08. feb. 2017 - 08:06Þórhallur Heimisson

Jóga - Fyrsti hluti

Í þessum pistlum mínum hér á Pressunni hef ég af og til tekið fyrir hin ýmsu trúarbragðafræðilegu fyrirbæri allífsins - stundum í nokkrum pistlaröðum - til að geta sökkt mér betur niður í efnið með áhugasömum lesendum.

Nú er komið að því að fjalla um jóga, sem margir stunda og hafa áhuga á. Hvað er jóga og hverjar eru rætur þess? Hvaðan eru kenningar jóga konar og á hverju byggir jóga? 

Um það verður fjallað í þessum pistli og nokkrum fleirum sem á eftir koma.

 

Við rætur Himalajafjalla í 3800 metra hæð.

Ferðamaður sem á leið um Suð-Austur-Asíu, tekur fljótt eftir sérkennilegum súlum við hof og fjölmenna staði. Þessar súlur eru margskiptar og margar hverjar litskrúðugar og gleðja augað. Sumar eru nýjar en aðrar eld-fornar. Þetta eru stúpurnar svokölluðu sem tengjast búddismanum sérstaklega.

Stúpurnar eða súlurnar eru reyndar  misþróaðar og misfullkomnar að gerð og útliti. Þær eru líka ólíkar frá einu landi til annars, því búddisminn, sem þær tengjast, hefur þróast eftir mörgum leiðum.

Súlur þessar tákna hvorki meira né minna en alheiminn sjálfan í allri sinni dýrð. Þær eru einskonar smækkuð mynd af alheiminum, bæði hinum ytri sem hinum innri, jarðneskum og andlegum. Þær eru ætlaðar til að leiðbeina fólki sem vill öðlast dýpri  skilningi á heiminum og sjálfu sér, á þroskaferli sálarinnar ef svo má að orði komast. Sá sem þekkir leyndardóm stúpunnar á að geta notað hana sem kort eða leiðarvísi á vegferð sinni um lendur andans og sínar innri lendur. Þannig er stúpan holdtekning jóga-hugsunarinnar. 

Hvernig má það vera?

Hugtakið jóga þýðir  vegurinn. Jóga er vegurinn, vegferðin, en stúpan sýnir þá vegferð sem jóga vill leiða okkur, þann veg sem við þurfum að ganga ef svo má að orði komast. Stúpan er því einskonar kortabók eða áttaviti og leiðbeinir okkur um hugmyndakerfi og heimsmynd jógans. Spurningin er síðan hvert leiðinni er haldið og af hverju við þurfum að ganga þessa leið?

Skoðum þá gerð og mynd stúpunar aðeins nánar. Neðst er súlan eins og ferningur í laginu, þar á stendur hringur, því næst þríhyrningur, svo hálfmáni og loks einskonar dropi eða perla sem fellur í hálfmánann. Þessar myndir tákna hver fyrir sig eitt af frumefnum eða eiginleikum alheimsinssamkvæmt jóga: jörð, vatn, eld, loft og "rými" (sem er það svið sem við erum stödd á andlega og líkamlega, mætti líka kallast "plan" ). Ferningurinn táknar þá jörð, hringurinn táknar vatn, þríhyrningurinn táknar eld, hálfhringurinn táknar loft og dropinn/ perlan táknar rýmið.

Þessi frumefni eru  það sem alheimurinn samanstendur af samkvæmt kenningunni. Hvert frumefnanna táknar síðan mismunandi mikið magn af öllum eiginleikum hinna mismunandi sviða alheimsins.

Nú kann einhver glöggur lesandi að mótmæla og spyrja:  Er það vísindalega rétt að halda slíku fram, að heimurinn sé samansettur úr aðeins 5 frumefnum? Vísindin hafa kennt okkur að heimurinn er þvert á móti gerður úr fjölmörgum frumefnum sem aftur skiptast í atóm og atómin í enn minni einingar, kvarka.

Hið vísindalega varnaðarorð er vissulega rétt. En mennirnir hófu að rannsaka og íhuga alheiminn og frumefni hans, löngu fyrir daga hinna svokölluðu náttúruvísinda. Þegar fólk hér fyrrum rannsakaði alheiminn, notaðist það fyrst og fremst við eigin skynjun á raunveruleikanum. Það mat heiminn út frá því hvernig það upplifði hann og hvernig trúin kenndi því að upplifa hann. Ef við skoðum heiminn með skynfærunum einum saman, hljótum við að verða  viðurkenna að frumefni hans virðast samanstanda af föstu efni (jörð, bein) , fljótandi efni (vatn, slím, blóð), hita (eldur) lofti (loft) og rými (rými). Þannig hafa menn upplifað alheiminn og þannig upplifum við hann enn og túlkum hann daglega. Segjum við til dæmis ekki að sólin komi upp í austri og setjist í vestri, þrátt fyrir þá vísindalegu staðreynd að það er jörðin sem snýst í kringum sólina en ekki öfugt? Og kennum við ekki börnunum okkar vísuna góðu..."blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur....." þó svo að vísindin segi okkur að sólin sé aðeins helíumhnöttur, sneyddur öllum ástarbrima? Í ljósi þessa má halda því fram að stúpan sé mun betri leiðarvísir um heim raunskynjunarinnar heldur en vísindin því hún túlkar heiminn eins og hann snertir okkur.

