17. mar. 2017 - 11:06Þórhallur Heimisson

Jóga - Fjórði hluti

Hér er haldið áfram að skoða trúarlegan bakgrunn jóga í þessum fjórða pistli mínum um efnið. Þeim sem vilja setja sig inn í efni pistilsins er benta á hina pistlana þrjá sem hafa komið á undan hér á Pressunni. Alls verða þeir 5.

Í manninum býr samkvæmt jógaheimspekinni brot af því guðlega efni er myndaði heiminn með því að sökkva inn í hann í upphafinu, kallað atman. Sá kraftur er því efni fylgir nefnist "Kundalini" og þýðir það í raun "slöngukrafturinn". Á fornum indverskum myndum er Kundalini ætíð hugsað og teiknað sem sofandi slanga innst í manninum, enda slangan heilagt dýr. Kundalini  sefur í Muladharachakra, neðstu orkustöð líkamans. Markmið jógans er að vekja þennan kraft í manninum, senda hann upp í gegnum orkustöðvarnar að Lotuschakranu, hinni æðstu orkustöð, þar sem hann rennur saman við hinn guðlega uppruna sinn. Út frá kenningunni um mikro/makro cosmos getur jóginn þá stjórnað öllum hinum ytra heimi um leið og hann nær stjórn á sínum innra heimi. Markmiðið er þó ekki að stjórna öðrum í kringum sig, heldur hitt, að stíga feti framar og stöðva hjól endurfæðingarinnar með því að hafa fullkomna stjórn á sjálfum  sér. Þannig er aðeins hægt að sigrast á lífinu með afli lífsins, slökkva lífsneistann með lífsneistanum.

Lítum nú á hvað gerist á vegferð Kundalini gegnum orkustöðvarnar.

Á fyrsta stigi tantrajóga er Kundalini vakið til lífsins þar sem það sefur í  Muladharachakra . Lögð er höfuð áhersla á ögun líkamans og reynt að ná stjórn á vöðvum líkamns. Þannig er Kundalini smátt og smátt, með ákveðinni vöðvastjórnun þrýst upp í næsta chakra. Muladharachakra er að finna rétt fyrir aftan kynfærin.

Þá tekur við  Swadistanachakra. Þar nær Kundalini stjórn á blóði, slími  og sæðisfrumum líkamans. Kynlifslöngun er afneitað og kynkrafturinn stundum notaður til að flýta ferð kundalini. Ýmsar aðferðir eru notaðar til þess. Meðal annars er líkaminn ertur kynferðislega, en haldið aftur af fullnægingunni. Hún er þá hugsuð sem einskonar innri fullnæging sem þrýstir Kundalini áfram. Þannig er t.d. Shiva, guð jóga hjá indverjum, gjarnan málaður í eilífum samförum við Shakti, hinn kvenlega mótleikara sinn.

Næsta orkustöð á vegferð Kundalini er Naphichakra. Þar er eldurinn beislaðar, eða tilfinningarnar. Það er gert með "mudras", æfingum og ástundun helgisiða. Gjarnan er líkaminn pyntaður um leið og jóginn leiðir kvalirnar hjá sér.

Í Anahatachakra er loftið beislað. Það er gert með öndunaræfingum "prana-yama". Æfingin felst  í að halda andanum í lengstu lög og er mjög hættulegt, getur jafnvel valdið köfnun. Þegar jóginn stjórnar loftinu getur hann flogið, hann er þá óháður náttúrulögmálunum.

Styttist nú í endalok vegferðarinnar. Þegar Kundalini rennur upp í Vishuddichakra er "rýmið"  sjálft beislað. Það er gert með því að hugleiða hjartslátt alheimsins , með því að fara með  möntru hans "AIM", "AM", "AUM", eða "OHM". Aum er samkvæmt fornri speki Indverja, það hljóð sem heyrist þegar alheimurinn dregur andann. Um leið og mantran, þ.e. galdraorð alheimsins, er sungið lokast á öll skilningarvitin. Hugleiðslan leitast við að útiloka alla skynjun, kæfa alla hugsun og þá fyrst kemst Kundalini upp í 6. orkustöðina. Meðan mantran er flutt, flyst sjálfið milli "rýma"/ "plana" .

Lokastöð líkamans er Ajnachakra . Þegar þangað er komið hefur yoginn öðlast fullt vald á öllu þessa heims, líkama, anda og sál. hann er orðin óháður öllum frumefnum alheims og manns. EN................ hann er enn bundinn við samsara. Samsara er óreiða lífsins, það sem veldur því að allt breytist og getur ekki staðið í stað. "Allt streymir" sögðu grikkir til forna og er það sama hugsun. Það er því ekki nóg að ná valdi á öllum alheimnum. Enn getur þú glatað öllum ávinningun í samsara.

Þú þarft því að sleppa undan samsara og flytja Kundalini upp í 7. chakra, Lotuschakra eða Sahastrachakra, sem er staðsett utan líkamans, rétt ofan við hvirfilinn. Sumir myndu efalaust kalla þessa orkustöð uppsprettu árunnar.

Til að ná upp í 7. chakra, þar sem frelsið bíður, þarf hjálp gurusins. Án hans er það ekki hægt! Guruinn opnar þriðja auga líkamans og hleypir orku alheimsins inn til Kundalini þar sem það stendur á barmi frelsisins. Þannig og aðeins þannig losnar jóginn úr hringrás samsara. Vald guruins er algert. Hann er ómissandi. Guruinn er því miklu meira en aðeins kennari eða leiðbeinandi um lendur jóga. Hann er  "endurlausnarinn", frelsarinn, og stundum tilbeðinn sem slíkur hjá Indverjum.

Tökum sem dæmi brot úr hinu indverska helgikvæði "Gurugitan"- lofsöngi til gurusins:

Miskunn guðs kemur og fer, hún skiptir ekki öllu. En án miskunnar Satgurus erum við glötuð. Ég get svikið guð minn, en eigi mun ég yfirgefa guruinn minn að eilífu.

Sjöunda orkustöðin er utan líkama og heims. Hún er "moksha", frelsunin. Sá er þangað nær þarf ekki lengur að endurfæðast, er laus undan endurfæðingu og þar með endurdauða. 

​Atman sameinast Brahmann, guðaneisti manns og heims verður eitt.

Leitinni lýkur og leitandinn hverfur inn í nirvana.
31.okt. 2017 - 11:50 Þórhallur Heimisson

Allra heilagra og Allra sálna messa

Þann 1. og 2. nóvember heldur kirkjan upp á tvær af sínum stærstu hátíðum, allra heilagra og allra sálna messu.
25.okt. 2017 - 10:09 Þórhallur Heimisson

Lögbrjóturinn Kristur

Eitt af því sem einkenndi starfsaðferðir Jesú frá Nasaret öðru fremur var það, að hann kenndi í dæmisögum. Með dæmisögunni vildi hann að fá fólk til að skilja boðskap sinn og tókst það ótrúlega vel. Í sögunum dró hann upp mynd af aðstæðum sem áheyrendur þekktu úr sínu eigin lífi og gátu samsamað sig með. Þetta voru sögur af venjulegu fólki í venjulegum aðstæðum, saumakonum, ferðalöngum, bændum og foreldrum . Þannig opnuðust augu fólks fyrir því sem hann var að segja þeim. Áheyrendur bæði skildi hann og vissi hvað hann var að fara. Þetta átti bæði við þá sem fylgdu honum og hina, andstæðinga hans, sem sátu um hann. Þeim sendi hann sterk skilaboð með dæmisögum sínum sem þeir reiddust yfir, og skömmuðust sín fyrir, því sögurnar afhjúpupu svo vel skoðanir þeirra.
11.sep. 2017 - 09:18 Þórhallur Heimisson

Hjónanámskeiðin hætta

Eftir 21 ár og sex þúsund pörum síðar er nú komið að síðasta hjónanámskeiði mínu, 20. nóvember næstkomandi. Ég er sem sagt að hætta í ráðgjöf.
24.ágú. 2017 - 16:45 Þórhallur Heimisson

#hunsumhogm

Mér hefur, eins og flestum Íslendingum, lengi verið hlýtt til H&M. Sú ágæta verslunarkeðja hefur um árabil verið vin í eyðimörk rándýrar fataverslunar. Sérstaklega hvað varðar barnafatnað. Þar hefur maður á flakki erlendis keypt föt á börn og barnabörn á sanngjörnu verði. Og verið vel tekið. Og kaupin jafnvel borgað ferðina. Enda alltaf Íslendingar á staðnum hvort sem er í London, Köben, Berlín eða Róm.
18.ágú. 2017 - 11:18 Þórhallur Heimisson

Velferðarríkið og siðaskiptin

09.ágú. 2017 - 10:45 Þórhallur Heimisson

Á dauðastundu

Fullorðinsfræðslan hjá mér hefst á þessu hausti með námskeiði sem ber heitið “Á dauðastundu”. Á námskeiðinu verður velt upp spurningunni sem fylgt hefur mannkyni frá örófi alda um hvað það er sem gerist þegar við deyjum.
19.júl. 2017 - 10:34 Þórhallur Heimisson

Skipperinn í Skálholti

Enn lifir draumurinn um Skálholt. Þar er nú aðsetur vígslubiskups, blómlegt kirkju og tónlistarstarf er rekið í Skálholtskirkju og skólinn er í forsvari fyrir hvers kyns fræðslu, menningarstarfsemi ráðstefnur og fundahöld á vegum kirkjunnar.

