17. mar. 2017 - 11:06Þórhallur Heimisson

Jóga - Fjórði hluti

Hér er haldið áfram að skoða trúarlegan bakgrunn jóga í þessum fjórða pistli mínum um efnið. Þeim sem vilja setja sig inn í efni pistilsins er benta á hina pistlana þrjá sem hafa komið á undan hér á Pressunni. Alls verða þeir 5.

Í manninum býr samkvæmt jógaheimspekinni brot af því guðlega efni er myndaði heiminn með því að sökkva inn í hann í upphafinu, kallað atman. Sá kraftur er því efni fylgir nefnist "Kundalini" og þýðir það í raun "slöngukrafturinn". Á fornum indverskum myndum er Kundalini ætíð hugsað og teiknað sem sofandi slanga innst í manninum, enda slangan heilagt dýr. Kundalini  sefur í Muladharachakra, neðstu orkustöð líkamans. Markmið jógans er að vekja þennan kraft í manninum, senda hann upp í gegnum orkustöðvarnar að Lotuschakranu, hinni æðstu orkustöð, þar sem hann rennur saman við hinn guðlega uppruna sinn. Út frá kenningunni um mikro/makro cosmos getur jóginn þá stjórnað öllum hinum ytra heimi um leið og hann nær stjórn á sínum innra heimi. Markmiðið er þó ekki að stjórna öðrum í kringum sig, heldur hitt, að stíga feti framar og stöðva hjól endurfæðingarinnar með því að hafa fullkomna stjórn á sjálfum  sér. Þannig er aðeins hægt að sigrast á lífinu með afli lífsins, slökkva lífsneistann með lífsneistanum.

Lítum nú á hvað gerist á vegferð Kundalini gegnum orkustöðvarnar.

Á fyrsta stigi tantrajóga er Kundalini vakið til lífsins þar sem það sefur í  Muladharachakra . Lögð er höfuð áhersla á ögun líkamans og reynt að ná stjórn á vöðvum líkamns. Þannig er Kundalini smátt og smátt, með ákveðinni vöðvastjórnun þrýst upp í næsta chakra. Muladharachakra er að finna rétt fyrir aftan kynfærin.

Þá tekur við  Swadistanachakra. Þar nær Kundalini stjórn á blóði, slími  og sæðisfrumum líkamans. Kynlifslöngun er afneitað og kynkrafturinn stundum notaður til að flýta ferð kundalini. Ýmsar aðferðir eru notaðar til þess. Meðal annars er líkaminn ertur kynferðislega, en haldið aftur af fullnægingunni. Hún er þá hugsuð sem einskonar innri fullnæging sem þrýstir Kundalini áfram. Þannig er t.d. Shiva, guð jóga hjá indverjum, gjarnan málaður í eilífum samförum við Shakti, hinn kvenlega mótleikara sinn.

Næsta orkustöð á vegferð Kundalini er Naphichakra. Þar er eldurinn beislaðar, eða tilfinningarnar. Það er gert með "mudras", æfingum og ástundun helgisiða. Gjarnan er líkaminn pyntaður um leið og jóginn leiðir kvalirnar hjá sér.

Í Anahatachakra er loftið beislað. Það er gert með öndunaræfingum "prana-yama". Æfingin felst  í að halda andanum í lengstu lög og er mjög hættulegt, getur jafnvel valdið köfnun. Þegar jóginn stjórnar loftinu getur hann flogið, hann er þá óháður náttúrulögmálunum.

Styttist nú í endalok vegferðarinnar. Þegar Kundalini rennur upp í Vishuddichakra er "rýmið"  sjálft beislað. Það er gert með því að hugleiða hjartslátt alheimsins , með því að fara með  möntru hans "AIM", "AM", "AUM", eða "OHM". Aum er samkvæmt fornri speki Indverja, það hljóð sem heyrist þegar alheimurinn dregur andann. Um leið og mantran, þ.e. galdraorð alheimsins, er sungið lokast á öll skilningarvitin. Hugleiðslan leitast við að útiloka alla skynjun, kæfa alla hugsun og þá fyrst kemst Kundalini upp í 6. orkustöðina. Meðan mantran er flutt, flyst sjálfið milli "rýma"/ "plana" .