Og þar með jógað!
07.apr. 2017 - 16:31 Þórhallur Heimisson

Vilt þú styrkja fátækar fjölskyldur á Íslandi um páskana?

Það eru margir sem eiga erfitt að venju nú fyrir páska og fjölskyldur sem eiga ekki fyrir mat. Það er því miður staðreynd á landinu okkar kæra. Svo eru aðrir sem eru vel aflögufærir - Guði sé lof. Það eru margir sem hafa samband við mig sem prests vegna þessa ástands, eru að leita að hjálp en eiga ekki í mörg hús að venda. En ég get lítið gert einn.
21.mar. 2017 - 09:17 Þórhallur Heimisson

Jóga - Fimmti hluti

Jóga-Sutra er helgirit sem skráð var á 2. öld f.kr. á Indlandi og hefur löngum verið talin ein helsta kennslubók hindúismans í  jóga. Jóga-Sutra greinir á milli tvennskonar notkunar á jóga. Annarsvegar er jóga ætlað til þess að drepa niður alla andlega starfsemi og alla skynjun. Aðeins þannig getur maðurinn hreinsað sig af samsara og losnað undan karma og hjóli endurfæðingarinnar.

17.mar. 2017 - 11:06 Þórhallur Heimisson

Jóga - Fjórði hluti

Hér er haldið áfram að skoða trúarlegan bakgrunn jóga í þessum fjórða pistli mínum um efnið. Þeim sem vilja setja sig inn í efni pistilsins er benta á hina pistlana þrjá sem hafa komið á undan hér á Pressunni. Alls verða þeir 5.
09.mar. 2017 - 19:57 Þórhallur Heimisson

Jóga - Þriðji hluti

Þá er komið að þriðja pistlinum mínum hér á Pressunni um jóga, uppruna þess og kenningar.
11.feb. 2017 - 17:26 Þórhallur Heimisson

Jóga - Annar hluti

Í austrænum trúarbrögðum er mikið gert af því að notast við "analogiur" eða heimfærslur. Það er að telja hluti sem líkjast hvor öðrum á einhvern hátt tengda eða skylda. Svo dæmi sé tekið af upplifun og skynjun hjá börnum, þá líkist leikfangabíll raunverulegum bíl og barnið telur að um bíl sé að ræða. Barnið býr til analogiu eða heimfærslu. Í raun er leikur barna ekkert annað en röð af slíkum analogium eða heimfærslum.

02.feb. 2017 - 09:00 Þórhallur Heimisson

Að leita hamingjunnar

Ég hef um margra ára leið haldið úti námskeiðum sem miða að því að auka hamingju þeirra sem taka þátt. Og það eru sannarlega margir sem hafa tekið þátt – allskonar fólk með allskonar skoðanir og reynslu – sem hefur það eitt sameiginlegt að vilja leita hamingjunnar.
29.jan. 2017 - 07:00 Þórhallur Heimisson

Íslam í sögu og samtíð

Reglulega  skekja fréttir af hryðjuverkaárásum sem gerðar eru í nafni íslam heiminn. Og sá hluti veraldarinnar sem telst til hins íslamsk heims virðist loga í styrjöldum og átökum. Alla vega ef marka má fréttir. Um fátt er reyndar meira deilt á Vesturlöndum í dag en íslam. Stjórnmaálhreyfingar yst á kanti hins pólitíska litrófs hafa elfst með hatursáróðri gegn íslam. Og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagst vill meina múslímum inngöngu í landið.

19.jan. 2017 - 11:30 Þórhallur Heimisson

Hjónanámskeið á Akureyri

28. janúar næstkomandi verður boðið upp á heils dags námskeið undir heitinu "Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð" í Safnaðarheimili Glerárkirkju á Akureyri. Um er að ræða hjóna og sambúðarnámskeið eins og nafnið bendir til.
24.des. 2016 - 12:55 Þórhallur Heimisson

BERFÆTTUR OG VARNARLAUS GUÐ

Jesús er söguhetja jólanna. Einnig er nafn hans hið stærsta á vegferð mannkynsins endilangri. Alla vega hið þekktasta, hverju svo sem menn trúa um hann. Hann, sem fæddist á jörðu og var lagður í jötu fyrir rúmlega tvö þúsund árum, hefur beint og óbeint mótað veraldarsöguna æ síðan.

