjóða upp á kvöldnámskeið um Landið helga og átökin um það. Sérstök áhersla verður lögð á nútímann, 20. öldina og til dagsins í dag. Sagan verður rakin frá lokum Fyrri heimsstyrjaldar, dregin verður upp mynd af átakalínum, deiluaðilum og átökum, afskiptum stórveldanna og þróun alþjóðamála sem hafa haft áhrif á þessa sögu. Við munum skoða styrjaldirnar milli Ísraelsmanna og nágranna þeirra, hverjir börðust og hvernig og hvaða áhrif þær hafa haft. Umfram allt verður leitast við að skýra stöðuna eins og hún er á eins hlutlausan máta og hægt er.
19.des. 2017 - 11:14 Þórhallur Heimisson

Rómantísk og áfengislaus jól og áramót

Rómantík er eitthvað sem flestir þrá svona innst inni þó sumir telji sig of mikil hörkutól til að viðurkenna það fyrir öðrum. Rómantíkin felur í sér eitthvað gott, einhverja sæla, einhverja hamingju sem gefur lífinu gildi. En því miður þá leyfum við rómantíkinni allt of sjaldan að blómstra í lífi okkar. Og þess vegna förum við allt of oft á mis við hamingjuna og sæluna sem rómantíkin gefur okkur. Rómantíkin er látin bíða framtíðarinnar á meðan við látum okkur dreyma um betri tíð með blóm og rómantík í haga, sæta langa sæludaga.
15.des. 2017 - 12:17 Þórhallur Heimisson

Með Kebab og kók á Betlehemsvöllum

Þá nálgast jólin hröðum skrefum og flestir að komast í jólagírinn. Það hefur verið mikið að gera eins og gengur í prestastarfinu og þær eru orðnar margar jólaheimsóknirnar hjá mér í klúbba og félög og á samkomur. Eins og hjá öðrum prestum. Þessar árvissu aðventuheimsóknir eru alltaf jafn skemmtilegar, þá fær maður sem prestur tækifæri til að spjalla um jólin og jólaboðskapinn við allskonar fólk og gleðjast með fólki út um allan bæ.
13.des. 2017 - 11:08 Þórhallur Heimisson

13. desember - Lúsíudagurinn

Í dag, 13. desember, er Lúsíudagurinn haldinn hátíðlegur víða um Norðurlönd, Það fer miklum sögum af Lúsíu. Talið er að Lùsía hafi fæðst árið 283. Foreldrar hennar voru aðalsfólk á Sikiley. Faðirinn dó á meðan hún var í bernsku svo að móðirin Eutychia sá um uppeldið. Eins og margir fyrstu píslarvottarnir hafði hún helgað meydóm sinn Guði, og von hennar var sú að geta gefið eigur sínar fátækum. Móðir hennar beitti sér gegn því fyrst í stað, en eftir að hún hafði hlotið undraverða lækningu, sem hún þakkaði Guði, gaf hún leyfi sitt fyrir því. Þetta örlæti vakti mikla gremju hjá æskumanni einum heiðnum sem gegn vilja Lúsíu hafði verið valinn brúðgumi hennar. Hann kom boðum til landstjóra Sikileyjar Paschasíusar að nafni um að Lúsía væri kristin. Þetta á að hafa gerst árið 303 á tíma ofsóknarinnar miklu gegn kristnum mönnum sem Díókletíanus keisari stóð fyrir. Lúsía var dæmd til vistar í vændishúsi. En sagan segir að Guð hafi gefið henni svo mikla staðfestu að þegar átti að flytja hana hafi verðina þrotið afl til að færa hana úr stað. Þá var Lúsía vafin hrísknippum og borinn að eldur. En aftur kom Guð henni til hjálpar. Að lokum var hún líflátin með sverði, sem rekið var ofan í háls hennar. Áður en hún dó sagði hún fyrir um málagjöld Paschasíusar, skjót endalok bæði ofsóknarinnar miklu og veldi Díókletíanusar á keisarastóli. Þannig styrkt af brauði lífsins ávann hún sér kórónu meydóms og píslarvættis.
21.nóv. 2017 - 09:31 Þórhallur Heimisson

Lífræn grasrótarþjóðkirkja

Það líður vart sá dagur þessi misserin að ekki berist fréttir af deilum innan Þjóðkirkjunnar. Fyrir okkur sem störfum á hennar vegum í söfnuðunum er þetta bæði sorglegt og lýjandi - sérstaklega vegna þess að við könnumst ef til vill ekki við okkur í þessari deilukirkju.
31.okt. 2017 - 11:50 Þórhallur Heimisson