Lokastöð líkamans er Ajnachakra . Þegar þangað er komið hefur yoginn öðlast fullt vald á öllu þessa heims, líkama, anda og sál. hann er orðin óháður öllum frumefnum alheims og manns. EN................ hann er enn bundinn við samsara. Samsara er óreiða lífsins, það sem veldur því að allt breytist og getur ekki staðið í stað. "Allt streymir" sögðu grikkir til forna og er það sama hugsun. Það er því ekki nóg að ná valdi á öllum alheimnum. Enn getur þú glatað öllum ávinningun í samsara.

Þú þarft því að sleppa undan samsara og flytja Kundalini upp í 7. chakra, Lotuschakra eða Sahastrachakra, sem er staðsett utan líkamans, rétt ofan við hvirfilinn. Sumir myndu efalaust kalla þessa orkustöð uppsprettu árunnar.

Til að ná upp í 7. chakra, þar sem frelsið bíður, þarf hjálp gurusins. Án hans er það ekki hægt! Guruinn opnar þriðja auga líkamans og hleypir orku alheimsins inn til Kundalini þar sem það stendur á barmi frelsisins. Þannig og aðeins þannig losnar jóginn úr hringrás samsara. Vald guruins er algert. Hann er ómissandi. Guruinn er því miklu meira en aðeins kennari eða leiðbeinandi um lendur jóga. Hann er  "endurlausnarinn", frelsarinn, og stundum tilbeðinn sem slíkur hjá Indverjum.

Tökum sem dæmi brot úr hinu indverska helgikvæði "Gurugitan"- lofsöngi til gurusins:

Miskunn guðs kemur og fer, hún skiptir ekki öllu. En án miskunnar Satgurus erum við glötuð. Ég get svikið guð minn, en eigi mun ég yfirgefa guruinn minn að eilífu.

Sjöunda orkustöðin er utan líkama og heims. Hún er "moksha", frelsunin. Sá er þangað nær þarf ekki lengur að endurfæðast, er laus undan endurfæðingu og þar með endurdauða. 

​Atman sameinast Brahmann, guðaneisti manns og heims verður eitt.

Leitinni lýkur og leitandinn hverfur inn í nirvana.
24.maí 2017 - 08:42 Þórhallur Heimisson

Uppstigningardagur

Uppstigningardagur dregur heiti sitt af þeim atburði sem frá er greint í fyrsta kafla Postulasögunnar, þar sem segir frá því að Jesús hafi fjörtíu dögum eftir upprisuna verið uppnuminn til himins fyrir augliti lærisveina sinna. Og er þeir störðu til himins á eftir honum, þá stóðu allt í einu hjá hjá þeim tveir menn í hvítum klæðum, og sögðu:
01.maí 2017 - 16:04 Þórhallur Heimisson

Burt með þetta Gamla testament!

Ég var að horfa á ónefndan viðtalsþátt á Rúv fyrir skömmu, sem ekki er í frásögur færandi. Ágætur þáttur og oft áhugaverður. Nema hvað, í þessum þætti var gerð hörð hríð að Gamla testamenti Biblíunnar, sem viðmælendur stjórnenda fundu allt til foráttu. Þar væri ekkert að finna nema morð og stríð og reiðan Guð. Best væri að hafa sem minnst með þetta rit að gera.
07.apr. 2017 - 16:31 Þórhallur Heimisson

Vilt þú styrkja fátækar fjölskyldur á Íslandi um páskana?