07.nóv. 2016 - 07:00 Þórhallur Heimisson

Örlagaríkustu orustur sögunnar

Í nóvember býð ég upp á 3 kvölda námskeið um 5 áhrifamestu orustur sögunnar - það er að segja orustur sem breyttu gangi sögunnar. Farið verður í gegnum aðdraganda átakanna, kynntir þeir sem þar tókust á, vopnabúnaður kannaður, orustan rekin og að lokum velt upp vöngum um hvað ef allt hefði farið á annan veg.
03.nóv. 2016 - 22:18 Þórhallur Heimisson

Fátækt

Þegar flett er upp í orðabók þá er fátækt meðal annars skilgreint sem örbirgð og skortur. Það má því með sanni segja að það ríki örbirgð og skortur hjá mörgum á Íslandi í dag. Og ef að líkum lætur munu enn fleiri verða bjargarleysinu að bráð ef marka má nýja skýrslu um fátækt sem Rauði krossinn sendi frá sér nýverið.
12.sep. 2016 - 16:54 Þórhallur Heimisson

Kóraninn og Biblían

Ekki margir vita að íslamska ákallið Allahu Akbar (á arabísku: الله أكبر ) er líka að finna í Nýja testamentinu, 1. Jóh.3:20, “Því að GUÐ ER MEIRI en hjarta vort og þekkir alla hluti. – En Allahu Akbar þýðir einmitt “Guð er meiri”.
05.sep. 2016 - 09:37 Þórhallur Heimisson

Bankaútibúið á botni Vítis

Ég hef um margra ára skeið haldið úti námskeiðum um trúarbragðasögu og klassísk forn fræði. Á liðnu vori var meðal annars saman kominn góður hópur fólks sem ég leiddi í gegnum Divina Comedia, Hinn guðdómlega gamanleik, eftir Dante.


15.ágú. 2016 - 10:25 Þórhallur Heimisson

Samfélagsleg áhrif kristninnar


26.júl. 2016 - 10:24 Þórhallur Heimisson

Hjónanámskeið Fjölskylduráðgjafar Þórhalls Heimissonar


06.júl. 2016 - 12:00 Þórhallur Heimisson

Ný hjónaráðgjöf í Reykjavík og á Akureyri


28.jún. 2016 - 16:30 Þórhallur Heimisson

Rofin kirkjugrið


20.jún. 2016 - 20:24 Þórhallur Heimisson

Jónsmessa

24. júní, eða Jónsmessa, er ein ljúfasta hátíð kirkjuársins. Kirkjan skiptir árinu niður í daga og stundir- kirkjuárið svokallaða- sem hver og ein minna okkur á Jesú Krist og hina kristnu trú. Kirkjuárið hefst fyrsta sunnudag í aðventu, en aðventan boðar einmitt komu Jesú. Jónsmessan lætur reyndar lítið yfir sér formlega. Henni fylgir ekkert tilstand í kirkjunni eins og mörgum öðrum hátíðum. Við erum t.d.ný búin að halda upp á 17. júní með ræðuhöldum lúðraþyt og gríni og glensi. Þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga er reyndar ekki hluti af kirkjuárinu, en kirkjan kemur að honum og hátíðahöldum hans með pompi og prakt. Jól, páskar og hvítasunna eru hinar þrjár stóru hátíðir kirkjuársins og þær eiga sér líka sín föstu og formlegu hátíðarhöld. Og það á auðvitað við um fleiri hátíðir árið um kring.
29.maí 2016 - 14:28 Þórhallur Heimisson

Áskorun til alþingismanna

Eins og við sjáum og heyrum í fréttum þessa daga, er mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd og hælisleitendum vísað úr landi.  Oft er um að ræða fjölskyldur með börn sem hafa myndað hér félagsleg tengsl á meðan á meðferð umsóknar þeirra stóð. Sum börnin eru jafnvel veik. Oft eru aðstæður óviðunandi sem þau búa við á meðan á meðferð mála þeirra stendur. Dæmi eru um einstæða foreldra með tvö eða fleiri börn sem þurfa að búa í einu herbergi á gistiheimili innan um eingöngu fullorðna, oft karlmenn.

Þórhallur Heimisson

Þórhallur Heimisson er fæddur 30.07.61. Hann starfar sem settur sóknarprestur í Breiðholtskirkju. Hann hefur auk prestsstarfa annast hjónaráðgjöf, gefið út bækur um trúmál, hjónaband og sambúð og sagnfræði, ritað pistla, gert útvarpsþætti og kennt trúarbragðasögu í KHÍ og HÍ. Hann hefur einnig um árabil verið leiðsögumaður í Rómarferðum og ferðalögum um austanvert Miðjarðarhaf, til Króatíu, Montenegró, Grikklands og Tyrklands - auk Búlgaríu, Rúmeníu og fleiri landa.

Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 18.4.2017
Undanúrslit Olís deildar kvenna að hefjast
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.4.2017
Með lögum skal land ...
Austurland
Austurland - 14.4.2017
Samkeppnishæfni trúarinnar
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 16.4.2017
Evrópusambandið ekki á dagskrá
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 15.4.2017
Hvað viltu verða?
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 18.4.2017
Sósíalísk sérstaða?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.4.2017
Hvert skal stefna í utanríkismálum?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.4.2017
Þegar kóngur heimtaði Ísland
Fleiri pressupennar