Allra heilagra og Allra sálna messa

Þann 1. og 2. nóvember heldur kirkjan upp á tvær af sínum stærstu hátíðum, allra heilagra og allra sálna messu.
25.okt. 2017 - 10:09 Þórhallur Heimisson

Lögbrjóturinn Kristur

Eitt af því sem einkenndi starfsaðferðir Jesú frá Nasaret öðru fremur var það, að hann kenndi í dæmisögum. Með dæmisögunni vildi hann að fá fólk til að skilja boðskap sinn og tókst það ótrúlega vel. Í sögunum dró hann upp mynd af aðstæðum sem áheyrendur þekktu úr sínu eigin lífi og gátu samsamað sig með. Þetta voru sögur af venjulegu fólki í venjulegum aðstæðum, saumakonum, ferðalöngum, bændum og foreldrum . Þannig opnuðust augu fólks fyrir því sem hann var að segja þeim. Áheyrendur bæði skildi hann og vissi hvað hann var að fara. Þetta átti bæði við þá sem fylgdu honum og hina, andstæðinga hans, sem sátu um hann. Þeim sendi hann sterk skilaboð með dæmisögum sínum sem þeir reiddust yfir, og skömmuðust sín fyrir, því sögurnar afhjúpupu svo vel skoðanir þeirra.
11.sep. 2017 - 09:18 Þórhallur Heimisson

Hjónanámskeiðin hætta

Eftir 21 ár og sex þúsund pörum síðar er nú komið að síðasta hjónanámskeiði mínu, 20. nóvember næstkomandi. Ég er sem sagt að hætta í ráðgjöf.
24.ágú. 2017 - 16:45 Þórhallur Heimisson

#hunsumhogm

Mér hefur, eins og flestum Íslendingum, lengi verið hlýtt til H&M. Sú ágæta verslunarkeðja hefur um árabil verið vin í eyðimörk rándýrar fataverslunar. Sérstaklega hvað varðar barnafatnað. Þar hefur maður á flakki erlendis keypt föt á börn og barnabörn á sanngjörnu verði. Og verið vel tekið. Og kaupin jafnvel borgað ferðina. Enda alltaf Íslendingar á staðnum hvort sem er í London, Köben, Berlín eða Róm.
09.ágú. 2017 - 10:45 Þórhallur Heimisson

Á dauðastundu

Fullorðinsfræðslan hjá mér hefst á þessu hausti með námskeiði sem ber heitið “Á dauðastundu”. Á námskeiðinu verður velt upp spurningunni sem fylgt hefur mannkyni frá örófi alda um hvað það er sem gerist þegar við deyjum.
19.júl. 2017 - 10:34 Þórhallur Heimisson

Skipperinn í Skálholti

Enn lifir draumurinn um Skálholt. Þar er nú aðsetur vígslubiskups, blómlegt kirkju og tónlistarstarf er rekið í Skálholtskirkju og skólinn er í forsvari fyrir hvers kyns fræðslu, menningarstarfsemi ráðstefnur og fundahöld á vegum kirkjunnar.

27.jún. 2017 - 10:09 Þórhallur Heimisson

SKÁLHOLTSSKÓLI 45 ÁRA – Hvert stefnir í Skálholti?

Á þessu ári verða liðin 45 ár síðan Skálholtsskóli hinn nýji hóf starfsemi sína undir forystu sr.Heimis Steinssonar og Dóru Þórhallsdóttur. Að baki skólans stóð Skálholtsskólafélagið undir forysti herra Sigirbjörns Einarssonar biskups. Sterkar stoðir voru settar undir skólann með lögum um Skálholtsskóla árið 1976. Eftir kraftmikið frumkvöðlastarf fluttu þau hjónin til Þingvalla árið 1981. Skólastarfsemi var hætt við skólann árið 1992 og nú er Skálholtsskóli rekinn sem kirkjulegt menningarsetur.
26.jún. 2017 - 13:36 Þórhallur Heimisson

Ertu réttlaus í þinni sambúð?