Það eru margir sem eiga erfitt að venju nú fyrir páska og fjölskyldur sem eiga ekki fyrir mat. Það er því miður staðreynd á landinu okkar kæra. Svo eru aðrir sem eru vel aflögufærir - Guði sé lof. Það eru margir sem hafa samband við mig sem prests vegna þessa ástands, eru að leita að hjálp en eiga ekki í mörg hús að venda. En ég get lítið gert einn.
21.mar. 2017 - 09:17 Þórhallur Heimisson

Jóga - Fimmti hluti

Jóga-Sutra er helgirit sem skráð var á 2. öld f.kr. á Indlandi og hefur löngum verið talin ein helsta kennslubók hindúismans í  jóga. Jóga-Sutra greinir á milli tvennskonar notkunar á jóga. Annarsvegar er jóga ætlað til þess að drepa niður alla andlega starfsemi og alla skynjun. Aðeins þannig getur maðurinn hreinsað sig af samsara og losnað undan karma og hjóli endurfæðingarinnar.

09.mar. 2017 - 19:57 Þórhallur Heimisson

Jóga - Þriðji hluti

Þá er komið að þriðja pistlinum mínum hér á Pressunni um jóga, uppruna þess og kenningar.
11.feb. 2017 - 17:26 Þórhallur Heimisson

Jóga - Annar hluti

Í austrænum trúarbrögðum er mikið gert af því að notast við "analogiur" eða heimfærslur. Það er að telja hluti sem líkjast hvor öðrum á einhvern hátt tengda eða skylda. Svo dæmi sé tekið af upplifun og skynjun hjá börnum, þá líkist leikfangabíll raunverulegum bíl og barnið telur að um bíl sé að ræða. Barnið býr til analogiu eða heimfærslu. Í raun er leikur barna ekkert annað en röð af slíkum analogium eða heimfærslum.

08.feb. 2017 - 08:06 Þórhallur Heimisson

Jóga - Fyrsti hluti

Í þessum pistlum mínum hér á Pressunni hef ég af og til tekið fyrir hin ýmsu trúarbragðafræðilegu fyrirbæri allífsins - stundum í nokkrum pistlaröðum - til að geta sökkt mér betur niður í efnið með áhugasömum lesendum.
02.feb. 2017 - 09:00 Þórhallur Heimisson

Að leita hamingjunnar

Ég hef um margra ára leið haldið úti námskeiðum sem miða að því að auka hamingju þeirra sem taka þátt. Og það eru sannarlega margir sem hafa tekið þátt – allskonar fólk með allskonar skoðanir og reynslu – sem hefur það eitt sameiginlegt að vilja leita hamingjunnar.
29.jan. 2017 - 07:00 Þórhallur Heimisson

Íslam í sögu og samtíð

Reglulega  skekja fréttir af hryðjuverkaárásum sem gerðar eru í nafni íslam heiminn. Og sá hluti veraldarinnar sem telst til hins íslamsk heims virðist loga í styrjöldum og átökum. Alla vega ef marka má fréttir. Um fátt er reyndar meira deilt á Vesturlöndum í dag en íslam. Stjórnmaálhreyfingar yst á kanti hins pólitíska litrófs hafa elfst með hatursáróðri gegn íslam. Og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagst vill meina múslímum inngöngu í landið.

19.jan. 2017 - 11:30 Þórhallur Heimisson

Hjónanámskeið á Akureyri

28. janúar næstkomandi verður boðið upp á heils dags námskeið undir heitinu "Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð" í Safnaðarheimili Glerárkirkju á Akureyri. Um er að ræða hjóna og sambúðarnámskeið eins og nafnið bendir til.
24.des. 2016 - 12:55 Þórhallur Heimisson

BERFÆTTUR OG VARNARLAUS GUÐ

Jesús er söguhetja jólanna. Einnig er nafn hans hið stærsta á vegferð mannkynsins endilangri. Alla vega hið þekktasta, hverju svo sem menn trúa um hann. Hann, sem fæddist á jörðu og var lagður í jötu fyrir rúmlega tvö þúsund árum, hefur beint og óbeint mótað veraldarsöguna æ síðan.

07.nóv. 2016 - 07:00 Þórhallur Heimisson

Örlagaríkustu orustur sögunnar

Í nóvember býð ég upp á 3 kvölda námskeið um 5 áhrifamestu orustur sögunnar - það er að segja orustur sem breyttu gangi sögunnar. Farið verður í gegnum aðdraganda átakanna, kynntir þeir sem þar tókust á, vopnabúnaður kannaður, orustan rekin og að lokum velt upp vöngum um hvað ef allt hefði farið á annan veg.
03.nóv. 2016 - 22:18 Þórhallur Heimisson

Fátækt

Þegar flett er upp í orðabók þá er fátækt meðal annars skilgreint sem örbirgð og skortur. Það má því með sanni segja að það ríki örbirgð og skortur hjá mörgum á Íslandi í dag. Og ef að líkum lætur munu enn fleiri verða bjargarleysinu að bráð ef marka má nýja skýrslu um fátækt sem Rauði krossinn sendi frá sér nýverið.
12.sep. 2016 - 16:54 Þórhallur Heimisson

Kóraninn og Biblían

Ekki margir vita að íslamska ákallið Allahu Akbar (á arabísku: الله أكبر ) er líka að finna í Nýja testamentinu, 1. Jóh.3:20, “Því að GUÐ ER MEIRI en hjarta vort og þekkir alla hluti. – En Allahu Akbar þýðir einmitt “Guð er meiri”.
05.sep. 2016 - 09:37 Þórhallur Heimisson

Bankaútibúið á botni Vítis

Ég hef um margra ára skeið haldið úti námskeiðum um trúarbragðasögu og klassísk forn fræði. Á liðnu vori var meðal annars saman kominn góður hópur fólks sem ég leiddi í gegnum Divina Comedia, Hinn guðdómlega gamanleik, eftir Dante.


15.ágú. 2016 - 10:25 Þórhallur Heimisson

Samfélagsleg áhrif kristninnar


26.júl. 2016 - 10:24 Þórhallur Heimisson

Hjónanámskeið Fjölskylduráðgjafar Þórhalls Heimissonar


06.júl. 2016 - 12:00 Þórhallur Heimisson

Ný hjónaráðgjöf í Reykjavík og á Akureyri


28.jún. 2016 - 16:30 Þórhallur Heimisson

Rofin kirkjugriðÞórhallur Heimisson

Þórhallur Heimisson er fæddur 30.07.61. Hann starfar sem settur sóknarprestur í Breiðholtskirkju. Hann hefur auk prestsstarfa annast hjónaráðgjöf, gefið út bækur um trúmál, hjónaband og sambúð og sagnfræði, ritað pistla, gert útvarpsþætti og kennt trúarbragðasögu í KHÍ og HÍ. Hann hefur einnig um árabil verið leiðsögumaður í Rómarferðum og ferðalögum um austanvert Miðjarðarhaf, til Króatíu, Montenegró, Grikklands og Tyrklands - auk Búlgaríu, Rúmeníu og fleiri landa.

Híbýli fasteignasala KOSTANDI
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 19.5.2017
Mikilvæg fyrirmynd
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 18.5.2017
Er allt sem byrjar á einka rosalega slæmt?
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 19.5.2017
Umbreytingavorin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.5.2017
Einangrað eins og Norður-Kórea?
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - 22.5.2017
Vandræðalega bekkjarpartýið!
Elín Ósk Arnarsdóttir
Elín Ósk Arnarsdóttir - 22.5.2017
Hvít sem mjólk
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 23.5.2017
Stjórnvöld eiga að vera á tánum en ekki hnjánum
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 23.5.2017
Stærðin skiptir máli
Kristinn Rúnar Kristinsson
Kristinn Rúnar Kristinsson - 24.5.2017
Mjög takmörkuð öryggisgæsla á Rammstein tónleikunum
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 25.5.2017
Um fjallageitur og samfélagsmiðlamont
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 24.5.2017
Uppstigningardagur
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 26.5.2017
Hin nýja miðja
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 21.5.2017
Samskipti
Fleiri pressupennar