27.jún. 2017 - 10:09 Þórhallur Heimisson

SKÁLHOLTSSKÓLI 45 ÁRA – Hvert stefnir í Skálholti?

Á þessu ári verða liðin 45 ár síðan Skálholtsskóli hinn nýji hóf starfsemi sína undir forystu sr.Heimis Steinssonar og Dóru Þórhallsdóttur. Að baki skólans stóð Skálholtsskólafélagið undir forysti herra Sigirbjörns Einarssonar biskups. Sterkar stoðir voru settar undir skólann með lögum um Skálholtsskóla árið 1976. Eftir kraftmikið frumkvöðlastarf fluttu þau hjónin til Þingvalla árið 1981. Skólastarfsemi var hætt við skólann árið 1992 og nú er Skálholtsskóli rekinn sem kirkjulegt menningarsetur.
26.jún. 2017 - 13:36 Þórhallur Heimisson

Ertu réttlaus í þinni sambúð?

Eins og margir hafa án efa tekið eftir, þá höfum við í Breiðholtskirkju boðið upp á svokallaðann „Drop – In brúðkaupsdag“ þar sem fólki gefst tækifæri til að gifta sig með litlum fyrirvara og engum tilkostnaði, en með þeim hátíðleik sem slíku tilefni tilheyrir. Ástæðurnar eru ýmsar, en ein af þeim stærstu er þó sú, að við viljum auðvelda fólki sem er í sambúð að ganga í hjónaband, með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Þetta viljum við gera til að auka öryggi allra á heimilinu. Margir átti sig nefnilega ekki á því að sömu réttindi gilda ekki á milli fólks sem er í sambúð og hinna sem eru í hjónabandi.
17.jún. 2017 - 12:19 Þórhallur Heimisson

Independence day - free from Icelandic

Myself var í útilegu þar sem ég hitti Icelandik máuntenírs og æfði vel ensku því engin talaði íslensku þarna úti í tourist land nema ég og mávurinn. Nú þegar við höldum upp á 17. júní, Independence day, er þá ekki beisiklí kominn tíme á að droppa þessari óld fasíón íslensku alltúgether and make peopel free for real?
06.jún. 2017 - 10:44 Þórhallur Heimisson

Námskeið um íslam og átökin við vesturlönd í sögu og samtíð þann 12. júní

Námskeið um íslam og átökin við vesturlönd í sögu og samtíð þann 12. júní í safnaðarheimili Neskirikju. Leiðbeinandi er sr. Þórhallur Heimisson, prestur og trúarbragðafræðingur, sem haldið hefur fjölmörg námskeið og ritað bækur og greinar um þetta málefni sem brennur á öllum. Hann hefur einnig ferðast með hópa vítt og breytt um hinn íslamska heim, allt frá Ístanbúl og Jerúsalem til Indlands.
31.maí 2017 - 14:15 Þórhallur Heimisson

Hvítasunna og heilagur andi Guðs

Hvítasunna er samkvæmt kristinni hefð hátíð heilags anda Guðs. Um anda Guðs er víða fjallað í Biblíunni. Í Gamla testamentinu kallast andi Guðs “Ruah” á hebresku eða “Ruah Elohim”. Ruah Elohim er andi Guðs í heiminum, skaparinn að störfum innan sköpunar sinnar. Andinn er eins og armleggur Drottins segir gjarnan í Gamla testamentinu, eða hönd Drottins, tákn fyrir kraft Guðs og návist. Ruah getur bæði þýtt vindur, andi og andardráttur og þannig er andinn eins og andardráttur Drottins. Hann blæs lífi í fólk og fénað. Andinn opinberar líka hver vilji Guðs er, blæs spámönnum kjark í brjóst og vekur trú. Um leið eflir hann visku og speki og sá sem í Gamla testamentinu lætur anda Guðs leiðbeina sér er á réttum vegi. Samtímis er andi Guðs tákn fyrir mildi hans og blíðan kærleika.
24.maí 2017 - 08:42 Þórhallur Heimisson

Uppstigningardagur

Uppstigningardagur dregur heiti sitt af þeim atburði sem frá er greint í fyrsta kafla Postulasögunnar, þar sem segir frá því að Jesús hafi fjörtíu dögum eftir upprisuna verið uppnuminn til himins fyrir augliti lærisveina sinna. Og er þeir störðu til himins á eftir honum, þá stóðu allt í einu hjá hjá þeim tveir menn í hvítum klæðum, og sögðu:
01.maí 2017 - 16:04 Þórhallur Heimisson

Burt með þetta Gamla testament!

Ég var að horfa á ónefndan viðtalsþátt á Rúv fyrir skömmu, sem ekki er í frásögur færandi. Ágætur þáttur og oft áhugaverður. Nema hvað, í þessum þætti var gerð hörð hríð að Gamla testamenti Biblíunnar, sem viðmælendur stjórnenda fundu allt til foráttu. Þar væri ekkert að finna nema morð og stríð og reiðan Guð. Best væri að hafa sem minnst með þetta rit að gera.
07.apr. 2017 - 16:31 Þórhallur Heimisson

Vilt þú styrkja fátækar fjölskyldur á Íslandi um páskana?

Það eru margir sem eiga erfitt að venju nú fyrir páska og fjölskyldur sem eiga ekki fyrir mat. Það er því miður staðreynd á landinu okkar kæra. Svo eru aðrir sem eru vel aflögufærir - Guði sé lof. Það eru margir sem hafa samband við mig sem prests vegna þessa ástands, eru að leita að hjálp en eiga ekki í mörg hús að venda. En ég get lítið gert einn.
21.mar. 2017 - 09:17 Þórhallur Heimisson

Jóga - Fimmti hluti

Jóga-Sutra er helgirit sem skráð var á 2. öld f.kr. á Indlandi og hefur löngum verið talin ein helsta kennslubók hindúismans í  jóga. Jóga-Sutra greinir á milli tvennskonar notkunar á jóga. Annarsvegar er jóga ætlað til þess að drepa niður alla andlega starfsemi og alla skynjun. Aðeins þannig getur maðurinn hreinsað sig af samsara og losnað undan karma og hjóli endurfæðingarinnar.

09.mar. 2017 - 19:57 Þórhallur Heimisson

Jóga - Þriðji hluti

Þá er komið að þriðja pistlinum mínum hér á Pressunni um jóga, uppruna þess og kenningar.
11.feb. 2017 - 17:26 Þórhallur Heimisson

Jóga - Annar hluti

Í austrænum trúarbrögðum er mikið gert af því að notast við "analogiur" eða heimfærslur. Það er að telja hluti sem líkjast hvor öðrum á einhvern hátt tengda eða skylda. Svo dæmi sé tekið af upplifun og skynjun hjá börnum, þá líkist leikfangabíll raunverulegum bíl og barnið telur að um bíl sé að ræða. Barnið býr til analogiu eða heimfærslu. Í raun er leikur barna ekkert annað en röð af slíkum analogium eða heimfærslum.

08.feb. 2017 - 08:06 Þórhallur Heimisson

Jóga - Fyrsti hluti

Í þessum pistlum mínum hér á Pressunni hef ég af og til tekið fyrir hin ýmsu trúarbragðafræðilegu fyrirbæri allífsins - stundum í nokkrum pistlaröðum - til að geta sökkt mér betur niður í efnið með áhugasömum lesendum.

Þórhallur Heimisson

Þórhallur Heimisson er fæddur 30.07.61. Hann starfar sem settur sóknarprestur í Breiðholtskirkju. Hann hefur auk prestsstarfa annast hjónaráðgjöf, gefið út bækur um trúmál, hjónaband og sambúð og sagnfræði, ritað pistla, gert útvarpsþætti og kennt trúarbragðasögu í KHÍ og HÍ. Hann hefur einnig um árabil verið leiðsögumaður í Rómarferðum og ferðalögum um austanvert Miðjarðarhaf, til Króatíu, Montenegró, Grikklands og Tyrklands - auk Búlgaríu, Rúmeníu og fleiri landa.

Apótek: jól frá kl 17 2017
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 05.11.2017
Voldugur Íslandsvinur
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 13.11.2017
Grasrótin og greinar trjánna
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.11.2017
100 ár – 100 milljónir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.11.2017
Banki í glerhúsi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.11.2017
Ég fresta skýrslunni: Hvers vegna?
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 16.11.2017
Málinu drepið á dreif
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.11.2017
Fjórði fundurinn
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 18.11.2017
Um daður, áreitni og afleiðingar
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 18.11.2017
Uppreist æra í stað siðbótar
Fleiri pressupennar