Eins og margir hafa án efa tekið eftir, þá höfum við í Breiðholtskirkju boðið upp á svokallaðann „Drop – In brúðkaupsdag“ þar sem fólki gefst tækifæri til að gifta sig með litlum fyrirvara og engum tilkostnaði, en með þeim hátíðleik sem slíku tilefni tilheyrir. Ástæðurnar eru ýmsar, en ein af þeim stærstu er þó sú, að við viljum auðvelda fólki sem er í sambúð að ganga í hjónaband, með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Þetta viljum við gera til að auka öryggi allra á heimilinu. Margir átti sig nefnilega ekki á því að sömu réttindi gilda ekki á milli fólks sem er í sambúð og hinna sem eru í hjónabandi.
17.jún. 2017 - 12:19 Þórhallur Heimisson

Independence day - free from Icelandic

Myself var í útilegu þar sem ég hitti Icelandik máuntenírs og æfði vel ensku því engin talaði íslensku þarna úti í tourist land nema ég og mávurinn. Nú þegar við höldum upp á 17. júní, Independence day, er þá ekki beisiklí kominn tíme á að droppa þessari óld fasíón íslensku alltúgether and make peopel free for real?
06.jún. 2017 - 10:44 Þórhallur Heimisson

Námskeið um íslam og átökin við vesturlönd í sögu og samtíð þann 12. júní

Námskeið um íslam og átökin við vesturlönd í sögu og samtíð þann 12. júní í safnaðarheimili Neskirikju. Leiðbeinandi er sr. Þórhallur Heimisson, prestur og trúarbragðafræðingur, sem haldið hefur fjölmörg námskeið og ritað bækur og greinar um þetta málefni sem brennur á öllum. Hann hefur einnig ferðast með hópa vítt og breytt um hinn íslamska heim, allt frá Ístanbúl og Jerúsalem til Indlands.
31.maí 2017 - 14:15 Þórhallur Heimisson

Hvítasunna og heilagur andi Guðs

Hvítasunna er samkvæmt kristinni hefð hátíð heilags anda Guðs. Um anda Guðs er víða fjallað í Biblíunni. Í Gamla testamentinu kallast andi Guðs “Ruah” á hebresku eða “Ruah Elohim”. Ruah Elohim er andi Guðs í heiminum, skaparinn að störfum innan sköpunar sinnar. Andinn er eins og armleggur Drottins segir gjarnan í Gamla testamentinu, eða hönd Drottins, tákn fyrir kraft Guðs og návist. Ruah getur bæði þýtt vindur, andi og andardráttur og þannig er andinn eins og andardráttur Drottins. Hann blæs lífi í fólk og fénað. Andinn opinberar líka hver vilji Guðs er, blæs spámönnum kjark í brjóst og vekur trú. Um leið eflir hann visku og speki og sá sem í Gamla testamentinu lætur anda Guðs leiðbeina sér er á réttum vegi. Samtímis er andi Guðs tákn fyrir mildi hans og blíðan kærleika.
24.maí 2017 - 08:42 Þórhallur Heimisson

Uppstigningardagur

Uppstigningardagur dregur heiti sitt af þeim atburði sem frá er greint í fyrsta kafla Postulasögunnar, þar sem segir frá því að Jesús hafi fjörtíu dögum eftir upprisuna verið uppnuminn til himins fyrir augliti lærisveina sinna. Og er þeir störðu til himins á eftir honum, þá stóðu allt í einu hjá hjá þeim tveir menn í hvítum klæðum, og sögðu:
01.maí 2017 - 16:04 Þórhallur Heimisson

Burt með þetta Gamla testament!

Ég var að horfa á ónefndan viðtalsþátt á Rúv fyrir skömmu, sem ekki er í frásögur færandi. Ágætur þáttur og oft áhugaverður. Nema hvað, í þessum þætti var gerð hörð hríð að Gamla testamenti Biblíunnar, sem viðmælendur stjórnenda fundu allt til foráttu. Þar væri ekkert að finna nema morð og stríð og reiðan Guð. Best væri að hafa sem minnst með þetta rit að gera.

Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson er fæddur 30.07.61. Hann starfar sem sóknarprestur í Smálöndunum í Svíþjóð. Hann hefur auk prestsstarfa annast hjónaráðgjöf, gefið út bækur um trúmál, hjónaband og sambúð og sagnfræði, ritað pistla, gert útvarpsþætti og kennt trúarbragðasögu í KHÍ og HÍ. Hann hefur einnig um árabil verið leiðsögumaður í Rómarferðum og ferðalögum um austanvert Miðjarðarhaf, til Króatíu, Montenegró, Grikklands, Tyrklands og Ísrael- auk Búlgaríu, Rúmeníu, Indlands, Búhtan og fleiri landa.
ford Transit   mars
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar